Alþýðublaðið - 12.07.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 12.07.1947, Page 3
Laugardagur 12. júlí 1947 ALÞÝBURLAÐIÐ 3 Jón Blöndal: Þríhijómur stjórnmálanna Andstæðingar sósíalismans i hafa afar mikið hampað 1 þéirri kenningu, að hann 1 væri óraunhæf hugsjóna- 1 stefna skýjaglópa, sem ekki c tækju tillit til mannlegs eðl- ] is eins og það sé í raun og ] veru. Þess vegna væri jafn- : aðarstefnan óframkvæman- i leg, a. m. k. á þann hátt, sem 1 formælendur hennar hugs- ] uðu sér. Aftur á móti væri 1 samkeppnisstefnan, sem i byggði á hinu frjálsa fram- 1 taki einstaklingsins og hinni ] frjálsu samkeppni, raunhæf : stiefna, sem ekki reyndi að j telja mannfólkið betra en það er í raun og veru. Aðal- 1 forsenda hennar er einmitt ' að hver einstaklingur hugsi í fyrst um sig og sína og reyni ’ sem bezt áð efla sinn hag í ’ samkeppni við aðra. En þessi ' viðleitni einstaklinganna, ef : hún aðeins fái að vera óheft af ríkisvaldinu, verði einmitt til þess að efla hag fjöldans, ' heildarinnar. Þetta er kjarn- inn í hinni hreinræktuðu samkeppnisstefnu, eins og hún hefur verdð boðuð síðan á döguim Adams Smiths. Að vísu túlka ýmsir forvígis- menn stefnunnar nú á dög- 'Um hana nokkuð öðruvísi, en grundvallarhugsunin er enn hin sama, hún byggir enn á kenningunni um hinn heilaga ,,egoisma“, sem öllum á að verða til blessunar. En nú vil ég þvert á móti halda fram þeirri skoðun, að samkeppnisstefnan, í sinni hreinræktuðu mynd, sé ein- hver óraunhæfasta þjóðfé- lagskenning, sem fram hefur komið, sú augljósasta ,,utop- ía“ eða staðleysa, sem boðuð hefur verið, stefna, sem eim mitt sniðgangi að taka tillit til hins mannlega eðlis. En jafnframt vil ég fullyrða, að sósíalisminn eða jafnaðar- stefnan sé raunsæisstefna, sem byggi jafnt á mannlegu eðli sem staðreyndum hinnar efnahagslegu þróunar nú- tímans. Skal ég nú reyna að finna þessum orðum nokk- urn stað. Samkeppnisþ j óðfélagið, eins og formælendur þess hugsuðu sér það í stór- um dráttum, hefur aldrei verið til og mun aldrei verða til. Forsvarsmenn þess töldu gróðahvötina aðalaflvaka ein staklinganna. í þessu er fólg inn nokkur sannleikur, en þó langt frá því allur sannleik- urinn. Ef þetta væri.rétt, hefðu afarmörg af fegurstu og mestu verkum heimsins, jafnt á sváði vísinda sem lista, aldrei verið sköpuð. Þau voru vissulega mörg gerð án nokkurrar hugsunar um það, hvað í aðra hönd lcæmi. Aflvakar mannsand- ans ©ru margir. Eigingirnin og gróðafýsnin, sem er einn þáttur hans, er sem betur fer langt frá því að vera hinn eini. En jafnvel þó við játum þeirri forsendu, að gróðavon- in sé einn sterkasti aflgjafi efnahagsstarfseminnar, þá verður niðurstaðan engan veginn sú, sem formælendur hinnar frjálsu samkeppni hugsuðu sér. „Samkeppnin drepur samkeppnina,11 sagði þegar hinn frægi jafnaðar- maður Proudhon. Kenning samkeppnismanna var sú, að hver einstaklíngur leitaðist við að græða sem mest með því að selja ódýrari eða betri vöru en keppinautarnir og auka þannig sölu sína. Hin fullkomna samkeppni myndi því tryggja meytendum hið rétta kostnaðarverð. Gróðinn gæti aðeins orðið stöndarfyr- ix-brigði. Um leið og sam- keppnin útrými gi’óðanum, verði framleiðslan eins mik- il eins og hugsanlegt er með þeirri tækni, sem ríkjandi er. í þessu liggi blessun sam- keppninnar fyrir heildina, fyrir þjóðféaglið. En þetta ier því miður of gott til þess að vera satt. Menniirnir eru viti bornar verur. Þeir eru félagslegar verur. Eitt af því fyrsta, sem þeir uppgötvuðu var að létt- ara væri að leysa ýmis verk- efni með samtökum, sam- vinnu eða félagsskap, helduir en ef hver einstaklingur treysti eingöngu á mátt sinn og megin. Hið félagslega eðli mannsins skapar yfirburði hans yfir margfalt stærri og öflugri verur. Gróðastarf- semi mannsins er engin und- antekning í þessu tilliti. Ein- mitt