Alþýðublaðið - 12.07.1947, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 12.07.1947, Qupperneq 8
Fœreyingar og Danir semja Nefnd Færeyinga, skipuð fulltrúum allra flokka í Færeyj- um, dvalur nú í Kaupmannahöfn til þess að semja við nefnd úr danska ríkisbinginu um framtíðarréttarstöðu eyjanna. Hér á myndinni sjást tveir áhrifamenn í þessum samninga- umleitunum, Mohr Dam, formaður Alþýðuflokksins í Fær- eyjum (til vinstri) og Vilhelm Buhl, fyrrverandi forsætis- ráðherra Dana og einn þekktasti forustumaður danska Al- þýðuflokksins. 634 nýjar íbúðir bæffusf við í Reykjavík á síðasfa ári --------♦------7- Þar af 172 í kjöllurum og þakhæöum án samþykkis byggingarnefndar. --------*-------- ÁRBE) 1946 hafa bæzt við 634 íbúðir í Reykjavík, en þar með eru taldar 172 íbúðir, sem vitað er um að gerðar hafi verið í kjöllurum og þakhæðum húsa án samþykkis byggingarnefndar bæjarins. Alls hefur verið byggt fyrir um 113 milljónir króna á árinu og samtals nema bygging- arnar 44921,54 fennetrum. Pétur Benediktsson sendiherra verður fulitrúiíslandsáPar- ísarfundinn. RÍKISST J ÓRNIN hefur fálið Pétri Bendiktssyni sendiherra að mæta fyrir ís- lánds hönd á Parísarráð- stefnunni um viðreisn Ev- rópu. að hafa þann borg- arstjóra, sem hún vifl, fyrir Rússum HERRÁÐ BANDA- MANNA í BERLÍN hefur orðið að synja kosningu jafn- aðarmannsins Ernst Reuters til borgarstjóra þar staðfest- ingar vegna þess, að Rússar neituðu að fallast á hann, og samkvæmt áður gerðu sam- komulagi hernámsríkjanna getur livert þeirra um sig ó- nýtt borgarstjórakjör í Ber- lín með neitunarvaldi. Ernst Reuter var kjörinn til borgarstjóra í Berlín fyr- ir hálfum mánuði og hafði fylgi allra flokka í borgar- stjórn nema kommúnista eða sósíalista, eins og þeir kalla sig þar nú. Brezka útvarpið dró enga dul á það í fyrradag, að Reuter hefði verið Rússum sérstakur þyrnir í augum af því, að hann var ainu sinni, endur fyrir löngu, í þýzka kornmúnistaflokknum. Mörg fundurdufl gerð óvirk. TÖLVERT hefur borið á því, að tundurdufl rækju hér á land að undanförnu, og hafa Skipaútgerð ríkisins ný- Iega borizt skýrslur um dufl gerð óvirk á eftirgreindum stöðum: 1. Skýrsla frá Evald Krist- ensen, Neskaupstað. 1 dufl að Stuðlum í Norð- firði og annað í Djúpavogi. 2. Skýrsla frá Skarphéðni Gíslasyni, Hornafirði: 3 dufl í Álftarfirði, 2 í Lónsvík, 1 í Hornsfjöru, 3 á Borgarfjöru. 3. Skýrsla frá Jóni Gunn- Iaugssyni, Siglufirði: 3 dufl norðarlega á Skaga vestan Skagafjarðar. 4. Skýrsla frá Helga Eiríks syni, Foss, Vestur-Skaftafells sýslu: 3 dufl á Meðallandi. Öll framangreind dufl voru brezk að undanskildu einu þýzku á Skaga við Skaga- fjörð. Samkvæmt yfirliti yfir byggingar í bænum, eftir Sigurð Pétursson bygginga- fulltrúa, hafa samtals verið byggð 377 hús, þar af 201 í- búðarhús, 7 verzlunar- og skrifstofuhús, 2 sjúkrahús, 1 kvikmyndahús, 1 skóli, 1 í- þróttahús, 1 kapella, 10 verk smiðjur, 19 geymslur og því um líkt og 134 bílskúrar. Ennfremur hefur verið tölu- verð aukning gerð á eldri húsum. í hinum nýju húsum, sem byggð hafa Aerið á árinu, er íbúðarfjöldinn 643 íbúðir eins og áður segir og her- bergjafjöldi þeirra auk eld- húss, sem hér segir: 19 eins- herbergis íbúðir, 187 tveggja herbergja, 146 þriggja her- bergja, 170 fjögurra her- bergja, 67 fimm herbergja, 23 sex herbergja, 16 sjö her- berja, 3 átta herbergja, 2 níu herbergja og 1 tíu her- bergja. Auk þessa eru einstök í- búðarherbergi án 'eldhúss í þaki 53, í kjallara 20 og á hæðum 32, eða samtals 105. Af húsum þeim, sem byggð hafa verið eru timburhúsin 2576.22 fermetrar, en stein- húsin 42345,32 fermetrar. 88 af nýju íbúðarhúsum eru einlyft, 99 tvílyft, 12 þrílyft og 2 fjórlyft. Af verzl unar og skrifstofuhúsunum eru 4 þrílyft, 3 fjórlyft, og tvö fimmlyft. Eitt sjúbrahús er tvílyft og eitt þrílyft. Þá er aukning á kvikmynda húsi 5 hæðir og annað kvik- myndahús 2 hæðir. Einn skóli hefur verið byggður, þrjár hæðir. Auk framan- taldra húsa hefur verið byggt eitt íþróttahús, ein kapella og 13 verkstæði og verksmiðjur, þar með talin aukning á nokkrum. Geymslu, gripahús og sumar bústaðir eru 21 samtals og bílskúrar 134 eins og áður segir. 