Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. júní 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Sigríður J. Nagnússon Athugasemdir við grein frú Guðrúnar Guðíaugsdóttur í Morgunbíaðinu 24. maí -------<p------ í SÍÐASTA HEFTI MEL- KORKU birtist grein eftir Nönnu Ólafsdóttur, sem hún kallaði „Húsmcðurstarfið og framtíðin“. Greinin fjallar um stöðu giftu konunnar í þjóðfélaginu eins og hún er nú hér á Ísíandi. Bendir hún m. a. á, að skipuleggja verði heimilisstörfin. Viegna þess, hve slík störf eru óskipulögð, nýtist vinnuafl húsmóðurinn- ar mjög illa, enda hafa fæst- ar íslenzkar húsmæður yfir að ráða þeim vinnuvéium eða á neinn hátt þau vinnu- skilyrði, sem æskileg eru. Af þessari ástæðu er verulegum hluta erfiðis húsmæðranna kastað á glæ, — fjöldi vinnu- stunda er unninn tiþ lítils gagns, á meðan vér íslend- ingar kaupum vinnuafl dýr- um dómum erlendis frá vegna vinnufólkseklu 1 land- inu. Með því að fá konurnar út í atvinnulífið, öðlast þær aukið efnahagslegt öryggi, einkum þegar tekið er tillit til hinna ört vaxandi hjóna- skilnaða, svo og til þess, að margar konur verða ekkjur á ári hverju. Auk þess getur mönnum varla blandazt hug- ur um, að þjóðarheildin hlýt- ur að stórhagnast á því, að sem flestir taki þátt í fram- leiðslunni á einn eða annan hátt. Tilgangurinn með grein Nönnu Ólafsdóttur var ekki að deila á hjónabandið sem slíkt, heldur m. a. að benda á, að verkaskipting hjóna er tvímælalaust konunni í óhag. Þess er getið, að í Stokk- hólmi vinni 40 % gif tra kvenna utan heimilis og þyki ekki umtalsvert þar í bæ. Þó að á einstaka stað kunni að vera tekið fulldjúpt í ár- inni, er greinin öll skrifuð á hispúrslausan og greinargóð- an hátt og hefur nokkurn boðskap að flytja til fleiri kvenna en ætla skyldi. Fyrri hluti þessarar grein- ar er prentaður upp í Þjóð- viljanum 8. maí síðast liðinn. Það eina, sem mér finnst vera hægt að leggja ritstjóra kvennasíðunnar þar til lasts í þessu sambandi er það, að greinin skyldi ekki birt öll, Hún var vel þess virði. Svo undarlega bregður þó við, að á laugardaginn fyrir hvítasunnu birtist grein í Morgunblaðinu eftir frú Guð rúnu Guðlaugsdóttur, sem á að vera svar við ofnagreindri grein Nönnu Ólafsdóttur. Þeir, sem hafa lesið grein Nönnu, sjá auðvitað strax, að þetta greinarkorn er all- fjarri því að vera nokuð, er kalla mætti svar. Til þess barf ekki annað en að lesa báðar greinarnar og bera sarnan. Allt frá dögum Mósesar hefur mannanna börnum verið innrætt sú skoðun, að h eimilið og allt, sem þar er, laust og fast, menn og mál- leysingjar, væru einkaeign húsbóndans. Þess vegna er í sjálfu sér skiljanlegt, að karl mönnum hafi gengið treg- lega að átta sig á því aukna athafnafrelsi, sem tuttugasta öldin hefur fært konunni til handa. Þess skal þó getið karlmönnunum til verðugs hróss, að réttindabætur kvenna eru að miklu leyti atbeina frjálslyndra manna úr þeirra hópi að þakka. Finnst mé'r því hart að göngu, að þegar kona bendir hóg- værlega á, að konur geti unnið þjóðfélaginu gagn víð- ar en innan fjögurra veggja heimilisins, og að vinna beri að endurskipulagningu heim’ lisstarfanna, svo að þau geti orðið léttari og ekki eins tímafrek fyrir húsmóðurina — þá skuli svarið frá ann- arri konu vera útúrsnúning- ar einir og getsakir um, að henni hafi ekki tekizt að krækja sér í eiginmann. Þegar Nanna kvartar um, að eini meðlimur fjölskyld- unnar, sem ekki hefur tíma til að hlusta á útvarp sér að gagni, sé húsmóðirin, skilst frú Guðrúnu, að hún sé að tala um aðleggja heimilin í rúst, og berst svo gegn þeirri óhæfu af sínum alkunna dugnaði. Ekkert er fjær mér en ó- þarfar ritdeilur, en ég finn mig knúða til að mótmæla svona aðferðum. geta skrifað um áhugamál sín án þess að eiga á hættu, að skellt sé á herðar þeirra öllum þeim ávirðingum, sem pólitískum andstæðingum finnst fiokkur