Alþýðublaðið - 28.06.1947, Page 1
Umfalsefíilö-s
Veðurhorfur:
Suðausían kaldi. Kigning
öðru hverju.
Alfsýðuhlað-Ið'
vantar börn til að bera
blaðið í nokkur hverfi.
Sæaskii íþróítagarparnir,
sem keppa hér á morgim
og mánudag.
Fcrusttigrelos
Verkíö’iin þar og hér.
XXVII. árg.
Laugardagur 28. júní 1947
139. tbl.
•4-
Vfta Alþýðusairibandsstjórfi fyrsr að
hafa dregið hesldarsamtökio inn’ s póli-
tfska baráttu kommúnista gegn
rfkisstjórninriic
VERKALÝÐSFÉLAG GRINDAVÍKUR samþykkti í
einu hlióði á félágsfundi 22. þ. m., að neita tilmælum Al-
þýðusambandsstjórnar um uppsögn samninga. Jafnframt
fordæmdi það stjóm sambandsins fyrir að hafa dregið
heildarsamtökin inn í neikvæða baráttu til stuðhirigs of-
stældsfullri andstöðu eins stjórnmálaflokks gegn núverandi
ríkissíjórn, og skoraði á Alþýðusambandsstiórn, að hefja nú
þegar samvinnu við ríkisstjórnina um lausn dýrtíðarmál-
anna, sem ein gæt.i tryggt verkaíýðnum raunverulegar
kjarabætur.
r
Atjánda afíakan í
Danmörku fyrir þjón-
usfu við Þjóverja.
Fjérir dauðadæmd-
jr bíéa enn aftöku.
’ Samþykkt féiagsfundarins
fer orðrétt hér á eftir:
„Út af bréfi Alþýðusam-
bands íslands, dags. 23. apríl
s. 1., þar sem farið er fram
á, að félagið segi upp gild-
andi kaupsamningum, sam
þykkir fundur, haldinn í
Verkalýðsfélagi Grindavíkur
22. júní 1947, að segja þeim
ekki upp að svo stöddu vegna
þess, að
KHÖFN í gær.
ÁTJÁNDI DAUÐADÓM-
URINN í Damnörku fyrir
íandráð í þjónustu Þjóðverja
á ófriðarárunum var fram-
kvæmdur í Kaupmamiahöfn
á fimmtudaginn.
Það var hinn þekkti hand-
langari þýzku nazistanna,
Arne Park, sem tekinn var
af lífi. Hann var skotinn.
Fjórir Danir, sem dæmdir
hafa verið til dauða fyrir
sams konar afbrot, bíða nú
aftökunnar í Kaupmarma-
höfn.
HJULER
Alþýðuflokksfélag-
ið efnir tii 8 daga
skemmfiferð norð-
urá land í júlí
ALÞÝÐUFLOKKSFÉ-
LAG REYKJAVÍKUR hef
ur ákveðið að efna til átta
daga skemmtiferðar norð-
ur á land í júlímánuði.
Verður farið frá Reykja-
vík 19. júlí á Snorrahátíð-
ina í Reykholti; en þaðan
verður farið norður í Mý-
vatnssveit.
Þeir, sem vilja vera með
í þessari för þurfa að gefa
sig fram sem fyrst við
skrifstofu Alþýðuflokks-
ins í Alþýðuhusinu.
hann telur að meiri þörf
sé raunhæfra aðgerða til
að lækka dýrtíðina held-
ur en að hækka grunnkaup
og þar með auka á það öng
þveiti sem fyrir er og á-
reiðanlega mun valda al-
gerri stöðvun sjávarútvegs
ins innan skamms, ef nú-
verandi ríkisstjórn tekst
ekki eða verður gert ó-
mögulegt að bægja þeirri
hættu frá, sem vofir yfir
atvinnurekstri þjóðarinn-
ar.
Hins vegar skorar fundur-
inn mjög eindregið á stjórn
Alþýðusambands íslands að
hefja nú þegar samvinnu við
ríkisstjórnina um lausn dýr-
tíðarmálanna, því að það eitt
getur tryggt verkalýðnum
raunverulegar kjarabætur, en
fordæmir það, að stjórn
sambandsins skuli hafa
dregjið heildarsamtökin
inn í neikvæða baráttu til
stuðnings ofstækisfullri
andstöðu eins stjórnmála-
flokks gegn þeirri ríkis-
stjórn, sem nú situr að
völdum og hefur það liöf-
uðverkefni að koma fram-
leiðslu landsmanna á rétt
an kjöl, sumpart eftir
stjórnleysi undanfarinna
stríðsára.“
Á RÍKISRÁÐSFUNDI í
gær veitti forseti íslands
Knúti Kristinssyni héraðs-
læknisembættð í Laugarás-
héraði frá 1. júlí að telja.
