Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. maí 1947.
ALÍ»?©UBLAÐIÐ
5
iiinon
S 0 fl 111 © 0 i
TIL AÐ GETA SKILIÐ
þau vandamál, sem um er að
ræða í sambandi við Palest-
ínu verðum við fyrst að líta
til sögulegra staðreynda.
Palestína á frægðarsögu
sína að rekja þúsundir ára
aftur í tímann. Filistear frá
Eyjahafi og Semigyðingar
frá austurlöndum komu til
Palestínu eftir að þeir höfðu
verið reknir frá Egyptalandi.
Báðir þessir frumbyggja
þjóðflokkar settust að í Pal-
estínu og háðu marga brösula
leiki hvorir við aðra.
Filestearnir komu fyrst og
gáfu landinu nafn, en seinna
meir mörkuðu Gyðingar
dýpri spor í þjóðfélagshátt-
um. Landið var undir yfir-
ráðum ýmissa þjóða: Assyríu
manna, Babylonmanna,
Egypta, Persa, Parthians-
manna. Grikkja, Rómverja
og Byzantines.
Kr.istindómurinn átti sitt
upphaf í þessu Iandi og kast-
aði þar fyrstu öngum sín-
um í hinni erfiðu baráttu við
heiðindóminn. Á sjöundu öld
komu Arabar til Palestínu
með ákalli til síns guðs og
þeir hrópuðu: „heilagi, heil-
agi“. Af hinum mörgu ríkj-
um sem þeir svelgdu undir
sig allt frá Ganges í Indíandi
til Atlantshafs, var Palestína
fyrst þeirra. Þeir höfðu ekki
haft neina reynslu í að
Btjórna þjóðum eða skipa
málum þeirra. Þeir voru enn
blóðheitir frumbyggjar og
langt á eftir Syrians og
Palestínu búum. Arabar
kröfðust þess, að allir
þeir, sem vildu halda hlut
sínum óskertum skyldu játa
Múhameðstrú. Þó að nokkur
hluti Gyðinga sætti sig við
þessa trú var mikill meiri
hluti sem hélt fast við
Kristnutrúna og vildu ekki
taka kenningum Múhameðs.
En sá hópur manna, er í dag
kallast Arabar og búa í
Palestínu er sambland fólks,
sem varð fyrir ýmsum trú-
arbragðaáhrifum en gátu
ekki sætt sig við trú Gyð-
inga. En þetta fólk játar marg
ar tegundir Múhameðstrúar
og Kristindóm. Mál þeirra er
Arábiska. Þó að segja megi
að á meðal hlins Arah'Lska
hluta af Palestínu sé mann
flokkur, sem til var áður en
Gyðingar komu þangað og
mál þeirra beri þess enn
merki, er hið heilaga land
— Zion — máske réttilega
land Gyðinganna og engra
annarra.
Þó að ekki sé með öllu rétt
að Gyðingar hafi, eins og
þeir sjálfir segja, komið til
Palestínu mörgum hundruð
um ára áður en Arabar komu
þangað, þá er það miklu ó-
réttara að segja að Gyðingar
eigi ekkert tilkall til Pal-
estínu eins og Arabar halda
fram. Arabar eru ekki mjög
kröfuharðir, þeir krefjast
einskis annars en þess að fá
að lifa í landinu í friði. Þeir
eru rólyndir og íhaldssamir
að eðlisfari og vilja sem
minnst skipta sér af stjórn-
GREÍN SÚ, er hér fer
á eftir, skýrir að nokkru
þau miklu yandamál, sem
um er að ræða í Palestínu.
Varpar höfundurinn skýru
Ijósi á sögulegan rétt Ar-
aba og Gyðinga til lands-
ins.
málum. Og eftirtektarvert er
það að þegar Palestína var
undir Tyrki gefin var ekki
neinn ófriður milli Gyðinga
og Araba, heldur unnu þeir
bróðurlega hlið við hlið. En
þá voru Gyðingar aðeins 50.
