Alþýðublaðið - 28.06.1947, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 28. júní 1947
æ nýja bio ææ gamla biö æ
Viflihesturinn
REYKUR
(,,Smoky“)
Frábærilega falleg og
skemmtileg mynd, í eðli-
legum litum.
Aðalhlutverk:
Fred MacMurry
og Anne Baxter,
ásamt undrahestinum
Keykur.
í myndinni spilar og syng
ur frægur guitarleikari
Burl Ives.
Aukamynd: Nýtt frétta-
blað.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11, f. h.
Heimkoman
(Till The End af Time).
Tilkomumikil amerísk
kvikmynd.
Dorothy Mc Cuire
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn innan 14 ára fá
ekki aðgang.
Sýnd kl. 9.
Ásfin er hverffynd
(Blonde Fever)
Fyndin og fjörug amerísk
gamanmynd með
Philp Dorn
Mary Astor
og nýju stjörnunum
Gloria Grahame og
Marshall Thompson
Sýnd kl. 3,5 og 7.
Sala hefst kl. 11 f. h.
æ BÆJARBIÖ æ
Hafnarfirði
BADMAN’S TERRITORY
Spennandi amerísk stór-
mynd. Aðalhlutverk leika:
Randolph Scott
Ann Richards
George „Gabby“ Hayes
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn innan 16 ára fá ekki
aðgang.
Sími 9184.
n TJARNARBIO H
Keppinautar
(Johnny Frenchman)
Skemmtileg mynd úr lífi
sjómanna á Bretagne og
frönskum leikurum
Francoise Rosay
Tom Walls
Patricia Roc
Sýning kl. 5,7 og9.
BÖR BÖRSSON, jr.
Norsk gamanmynd
Sýning kl. 3.
ÍBR. ÍR. ÍSÍ.
hefst á íþróttavel'linum á rnorgun kl. 4-e. h.
Auk allra heztu frjáfeíþróttamanna iandsins
keppa 5 heimsfrægir Svíar (3 Evrópurneistarar).
Aðgöngumiðar séldir í dag í Ritfanga- og Bóka-
verziun ísafoldar.
Komið á Völlinn og sjáið merkasta íþróttaviðburð
ársins.
Síjórnm.
IGina Kaus: |
EG SLEPPI ÞÉR ALDREI [
<>e<><s><><><£<><<><><><><^<><><><><^^ e><><<&<<<<<<<<><<<<><<>^^
kvarða nokkurn hlut, höfðu
þessar fimm manneskjur
komið saman til að vernda
hann, og þeim hafði strax
geðjast vel hvert að öðru.
Það var jafn óskýranlegt
eins og ástin. Þau hugsuðu
ekki um hvað 'hafði hindrað
þau í að hittast fyrr, en Al-
bert vissi ástæðuna.
Hann vissi, að þau gátu
setið hér saman bara af því
að Melanía var dáin. Það
var engin tilviljun. „Vinir
mínir!“ sagði hann skyndi-
lega og lyfti glasinu. Öll
hættu að tala og horfðu
næstum skelfd á hann. Hann
gat varla annað en brosað
sjálfur, af því að orðin höfðu
orðið full hátíðlegan hljóm,
án þess hann vildi.
„Verið alveg ról'ag! Ég
ætla ekki að halda neina
ræðu. Ég er ekki með hita
heldur, og ég er ekki orðinn
vitlaus. Ég ætla bara að
þakka ykkur. Ekki hverjum
einstökum, því að þrátt fyrir
það, áð þið hafið öll gert ým-
islegt fyrir mig hvert fyrir
sig, þá hafið þið öll í félagi
gefið mér nokkuð með því að
vera hér — nokbuð, sem þið
skiljið ekki sjálf ■—“
„Hættu!“ sagði Stefán. „Af
stað í rúmið!“ Það var kom-
inn tími til. Albert fann,
hvernig magnleysið gagntók
hann, og þegar hann var orð-
inn einn með Stefáni í her-
bergi sínu, lagði hann þreytt
höfuð sitt á öxl honum og
grét.
V.
Daginn eftir rigndi. Albert
varð feginn, þegar hann sá
það úr rúmi sínu, því að
Stefán hafði fyrirskipað
klukkutíma gönguferð, og til
þess hafði hann ekki
minnstu löngun.
