Alþýðublaðið - 06.06.1947, Qupperneq 1
Veðurhorfiír:
Breyíileg áíí og hægviðri;
sums staðar smáskúrir.
AI|>ýðubIaðiS
vantar börn til að bera út
blaðið í nokkur hverfi í
bænum, sími 4900.
Veit ekki hægri
höndin hvað sú
vinsfri er að gera?
HANNES STEPHENSEN,
varaíormaður Dagsbrúnar
og einn a'f fulltrúum komm-
únista í bæ.iarstiórn, stóð
upp á bæ.iarstiórnarfundi í
gær og bar fram tillögu þess
efnis, að bærinn hverfi frá
veniu sinni og skipi nefnd
til þess að sem.ia við Dags-
brún án tillits til samning-
anna við hina atvinnurekend
urna.
Borgarstióri upp.lýsti þá,
að hann hefði rætt við for-
mann Dagsbrúnar, og hefði
sá algerlega fallizt á, að rétt
væri að bærinn héldi þeirri
ven.iu, að semia ekki fyrr en
samningar við atvinnurek-
endur væru langt komnir.
Þrátt fyrir það, að formaður
félagsins féllist á þetta,
kæmi varaformaðurinn nú
fram með gagnstæða tillögu.
Það var ekki furða, þótt
Jón Axel spyrði: „Veit ekki
hægri höndin hvað sú vinstri
er að gera?“
BEVIN var meðal þeirra,
sem áttu að fá sprengjubréf-
dn frá Ítalíu. Scotland Yard
fann þó bréfin, áður en ráð-
herrann reif þau upp. Brezk-
ir lögreglumenn erú nú
komnir til Milano til að
rannsaka málið.
Stern, óaldarflokkurinn í
Palestínu, hefur viðurkennt,
að hann hafi sent bréfin.
180 farþegar með
Droitningunni
héSan í gærkveidi
Hvert farrými upp-
pantað fram í októ
ber.
DRONNING ALEXANDR-
INE fór héðan klukkan 10'
í gærkvöldi áleiðis til Fær-
eyja og Kaupmannahafnar.
Með skipinu fóru héðan 180
farþegar; meðal þeirra voru
sænsku handknattleiksmenn
irnir.
Samkvæmt upplýsingum,
sem blaðið hefur fengið hjá
skrifstofu Sameinaða gufu-
skip^félagsins, er hvert far-
rými héðan með Drottning-
unni upp-pantað fram i októ-
ber í haust, en að utan og
hingað fram í september.
XXVII.
Föstudagur 6. júlí 1947
122. tbl.
Umtalsefniðs
Kommúnistar ætla að reka
Dagsbrún xit í pólitískt
verkfall.
Forustugrein:
ÞaS, sem er í húfi.
Truman og Austin
ÞAÐ ER EKKERT EFAMÁL LENGUR, að það
er ætlun kommúnista að fyrirskipa Dagsbrúnarmönn
um að beim forspurðum, að hefja pólitískt verkfall
’gegn núverandi ríkisstjórn um næstu helgi. Eru kaup-
kröfur kommúnista í sambandi við það ekkert annað
en tálbeita til þess að blekkja Dagsbrúnarmenn út í
verkafllið. Tilgangur þess er að torvelda störf ríkis-
stjórnarinnar, eyði-leggja væntanlegan árangur af
dýrtíðarráðstöfunum hennar og, ef unnt væri, að
steypa stjóminni.
En þó að það tækist ekki, myndi slíkt verkfall hafa
hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir þjóðina í heild og þó
ekki eins alvarlegar fyrir neina stétt hennar og verkalýð-
inn sjálfan. Það er vitað, að atvinnuvegirnir þola ekki
neina verulega hækkun á framleiðslukostnaði, ef hægt á
að vera að selia afurðir okkar erlendis. Ný kauphækkun-
aralda nú með eftirfarandi nýju dýrtíðarflóði myndi því
kalla hrun yfir atvinnuvegi þjóðarinnar og atvinnuleysi og
neyð yfir verkalýðinn.
Fjölda Dagsbrúnarmanna
og annarra verkamanna er
þetta fullkomlega Ijóst. Við
allsherjaratkvæðagreiðslu í
Dagsbrún á dögunum fengu
kommúnistar ekki nema
rúmlega 900 af 3000 félags-
mönnum til þess að greiða
atkvæði með uppsögn samn
inga; og á Dagsbrúnarfund-
inum nokkru seinna, þar sem
kaupkröfur kommúnista
voru tii umræðu, mættu ekki
nema 200 manns. og þar af
fengust ekki nema rúmlega
100 til að greiða atkvæði
með kröfum kommúnista.
Við hvorugt tækifærið fór
hin kommúnistíska stjórn fé
lagsins fram á ineitt umboð
til þess að fara með félagið
út í verkfall. Og þó ætlar
hún nú, án frekari skoðana-
könnunar eða atkvæða-
greiðslu í félaginu, að lýsa
yfir verkfalli um helgina.
Þetta ábyrgðarlausa, póli-
tíska verkfallsbrölt kommún
ista í Dagsbrún vekur megna
andúð verkalýðsfélaganna
úti um allt land.
Verkalýðsfélagið Bald-
ur á Isafirði, Verkalýðsfé-
lag Vestmannaeyja, Verka
íýðsfélag Akraness, Verka
lýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur, Verkalýðsfé-
lag Eyrarbakka, Verkalýðs
félag Óláfsfjarðar, Verka-
lýðsfélagið Árvakr.r á
Eskifirði, Verkalýðsfélagið
Skjöldur á Flateyri og
Verkalýðsfélagið Víkingur
í Vík í Mýrdal liafa opin-
berlega vítt þetta verk-
fallsbrölt og neitað að eiga
nokkurn þátt í því.