000, en eru nú 600.000 og all
ir krefjast réttar til þessa
lands, Palestínu.
Spurningin er nú hvað
eiga Bretar að gera nú í þess
um ófriðarmálum. Lítum til
Balfoursáttmálans frá 1916,
þar sem stendur „litum með
velvild til þess möguleika að
hægt sé að endurreisa gyð-
inglegt þjóðerni í Palestínu.“
Þar er ekki sagt neitt um
Gyðingaríki, eða um sjálf-
stæði þess og því um síður
er talað um stjórnmálaöldur
í landinu. Aðéins er þetta
heimili fyrir Gyðinga sem
óska eftir að vera þar undir
handleiðslu guðs þeirra. Því
að við höfum málefni til að
leysa fyrir Araba líka, sem
við höfum lofað þeim fyrir
þá hjálp, sem þeir veittu
Tyrkjum í Mesopotamiu á
stríðsárunum 1914— 1918.
Palestína var mörkuð á
landabréfi Araba, dregið af
T. E. Lawrence, og þeir
kröfðu Breta um sjálfstæði.
Vegna þessa voru þrjú ríki
stofnuð: Irak, Transjordanía,
og Aarabía. Þjóðabandalagið
ákvað 1919 að Palástína
skyldi vera undir umsjá stór
veldis og voru Bandaríkin
valin til að sjá um stjórnar-
farið í landinu. En þau gáfu
sig fljótt við það og féll land
íið þá undir yfirráð Breta.
1936 byrjaði ófriðurinn milli
Araba og Gyðinga, og byrj-
uðu þeir að herbúast.
Þegar stríðið braust út 1939
hættu Arabar að beita herj-
um sínum gegn Gyðingum
en snérust til bardaga gegn
Þjóðverjum með Bretum. Á
árunum 1939 til 1944 var
75.000 Gyðingum leyfður
innflutningur í Palestínu.
Arabar mótmæltu að þessir
Gyðingar fengju landvistar-
leyfi, en Gyðingar aftur á
móti hömruðu málið á þeim
forsendum, að þeim bæri
réttur til landsins. Vér gerð-
um marga hluti fyrir Gyðing
ana, en þeir launuðu með
fjandskap. Þeir lærðu hern-
aðaraðferðiir hjá oss og þeir
notuðu kunnáttuna gegn oss,
þeir stálu frá oss vopnum
til að drepa lögreglu vora og
hermenn. Allan þennan tíma
höfðu Arabar varla látið á
sré bæra, það voru eingöngu
Gyðingarnir, sem gerðu upp
þotin. En margir Arabar
höfðu það fyrir atvinnu að
stela vopnum allstaðar þar
sem þeir gátu náð í þau og
selja þau Gyðingum. Þannig
gekk það til þar til heims-
styrjöldinni lauk og síðan
hafa orðið ennþá alvarlegri
árekstrar milli Araba, Gyð-
inga og Breta. Aldrei gekk
þessi skemmdarstarfsemi
eins langt eins og þegar Gyð
ingar brenndu upp aðalbæki
stöð brezka hersins og milli
áttatíu og níutíu manns létu
lífið. Arabar ákváðu að
sækja mál sín með lögum.
