Alþýðublaðið - 17.07.1947, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 17.07.1947, Qupperneq 8
Fimmtudagur 17. júlí 1947. Norskum hermönnum er iéíusí hér reisíur varði í Fossvogskirkjugarði ---------------—■»■■■ ■ -- Ólafor krónpriils afhjúpar minnisvarð- ann iiæstkomandi mánydag. -------------*------- Á MÁNUDAGINN kemur afhjupar Ólafur krón- iprins Norðmanna minnisvarða í Fossvogskirkjugarði, sem reistur hefur verið þar til minningar. um norska hermenn, er létu lífið hér á landi á styrjaldarárun- ium. Svíakonungur og kvenráðherrann í vor var kona í fyrsta sinn skipuS ráðherra í Sviþjóð; það var frú Karin Koch, hagfræðingur, sem tók sæti sem ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar í sænsku jafnaðar- mannastjórninni. Á myndinni sést frú Koch, þegar hún var kynnt fyrir konunginum á fyrsta ríkisráðsfundinum í Stokkhólmi eftir skipun hennar í ráðherraembættið. Dagskrá Stúdentamótsins Þátffaka stúdenfa í Reyk- HolfsferS mikil NÚ HEFUR VERIÐ að mestu leyti gengið frá dagskrá fyrirhugaðs móts Stúdentasambands íslands, sem háð verður í Reykjavík um komandi helgi. Fer setning mótsins fram í hátíðasal Háskólans kl. 2 e. h. á laugardag. Stúdentar mæta við Gamla Garð um kl. 1.30 og gnga þaðan undir fán- um menntaskólanna og stúdenta til Háskólans. Um sama leyti leikur Lúðrasveit Reykjavíkur nokkur lög fyrir fram- an anddyri Háskólans. Fer afhjúpun minnisvarð- ans fram við hátíðlega at- höfn, og í dómkirkjunni verð ur messa klukkan 14, en þar prédikar norskur dómpró- fastur, Sigurd Fjær, en séra Bjarni Jónsson vígslubiskup þjónar fyrir altari. Þá syng- ur karlakórinn „Fóstbræð- ur“ nýtt lag ef'tir dr. Pál ísólfsson við kvæði eftir Davíð Stefánsson, en bæði kvæðið og lagið er samið fyrir þessa athöfn. Samkvæmt upplýsingum, sem biaðið fékk í gær hjá Brynjólfi Jóhannessyni leik- ara, en hann er formaður minnisvarðanefndarinnar, er minnisvarði þessi þannig til- kominn, að á styrjaldarárun •um, er frú Gerd Grieg starf- aði hér á vegum Leikfélags Reykjavikur, afhenti stjórn félagsins frúnni fjárupphæð til ráðstöfunar fyrir norska hermenn, en hún starfaði þá einnig fyrir þá hér. Frú Gerd Grieg ákvað síðar í samráði við stjórn leikfélagsins, að með pening um þessum skyldi stofnaður sjóður til að reisa minnis- .varða hér í Reykjavík um norska hermenn, er hér hefðu látið lífið, en um þær mundir höfðu farizt hér ný- lega nokkrir norskir flug- menn. „Alls munu það hafa verið 35 Norðmenn, sem létu hér iífið“, sagði Brynjólfur. „Sjóður þessi ber nafnið „Gerd Grieg Fond“, en síðar gaf Leikfélag Reykjavíkur og Tónlistarfélagið sameigin ílega upphæð í sjóðinn. Það var eftir að þessi félög höfðu sýnt „Pétur Gaut“ í samein- ingu og notið aðstoðar nokk urra Norðmanna við þá sýn- ingu, en þeir dvöldu þá hér sem hermenn“. — Og hefur sjóðurinn auk izt síðan? „Já, honum hafa borizt gjafir frá einstaklingum, bæði íslenzkum og norskum. Enn er sjóðurinn samt fjár- þurfi, og veiti ég gjöfum mót töku, ef einhverjir kynnu að hafa í hyggju ;að styrkja hann. Minnisvarðinn hefur orðið dýrari, en ráð var fyrir gert