Þau telja það fullkomið á-
byrgðarleysi að hefja á þess
stundu nýja kaupstreitu til
þess að torvelda eða eyði-
leiggja allan vænlegan árang
ur af dýrtiðarráðstöfunum
ríkisstiórnarinnar, sem vitað
er, að atvinnuvegir þjóðar-
innar standa nú og falla með.
Þau vilja styðja allar ráðstaf
anir ríkisstjórnarinnar til
þess að tryggja áframhald-
andi atvinnu og þær kjara-
bætur, sem verkalýðurinn
hefur fengið á undanförnum
árum, og telja það réttilega
ábyrgðarlausa misnotkun á
verkalýðsfélagsskapnum að
ota honum út í pólitísk verk
föll, þeim til hindrunar.
En kommúnistar eru ekki
að hugsa um það, þótt þeir
fórni hagsmunum verkalýðs-
ins og steypi honum út i at-
vinnuleysi og eymd með
hinu pólitiska verkfallsbrölti
sínu. í blindu hatri sínu á
núverandi ríkisstjórn hafa
þeir aðeins eitt áhugamál —
að steypa henni frá völdum,
þó að það þýddi s\jórnleysi
í landinu og nýtt óviðráðan-
legt dýrtíðarflóð, sem myndi
innan skamms leggja at-
vinnulíf þjóðarinnar í rústir
og skola burt. öllum kjara-
bótum, er verkalýðurinn hef
ur fengið á undanförnum ár-
um.
Þess er að vænta, að fyrir
því verði að minnsta kosti
séð, þó að kommúnistum
muni ekki vera það ljúft, að
Dagsbrúnarmenn fái sjálfir
að segja til um það við alls-
herjaratkvæðagreiðslu í fé-
laginu, hvort þeir vilja vera
með í slíku verkfallsævin-
Hér sjást þeir saman Truman forseti og Warren Austin,
fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu.
Grefírissi þeirra^ serrs jarfísettlr verSa á
Akureyri, fer frain s dag.
í GÆR fór fram minxiingarathöfn í Akureyrarkirkju
um fólk það, sem fórst í flugslysinu fyrra fimmtudag og
flutt verður til Reykjavíkur til greftrunar. Hófst athöfnin
klukkan 4 síðdegis og var kirkjan fagurlega skreytt og
fjöldi manns hlýddi á minningarathöfnina. í dag klukkan
1 eftir hádegi fer fram útför þeirra, sem jarðsettir verða á
Akureyri, en tvær konur verða jarðsettar annars staðar.
Búðum var lokað á Akur-
eyri í gær klukkan 3 og fán-
ar voru dregnir í há'lfa stöng
í bænum. Athöfnin hófst
með því að leikið var á
kirkjuorgelið lagið ,,Ave
Maria“ eftir Schubert, þá
söng kirkjukórinn sálm,
undir stjórn Björgvins Guð-
mundssonar, en þar á eftir
flutti sóknarpresturinn, séra
Pétur Sigurgeirsson, bæn, og
blessaði yfir kisturnar. Því
næst var leikin aria eftir
Hándel og fiðlusóla lék
Theodór Andersen hljóm-
sveitarstjóri; þá var sunginn
sálmur og Theodór Ander-
sen lék kvöldbæn eftir Björg
vin Guðmundsson.
Þá voru kisturnar bornar
úr kirkju, en þær voru 11,
með 13 líkum. — Lík barna
þeirra Tryggva Jóhannsson-
ar og konu hans voru lögð 1
kisturnar með þeim.
Kistu Garðars Þorsteins-
soÚar alþingismanns, hófu
úr kirkju menn úr Sjálfstæð
isfél. Ak., en hinar kisturnar
báru úr kirkju meðlimir í
Karlakórnum Geysi. Voru
kisturnar settar á 11 bíla og
síðan haldið til skips. Fjöldi
fólks hafði safnast saman við
götur þær sem farið var um
týri kommúnista; því að eng
ir eiga meira á hættu í því
en þeir.
og kirkjan var troðfull út úr
dyrum. Frá kirkju til skips
lék Lúðrasveit Akureyrar
sorgarlög undir stjórn Finn-
boga Jónssonar og lék lúðra
sveitin bar til kisturnar
höfðu verið hafnar um borð
í varðskipið Ægi, en þá söng
karlakórinn Geysir sálminn
„Hærra, minn guð, til þín“,
öll erindin. Yfirmenn á Ægi
stóðu heiðursvörð á þilfari
skipsins. Um leið og kórinn
söng síðasta versið leysti
Framhald á 2. síðu.
Brifish Council býður
Gylfa Þ. Gíslasyni
til Englands
GYLFI Þ. GÍSLASON al-
þingismaður er nýlega far-
inn til Englands í boði Brit-
ish Council, og mun hann
dveljast þar fram í byrjun
júlímánaðar. Mun hann aðal
lega dveljast við brezka há-
skóla og kynna sér brezka
hagfræði.
Gylfi mun vera fimmti ís-
lendingurinn, sem British
Council býður í slíka kynnis
för til Bretlands. Hinir f.jór
ir eru Sigurður Nordal próf.,
Páll ísólfsson, Björn Bjarna
son og Helgi Elíasson.