Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 2
2 Bergmál 2. hefti er komið út Flytur eingöngu skemmti- efni. I þessu hefti er m. a.: Ljósið í turninum, smá- saga eftir Valerian Tor nius. Ráð undir rifi hverju, frá sögn af -njósnum sein- ustu styrjaldar. Ur heimi kvikmyndanna, fjöldi mynda og greina um leikara. Endurfundir, ástarsaga eftir Q. Patrick. Undur tækninnar, fréttir af tæknilegum nýjung- um. Kleópatra, síðari hluti af spennandi æfisögu. Skógurinn brennur, fram- haldssaga eftir J. O. Curwood, og margar fleiri greinar. Nýir kaupendur, sem greiða árgang Bergmáls fyrirfram, kr, 60,00, fá ö k e y p i s bókina Kabloonu, sem seld hefur verið í bóka- búðum á kr. 62,00. Tekið á móti áskriíend- um hjá Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar, Hallveigarstíg 6A. Sími 4169.- ________ALPÝÐUBLABiÐ / Fimmtudagur 22. maí 1947. ÁttræSur i dag: Brynjólfur ÞorSáksson organisíl MARGIR eru þeir ekki ís- lendingai’cnir, er helgað hafa tónlistinni líf sitt. Einn þeirra fáu er Brynjólfur, og sá elzti. — Fyrsta hljóðfær- ið, er hann eignaðist smíð- aði hann sjálfur, svalaði með því ómótstæðilegri löngun til tóniiegrar viðleitni. Var þetta tíu strengja hljóðfæri, og tókst honum að leika tvi- raddað á það. Eins og kunnugt er féll það í hlut Brynjólfs Þorláks- sonar að taka við störfum þeirra Péturs Guðjohnsen og Jónasar Helgasonar. Fyr- ir og eftir aldamótin, um 20 ára skeið, er hann höfuð- stjórandi kóra hér í Reykja- vík og oiiganleikari. X tíma- riti íslenzkra tónlistarmanna, fyrir tveimur árum, er kom ist þannig iað orði: „Brynjólfur Þorláksson er einn þeirra íslenzku tónlist- armánna, sem dyggilega faafa varðað veginn til nú- tíðarinnar. Sem harmonium- leikara mun enginn hafa tek ið honium fram, og söng- stjórn hans var mjög rómuð. Sem forgöngumaður í kirkju söng reyndist hann hinn ein- iægasti umbótamaður, sem bar hug söngfólksins stöðugt fyrir brjósti, og útgáfa. hans á ,,Organtónum“ og fleiri nótnabókum hefur orðið þjóðinni hjartfólgin og smekkbætandi“. í minnum er hafður söng- ur barna við vorprófin í Reykjavík undir stjórn Brynjólfs. Er það álit margra, að eins góður söngur barna hafi ekki heyrzt hér. Brynjólfur undi ekki held- ur því, að þeirri náms- grein væri gert lægra undir höfði heldur en öðrum. Hlið stætt við aðrar inámsgreinar var söngur og söngfræði prófskylt í skólunum hér meðan Brynjólfur annaðist kennsluna. Tókst honum að halda fram starfsháttum fyr irrennara síns, Jónasar Helgasonar. Við burtför Brymjólfs verð ur hér á brejding, en til Vesturheims hvarf hann árið 1913. Næstu tíu árin áður var hann dómkirkjuorgan- isti hér. Á þeim árum form- aði Brynjólfur söngflutning kirkjukórsins með þeim hætti, að seint mun gleym- ast. Er holt til athugunar nú, að rifja upp æfingar Brynj- ólfs með kórnum i kirkjunmi, en að þeim æfingum lloknum nutu Reykvíkingar söngs- ins við vægu verði, sem aft- ur gekk til greiðslu kirkju- kórsins. Er hér lítið dæmi um sjálfstæða viðleitni, til fyrirmyndar tónlistarmönn- um. Þau tuttugu ár, sem Brynj Bvynjólfur Þorláksson. ólfur dvaldi í Vesturheimi (Kanada og Ðakota) starf aði hann á vegum þjóðræknis- félagsins, og hafði með hönd um stjórn allra tegunda kóra, en starf hans þessi ár- in var talið „fjöregg íslenzkr ar samheldni og þjóðrækni“. Heim til íslands kom Brynjólfur Þorláksson fyrir fjórtán árum. Starfar hann nú mleistmegnis að stillingu hljóðfæra, . en vestra vann hann eimnig nokkuð að því. Hér eru honum ekki mislagð ar hendur, enda ungur lagt hönd að sínum fyrstu strengj um. Kona Brynjólfs var Guð- ný Magnúsdóttir, látin fyrir al’lmörgum árum. Eignuðust þau sex börn,. fimm dætur og einn son. Dæturnar þrjár eru lifandi, en þrjú systkin- anna eru látin. Allir kunnugir vita, að Brynjólfur Þorláksson er góðurn gáfum gæddur. Ástæða er til að harma það, að honum skyldi ekki ungum veitast brautargengi til fullkomins náms, undir- bunings óslitins æfistarfs fil eflingar okkar tónlistarmál- urn. En í dag ber að þakka Brynjólfi þann skerf, er hann hefur lagt til þeirra mála. á langri ævi. Fjöldi Íslendinga austan hafs og vestan sendir afmaé'l- isbarninu nú kveðjur og þakklæti. Nemendur Brynjólfs Þor- lákssonar skifta hundruðum; þeir eru honum þakklátastir, enda þekkja hann bezt. Helgi Hallgrímsson. 8örn, unglings eða eldra félk vantar til að bera út blaðið í þessi hverfi: Austurstræti, Lindargötu, Hverfisgötu, Mela. lækningasiofu í Lækjargötu 6 B. Viðtalstími þriðjud. kl. 10 -—11, föstudaga kl. 4—5 og eftir umtali. Sími: 5970, heima 1789. Sérgrein: Lungnasjúkdómar Jón Sigurðsson dr. med. (tau). Sterkar, ódýrar. Guðmundur Benjamínsson. Aðalstræti 16. Stunguskóflur Stungugafflar fyrirliggjandi. Geysir h.f. V eið arf ær adeildin. og svartir SILKISOKKAR og einnig kvensokkabönd. Goðaborg, Sími 6205. Freyjugötu 1. Rúðuísefning. Setjum í rúður. Péfur Pétursson, Hafnarstræti 7. Sími 1219. Baldvin Jónsson hdl. Málflutningur. Fasteignasala. Vesturg. 17. Sími 5545. óskast ELLIHEIMILI HAFNARFJÁRÐAR Minningarspjöld Barna- spííaíasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. GOTl ÚR ER GÓÐ EIGN 6iSI. Gíslason ÍJrsmiður, Laugaveg 63.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.