í upphafi, eins og oft vill verða með slíkar fram- kvæmdir“. LÖGIN um sjálfstæði Ind- lands voru samþykkt í lá- varðadeild brezka þingsins í gær og er nú aðeins eftir að fá staðfestingu konungs á þeim. Búizt er við henni á íöstudaginn. — Hverjir hafa starfað að undirbúningi þessa máls? „Minnisvarðanefnd, sem til þess var valin. Hana skipa þeir Brynjólfur Jóhannes- son, formaður Leikfélags Reykjavíkui;, Matthías Þórð arson þjóðrninjavörður og Sigurður Nordal prófessor. Á síðast liðnu hausti ákvað nefndin útlit minnisvarðans í stórum dráttum og gerði ráðstafanir til þess að nálg- ast efni í hann. Efnið var sótt austur að Hrepphólum í Árnessýslu, og veitti Geir Zoega vegamálastjóri nefnd- inni ómetanlega aðstoð við það, er hann lánaði til þess menn, áhöld og bifreiðir. Er- um við honum mjög þakklát ir fyrir þá rausnarlegu hjálp.“ Og minnisvarðinn? „Arsæll Magnússon stein- smiður, Grettisgötu 29, hef- ur séð um alla áletrun á stein ana og komið þeim fyrir á stallinum, en Helgi Guð- mundsson kirkjugarðsvörð- ur hefur annazt upphleðslu alla og steypu“. , —■ Hvernig verður afhjúp unarathöfninni hagað? „Ólafur ríkisarfi Norð- manna mun afhjúpa varð- ann, en ríkisarfinn er æðsti maður norska hersins. Sig- urður Nordal prófessor flyt- ur ræðu, en karlakórinn „Fóstbræður“ syngur kvæði eftir Davíð Stefánsson við lag eftir dr. Pál ísólfsson, og er hvoru tveggja, kvæðið og lagið, samið fyrir þetta tæki færi. Síðan verður messa í dómkirkjunni kl. 14, en þar prédikar norskur dómprófast ur, Sigurd Fjær, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup þjónar fyrir altari, en hann jarðsöng flesta þá menn, sem varðinn er reistur yfir. Dr. Páll ís- ólfsson annast hljómlist alla við^ messuna. Ég vil að lokum geta þess, til að fyrirbyggja misskiln- ing, að þar sem hér verður fjöldi norskra gesta, sem sækja Snorrahátíðina, en dómkirkjan rúmar takmark- aðan fjölda fólks verður þeim er hafa boðskort fyrst veittur aðgangur, en síðan er að sjálfsögðu öllum heim- ill aðgangur meðan húsrúm leyfir og vonar nefndin að menn skilji það fullkomlega. Sama gildir og um athöfnina í kirkjugarðinum. Að endingu vil ég fyrir hönd nefndarinnar biðja blaðið að flytja beztu þakkir öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa léð þessu máli lið sitt“. Við setningu mótsins syng ur karlakórinn „Fóstbræð- ur“, en auk þess syngur þar Einar Kristjánsson óperu- söngvari'. Kemur hann hing- að samkvæmt beiðni fram- kvæmdanefndarinnar, til þess að syngja við athöfn þessa, en eins og kunriugt er, dvelur hann nú í Höfn. Hann er væntanlegur með flugvél einhvern næstu daga. Einar mun og syngja í kveðjuhófi mótsins, sem fram fer að Hótel Borg. Karlakórinn Fóstbræður syngur þessi lög: Stúdenta- sönginn Integer vitæ, Ár vas alda eftir Þórarin Jónsson og ísland ögrum skorið. Þá set- ur Gísli Sveinsson sendi- herra mótið, en hann er for- maður Stúdentasambands ís- lands. Lárus Pálsson leikari les kvæði Einars Benedikts- sonar um Snorra Sturluson. í ráði var einnig að láta leika Snorraminni, hinn snjalla forleik, er Hallgrímur Helga- son tónskáld samdi fyrir Snorraminninguna 1941 og þá var leikinn .