Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 4
&LPÝBUBLABÐ Fimmíudagur 22. maí 1947. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.ky.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. - Afgreiðslusími: 4900. ' Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Eignakönnunin. STERKUR GRUNUR hef- Frásögn, sem vekur hrylling. — Furðulegt fram- ferði. — Strangari reglur. — Nauðsynlegt að hafa hendur í hári níðinganna. — Götumar of mjóar. —' Algengasta brotið. ÉG GERI RÁÐ FYRIR, að ómálga böm orðið undir bif- mörgum hafi hryllt við, þegar þeir lásu frásögnina í Alþýðu- blaðinu í gær um bifreiðar- stjórann, sem ók þremur börn- um sínum liggjandi og stand- reiðum, án þess að um sé að kenna bifreiðastjórunum því að óvitarnir kunna engar reglur, en því meiri ábrygð fylgir og þeim sem stjórna ökutækjun- andi á aurbrettum bifreiðar sinnar. Menn geta ekki almennt gert sér grein fyrir því, hvern ig á því geti staðið, að nokkur maður skuli haga sér þannig, en þetta er staðreynd og verð- ur varla annað ályktað en að viðkomandi maður sé ekki með öllum mjalla. Þetta mál er nú í höndum rannsóknarlögregl- unnar og mun fá þá afgreiðslu sem því hæfir. Verður að taka strangt á svona málum fyrst annað dugir ekki til að kenna fólkinu. FYRIR NOKKRUM DÖG- UM sagði biíreiðastjóri, sem er kunnur að gætni í akstri, að hann gæti ekki betur séð en að bifreiðastjórar væru nú gætn- ari en áður fyrr. Þeir taka meira tillit hver til annars en áður var og halda settar regl- ur. Hins vegar væru þeir samt of margir, sem allt af reyndu að ,,pressa“, sætu um tækifæri til að skjótast fram úr, træðu sér inn í þéttar bifreiðalestir út úr hliðargötum og á hættuleg- um hornum og ækju of hratt um göturnar. Ég veit líka að þetta er rétt. Það eru þessir )menn, sem eru vargar á veg- unum. Það er ekki víst að þeir sjálfir valdi með sinni ’ bifreið limlestingum og dauða, en þeir geta orðið valdir að því að aðr- ir valdi slysum. ÞAÐ VERÐUR ÞVÍ að hafa vakandi auga á þessum mönn- um. Og það er hægt að þekkja þá úr. Bifreiðastjórar almennt kannast við þá. Lögreglan verð ur og að hafa sérstakar gætur á þeim og taka þá eins fljótt úr umferð og mögulegt er og lög heimila. Annars virðist mér og, að enn þurfi að herða á regl unum svo að hægt sé að hafa hendur í hári þessara manna áður en þeir valda tjóni. Á MJÖG SKÖMMUM TÍMA hafa mörg börn látið lífið í um ferðaslysum hér í bænum. Ég er ekki að segja að þessi bana- slys starfi öll af ógætni bif- reiðastjóranna, því að oft geta um. Það er því ekki nema eðli legt þó að umferðaslysin séu að verða enn meira áhyggjuefni bæjarbúa og menn vilji að ekkert sé látið ófreistað til að draga úr þeim. HIN MIKLA FJÖLGUN bif- reiða og annarra farartækja í bænum veldur því líka, að enn meiri hætta er á götunum. Göturnar í Reykjavík eru alls ekki gerðar fyrir slíka umferð, enda satt bezt að segja, að eng- inn getur ætlast til þess að fyr- ir mörgum árum, þegar göturn- ar voru lagðar, hefði nokkur maður getað látið sér til hugar koma að svo mikill urmull vél- knúinna farartækja yrðu hér í bænum, sem raun er á. Hitt er aftur á móti vítavert, að göt- ur sem nú er verið að leggja, eða hafa verið lagðar fyrir fá- um árum, eru allt of mjóar. Það er óskiljanleg skammsýni. LÖGGÆSLUMAÐUR sagði við mig fyrir fáum dögum, að eitt algengasta brot vörubif- reiðastjóra væri í því fólgið, að þeir hefðu of marga í sætinu hjá sér. Sagði hann að það kæmi jafnvel fyrir, að í fram- sætinu hjá þeim sætu þrír og fjórir menn. En þeim er bann- að að hafa þar nema einn far- þega. Bókstaflega ekkert má út af bregða hjá bifreiðastjóra á vöruflutningabifreið, sem hef- ur tvo til þrjá menn í sæti sínu. Hann er í sjálfheldu' og getur ekki haft fullt vald á stýrinu. FÉLAGSLÍF Skólafélag Iðnskólans efnir til ferðaiags um hvíta sunnuna. — Farið verður austur í Víik í Mýrdal og að Kirkj ubæjarklaustri. Lagt verður af stað frá Iðnskólan- um laugardaginn 24. þ. m. fcl. 2,30 e. h. stundvíslega. — Nofckrir farmiðar verða seld- ir í Iðnskólanum föstudag- inn 23. kl. 8—9 e. h. Ferðanefnd. ur leikíð á því hér á landi, einkum hin síðari ár upp- gripa og stríðsgróða, að fé væri í töluvert stórum stíl svikið undan skatti. Hefur sá grunur haft í för með sér há- værari og háværari kröfur um það, að eignakönnun yrði látin fara fram í land- inu 'til þess að ganga úr skugga um þetta og ná því fé, sem svikið kyinni að hafa verið undan skatti; því að það er öllum hugsandi mönn- um 'ljóst, hvaða hættu það myndi skapa fyrir þjóðfélag- ið