sá, er þær telj- ast til, hafa unnið. Hingað til hefur ekki verið fengizt um, að giftar konur vinni utan heimilis síns við þvotta, hreingerningar eða önnur erfið og allt fram á , síðustu ár lélega iaunuð störf, sem karlmenn vilja ekki líta við. Nú á dögum, þegar það jafnrétti hefur áunnizt, að þjóðfélagið veitir konum og körlum rétt til sömu mennt- unar, er ekki hægt að bú- ast við, að konurnar geti un- að því til lengdar, að þeim séu skömmtuð verst launuðu störfin. Þjóðfélagið á lika beinlínis kröfu til þess, að menntun þeirri, sem þær hafa hlotið, sé ekki kastað á glæ. Nú kann einhverjum að detta í hug að spyrja,. hvort ég álíti þá húsmóðurstarfið svo lítils virði, að ekki megi mennta konur til þess að gegna því. Ég svara því af- dráttarlaust neitandi. En ég álít það óhæfilega sóun á verðmætum, að húsmóðir, sem t. d. hefur læknis- eða kennaramenntun, eyði öllum tíma sínum í heimilisstörf, sem hún þar að auki hefur sennilega ekki mikinn áhuga fyrir. Af eðlilegum ástæðum er þess að vænta, að konur muni um alla framtíð vera nátengdari heimilinu en karlmenn, og finnst mér ekki ástæða til að ræða það atriði nánar hér. Hins vegar er fjarstæða að ætla, að gifta konan sætti sig að eilífu við þann tiltölulega þrönga verkahring, sem heimilis- störfin leyfa. Með bættri starfstilhögun fær hún tæki- færi til að taka virkari þátt í athafna- og menningarlífi þjóðfélagsins og iafnvel mannkynsins í heild. Þetta er ein af grundvallarhugsjón- um Kvenréttindafélags ís- lands og raunar allra kven- réttindafélaga, sem verð eru slíks nafns. íslenzkar konur af öllum stjórnmálaflokkum hafa um langan aldúr unnið ágætlega saman að félagsmálum. Þeirri samvinnu má ómögu- lega spilla, Konur verða að Um þetta er ■ ástæða til fyrir allar konur að samein- ast, óháð því, hvaða stjórn- málaflokki þær fylgja að málum og um þetta atriði vil ég því segja við aliar hugs- í kvöld klukkan 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Húsið opnað klukkan 7,45. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Biiliardborð, Tilboð óskast í 4 billiardborð, Br-unsweek. Stærð 5 sinnum 9 fet. Borðin eru til sýnis 1 Camp Knox miðvikudag og fimmtudag kl. 1—3 báða dagana. Tilboðum sé skilað í skrifstofu sölunefndar, Camp Knox, fyrir kl. 12 laugardaginn 14. júní. SÖLUNEFNDIN andi konur þessa lands: Sam- taka nú! Reykjavík, 31. maí 1947. Sigr. Jónsd. Magnússon. Þess skal getið að Morgun- blaðið hefur neitað að birta grein þessa. E. J. M. Reykvíkingar tefla á Sfokkseyri 12 IVEENN úr meista*ra-, fyrsta og öðrum flokki Taflfé- lags Reykjavíkur kepptu á sunnudagskvöldið við Taflfé- Taflfélag Reykjavíkur: 1. borð Oli Valdimarsson 2. — Guðm. Pálmasou 3. — Guðjón N. Siguros. 4. — Pétur Guðmundss. 5. -— Þórður Þórðars. 6. — Skarphéð. Pálmas. 7. — Svefnn Kristinsson 8. — Fr.iðrik Ólafsson 9. — Ingi Eyvindsson 10. — Theodór Guðm.son 11. — Jón Guðmundsson 12. — Gísli Magnússon Tryggingarstarfsemi þjóðnýtt í Noregi ? NORSKA STJÓRNIN mun hafa í hyggju að þjóðnýta tryggingastjirfsemi alla í Noregi. Starfa nú 14 trygg- ingafélög, sem hafa samtals 16000 umboðsmenn víðs veg ar um landið. Alls mun fjár- magn það, sem félögin ráða yfir, nema 1 600 000 000 norskum krónum. lag Stokkseyrar. Leikar fóru þannig, að Taflfélag Reykja- víkur vann með 10:2. l. ’ * ; Taflfélag Stokkseyrar: 1 Tómas Böðvarsson 0 1 Guðf. Ottosson 0 1 Hannes Ingvarsson 0 1 Haukur Gíslason 0 1 Frímann Sigurðsson 0 1 Sig. Gíslason 0 1 Björgvin. Sigurðsson 0 Va Sigtryggur Ingvarss. Vi 0 Björn Þorsteinsson 1 1 Óskar Eyjólfsson 0 Gunnar Þorsteinsson 0 Sigurþor Halldórss. Vn 2 1 y2 10 4. og síðasti leikur brezka knattspymuatvinmillðsins Aðgöngumiðar seldir á vellinum í dag eftir kl. 2. Kaupið miða tímanlega til að forðast þrengsli. Ilfsí í Völlinn í kvöld! . Móttökunefndin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.