5 bátar gerðir út á síld frá Eskfirði. FIMM BÁTAR ver.ða gerð ir út á sild frá Eskifirði í sumar og eru þrír þeirra þegar farnir, en tveir fara nú um helgina. Stúdeníar ræða endurheimí ísS. handriía og minja í vörzlu Dana ------4------ Aðaífundur Stúdentasambandsins og mót islenzkra stúdenta um aðra helgi. STÚDENTASAMBANDIÐ, en í því eru öll akademisk félög hér á landi, hefur ákveðið að halda mót og aðalfund í Reykjavík, dagana 1S. — 21. julí. í lögum sambandsins er gert ráð fyrir, að slík mót séu haldin þriðja hvert ár, og verð ur þetta mót annað í röðinni. Núverandi formaður s^mbands ins er Gísli Sveinsson sendiherra, en varaformaður Lúðvík Guðmundsson, skólasíjóri. Aðalmál fundarins verður end- urheimt íslenzkra handrita og þjóðminja í vörzlum danskra safna. Þatta mót verður um Jeið aðalfundur sambandsin, eins og áður er sagt, en aðalvið- fangsefnið, sem sambandið tekur til meðferðar á fund- unum, verður handritamálið, það er að segja; endurheimt forna íslenzkra handrita og þjóðminja, sem enn eru í vörslum danskra safna. Erfitt hefur verið að setja mótinu starfskrá, svo að ekki kæmi til árekstra við hátíða höldin vegna afhjúpunar Snorrastyttunnar í Reyk- holti, en nú telur fram- kvæmdanefnd mótsins að það hafi tekist og verður til- högun þess í aðalatriðum þannig. 19. júlí.. Mótið sett kl. 2 síðd. af formanni stúdenta- sambandsins, Gísla Sveins- syni sendiherra. Lárus Páls- son leikari flytur kvæði Ein- ars Benediktssonar um Snorra Sturluson; þá fara fram hljómleikar, prófessor Ólafur Lárusson, rektor há- skólans flytur ræðu og reif- ar handritamálið, Sigurður Norðdal prófessor flytur á- varp u msama efni og að síðustu flytur Lúðvík Guð- mundsson lokaorð. Ekki munu neinar umræður um málið fara fram á þessum fundi. HEIÐURSGESTIR MÓTS- INS. Þess skal getið, að Sigurð- ur Guðmundsson skólameist- ari og frú hans verða heiðurs gestir mótsins í tilefni af því, að skólameistarinn mun láta af störfum á næsta ári fyrir aldurs sakir. Verður hann hylltur af stúdentum við setningu mótsins og hon- um fluttar þakkir fyrir hið mikla og merka starf er hann hefur unnið þau tuttugu ár, sem liðin eru síðan mennta- skólinn á Akureyri hlaut réttindi til að brottskrá studenta. 20. júlí fara þátttakendur mótsins til Reykholts og verða viðstaddir Snorrahá- tíðina. Verður farið sjóleiðis til Akraness og þaðan með bifreiðum að Reykholti. 21. júlí, síðasta dag móts- ins verður aðalfundur sam- bandsins haldinn; þar munu fara fram umræður og vænt- anlega samþykkt tillögu um handritamálið. Að fundinum loknum fer fram skilnaðar- hóf að Hótel Borg. AÐALVERKEFNI MÓTS- INS. Megin verkefni mótsins, er greint í þrem liðum: Að gefa íslenzku þjóðinni yfirlit um handritamálið og rök þau er að því hníga, að vér íslend- ingar heimtum hin fornu handrit vor, svo og forna þjóðminjagripi, sem enn eru í vörzlum danskra safna. —• Að sameina alla íslendinga um rök þessi og sameiginlega ályktun, sem á þeim sé byggð. — Að leitast við að kynna dönsku þjóðinni hin íslenzku rök í fullu trausti þess að þekking og réttur skilningur á afstöðu vor íslendinga muni reynast oss öruggusta og skemmsta leiðin að settu marki. Framkvæmdanefnd móts- ins skipa 7 menn: Lúðvík Guðmundsson og er hann for maður nefndarinnar, Einar Ól. Sveinsson prófessor, full trúi Háskóla íslands, Páll S. Pálsson lögfræðingur, for- maður Stúdentafélags Reykja víkur og Sigurður Reynir Pétursson cand. jur., frá sama íélagi, frú Hildur Bernhöft cand. theol., frá Félagi ís- lenzkra kventúsdenta og frá Stúdentaráði Reykjavíkur þeir Geir Hallgrímsson stud. jur. og Þorvarður Kristjóns- son stud. jur. Nína Sæmundsson farin fil Khafnar. NÍNA SÆMUNDSSON fór héðan í gærmorgun loftleið- is til Kaupmannahafnar, en þaðan fer hún til London. í fyrrakvöld gekkst Banda lag íslenzkra listamanna fyr ir kveðjuhófi fyrir Nínu í Tjarnarcafé, og sátu það fjöT margir listamenn og margir vinir og kunningjar hennar. Sýningin í Listamanna- skálanum verður opin til sunnúdagskvölds. Á fimmta þúsund manns hefur nú sótt sýninguna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.