Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 6
6 ALPYÐUBLAÐSÐ Fimmtudagur 22. maí 1947. Gina Iíaus: SLEPPI ÞER ALD 88 NÝJA BÍO 88 S8 Leyndardómur fornsölunnar („RIVER GANG“) Spennandli mynd og ein- kennileg. — Aðalhlutverk: Gloria Jean. John Qualen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. QAKflLA BSÓ æ Grunaður m njóssiir . (Hote IReserve) Spennandi ensk njósna- mynd, gerð eftir sögu Eric Amblers. Aðalhlutverk: James Mason Lucie Mannheim Herbert Lom Sýnd kl. 5, 7 og 9. — hún fékk hlutverk í leik- iritinu, sem hún lék mjög illa, og hjónaband með manni, sem vildi ekki giftast henni — en það eru smámunir, sem ekkert hafa að þýða fyr- ir hana. í hvert sinn heíur hún sett sér takmark og því hefur hún náð. Þér megið ekki gleyma því, að Melanía er þannig gerð, að hún skynj ar ekki hvað felst í orðinu hamingja. Sú eina ánægja sem hún þekkir er að fá ein- hverja ósk uppfyllta. Þess vegna er hún svana ánægð með aðferðirnar sínar sjálf, og ef einhver kæmi og segði henni, að hún ætti að sleppa öllum óskunum og reyna að taka meira tillit til náunga sinna, myndi hún álíta þá, sem sína verstu óvini. Nei —.. Heinsheimer hristi koll- inn aftur. ,,Ég get ekkert gert“. „Haldið þér, að ég geti það?“ ,,Ef til vill. Þér hafið við- urkennt, að Melanía ætlaði að reyna að koma einhverju áfram núna líka. Gætuð þér komið í veg fyrir, að hún kæmi vilja sínum í gegn núna?“ Albert hugsaði sig um. Það var kannske ekki of seint að hringja til Munchendorf aft ur. Hann lifnaði allur við, við tilhugsunina. „Það gæti hugsazt.“ „Þá hefði mikið áunnizt. Og ef þér jafnframt gætuð látið sem þetta —“ Hann benti á svefnherbergið. ,,— að hún væri með inflú- enzu, snúinn fót, eitthvað, sem þarf að liggja í, í fáeina daga, en annars er ekki neitt, sem taka þarf tillit til —“. „Ég skal reyna“. ,,0g annars ættuð þér að fara með Melaníu eins og barn,“ sagði læknirinn. „Hagið yður eins og yður finnst réttast, þér hafið á- reiðanlega ákveðna skoðun sjálfur á, hvað yður finnst rétt og rangt. Ef Melanía vill eitthvað, skuluð þér hlusta góðlátlega og með at hygli á hana, en veita henni ekki vilja hennar, nema það sé sanngjarnt, sem hún fer fram á. Og ef þér hafið einu sinni sagt nei, megið þér aldrei láta undan, það gerir maður ekki, þó að börn verði æst og byrji að hóta og ólát ast, þegar þau koma ekki sínu áfram. „Ég skal reyna“, sagði Al- bert aftur. Hann sagði þetta mjög ákveðinn meira að segja. En þegar hann hafði fylgt lækninum til dyra og stóð og hélt í hina kröftugu hendi hans, spurði samt sem áður. „Og þér eruð alveg viss um, að hún hefði ekki kastað sér út um gluggann á sjöttu hæð, ef hún hefði ekki feng- ið vilja sínum framgengt?“ Já,“ svaraði Heinsheimer. „Alveg viss.“ V. Albert ætlaði að hugsa þetta allt, sem Heinsheimer hafði sagt við hann, en hann var svo þreyttur, að hann sofnaði undir eins og hann settist í hægindastól. Hann sofnaði svo fljótt að logandi sigarettan datt úr hendi hans. Þegar hann vaknaði um kl. 3, sagði Fríða, að hún hefði komið oft inn og meira að segja kallað í hann. Sigarettan hafði brennt stórt gat á gólftepp- ið. Hann mundi allt í einu eftir því, sem Heinsheimer hafði sagt: „Mikið hefði á- unnizt ef hún kæmi ekki vilja sínum áfram núna“. Hann hafði þá hlutverk að framkvæma í dag. Hann fór inn til Melaníu. Hún lá með augun lokuð, en hún svaf ekki þegar hann kyssti hendi hennar, spurði hún: „Hvert ætlarðu?