Alþýðublaðið - 11.06.1947, Síða 7
Miðvikuclagur 11. júní 1947
ALÞÝÐUBtAÐSÐ
Næturlæknir er í Læknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapo-
teki.
Næturakstur annast Hreyfill,
sími 6633.
Loftskeytamenn,
sem ætla að vera viðstaddir
jarðarför Ragnars Guðmunds-
sonar lofstskeytamanns, eru
beðnir að mæta hjá Skátaheim
ilinu við Hringbraut kl. 2,15 í
dag.
Aðalfundur
Vélstjórafélags íslánds vérð-
ur haldinn í Tjarnarcafé í
kvöld kl. 8.
LeiSrétting.
Undir ' myndinni, sem birtist
hér í blaðinu í gær frá jarðar-
för þeirra er fórust í flugslys-
inu, átti að standa, að líkfylgdin
væri á leið frá Akureyrarkirkju
„Verðlaunasjóður fullnaðar-
prófsbarna“.
Eins og fyrr hefur verið frá
skýrt, stofnaði Hallgrímur Jóns
son, fyrrverandi skólastjóri
Miðbæjarbarnaskólans, sjóð
með tíu þúsund króna gjöf, og
skal nokkrum hluta af vöxtum
hans árlega varið til þess að
verðlauna þrjár beztu ritgerð-
ir fulinaðarprófsbarna við
barnaskólana í Reykjavík. Þau
ákvæði fylgja gjöfinni, að verð
launin skuli jafnan vera bæk-
ur, ritaðar á gullaldarmáli.
Síðast liðinn laugárdag varu
verðlaun veitt úr þessum sjóði
í fyrsta skipti, en að þessu
sinni var andvirði verðlauna-
bókanna ekki tekið af vöxtum
hans, heldur gaf stofandi sjóðs-
ins það. Þessi börn hlutu verð-
laun: Hervör Hólmjárn, Tún-
götu 8, Landakotsbarnaskóla.
Kristín Ólafsdóttir, Bergþóru-
götu 8, og Ólafur Örn Árnason,
Barónsstíg 30, bæði úr Austur-
bæjarskóla. Dómnefnd skipuðu
íslenzkudómarar barnaskólanna
og stofnandi sjóðsins, tilnefnd-
ur af Fræðsluráði Reykjavíkur
bæjar.
Samkvæmt fregn frá
fræðslufulltrúa
Hjónaefni.
í fyrradag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Þóranna
Kristjánsdóttir og Erlendur
Klemensson Bólstaðahlíð, Aust
ur-Húnavatnssýslu.
Nýja úígáían af Islendingasögun-
um nú öl! komin úf
-------+------
í haust verður byrjað á útgáfu Biskupa-
sagna, eldri, Sturlungu og fornra annála
------------------*-------
NÝJA ÚTGÁFAN AF ÍSLENDINGASÖ GUNUM er nú
öll komin út, og nemur hún 12 bindum. I næsta mánuði kem-
ur svo út nafnaskrá yfir allar sögurnar, og verður hún 13.
bindið. Útgáfa þessi 'heldur áfram, og er ráðgert, að í haust
eða vetur ikomi út Biskupasögur hinar eldri, Sturlunga og
Annálar hinir fornu, svo og nafnaskiiá yfir þau rit. Á næsta
ári- er í ráði að gefa út Eddurnar báðar, Fornaldarsögur Norð-
urlanda og Þiðriks sögu af Bern.
í hinum sex bindum útgáf-*
unnar, sem komu út fyrir
nokkrum dögum, eru Húnvetn-
inga sögur í tveimur, en í hin-
um ifjórum Eyfirðinga sögur
og Skagfirðinga, Þingeyinga
sögur, Austfirðinga sögur,
Rangæinga sögur o.g Árnesinga
sögur og Kjalnesinga. Eru í
þessari nýju útgáfu íslendinga
sagnanna alls 127 rit, sögur og
þættir. Af þeim hafa 8 aldrei
verið prentaðar áð.ur, en 33
þeirra eru ekki í alþýðuútgáfu
þeirri, sem áður befur verið
út gefin.
Útgáfa þessi hefur aukizt
mjög frá því, sem upphaflega
var lofað. Þá var ger.t ráð fyr-
ir 10 bindum og áskriftarverð-
ið miðað við það. Nú hafa
bindin orðið alls 13, en áskrift-
arverðið helzt þó óbreytt, eða
krónur 300 fyrir hvert óbundið
eintak og ikrónur 423,50 fyrir
hvert eintak í bandi.
Guðni Jónsson magister he?-
ur séð um útgáfu þessa á Is-
lendingasögunum, og hefur
hann einnig verið .ráðinn til að
annast útgáfu þeirra rita, sem
á eftir koma frá Œslendinga-
sagnaútgáfunni. Prentun og
ytri frágangur bókanna er með
ágætum.
HANNES A HORNINU
(Frh. af 4. síðu.)
gleyma, að það eru ekki allir
sjúklingar á Kleppi hættuleg-
FLEIRI BRÉF birti ég ekki
um þetta mál. Hins er að vænta,
að þeir, sem hafa þessi mál með
höndum, ráði fram úr þeim á
sem beztan hátt fyrir alla aö-
ila.
Hannes á liorninu.
Framhald af 5. síðu.
hann í menntaskóla“ var
svarið.