En lög eru sett af stjórn og
ef þessi sama stjórn getur
ekki haldið uppi friði í land
inu þá eru lög og reglur ekki
líkleg til að verða í heiðri
höfð. Vér Bretar óskum
eftir að einhverskonar þjóða
bandalag yrði sett til að taka
að sér mál Palestínu og
reyna að koma málunum
þannig fyrir að bæði Arab-
ar og Gyðingar geti vel við
unað. Vér erum ekki í Pal-
estínu vegna þess að vér ósk
um eftir því, heldur vegna
hins að vér sjáum ekki neina
möguleika á því eins og
stendur að Arabar og Gyð-
ingar geti leyst mál sín éin-
ir. Og vor skoðun er að
hvorki Gyðingar né Arab-
ar hafi rétt til landsins ein-
ir, og hvorugum aðilanum
beri stjórnmálalegur yfirráða
réttur. Austurlönd hafa lært
margt frá vestrænum þjóð-
um bæði í vísdómi og menn
ingu. Vegna vestrænna á-
hrifa hefur iðnaðarstarfsem
in færst í nútíma horf, iífs-
afkoma fólks hefur stór-
um batnað. Læknavísindin
og menntamál vestrænna
þjóða hefur leitt til stórum
bættrar andlegrar og líkam
legrar heilbrigði. En það sem
þetta austræna fólk hefur
ekki gert sér Ijóst ennþá er
að til þess að geta notið hinn
ar vestrænu .menningar er
nauðsynlegt að hafa stjórnar
far, sem samræmist því, sem
er að gerast meðal fólksins.
Það má segja að í sumum
hinna austrænu landa sé nú
stjórnmálalegt þroskastig
komið í sæmilegt horf, sér-
staklega í Egyptalandi, Pers
íu og Irak. En þó er jafnvel
í þessum löndum skortur á
líðræð'-slegum þroska. Fyr-
irmæli eru gefin um marga
hluti án þess þau séu byggð
á stjórnmálalegum rökum
eða styðjist við lögfræðilegar
ástæður. Þetta á sérstaklega
rót sín að rekja til þess að
löndin hafa á tiltölulega
skömmum tíma risið upp frá
miðaldálifnaðarháttum. Á-
hrif hinnar vestrænu menn-
ingar hafa gert Palestínu að
vígvelli innbyrðis. Bæði Ar-
abar og Gyðingar heimta
landið til handa sjálfum sér.
Baráttan er ekki um trúar-
brögð eða kynflokka, heldur
eru það stjórnmáialegar
kröfur sem báðir aðiljar
vilja Vera alls ráðandi.
Svo lengi sem Gyðingar
halda áfram að flytja fólk
inn í landið, svo lengi munu
Arabar mótmæla. Líklegt er
þó, að Gyðingar munu halda
Frambald á 7. síðu.
Sieíngerðar GuSmundsdéífur
2. sýning verður föstudaginn 23. maí kl. 8 í Iðnó.
Aðgöngumiðar seldir í dag klukkan 2—6.
Pantanir afgreiddar á sama tíma, einnig endur-
greiddir miðar, sem seldir voru á 3. sýningu.
Félag fslenzkra hljóðfæralelkara
DANSLE
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 10. Hljóm-
sveit Aage Lorange, hljómsveit Jóns
Jónssonar og hljómsveit Baldurs Krist-
jánssonar leika. — Aðgöngumiðar séldir
í anddyri hússins eftir kl. 5. — Aðgöngu-
miðinn 15 kr.
Skemmtmefndin.
ffrá raimsékiiarliigréglaBiÉi.
Sunnudágmn 11. ágúst 1946 um kl. 13,30
varð færeyskur maður fyrir einni af áætlunar-
bifreiðurn H'afn'arfjarðar í Fossvogi milli Sléttu-
vegar og Fossvogsvegar, og beið hann samstund-
is bana.
Bifreið nokkra bar þarna að skömmu eftir
að’slys þetta skeði, og ílutti stjórnandi hennar
lík Færeyingsins á Landsspítalann. Þar eð líkur
eru til, að bifreiðarstjóri þessi muni geta gefið
einhverjar upplýsingar um slys þetta, en ókunn-
ugt er hver hann er, biður rannsóknarlögreglan
hann um að koma til viðtals við sig hið fyrsta.
Mál út af nefndu slysi er nú fyrir hæsta-
rétti.
Utbreiðið ALÞYDUBLAÐID
B if reiða trygginga r
B runatryggingar
Sjó- og stríðstryg,
Ferða- og slysatryggingar
mus
Austurstræti. 14 (1. hæð).
Símnefni Carlos. . Sími 1730 (2 línur).