í.Háskólanum, En þar eð sumarleyfum hljómlistarmanna hér ehfur verið hagað svo, að um þess- ar mundir eru flestir þeirra utan bæjar, reyndist ókleift að fá forleik þenna leikinn í háskólanum. Áður er þess getið, að Sig- urður Guðmundsson skóla- meistari og frú hans verða heiðursgestir mótsins, og mun Steingrímur Þorsteins- son háskólakennari ávarpa heiðursgestina fyrir hönd stúdenta við setningu móts- ins að loknum ræðum pró- fessoranna dr. Ólafs Lárus- sonar og dr. Sigurðar Nor- dals. Setningarathöfninni lýkur með því að tríó leikur þjóðsönginh. Sunnudaginn 20. júlí efna stúdentar til ferðar til Snorrahátíðarinnar að Reyk- holti. Verður lagt af stað kl. 8 að morgni með m.s. Lax- fossi og síðan ekið með bif- reiðum til Reykholts. Mun þátttaka stúdenta verða al- menn í þeirri för, en mögu- leikar til þátttöku eru, því miður, nokkuð takmarkaðir Fræðslurii um neyzlumjólk MJÓLKURSAMSALAN er um þessar mundir að hefja útgáfu fræðslurita um með- ferð neyzlumjólur og er fyrsta ritið í þessum flokkí þegar komið út, en það nefn ist „10 minnisatriði mjólkur framleiðenda11 og hefur Eð- varð Friðriksson, mjólkureft irlitsmaður tekið ritið sam- an, en teikningar í því eru gerðar af Halldóri Péturs- syni. ---------«--------- Hraunið rennur jafnt og þétt úr Heklu ENNÞÁ rennur hraunið jafnt og þétt frá Heklu og færist niður eftir hlíðum fjallsins. Samkværrit upplýáingum, sem blaðið fékk í gær frá Trausta Ólafssyni efnafærð- ingi, en hann var austur við Heklu fyrir um hálfum mán- uði síðan, færðist hraunið nið ur hhðarnar til suðvesturs, þegar hann var fyrir austan. Sagði hann að.það. hefði fyrst runnið vestur hjallana í hlíð- inni, en síðar skiptist hraun- ið og steyptist niður f jallið í tveim fossum, og eftir það rann það allt til suðurs. Um það leyti, sem hann var fyrir austan, var aðalgíg urinn í norðvestur öxlinni, sem mest hefur gosið, um það leyti hættur að gjósa, en ann ar nýr hafði myndazt rétt norðan við hann. Var hann all kröftugur og gaus mikilli- ösku. Undanfarna daga hafa þeir jarðfræðingarnir, Guðmund ur Kjartansson og Sigurður Þórarinsson dvalið austur við Heklu, en ekkert hefur frézt ennþá af síðustu rann- sóknum þei'rra, eða hvort gosið hefur nokkrum breyt- ingum tekið síðustu daga. vegna bifreiðaskorts. í fyrstu lét ferðaskrifstofan stúdent- um í té 100 sæti, en hefur nú rýmkað þann kost nokkuð, og verða farmiðar, sem af- gangs kunna að verða, seldir í Stúdentagarðinum í dag. Kl. 2 e. h. á mánudag hefst umræðufundur, og verður handritamálið einkum til um ræðu. En mótinu lýkur þá um kvöldið að Hótel Borg með hófi fyrir stúdenta og gesti þeirra. Þar flytur dr. Einar Ól. Sveinsson ræðu, en Einar Kristjánsson syng- ur einsöng og að lobum verð- ur dans stiginn lengi nætur. Aðgangur að setningu stúd entamótsins og umræðufund inum er heimill og ókeypis fyrir alla stúdenta, eldri sem yngri. Væntir landsmóts- nefndin þess að mótið verði mjög fjölsótt, enda hefur ver ið vel til þess vandað.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.