Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 7
Fimmtndagur 22. maí 1947. ALf»YÐUBLAÐ8B 7 Bærinn í dag. *------------------——'4 Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Blaðamannafélagið heldur fund á morgun kl. 3- að Hótel Borg. Uppeldisheimili fyrir vandræðapilta og sfútkur FJÖRIR ÞINGMENN, Katrín Thoroddsen, Gylfi Þ. Gíslason, SigurSur E. Hlíðar og Helgi Jónasson, flytja í sameinuSu þingi tillögu til þingsályktuinar um uppeldis heimiii. ■ Þingsályktunartillagan mæl ir svo fyrir, að alþingi á- lykti að fela ríkisstjórnmni að undirbúa lögigjöf um stofn un athugunarstöðva fyrir börn, sem séu andlega miður sín, og uppeldisheimili fyr- ir pilta og stúlkur, sem séu á glapstigum siðferðislega, ;sbr. lög um vernd barna og ungmenna, og leggi frum- varp um stofnun slíkra stöðva fyrir nsesta reglulegt alþingi. r Iþróifamóf skólans í Haukadal Á ANNAN í hvítasunnu fer fram nemendamót íþrótta skólans í Haukadal í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Bæði eldri og yngri nem- endur koma þarna saman og keppa í öllum íþróttagrein- um. Líklegt er að háð verði bændaglíma, boðhlaup, sund og frjálsar íþróttir. Annars er ekki enn endanlega búið að ganga frá dagskrá móts- ins, en hugmyndin er að í- þróttirnar verði sem næst kennslustundarformi. Bandaríkin banna sígareHusendíngar iii Þýzkalands S'ígareffusaSa þar hefur aukiS á vandræðin. BANDARÍKJASTJÓRN hefur bannað allar sending- ar á sígarettum til Þýzka- lands, og er talið að þetta bann geti stuðlað verulega að því, að bæta úr matvæla- skortinum á Þýzkalandi. í því sambandi er bent á, að þýzkir bændur hafi í seinni tíð lag't það í vana sinn, að neita að selja mat- væli til borganna fyrr en þau yrðu greidd þeim í síg- arettum, og þar með oft auk- ið stórkostlega á matvæla- skortinn og vandræðin í bæjunum. En sígaretturnar seljast sem kunnugt er fyrir geypiverð á svörtum mark- aði á Þýzkalandi. Til dæmis um það var skýrt frá því í fréttum frá London í gærkveldi, að síg- arettubirgðir fyrir 7000 sterlingspund, sem fluttar hefðu verið til Berlínar. hefðu verið seldar þar á svörtum markaði fyrir það sem svaraði 2 milljónum sterlingspunda! Er þess nú vænzt, að bannið á sígarettusending- um frá Bandaríkjunum til Þýzkalands svipti þýzka bændur að minnsta kosti þess’ari ástæðu, gróðavoninni af greiðslum í sígarettum, til þess að halda tímum saman í afurðir sínar, sem fólkið í bæjunum þarfnast svo mjög. Palssíímimálið áfram að auka vald sitt í Pal estínu þar til þeim hefur tek ist að fá þjóðirnar til að við urkenna landið sem þeirra eigin. En hvar myndi það enda ef leyfðir yrðu takmarkalaus ir innflutningar Gyðinga til Palestínu? Áreiðanlega ekki við Jordan og naumast held ur ' við Euphrates. Þetta er erfitt málefni og ekki gott að segja hvað er rétt og hvað rangt. Því ástandi sem ríkir nú í Palestínu verður að ljúka, uppreisnar og skemmdarstaf semi verður að leggjast nið ur. Ólíklegasta leiðin til þess að þetta takist er að halda áfram að flytja Gyð- inga inn í landið. Þeirn mun síðift- er þetta hægt á þann hátt að leyfa öðrum kynflokk um að setjast þar að. Ekki myndi héldur vera farsælt að láta Araba drottna yfir land- inu. Það er heimskulegt að láta sér detta í hug að öll vandamál Palestínu væru leyst ef aðeins Bretar færu þaðan. Eða méð því að Arab ar og Gyðingar fengju hvor- ir um sig sína eigin yfir- stjórn. Nei, vandamál Palestínu verða ekki leyst á svo auð- veldan hátt sem margir halda. Það líklegasta til að koma málunum í betra horf er að sameinuðu þjóðirnar leggi málinu lið. Og líkleg- ast er að landið þurfi enn um stund að vera undir hern aðaraga, og væri þá eðlileg- ast að alþjóðasamband færi með málin. En hlutverk hvers þess aðilja sem kann að taka við stjórn yfir „landinu heil aga“ hlýtur að vera: Að land ið sé ekki gert að sjúkrahúsi villuráfandi flækinga. Að þeim sé hegnt, sem gera sér leik að því að brjóta lög og sýna mótbróa við yfirvöld- in. Að orðin sem Gyðingar nota svo mjög „að koma heim“, eða kröfur Araba um að þeiim beri meiri réttur til landsins en Gyðingum, er ekki hægt að taka alvarlega. Það er ekki æskilegt að Pal estína sé setin og Stjórnað með hervaldi. Suezskurður- inn, sem er svo mjög þýð- ingarmikill fyrir hinn vest- ræna heim, má ekld vera umsetinn af herjum. Þessi höfuðvandamál vilj- um vér Bretar gera okkar til að leysa, og sennilegt er að engir séu eins vel fallnir til að leysa úr þessum hnút- um eins og vér, vegna þess hve vel vér þekkjum Palest- ínu og það fólk sem byr þar. - Skemmtanir dagsins - Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Grunaður um njósnir“ — James Mason, Lucie Mannheim og Herbert Lom. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Leyndardómur fornsölunnar“ — Gloria Jean, John Qualen. — Kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Meðal flökku- fólks“ Stewart Granger, Je- an Kent, Anne Graword, Dennis Price og Robert Help man. — Kl. 5 og 9. BÆJARBÍÓ: „Ilnefaleikakapp- inn“ — Danny Kaye. •— Kl. 7 og 9. H AFN ARF J ARÐARBÍ Ó: — „Heiður Englands" sýnd kl. ' 7 og 9. Söfn og sýningar: MÁL VERK ASÝNIN G Ásgeirs Bjarnþórssonar í Listamanna skálanum. Opin kl. 10 til 10. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: — Opið kl. 14—15. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. Leikhúsið: LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: „Ærsladraugurinn". Sýning kl. 8 í kvöld. — Síðasta sýn ing fyrir hvítasunnu. TÍVOlí: SKEMMTISTAÐURINN TIVOLI opinn kl. 2—11,30. Samkomuhúsin: ALÞÝÐUHÚSIÐ í HAFNAR- FIRÐI: Dansað í kvöld kl. 9—11.30. BREIÐFIRÐIN G ABÚÐ: — Dansað frá kl. 9—11.30. Hljómsveit Björns R. Einars- sonar með Karl Billich. HÓTEL BORG: Dansað frá ld. 9—11,30. Hljómsveit Þóris . Jónssonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit frá kl. 10 síðd. TJARNARCAFÉ: Salirnir opn- ir. Útvarpið: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Al- bert Klahn stjórnar). 20.45 Dagskrá kvenna (Kven- félagasamband íslands) Erindi: Björgunarstarf (frú Ingveldur Einars- dóttir frá Grindavík). 21.10 Frá útlöndum (Gísli Ás- mundsson). Jarðarför föður okkar, tengdaföður Sigurðar Björsissoiii rrverandi brunamálastjór ler iram írá JJómkirkjunni föstudaginn 23. maí n.k., kl. 3 síðdegis, að aflokinni kveðjuathöfn á heimili hans. Það er ósk aðstandenda, að þeir, sem hefðu viljað minnast hins látna með blómum, styrki heldur ein- hverja líknarstarfsemi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, Jésis Jénssonar, Hverfisgötu 68. Guðríður Jónsdóttir. Ingveldur Jónsdóttir. Þökkurn af hjarta öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför dóttur okkar, líristíiijr. Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, Kiartan FriðberY Jónsson. ssa til sölu. íshjörninn hf.? Hrólfsskálamelum. Sími 2467. i^ýir árekstrsr Gytiinga @g Aralsa. -----------------«------- PALESTÍNUNEFNÐ BANDALAGS IIINNA SAMEIN- UÐU ÞJÓÐA, sem kosin var á aukaþingi þess í New York á dögunum til að rannsaka Palestínumálin og búa þau undir hiS reglulega allsherjarþing bandalagsins í haust, fer til Palestínu í byrjun júnímánðar til þess að kynna sér málin á sjálfum vettvangi viðburðanna. Nokkur ótti er látinn í ljós um það, að Arabar muni verða ófúsir til samvinnu við rannisókmannefndina; en tal- ið er þó, að allmikill hópur Araba, einkum verkamenn og menntamemn, sé hlyntur áframhaldandi flutningi Gyð inga til Palestínu og vilji eiga friðsamlega samvinnu við þá. Fregnir frá London í gær- kveldi sögðu frá nýjum, all- alvarlegum ártekstrum milli Araba og Gyðinga í grennd við Tel Aviv í Palestínu og létu mokkrir menn þar lífið. Úibrel &lþýSubla$i8. HjólrelSarmaður ekur á lífiitn dreng Droiiguririii beinsbrotnaéi. LAUGARDAGINN 17. þ. m. milli kl. 3 og 4 e. h. ók unglingspiltur, sem var á reiðhjó'li á lítinn dreng við húsið nr. 5 við Amtmamms- stíg mieð þeim afleiðingum, að litli drenguxinin viðbeinis- 'brotnaði. Sá sem ók reiðhjólinu stanzaði þiegar og reisti drenginn upp af götunni, en fór svo í burtu. Rannsóknarlögregilan bið- ur _bann, sem ók reiðhjólmu, að gefa sig fram við hana sem fyrst,, ennfremur sjónar votta, sem kynnu að hafa séð síysið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.