Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 8
Mótmælealda verkalýðsios: Verkamenn í Eyjum neifa að síyðja verkfalisbrö!! kommúnista -----------------*------ Verkameori á Flateyri neita sömyleiðis. ------------------*-----— . VERKALÝÐSFÉLAG VESTMANNAEYJA hefur nú hætzt í tölu þeirra sambandsfélaga Alþýðusambands ís- iands, sem neiía aS verða við tilmælum hinnar kommún- istísku stjórnar þess um að segja upn kaupsamningum til þess að styðia hið nóitíska verkfallsbrölt kommúnista. ----------------- Furðuleg björgun. Þessi mynd er af einni sérkennilegustu björgun, sem komið hefur fyrir fallhlífahermenn. Hermennirnir stukku hver á fætur öðrum út úr flugvél, en fallbííf eins þeirra opnaðist ekki, en næsta manni við hann tókst !að grípa í hann. Efsta fallhlífin á myndinni er af þriðja hermanni. Þetta kom fyrir í Alaska við amerískar heræfingar. Verður heilsuverndarstöð bæjar- ins reist við Sundhöllina ? .....-...------- Bæjarráð ræðir um íóð fyrir hana. -------------------*------- BÆJARRÁÐ hefur nú samþykkt að ætla lóð fyrir heilsuverndarstöð annaðhvort á lóðinni sunnan við Sund- höillina eða syðst í Hljómskálagarðinum. Hefur heilsu- verndannefnd bæjarins skilað bæjarráði áliti um þessi mál og hvattt mjög til þess að starfsemi stöðvarinnar í Austur- bæjarskólanum verði aukin og undirbúningur hafinn að byggingu nýrrar stöðvar. Tilmæli Alþýðusambands- stjórnarinnar varðandi þetta voru tekin fyrir á félags- fundi í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja síðastliðinn sunnudag og gerði fundurinn eftirfarandi ályktun: ,,a) Samningar félagsins eru ekki uppsegjanlegir á þessum tíma árs. b) Fundurinn lítur svo á, að dýrtíðarmálin séu ekki fullrædd á alþingi og ekki að fullu séð, hvaða heildar- áhrif þau kunna að hafa á afkomu þjóðarinnar. Þá lít- ur fundurinn svo á, að mál þetta sé ekki tímabært, og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Annað verkalýðsfélag hef- (ur einnig þessa síðustu daga neitað að verða við þessum tilmæluim Alþýðusambands- stjórnarinnar. Er það verka- lýðsfélagið Skjöldur á Flat- eyri. Áður hafa borizt ályktanir á móti hinu pólitíska verk- fallsbrölti kommúnista frá verkalýðsfélaginu Baldri á Ísaíirði, verkalýðsfélaginu Víkingi í Vík í Mýrdal og verkalýðisfélaginu Árvakur á Eskifirði. Bíil karlakórsins í fullkomnu lagi ÞAÐ ÓHAPP vildi til með hinn nýja og glæsilega happ- drættisbíl Karlakórs Reykja víkur fyrir skömmu, að land búnaðarvél féll af vörubif- reið og lenti á öðru fram- bretti hans og dalaði það nokkuð. Ekki voru skemmd- ir þessar- þó alvarlegar og hafa þær nú að fullu verið bættar og mun bíllinn vænt- anlega koma á göturnar aft- ur bráðlega, og verða happ- drættismiðarnir þá seldir úr honftm eins og áður. Ákveðið er að dregið verði í happdrætti kórsins 2. júní og fer því að verða hver síð- astur að kaupa miða. Sala happdrættisins hefur gengið mjög vel, enda er vinningur- ánn glæsileg eign. Eins og kunnugt er var stofnað til þessa happdrættis vegna Am eríkuferðar Karlakórs Rvík- ur, en hún varð að sjálfsögðu mjög kostnaðarsöm, og því nauðsyn fyrir kórinn að afla sér fjár vegna hennar. Vilja lög um náttúrugripasafnið TVEIR ÞINGMENN Al- þýðuflokksins, þeir Steindór Steindórsson og Gylfi Þ. Gíslason, flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsálykt- unar, er mælir svo fyrir, að alþingi álykti að skora á rík- isstjórnina að undirbúa, í samráði við stjórn Hins ís- lenzka náttúrufræðifélags, frumvarp til laga um nátt- úrugripasafn ríkisins og leggja það fyrir næsta al- þingi. í greinargerð skýra flutn- ingsmenn frá því, að á síðast liðnu ári hafi Hið ísleznka náttúrufræðifélag afhent ís- lenzka ríkinu til eignar nátt- úrugripasafn sitt, sem það hafi átt og rekið frá stofnun þess, eða