og hvílíkt ranglæti af því myndi hljótast gagnvart öll- um þorra sikattgreiðenda, og þá fyrst og fremst gagnvant launastéttunum, sem í fáum tilfellum geta sviikið fé und- an is'katti, ef hinum efnameiri yrði látið haildast slíkt uppi. Krafan um eignakönnun var orðin svo hávær í haust, að við allar tilraunir til stjcmarmyndunar í vetur var út frá því gengið, að hún yrði látin fram fara, enda var það eins og menn muna, eindregin tillaga hágfræð- inganefndarinnar. Og' þegar stjórnarmyndun loks tókst, var eignakönnunin endan- lega ákveðin með málefna- samningi þeim, sem stuðn- ingsflokkar stjórnarinnar gerðu með sér. Nú hefur stjórnarfrum- varp um eignakönnunina verið lagt fyrir alþingi, og hefur almenningur þegar átt þess kost, að kynna sér það. Eins og eignakönnunar- frumvarpið ber með sér, er það' ekki ætlunin, að hefja neina refsiherferð gegn þeim, sem brotlegir hafa gerzt við framtal til skatts undanfarin ár, enda munu þeir, því miður, vera allt of margir tiil þess, að slíkt væri gerlegt. Eignakön/mminni er eins og ríkisstjórnin segir í greinargerð sinni fyrir frum- varpinu, fyrst og fremst ætl- að að færa eignaframtöl í rétt horf nú og framvegis; í öðru iagi, að koma því til vegar, að fé, sem dregið hef- ur verið undan skatti, komi hinu opinbera að notum, anmaðhvort sem beinn skatt- ur eða skyldulán; og í þriðja lagi, að stuðlia að því, áð ná undandregnu fé úr umferð, svo að það valdi ekki verð- bólgu og hvers konar óheil- brigðum viðskiptum. ❖ Samkvæmt eignakönnunar frumvarpinu eiga menn um þrennt að velja til þess, að leiðrétta röng skattafram- töil Undanfarin ár og bæta fyrir þau brot, sem þeir hiafa þar með gerzt sekir um við hið opinbera: 1) Þeir geta talið fram við skattayfirvöldin undandregn ar eignir áður en mánuður er liðinn frá framtalsdégi eignakönnunarinnar og greitt af þeim vangoldinn skatt samkvæmt gildandi skattai- lögum, án skattsökta. 2) Þeir igeta við eigna- könnunina tailið fram undan- dregið fé. og skal skattur þá greiddur af því, sem hér seg- ir: Af undandreginni eign, sem sannanlega befur orðið til fyrir 1. jainúar 1940 og efcki nemur nema 25000 krónum, þarf engan skatt að greiða. Af undandreginni eign, sem til hefur orðið síð- an 1. janúar 1940, skulu 15 þúsund krónur skattfrjálsar; af 15000—25000 krónum greiðast 5% í skatt, af 25000 —35000 krónusm 10%, af 35000—45000 krónum 15%, og af því, sem umfram þá upphæð kann að vera, skal igreiða fullan skatt sam- kvæmt gildandi skattalög- um. 3) Þeir geta keypt ríkis- skuldabréf fyrir hið undan- dregna fé, gegn 1% vöxtum. rr Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2. Kjöfskurðarvél 15 lífra (farsvél) og hakkavél til sölu, hvorttveggja nýtt. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt ,,Kjötskurðarvél“. 1 I um uniferð í Reykjavík Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur, með tilvísun til 7. gr. umferðarlaga nr. 24 frá 1941, samþykkt að Hringbraut' skuli teljast aðalbraut, þó með þeirri undantekningu, að Laugavegur og Hverfis- gata njóti forréttar fram yfir Hringbraut. Aðalbrautir njóta þess forréttar, að umferð bifreiða og annarra ökutækja frá vegum, er að þeim liggja, skal skilyrðislaust víkja fyrir umferð aðalbrautar eða staðnæmast áður en beygt er inn á aðalbraut, ef þess er þörf. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. maí 1947. Sigurjón Sigurðsson settur. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu á suniuidag þurfa í síðasta lagi að berast til aug- lýsingaskrifstofu blaðsins á föstudag fyrir klukkan 7 síðdegis. Skulu þau vera skattfrjáls í fimm ár, en igreiðaist upp með jöfnum afbongunum á tuttugu og fimm árum. Eins og menn sjá á þessum þremur kostum, sem mönn- um verða settir til þess, að leiðrétta röng skattaframtöl og framin skattsvik,, er hér farið vægiilega í sakir, og því vægilégar, því minni eignir, sem undan hafa verið dregn ar. Það er því að hafa alger- lega endaskipti á sannleik- anum, þegar Þjóðviljinn þer það blákalt fram í gær og fyrradag, að ríkisstjórnin ætli með eignakönnuninni að pgefa skattsvikaburgeisun- um upp sakir“, en „stimpla menn, sem láðst hefur að telja fram nokkrar þúsundir króna, sem skattsvikara“. En slik ósannindi um eigna- könnunarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar eru að vísu ékkert meira en við var að búast af blaði, sem frá upp- hafi vega hefur lifað á lyg- inni og trúað á hana sem eina vopnið, er til framgangs mætti verða flokki þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.