hana er tilvalið að auka og lefla með alls konar sam- tökum, samvinnu og samn- ingum. En hvað verður þá um bina frjálsu samkeppni? For- mælendur samkeppnisstefn- unnar sáu hættuna, sem gæti stafað af samtökum, er höfðu það markmið að útrýma eða takrnarka hina frjálsu sam- keppni. Þess vegna var víða reynt að banna slíkan féjags- skap, sem hindraði viðskipt- in, eins og það var kallað. Alveg sérstaklega var slíkum lögum beitt gegn verkalýðs- samtökunum, sem hindruðu hina eðlilegu samkeppni á milli verkafólksins, takmörk uðu framboðið á vinnuafli, sem hagfræðingar þessa tíma litu á sem hverja aðra markaðsvöru, er lyti lögmál- inu um framboð og .eftiir- spurn. En brátt viðurkenndu allir hversu þýðingarlaust var að reyna að lögþvxnga hina frjálsu samkeppni, enda er ekki hægt að komast fram hjá þeirri mótsögn, sem felst í því að ætla að neyða menn til að vera ftrjálsa. Samkeppn isstefnan var óraunhæf, hún tók ekki nægilegt tállit til hinna félagslegu staðreynda, hún hafði ekki réttan skiln- ing á hinu mannlega eðli, hún var í mótsögn við sínar eigin forsendur. Hin óteljandi og sífjölg- andi samtök þjóðfélagsins verður að viðurkenna sem staðreynd, en þau eru ósam- rýmanleg heimsmynd sam- keppnisstefnunnar. En hitt er Ijóst, að ýmis konar sam- tök geta orðið frelsinu hættu leg. Það er hægt að bindast samtökum til þess að útrýma frelsinu eða takmarka það, til þess að hækka verð á vör- um fram úr allri sanngirni, til þess að arðræna heilar stéttir, til þess að kúga þá veiku og fátæku. Og þetta hefur vissulega verið gert á öllum tímum. Aðeins eitt vald getur verið öllum öðr- um samtökum sferkara, get- ur hindrað arðrán og kúgun, sett réttar leikreglur um við- skipti bograranna, byggt fé- lagslegt réttlæti og jöfnuð o. s. frv., og það er hið sameig- linlega framkvæmdavald, rík isvaldið. Meira að segja það eitt getur gefið hinni frjálsu samkeppni, sem vissulega ekki er þýðingarlaus, þó hún sé ekki einhlít, tækifæri til að njóta sín. Eri einmitt sam- keppnisstefnan fordæmdi öll afskipti iríkisvaldsins af at- vinnuvegunum eða vildi gera þau sem allra minnst. Einnig þar voru og eru sjón- armið samkeppnisstefnunnar óraunhæf. Jafnaðarstefnan hefur hins vegar frá upphafi haft miklu raunhæfari sjónarmið. Hún skildi hið félagslega eðli mannsins, hina félagslegu byggingu þjóðfélagsins. Hún skildi að valið stendur ekki á milli þjóðskipulags með sterku ríkisvaldi annars veg ar og hins vegar þjóðfélags, þar sem ríkisvaldið væri sama og ekkei't, en fullkom- lega frjáls samkeppni á öll- um sviðum. Slíkt þjóðfélag var og er fjarstæða, óska- draumur. Það sem hægt væri að velja um var, annars veg ar öflugt þjóðfélagslegt vald, sem setti hinum einstöku samtakaheildum sín eðlilegu takmörk og hindraði þau í að kúga og arðræna samborg ara sína, eða þjóðfélag með yaldalausu ríkisvaldi, þar sem samtakaheildirnar bár- ust á banaspjót og hinir sterkari undirokuðu þá veik ari. Hið samtakalausá þjóð- félag var óhugsandi eftir að tækni nútímans var komin til sögunnar, bættar sam- göngur, sími, blöð og allir þeir óteljandi möguleikar, sem mannfólkið hefur nú til þess að kornast i samband Eldri-dansarnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld 'hefjast kl. 10. Aðgöngumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2826. HARMONÍKUHLJÓMSVEIT leikur. Olvuðum mönnum bannaður aðgangur. hvað við annað. Héðan í frá verður heimurinn skipulagð ur, spurningin er bara, hvern ig og hver á að skipuleggja hann? Þessa þróun sá jafnaðar- stefnan miklu glöggar en samkeppnisstefnan, og m. a. i þess. vegna var hún hin raun- hæfa stefna framtíðarinnar, en óraunsæir voru þeir mörgu talsmenn auðvalds- skipulagsins, sem lofað hafa hina frjálsu samkepþni, en fjasað um draumóra sósíal- istanna. En lítum aðeins á kenn- ingar jafnaðarstefnunnar og