Georges Marshall
utanríkismálaráðherra Bandaríkjastjórnarinnar. Það er
hjálpartilboð hans, sem varð tilefni Parísarfundarins.
Á FUNDI ÖRYGGISRÁÐSINS í NEW YORK í GÆR,
þegar tekið var fyrir álit rannsóknamefndarinnar, sem fór
til Grikklands, taldi Warren Austin, fulltrúi Bandaríkj-
anna, sannað, að Júgóslavía, Búlgaría og Albanía hefðu
stutt skæruSiðauppreisnina á Norður-Grikkl andi og þar
með brotið lög og samþykktir bandalags hinna sameinuðu
þjóða.
Lagði Austin til, að öryggisráðið gerði þegar í stað
ráðstafanir til þess að tryggja friðinn á Balkanskaga meðal
annars með því að hafa áfram eftirlitsnefnd á Norður-
Grikklandi næstu tvö ár til að fylgjast með viðburðum þar
og koma í veg fyrir frekari áleitni nágrannaríkja þess.
Á eftir ræðu Austins var
fulltrúum frá Grikkjum, Al-
bönum og Búlgörum, sem
ekki eiga sæti í öryggisráS-
inu, boðið að tala.
Fulltrúi Grikkja sagði, að
á Grikklandi væri ekki um
borgarastyrjöld að ræða,
heldur um utan að komandi
árás og vopnaða fimmtu tíer-
deild, sem erlend ríki hefðu
í landinu.
Fulltrúi Albana sagði hins
vegar, að Grikkland héldi
uppi raunverulegu stríði gegn
Albaníu, og öll vandræðin á
Balkanskaga stöfuðu af á-
gengni og yfirgangi Grikkja.
Framhald á 2. síðu.
Búigaría og Alb
anía vilja enga
rannsékn hjá sér
FREGN FRÁ LONDON í
gærkveldi hermir, að stjórn
ir Búlgaríu og Albaníu liafi
lýst yfir því, að þær muni
ekki veita rannsóknarnefnd
öryggisráðsins nema tak-
markaðan rétt til athugana
innan landámæri sinna í
sambandi við uppreisnina á
Norður-Grikklandi.
Ekkert verður láli
uppi um viðræð
urnar fyrsí um sinn
BEVIN, BIDAULT 'OG
MÖLOTOV hólti viðuæð-
ur sín-ar um efnahagsl'ega.
viðreisn Evrópu og hjálp-
aríil'boð Marshalls í Paris
síðdegis í gær. Töluðust
þeir við í fjórar kiukku-
stundir; en að fundinuan
loknuni varð kunnugt, að
viðræðurnar myndu fara
fram með leynd og ekkert
verða látið uppi um ,þær
fyrr en síðar meir.
Það eina, sem menn fengu
að vita í gærkveldi, var, að
næsti fundur hefði verið á-
kveðinn síðdegis á morgun.
Það var Bidault, sem sétíi
þríveldafundinn cg var i
forsæti hans í gær. Með Be-
vin var mættur Ðuff Cooper,
sendiherra Breta í París, og
með Molotov rússneski sendi
herrann.
í fregn frá London í gær-
kveldi var sagt, gð það hefði
ekki komið mönnum neitt á
óvart, að viðræðurnar á
fundinum yrðu leynilegar.
Bevin hefði fyrir nokkru
látið þá skóðun í ljós, að op-
inberar umræður um svo
flókin, erfið og viðkvæm mál,
sem hér væri við að fást,
væru síður en svo heppileg-
ar á byrjunarstigi, og méiri
von væri um góðan árangur,
ef hægt væri að italast við í
friði um þau. Þykir auðsætt,
að Bidault og Moloitov háfi
verið á sama máli og Bevin
um þetta, og þeir því sam-
eiginlega ákveðið, að ekkert
skyldi látið uppi fyrst um
sinn um viðræðurnar.
Tilboð Marshalls og fund-
urinn í Paris hefur verið'að-
alumræðuefni blaða' um all-
an heim siðustu dagana. Eitt
rússneskt blað varpaði í gær
fram þeirri spurningu, sem
það vill fá svar við, hvaða
samband sé á milli tilboðs
Marshalls og Truman-kenn-
.ingarinnar, þ. e. boðskapar
Bandaríkjaforsetans ekkialls
fyrir löngu um hjálp við þau
ríki í Evrópu, sem ættu'frelsí
sitt og lýðræði að verja fyrír
öflum einræðisins. En mörg
amerísk blöð láta þá skoðun
í ljós, að höfuðskilyrðið fyrir
(Frh. á 2. síðu.)