Alþýðublaðið - 17.07.1947, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1947, Síða 2
ALÞVÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. júlí 1947. Minningaror$ Guðnuindur Sveinsson kaup- féiagssijóri ÞEGAR KAUPFÉLAGI HAFNFIRÐINGA var stofn- að upp úr Hafnarfjarðar- deild Kron sumarið 1945, ■ þurfti það að sjálfsögðu á framkvæmdastjóra að halda,! og vitanlega skipti það félag- ið ákaflega miklu máli, hvern ig sá maður reyndist, sem átti að sjá um starfsemi þess og framkvæmdir fyrstu ár- in. Ýmsir álitlegir menn stóðu til boða, en ráðinn var til starfans skrifstofustjóri Kaup félags ísfirðinga. Guðmund- ur Sveinsson. Guðmundur var maður á bezta starfsaldri, fæddur 24. júní 1905 að Flateyri við Önundarfjörð, sonur hjón- anna Sveins Sigurðssonar og Kristínar Bjargar Guðmunds dóttur, er þá 'áttu heima á Flateyri, en höfðu áður búið inni í Önundarfirði. Ættar Guðmundar verður ekki get- ið hér að öðru en því, að í marga liðu voru forfeður lians búnandmenn í Önund- arfirði og einnig í Dýrafirði, síiðjandi alþýðumenn, sem börðust ævilangt með léleg- um tækjum við óblíð lífsskil- yrði á landi og sjó, söfnuðu sjaldnast auði fremur en stéttarbræður þeirra annars staðar á landinu, en datt hins vegar aldrei í hug að gefast upp í lífsbaráttunni. Á slík- um stofni var Guðmundur Sveinsson viðeigandi kvist- ur. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Flateyri og síðan á ísafirði og fluttist með þeim til Hafn arfjarðar 1923. Námi við Samvinnuskólann Jauk Guðmundur vorið 1929 og réðst þá þegar til Kaup- félags ísfirðinga sem bókari og síðar skrifstofustjóri. Nokkru seinna giftist hann Guðrúnu Sigurðardóttur úr Hafnarfirði, mestu myndar- konú. Lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum þeiíra, hinu elzta á 15. ári. Á ísafirði dvaldist Guð- anundur í rúm 16 ár eða þang að til er hann tók við fram- kvæmdastjórastörfum í Kaupfélagi Hafnfirðinga haustið 1945, eins og fyrr er sagt. Þótti hann því betri starfsmaður á ísafirði, sem hann var þar lengur, sam- vizkusemi hans og vand- virkni fágæt, lipurð mikil og góðvilji, iðjusemi og ósér- plægni með afbrigðum. Hafði Guðmundur Sveinsson hinn ágæti kaupfélagsstjóri Isfirðinga, Ketill Guðmunds- son, hi’nar mestu mætur á Guðmundi og þeir hvor á öðrum, enda mátti segja, að í mörgu væri Guðmundur yfirmanni sínum önnur hönd in og ekki sú lakari. Guðmundar naut skemur við en skyldi í störfum fyrir Kaupféiag Hafnfirðinga, og kom þar hvorki til hans vilji né kaupfélagsmanna, heldur réð því sá, er ríkari var, því að Guðmundur andaðist snögglega á heimili sínu mánudagskvöldið 7. júlí s. L Er það kaupfélaginu mikill missir, þótt vænta megi, að á slíku sviði verði unnt að fylla skarðið, að maður komi' í mannst stað. En sá mlssir, sem kona Guð- mundar og börn hafa orðið fyrir, verður þeim aldrei bættur. Þótt tíminn yrði þannig ekkl langur, sem Guðmund- ur var kaupfélagsstjóri í Iiafnarfirði, nægði hann þó til að sýna, að vel hafði tek- izt valið á fyrsta forstöðu- manni hins unga kaupfélags. Það mun hafa verið með nokkrum ugg, að Guðmund- ur tók það starf að sér. Hon- um var ljóst, að nýtt kaup- félag. á erfiðari aðstöðu um margt en gömul félög, ekki aðeins fjárhagslega, heldur og á ýmsum öðrum sviðum. En sá uggur reyndist ástæðu laus. Guðmundur hafði ver- ið farsæll maður.í starfi sínu á ísafirði, og hann varð það engu síður í Hafnarfirði, þótt ábyrgðin, sem á honum hvíldi þar, væri þyngri. En ströfum hans fylgdi enginn há\raði. Hann gekk að starfi sínu hljóður og kyrrlátur, al- úðlegur og hlýlegur við starfs fólk og viðskiptamenn, reynd ist drjúgur í verki og gaf gaum að miklu fleira en hann hafði orð á. Hann var dulur maður og hafði ótrú á öllu glamri, og ekkert var honum fjær skapi en að ber- ast á og hreykja sér eða starf semi' sinni. Hann hafði enga trú á, að það hús fengi stað- izt til lengdar, er á sandi væri byggt. Eitthvað kann þetta að hafa háð honum í starfi hans á þessari öld aug- lýsinga og yfirborðsmennsku, en það mun fyllilega hafa unnizt upp aftur með frá- bærri trúmennsku hans, iðju semi og samvizkusemi í smáu sem stóru. Hann lifði í starfi sínu. Hann tók sér mjög nærri, ef eitthvað gekk mið- ur en hann taldi að ætti að vera, alveg eins og hann á hinn bógi'nn gat orðið inni- lega glaður yfir því, sem vel tókst. En það einkenndi þó kaupfélagsstörf