í rúm 50 ár. Muni félagið með þessu hafa vilj- að tryggja framhaldandi vöxt og viðgang safnsins, en það sé nú orðið svo stórt, að rekstur þess hafi verið félag- inu ofviða. Síðan hafi það gerzt, að fyrrverandi menntamálaráð- herra hafi skipað tvo fasta starfsmenn að safninu, án þess nokkrar reglur eða lög væru til um stjórn þess og rekstur. Hvernig sem á það mál sé litið, geti það naum- ast talizt viðunandi, að ríkið taki að sér svo umfangs- mikla stofnun sem náttúru- gripasafriið, án þess að nokk ur lög séu til um rekstur þess og stjórn. Megi í því sambandi minna á, að lög hafi verið sett um stjórn ann arra safna, svo sem Lands- bókasafnsins. Sé og furðu lítið öryggi, sem veitt sé starfsmönnum safnsins, .ef staða þeirra eigi algerlega að vera á valdi þess ráðherra, sem fari með menntamál á hverjum tíma. Akurnesingar gera jafntefli við Fram KNATTSPYRNUFÉLAG- IÐ Fram, meistaraflokkur, keppti á sunnudaginn við í- þróttabandalag Akraness og varð jafntefli milli liðanna, 1:1. Jón Axel Pétursson, full- trúi Alþýðuflokksins í bæj- arráði, lýsti siig fylgjandi því, að hin fyrirhugaða stöð verði reist sunnain við Sundhölliina. Þar sé nægilegt rúm til stækkunar stöðvarinnar síðar meir, en auk þess megi gera þarna garð í kring. Stað urinin er og hinn hentugiasti fyrir bæjiarbúa, þar sem þungamiðja bæjarins færist stöðugt austur á bóginn. Jón vill ekki, að úthlutað verði lóðum til fleiri bygginga á þessu svæði. Hitt svæðið, sem um hefur verið talað, er syðst í Hljóm- skálagarðinum. Ekki er bú- izt við, að stöð þessi verði mikil bygging, en rétt væri að ætla henni rúm til vaxtar. Ólafur Guðmundsson fyrrverandi ferju- maður látinn ÓLAFUR GUPMUNDS- SON, fyrrverandi ferjumað- ur á Sandhólaferju, lézt í Elliheimili Hafnarfjarðar á þriðjudaginn. VIÐ UMRÆÐUR á alþingi á ilaugardaginn var um breyt ingu á skemmtanaskattslög- unum skýrði Gylfi Þ. Gísla- son frá því,' að í sambandi við undirbúning frumvarps- ins hefði komið til athugun- ar lað verja nokkrum hluta af skemmtanaskattinum tii eflingar tónMstarlífi í land- inu, til styrktar tónlistar- skólunum, til þess að koma upp fullkominni symfóníu- hlijómsveit o. fl. Gylfi skýrði frá því, að á- kveðið hafi verið að leggja ekki friam tillögur um þetta á þessu þingi, þar eð sam- komulag varð um að skipta þeim hluta Skattsins, sem ekki er nú varið -til lestrar- félaga og kennslukvikmynda, til helminga milli rekstrar- sjóðs þjóðieikhússins og sjóðs þess, sem verja á til iað styrkja byggingu félagsheim ila, og var gert ráð fyrir því í frumvarpi ríkisstjórnarinn ar. Hins vegar hafi verið um það rætt, ,að rétt væri að hækka skemmtanaskattinn dálítið á næsta þingi, fyrst og fremst á kvikmyndasýn- ingum, og verja þeirri hækk un til efiliingar tónlistarlífi þjóðarinnar. Hafi mennta- málaráðherra lýst sig fylgj- andi þeirri hugmynd, og ætti því að mega vænta þess,, að tillögur hér að lútandi fengju góðan byr á næsta þingi. Við þriðju umræðu á íaug ardaginn var frumvarpinu breytt dálítið. Samþykkt var tillaga frá Sigurði B j arnasyni og Gunnari Thoroddsen um, að hluti fé- lagsheimilasjóðs skuli auk- inn úr 45% í 50%, en hluti rekstrarsjóðs þjóðleikhúss- ins lækkaður úr 45% í 40%. Hvíiasunnuför F.U.J. EINS OG ÁÐUR hefur verið getið efnir FUJ í Rvík til hópferðar um hvítasunnu helgina og verður farið til Víkur í Mýrdal og austur að Kirkjubæjarklaustri. Er þeg ar séð að þátttaka í förinni muni verða mikil, en vegna bílakostsins er nauðsynlegt, að þeir, sem enn kynnu að eiga eftir að tilkynna þátt- töku sína geri það í síðasta lagi fyrri klukkan 6 í dag. Lagt verður af stað frá Al- þýðuhúsinu eftir hádegi á laugardaginn og komið aftuir í bæinn á mánudagskvöldið, annan í hvítasunnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.