andstæðinga þeirra um fram vindu auðvalds- eða sam- keppnisþjóðfélagsins og túlk anir þeirra á helztu efnahags legu fyrirbærum þess. Eg verð að stikla á því allra stærsta. Karl Marx og aðrir aðalrit höfundar jafnaðarmanna, bæði íyrir og eftir hans tíma, héldu því fram, að auðvalds- skipulagið. eða hið „kapital- istiska“ þjóðskipulag, eins og Marx kallaði það, hlyti að verða hi'jáð af reglubundn- um kreppum, atvinnuleysi og offramleiðslu, jafnframt því sem auðurinn safnaðist á færri og færri hendur, en ör- birgð öreiganna ykist að sama skapi. Það er auðvelt að sýna fram á veilur í kenn ingum Marx og annarra sós- íalista, hann var barn síns tíma og byggði á þeirri hag- fræðiþekkingu, sem þá var til bezt, þótt hann sjálfur fullkomnaði hana mikið; og það er einnig auðvelt að sýna fram á að spádómar hans um þróun þjóðfélagsins hafa ekki rætzt .nákvæmlega. Þann- ig hlýtur það jafnan að fara um þá sem hafa djörfung til þess að segja fyrir óorðna hluti, ef við þá ekki trúum á yfirnáttúrlega spádóma og spámenn, en Karl Marx taldi si‘g áreiðanlega ekki í þeirra hópi. En í höfuðdráttum voru skýringar hans og spádómar réttir. Reynslan hefur sann- að þá að verulegu leyti og kenni'ngar hans og annarra jafnaðarmanna eru einnig í mjög veigamiklum atriðurn orðinn grundvöllur nútíma- hagfræðinnar. Hin ,,klassiska“ hagfræði 19. aldarinnar, sem byggði á kenningum um hina.frjálsu samkeppni, hafði eiginlega alls ekki rúm fyrir hugtökin kreppur, atvinnuleysi og of- framleiðslu. í heimi hinnar frjálsu samkeppni, sem var uppmálaður í öllum opinber^ um kennslubókum í hag- fræði til skamrns tíma, og er það mjög víða ennþá, var- ekkert atvinnuleysi og of- framleiðsla óhugsanleg. Að- eins ef náttúrulögmál hinnar frjálsu samkeppni var trufl- uð af verkalýðsfélögum eða öðrum óskynsömum aðilum, gat slíkt komið til greina og þá aðeins um stundarsakir. Smámsaman er þó farið að bæta aftan við kennslubæk- urnar sérstökum köflum, til skýringar á kreppum og at- vinnuleysi, en það gekk allt- af illa að samræma þessar skýringar aðalkenningunum, því ekki mátti líta við kenn ingum jafnaðarmanna, sem litu á málið frá allt öðrum sjónarhól, skoðuðu betta sem rökrétta afleiðingu hins raun verulega hagskipulags. En kreppurnar sögðu til sin í stöðugt ríkari mæli og atvinnuleysið var brátt orð- ið hinn ægilegasti draugur, sem stjórnmálamenn flestra landa urðu að glíma við og fengu við litt ráðið. Vanmátt ur stjórnmálamannanna að vinna bug á atvinnuleysinu varð vatn á myllu þeirra afla, sem vildu frelsið og lýð- ræðið feigt. Þeir notuðu það líka óspart í áróðri sínum. Háskólavísindin og for- mælendur hinnar frjálsu samkeppni börðu lengi vel höfðinu við steininn og þrjóskuðust við að draga réttar ályktanir af staðreynd um atvinnuleysis og hag- sveiflna. Hagfræðin, sem á tímum hinnar frönsku bylt- ingar átti sinn mikla þátt í að skapa hið nýja þjóðfélag, hinn nýja tíma frelsisins, var orðin afturhaldssöm og á eft ir tímanum, í stað þess að benda stjórnmálamönnum á þann'veg, sem þeir yrðu að ganga, ef bygging frelsisins ætti ekki á ný að hrynja í rústir. Atvinnuleysisbölið — það fyrirbrigði, að milljónir og aftur milljónir manna á bezta starfsaldri, sem ekkert þráðu frekar en að nota krafta sína, gengu iðjulausir mánuðum og árum saman, en fjölskyldur þeirra liðu skort og örbirgð, — það var ósamrýmanlegt hugsunar- hætti nútímamannsins, sem hafði tekið að erfðum hug- I sjónirnar um jöfnuð og bræðralag. Ef kreppur, at- vinnuleysi og offramleiðsla samfara ægilegum skorti væri nauðsynleg og eðlileg afleiðing frelsisins, hins frjálsa þjóðskipulags, já, þá var frelsið í alvarlegri hættu. Ef hægt væri að skapa öryggi gegn atvinnu- leysi og skorti, þá væru þeir fleiri og fleiri, sem ekki myndu hugsa sig tvisvar um Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.