hans mest, að þau voru honum hugsjón. Kaupfélag var í hans augum annað og meira en verzlun- arfyrirtæki eingöngu, *það var mennlngarfyrirtæki, byggt á samhjálp og sam- vinnu alþýðunnar, stofnað og starfrækt til þess að gera þjóðfélagið heilbrigðara og þroskavænlegra. Hann ætlað- ist til meira af kaupfélags- verzlun en annarri verzlun, en hann ætlaðist jafnframt réttilega til skilnings kaup- félagsmanna á gildi félags- skaparins, og það fékk honum gleði hvenær sem hann varð var við slíkan skilning. Hann talaði ekki mikið um hugsjónir, en þeir, sem honum voru kunn- ugastir, fundu, hvernig þær vermdu skap hans og gáfu lífinu gildi í hans augum. Og hann var ekki svo fáorður um hugsjónlr vegna þess, að hann kynni ekki að koma orðum að því, sem hann vildi segja, því að hann var skýr í hugsun og hagur á mál, endá prýðilega ritfær, þótt hann gripi sjaldan til þess. Hitt var heldur, . að hugsjónir voru honum svo sjálfsagðar, að ekki tók að hafa orð á því, og þó jafnframt svo hjart- fólgnar, að honum var ógjarnt að hafa þær á vörum sér, eins og títt er um dula menn og tilfinninganæma. Ungur að aldri gerðist Guð mundur Sveinsson góðtempl- ar og var það til æviloka. Stefna og hugsjónir bindind- ismanna voru honum að skapi. Hann var ekki. bind- indismáður fyrst og fremst sjálfs sín vegna, heldur vegna annarra. Hann- vann mikið starf í félagsskap templ ara og gegndi þar ýmsum á- byrgðarstörfum, var t. d. um skeið æðsti templar í umdæm isstúku Vestfjarða. Störf hans fyrir unglingaregluna munu seint metin til fulls. Auk þeirra starfa, sem allir sáu, lagði hann oft í kyrrþey mikið verk í að reyna að forða einstökum mönnum frá drykkjuskap og afleiðingum hans. Þar eins og annars stað ar kærði hann sig ekki um að sýnast. En hann hafði heil brigða þrá til að vera. Það mun sízt ofmælt, sem einn af forustumönnum templara sagði fyrir skömmu við þann, sem þessar línur ritar: „Ef við ættum sæmilega stóran hóp af mönnum, sem störf- uðu eins og Guðmundur Sveinsson, þá horfði vænlega ffyrir málefni okkar.“ Snemma hneigðist hugur Guðmundar til fylgis við jafn aðarstefnuna. Hann varð hrif inn af hugsjóninni um bræðra lag og jafnrétti. Þeirri hug- sjón brást hann aldrei. Hann lét ekki mikið að sér kveða í flokksstarfsemi Alþýðuflokks ins, gaf sér ekki tíma til þess frá daglegum skyldustörf- um, en aldrei hikaði hann við að fylgja því máli, er hann taldi1 rétt, og hann varði allri ævi sinni til þess að gera hugsjónir jafnaðarstefnunnar að veruleika í hversdagslífi manna. Mér finnst, að síðasta verk Guðmundar Sveinssonar í þessu lífi sé einkennandi fyr- ir lífsstefnu hans, en það var að hlúa að yngstu dóttur sinni, tæplega tveggja ára gamalli. Hann var maður, sem jafnan var í þjónustu hins vaxandi lífs, hvar sem hann fór og hvað sem hann gerði, hugsjónamaður, sem ekki miðaði starf sitt fyrst og fremst við líðandi stund, heldur við framtíðina, prúð- menni, sem jafnan leitaðist við að skilja þá, er hann átti skipti við, drengskaparmað- ur, sem hvarvetna vildi verða til góðs, hlýr og heill í huga, vandur að virðingu sinni í orði og verki. Án slíkra manna verður engum góðum verkum komið fram. Án slíkra manna fær ekkert þjóð félag þrifizt. Þess vegna er þeirra svo mikil þörf hjá lít- illi þjóða, þar sem allt er í ör- um vexti. Þess vegna er svo mikil eftirsjá að hverjum þeirra, sem hnígur á miðj- um starfsaldri. Þess vegna saknar fjöldi manna Guð- mundar Sveinssonar, og þeir mest, sem þekktu hann bezt. Ólafur Þ. Kristjánsson. Morgunn er nýkominn út og flytur margar ritgerðir og greinar um sálfræðileg og dulræn efni. r Utsvars- og skattakærur skrifar Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. Brunabótafélag íslands. vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrif- stofu, Alþýðuhúsi, (sími 4915) og hjá umboðs- mönnum, sem eru í hverjum kaupstað. Púsningasandur. Fínn og grófur skelja- sandur. Möl. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Kirkjuvegi 16. Hafnar- firði, — Sími 9199. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Munið Tivoli. Baldvin Jónsson hdl. Málflutnir.gur. Fasteignasala, Vesturg. 17. Síml 5545. Minningarspjöld, Barna- spítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Áusturbæjar, Laugavegi 34. G O 1 L í 'A rsn w t\T y.«,,í4íW \, r\ , ' W V> J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.