í annað skipti sagði maður
nokkur við mig eftirfarandi:
,,í Sovét-Rússlandi mundi
maður í yðar stöðu, hr. Ew-
er, geta tryggt framtíð barna
sinna og barnabarna. Ekki
aðeins mundu þér hafa leyfi ’
til að láta þeim eftir fjár-
muni yðar, heldur mundu
og börn jafn virðingamikils
manns njóta meira álits“.
Þetta er auðvitað skjall í
minn gairð, en skopleg teg-
und er það af sósíalisma.
Þetta er stóri munurinn á
Moskvu nútímans og Moskvu
Lenins. Og hræddur er ég
um, að Lenin muni hafa haft
„smáborgaralegan skilning
á jöfnuðinum“, þegar hann
skrifaðii: „Öraigarnir munu
sjá um, að sérhver verkamað
ur einmitt nú skuli sjá og
finna að lífskjör hans batna.
Sérhver fjölskylda skal fá
gnægð brauðs og sérhvert
barn flösku af góðri mjólk,
og enginn fullorðinn maður
maður í efnaðri fjölskyldu
skyldi voga að taka sér auka
mjólkuirskammt fyrr en öll
börn hafa fengið nóg.“
Allt er þetta á annan veg
nú. Aðalmarkmið sovét-sósí
alismans nú er að skapa vís
vitandi og viðhalda efnahags
legu misrétti og hann hefur
ábyggilega haft heppnina
með sér að undanförnu.
Konan mín,
Elín Vigdís Óiafsdóttir,
andaðist 7. þ. m. að heimili okkar, Ránargötu 7 A.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 13.
þ. m. og hefst með bæn á heimili hinnar látnu kl. 1
e. 'h. — Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir mína hönd, barna okkar og vina.
Ólafur Jóhannsson.
Jarðarför móður minnar,
GuSrúnar Magnúsdóitur,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. þ. m. og
hefst frá heimili hennar, Mánagötu 23, kl. 1.
Fyrir hönd vandamanna.
Magnús Árnason.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, stjúpsonur og bróðir
FriSþJófur Arnar Daníelsson
er andaðist 6. þ. m., verður jarðsettur frá heimili sínu,
Krókatúni 11, Akranesi, laugardaginn 14. þessa mán.
klukkan 2 eftir hádegi.
Sigríður Jónsdóttir og sonur.
Guðlaug Helgadóttir og systkini.
verða skrifstofur vorar lokaðar
eftir hádegi í dag.
Flugmálasfjórnin.
Reykjavíkurflugvöllur.
Lesið Alþýðublaðið
- Shemmtanir dagsins -
Kvikmyndir:
GAMLA BÍÓ:,,Síðasta vonin“,
John Hoy, Ray Reagan og
fleiri. Kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ: „Minnislausi mað-
urinn“, John Hodick, Nancy
Guild, Lloyd Nolan, kl. 5, 7
og 9.
TJARNARBÍÓ: „Leikaralíf“.
Jánet Gaynor, Fredric March.
Kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ: ,,Vorljóð“, Carol
Raye, Peter Graves. Kl. 7 og
9.
HAFNARFJARÐARBÍÓ: Kona
manns, Edvin Adolphson,
Birgit Tengroth og fl.
Samkomuhúsin:
HÓTEL BORG: Opið frá kl. 9
Híjómsveit frá kl. 9,30.
INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl.
9. Hljómsveit frá kl. 9,30.
TJARNARCAFÉ:
frá kl. 9,30.
Hljómsveit
Leikhúsið:
F J AL AKÖTTURINN sýnir
revýuna „Vertu bara kátur"
x Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30.
TÍVOÍÍ:
SKEMMTISTAÐURINN Tivoli
opinn kl. 2—11.30.
Ötvarpið: ‘
20.30 Útvarpssagan: „Grafinn
lifandi", eftir Arnold
Bennett, III. (Magnús
Jónsson prófessor).
21.00 Útvarp frá tónlistarhátíð
Tónlistarfélagsins.
22.00 Fréttir.
22.05 Létt lög (plötur).
22.30 Dagskrárlok.
Okkar innilegasta 'hjartans þakklæti færum
við öllum þeim mörgu Hafnfirðingum, sem á svo kær-
leiksríkan og stórhöfðinglegan hátt liðsinntu okkur með
peningagjöfum, fatnaði og fleiru, þegar við urðum
fyrir því tilfinnanlega tjóni að missa allt sem við átt-
um í brunanum 13. febrúar síð'ast liðinn. Einnig þökk-
um við öllum, nær og fjær, sem liðsinntu okkur af svo
dæmafárri velvild og vinai'hug. Guð blessi ykkux- öll.
Guðlaug Hannesdóttir.
Óskar Ögmundsson.
Hjartans þakklæti færum við öllum börn-
um og barnabörn'um okkar, vinum og vanda-
mönnum, sem glöddu okkur með gjöfum, skeyt-
um og blómum á gullbrúðkaupsdegi okkar, og
biðjum góðan guð af hjarta að launa ykkur öll-
um. — Guð blessi ykkur öll.
f Ólafía Magnúsdóttir. Bjarnleifur Jónsson.
Ráðkona óskast
til að leysa af í sumarfríi í júlí og ágúst.
Upplýsingar í skrifstoíu ríkisspítalanna.
Sími 1765.