“ Hann sagðist ætla á skrif- stofuna. „Það er of seint“. sagði Munchendorf, þegar hann sagðist gjarnan vilja halda Önnu, þrátt fyrir allt. „Þér getið ekki skipt um skoðun á hverri mínútu“, sagði Munchendorf. „Ég er þegar búinn að ná í annan einka- ritara handa yður, því mið- ur er hún ekki komin yfir aldurstakmarkið ennþá, en hún er feit eins og tunna, svo að hún getur víst samt gengið.H vað var annars að frú Kirchheim? Var hún á- geng? Hún leit út fyrir að vera svo hæglát, og hún hafði mjög góð meðmæli.“ „Hverning getur yður dott ið annað eins í hug, að frú Kirchheim hafi verið á- geng?“ ,,Nú hversvegna ekki. Það er mikið um ungar stúlkur, sem fá sér einkaritarastarf til þess eins að daðra við for stjórann. Og þar að auki báð uð þér mig að fá henni eitt- hvað af peningum í kyrr- þey.“ Albert roðnaði. Honum hafði ekki dottið í hug, að hann hafcli með því gefið dálítið skakka mynd af Önnu. „Hún tók annars ekki við þeim. Hún sagðist vera svo kunnug vinnulöggjöfinni, að það væri gjöf að fá laun fyr- ir meira en viku.“ „Hafið þér heinailisfangið hennar?“ Munchendorf hafcil það ekki, en Albert gæti áreiðanlega fengið það á skránnSi yfir starfsfólkið. „Þér eruð skrítinn fugl“, sagði hann. Albert fann heimilsfang Önnu. Hann hafði tilkynnt, að hann yrði fjarverandi þennan dag á skrifstofunni, svo að hann fór og fékk sér bíl beina leið heim til henn- ar. Hún skal taka móti pen- ingunum, þó að ég verði að beita hana valdi, hugsaði . hann. Ég verð að fá að Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. 3 BÆJARBfÓ 8 Hafnarfirði Hnefaleika- kappinn. (The Kid From Brooklyn) Skemmtileg og fjörug am erísk gamanmynd, tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverkið leikur skopleikarinn óviðjafn- anlegi, Danny Kaye. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. sl TJARNARBÍÖ E Meðal flökkufólks Caravan) Afarspennandi sjónleik- ur eftir skáldsögu Lady Eleanor Smith. Stewart Granger Jean Kent Anne Crawford Dennis Price Robert Helpman Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Tri’iJoSi í kvöief, 22. maí, kl. 21: Ernesfo Waldoze Plýjésr fiirayfiir. Aðgöngumiðar til sölu frá kl. 11 í bókaverzlun- um Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal. Auglýsið í Alþýðublaðlnu MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING PÉTUR: Herra minn trúr! En hvað þessi kvenmaður er ósann gjarn. Ég var aðeins að gefa henni nokkur holl og góð ráð. ÖRN: Sleppum því, en ég hélt, að þú værir búinn að láta athuga fótinn á Twitt. PÉTUR: Já, ég tók eftir því, að honum líður nokkuð illa. Én það er enginn læknir hér um slóðir, svo að ef honum ekki batnar . . . ÖRN: Þá verð ég að heimta, að hann verði fluttur héðan burt í varðhaldi, til þess að bjarga honum frá blóðeitrun. PÉTUR: Örn, þú ert nokkuð slyng ur piltur, ég vil að þú fljúgir fyrir mig. — Hvað sagðir þú?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.