Marta kom með inorgun-
matinn og blaðið. „Ég gat
ekki haldið í Önnu,“ sagði
hún. „Hún þaut leiðar sinn-
ar um áttaleytið til þess að
lagfæra heima hjá sér
sjálfri. Hún hélt að þú
myndir kannske vilja flytja
til hennar. En ég held ekki
að það sé þess virði að þú
gerir það strax —.“
„Nei, það hugsa ég ekki
heldur,“ sagði Albert. „En
eitthvað verð ég að gera, ég
get ekki haldið áfram að
vera gestur hér til eilífðar,
og heim í íbúðina fer ég
ekki.“
„Því er ég sammála þér,
það myndi ekki neinn annar
gera heldur. En af hverju
ferðastu bara ekki burtu um
tíma? Taktu Önnu með þér
til Suðurlanda eina ferð, þið
þurfið bæði að hressa ykkur.
Og þá mun allt komast í lag
á eftir.“
Hann svaraði ekki, og hún
fór. Ferðast nreð Önnu —?
Hann þurfti ekki einu sinni
ferðaáætlun — hann vissi
upp á hár að bezta lestin
suður á bóginn fór kl. 10 á
kveldin, hann hafði alla leið-
ina til Taormina í höfðinu. í
hverjum einasta smábæ,
sem þau myndu koma við í,
þekkti hann nafn á góðu og
ódýru gistihúsi, -— það eina,
sem hann þyrfti að segja
var: ,,Á morgun ferðumst
við til Suðurlanda, —
Anna!“
Það var barið að dyrum,
og Albert til mikillar undr-
unar kom . Sax læknir inn.
„Ég kem ekki sem læknir,“
sagði Sax undir eins. Albert
svaraði, að hann væri alveg
hailbrigður, honum fyndist
hann bara vera svolítið
máttfarinn ennþá.
Sax kom að rúminu með
útréttaf hendur. „Mín inni-
legasta hluttekning,11 tónaði
hann. Svo dró hann stólinn
við gluggann nær, settist há-
tíðléga og endurtók: „Þvílík
slysni, þvílík slysni,“ um
leið og hann hristi höfuðiö
og starði ofan í gólfið milli
þreþlegra fóta sinna.
„Ég vona að þér hafið af-
sakað mig,“ sagði Albret.
„Ég var þarna búinn að á-
kveða viðtal við yður.“
„Það var sorglegt, að þér
skylduð ekki geta komið.
Hver veit —? Nú, jæja, ég
skal ekk íþyngja samvizku
yðar frekara. Drekkið teið
yð'ar; það verður alveg kalt.“
Albert leit á teið sitt.
Hann hafði enga lyst á því.
„Ég hafði hugsað mér að
fara til yðar þennan dag
líka. •— Ég ætlaði að biðja
yður um meðal við hitanum,
— en þá kom nokkuð fyrir,
sem gerði mig svo æstan, að
ég gleymdi öllu —.“
„Það voru mikil mistök,“
sagði Sax, „mjög mikil mis-
tök. Þér hefðuð ekki átt að
segja neitt, þegar þér voruð
svona æstur. En ég ætla ekki
að bæta neinu við þá byrði,
sem þér hafið að bera,“ end-
urtók hann.
„Ég var veikur, ég - gat
ekki hugsað skynsamlega,“
sagði Albert.
„Þér hljótið að hafa sleppt
yður alveg. Þér hafið brotið
s]Degilinn í dagstofunni og
mölbrotið stól — munið þér
eftir því?“
„Já.“
„Hvers vegna kornuð þér
ekki til mín á eftir að
minnsta kosti?“
. Aibert hugsaði sig um.
„Ég get ekki skýrt það,“
sagði hann. „Ég gleymdi því
blátt áfram. Eg var svo veik-
ur, og svo kom ég einhvers
staðar við og drakk mig full-
án. Síðan — kom ég hingað.“
„Ég beið eftir yður til kl.
átta,“ sagði Sax. „Þá hringdi
ég heim til yðar, en enginn
svaraði-. Kona yðar var senni
lega -— þegar sofnuð.“.
„Og hvar var Fríða?“
spurði Albert. Þessi spurning
hafði ásótt hann í marga
daga.
„Eigið þér við vinnukon-
una? Hún var á pósthúsinu.
Hún sá að þér hentust út úr
húsinu um hálfsjö-leytið.
Rétt á eftir kallaði kona vð-
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
LÆKNIRINN: Jæja. Þetta gekk
vonum fremur.
LÆKNIRINN: Hann verður auð-
vitað að liggja um nokkurt
skeið, en hann hefur skepnu-
hreysti.
CYNTHIA: Og skepna er hann,
læknir góður.
LÆKNIRINN: Segið mér eitt.
Hvaða raunum hafa eyjaskeggj-
ar orðið fyrir síðustu vikurnar?
PÉTUR: Twitt, drengur minn. Ég
ætla að gefa þér nokkur skot-
hylki í byssuna, sem ég lánaði
þér um daginn. Geri ráð fyrir
að þú þurfir bráðlega að nota
þau.