Alþýðublaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 26. ap.ríl 1947 Bréf frá presti af tilefni skrifa minna iœi ferm- ingar og þrengsli* í kirkjum. — Beilt um að- göngumiðana. — Spádómar mínir um áfengið hafa rætzt. — Tillaga um að hækka áfengið aft- ur í verði. PRESTUR SKRIFAR MÉRvið fermingar, nema stundum. þetta bréf: „Þú hefur, Hann- es minn, minnzt nokkrum sinnum á fermingarnar, og þá helzt í sambandi við þrengsli í kirkjunum, þegar fermt er. Ég vil þakka þér fyrir ummæli þín ýmis um þessi mál. En í sambandi við það, sem þú sagðir síðast, vildi ég segja eftirfarandi: Það er mjög erfitt fyrir prestana að taka nýjar reglur um kirkjusókn fólks. Það hafa aldrei verið afhentir að- göngumiðar að kirkjunum, og okkur þykir sem það væri ó- tækt að taka upp þann sið. MÉH VIRÐIST, að hagkvæm- asta lausnin sé sú, að fermingar- börn og aðstandendur þeirra gæti þess að koma nógu tíman- lega til kirkju til þess að forðast þrengsli og vandræði. Að sjálf- sögðu er reynt eins og hægt er að láta aðstandendur fermingar- barna ganga fyrir um sæti, en þetta er erfitt, þegar mörg börn eru fermd, en sem betur fer gera þrengslin ekki vart við sig nema þegar svo er. Ég skil, að þú skriíar af miklum velvilja og skilningi um öll þessi mál. En mér sýnist sem tillaga þín um aðgöngumiðaná sé ótæk.“ ÞETTA SEGIR PRESTUR- INNr og ég þakka honum fyrir bréfið. Hins vegar er ég. ekki sammála honum. Það er ekki nein ,,sortéring“ á fólki við guðsþjónustur, þó að aðstand- endum fermingarbarna séu sendir aðgöngumiðar að kirkj- um, þegar fermt er. Hér er um alveg sérstaka — persónulega — kirkjuathöfn að ræða, sem er fyrst og fremst ætluð og fram- ltvæmd fyrir vissan hóp ein- staklinga. Það er hægt að hugsa sér það, að engir af aðstandend- um fermingarbarna komist í kirkju. Það er möguleiki á því, að óviðkomandi fólk væri búið að fylla kirkjuna. Telur prest- urinn, vinur minn, að slíkt 'megi eiga sér stað? Ég hygg ekki. MÉR SKILST, að engin vand ræði séu með rúm í kirkjunum En sumir prestanna ferma svo mörg börn í einu, að kirkjan rúmar ekki aðra en börnin og aðstandendur þeirra. . Ef nokk- ur prestur í Reykjavík á að taka upp aðgöngumiðana, þá er það séra Bjarni Jónsson. Síðast lið- inn sunnudag fermdi hann 67 börn og þar voru mikil þrengsli. Og það, sem var einna verst, að fyrir dyrum kirkjunnar safnað- ist mikill fjöldi fólks, aðallega unglingar, svo að fermingar- börnin og aðstandendur þeirra áttu fullt í fangi með að komast út með óskemmd föt. Fór þó allt fram með fullri kurteisi, og tek ég það fram til að koma í veg íyrir misskilning. ÞAO HEFUR NÚ verið stað- fast, að spádómar mínir um á- fengissöluna hafa reynzt réttir. Kaup á áfengi hafa ekki minnk að við verðhækkunina fyrir mánuði. Ég sagði um það leyíi, sem verðhækkunin var ákveðin, að ef til vill myndi salan minnka fyrstu vikuna, en síðan mundi allt sækja fljótlega í sama horfið. Ég lagði til, að á- fengið væri hækkað ' meira en gerí var. Hélt ég því íram, að með því væru tvær flugur slegnar í einu höggi. Ríkissjóður fengi stórauknar tekjur, og á- fengiskaup mundu minnka. Taldi ég þetta mikinn gróða fyrir alla aðila, fjárhagslegán. gróða fyrir ríkiesjóð og siðferði- lega-n og heilbrigðislegan gróða fyrir einstaklingana. EN ÞAÐ VAR EKKI farið eftir þessu, og þeir, sem stjórn- uðu verðhækkuninni, höguðu sér eins og hver annar kaupmað- ur, gættu þess, að hækka verðið ekki meira en það, að það drægi ekki úr magninu, sem selt yrði. Þetta tel ég mjög mið- ur farið. Ég legg til, að áfengið sé hækkað enn einu sinni. Ríkis- sjóður mun stórgræða á því - og það sem betra er, enginn tapa neinu. SUMARIÐ ER KOMIÐ, það Frh. á 7. síðu. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritsíjóri: Stefáji Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. KOMMÚNISTAR viðhafa þessa dagana í meixa lagi furðulega reikningsaðferð í viðleitni sinni til að blekkja verkalýðstéttirnar og fá þær út í pólitískt ævintýri. Dag eftir dag endurtekur Þjóðvilj inn þá marghröktu fullyrð- ingu sína, að hin nýju tekju- öflunarlög séu árás á launa- stéttirnar í -landinu. Til að reyna að ná tilætluðum ár- angri með þessum áróðri sín- um, grípa skriffinnar hans til þess bragðs að deila tölu fimm manna f jölskyldnanna í landinu í upphæð tekjuaukn- ingarinnar og fullyrða síðan, að útkoma sú, sem þeir þann- g fá, sé fjárhæð, er hver fimm manna' fjölskylda verði að greiða, og sé það aíleiðing tollalaganna. * Þessi talnafræði kommún- ista er tilbúningur þeirra, sem á að blekkja almenning, en hefur við engin rök að styðjast. Með þessu eru komm únistar að ljúga því í tölum, sem þeir áræða ekki lengur að ljúga í orðum. Hækkun vöruverð vegna tollalaganna hefur full áhrif á dýrtíðarvísi töluna. Almenningur fær því vöruhækkunina fullkomlega bætta í hækkuðum launum eða aukinni niðurgreiðslu á nauðsynjavörum. Af þessu leiðir, að reikningsaðferð kommúnista er augljós blekk ing, eins og forsprökkum þeirra hlýtur að vera ljóst, þó að þeir láti skriffinna Þjóðviljans beita henni í þeim tilgangi að reyna að ginna verkalýðinn út í póli- tískt ævintýri. Malflutningur Þjoðviljans í samband'" við afgreiðslu fjárlaganna gefur líka til kynna, að F-kriffinnar hans séu meira n lítið illa að sér í stærðfræ"’ Þjóðviljinh á fimmtudap’nn tilkynnir sem sé með offcr að „sá stórhug ur, sem eir nnt hafi aðgerð ir alþingis • atvinnumálum undanfarar ár, viirðist ætla að dvína r iarlega fljótt og víkja fyr’ bölsýnisbarlómi núverandi st:órnar“ og held- ur sér eir :ð heygarðshorn þeirrar fu ðingar, að ver- ið sé að re na.að koma á at- vinnuleysi landinu með lækkuninr fjárframlögun- Sé hætta á atvinnuleysi yfirvofandi vegna afgreiðslu fjárlaganna í ár, hlýtur að hafa ríkt tilfinnanlegt at- vinnuleysi hér á landi undan farin ár að dómi Þjóðviljans, nema skriffinnar hans teljl sig hafa gert þá uppgötvun, að talan 74 sé lægri en töl- urnar 58 og 43. Þeim er svo sem ekki of gott að leggja slíka talnafræði fyrir sig. En mikil er trú kommúnista á mátt endurtebilnna Iyga og fíflslegra blekkinga, ef þeir gera sér von um, að annar eins málflutningur og þessi verði þeim til pólitísks fram- dráttar. um til verklegra fram- kvæmda! Skriffinnum Þjóðviljans hlýtur að vera kunnugt um það, að fjárveitingarnar til verklegra framkvæmda eru í ár miklum mun hærri, en nokkru sinni fyrr. í ár verð- ur varið til þessara fram- kvæmda 74 milljónum, þrátt fyrir 15% lækkunina. Árið 1946 voru fjárveitingarnar til þessara framkvæmda hins vegar 58 milljónir og árið 1945 43 milljónir. Hækkun- in er því hvorki meira né minna en 16 milljónir frá því í fyrra og 31 milljón frá því í hitteðfyrra. Efstasund 50 er tií sölu og laust 14. maí n. k. Húsi’ð er nýtt, van’dað og heíur öli nýtízku þæg- indi. Lóðin stór. Verðið sanngjarnt. Nánari upp- lýsingar gefur Péíur Jakobsson, löggiltur fast- eignasadi, Kárastíg 12. Sími 4492. Viðtalstími kl. 1—3. 2 eða 3 verkamenn geta fengið at- vinnu í lengri tíma. Upplýsingar gefur Gunnar Vil’hjálmsson. Sími 1717. Óskum eftir manni á smurningsstöð okkar. H.fr EgélS ¥Hfí|álmsson. Upplýsingar gefur Gunnar Viíhjálmsson. Sími 1717. Getum útvegað leyfishöfum til afgreiðslu í júlí n. k. 2Vz—3ja tonna SöiuumhoS með tvöföldu drifi. Upplýsingar hjá h.f. Ræsi í síma 7266. Aðalumboð: ( SKULAGATA 59. SÍni:t?;s ÚfbreiðiS ALÞÝÐUBLAÐIÐ Unglinga vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Hverfisgötu Grettisgötu Austurstræti Lindargötu Þverholti Talið við afgreiðsluna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.