Alþýðublaðið - 26.07.1947, Side 6

Alþýðublaðið - 26.07.1947, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐ8Ð '«• ? V- Or~ Laugardagxir 26. m$ % :vé M 3 NYJA Blð 9 Við Svanafijót Hin fagra ni'úsikmynd í aðlilegum litum, irn œvi tónskál'dsins STEPHAN FOSTER, verður eftir ósk margra sýnd kl. 7 og 9. GAMLA B80 AUGNAYNDI (Easy to Look at) Falleg og skemmtileg mynd með Gloria Jean, Kirby Grant og Delta Rhythm Boys Aukamyndir: NÝ FRÉTTABLÖÐ Sýnd kl. 3 og 5. Sala lief.st kl. 11 f. n. Lokað fil áiÉsf BÆJARBIð £8 B TJARNARBIÖ £3 Tvö samstillt hjörtu Hafnarfirði r I stjörnuleit. (Give Me The Stars) Ensk söngvamynd. Leny Lynn. Will Fyffe. Sýnd 'kl. 7 og 9. . Sími 9184. (Made for Eacli Other) Amerísk ástarsaga. Carol Lombard James Stewart. Aukamynd: FRÁ SNORRAHÁTÍÐINNI í REYKHOLTI. Ljósm. Óskar Gíslason. Sýning kl. 3, 5, 7, 9. Sala hefst kl. 11. F.!. A. DANSLÉIKUR verður í kvöid, laugardaginn 26. júlí, kl. 10 í Tjarnarcafé. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins frá klúkkan 6. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU Auglýsið í Álþýðublaðinu ,,Ég er að gá að Albany- vegi 28“, andmælti Kinlock, nú alveg vakandi. Lögregluþjónninn rumdi fyrirlitlega. „Boðinn í miðdegisverð þar, býzt ég við“. ,,Nei, ég ætla að tala við Dr. Dunn“. „Reynið ekki að blekkja mig svona. Dr. Dunn hefur enga sjúklinga af yðar tagi, nema hann hafi verið kall- aður til þín, ef þú hefur orð- ið fyrir slysi. Jæja þá!“ Hann sneri á handlegg Kinlocks og þrammaði ofan á vinstri fótinn á honum. Gamli Sandy Kinlock þaut undir eins upp. „Ertu að reyna að láta mig verða fyrir slysi?“ spurði hann og ýtti honum frá. Maðurinn stökk á hann, með glettnislegum rudda- skap. Kinlock hafði heyrt dæmi til slíks frá öðrum ó- heppnum, Þessi sársauki, sem honum var valdið, í hálfgerðri glettni, var lík- lega ætlaður til að vekja mót þróa, sem auðvitað gæfi svo tilefni til alvarlegrar ákæru. Hvers vegna skyldi saklaus maður sýna mótþróa? Kin- lock vissi af reynslunni, að það er til sú tegund af lög- regluþjónum, sem verður að finna upp málaferli til þess að réttlæta það, að þeir eru til. Hann sárverkjaði í fótinn, en hann stillti sig um að halda áfram að streitast í móti, sem hann þó eðlilega langaði til. „Allt í lagi“, sagði hann. „Bara, ef ég sé Dr. Dunn, þá er mér sama, hvort þér komið með hann til mín eða eða farið með mig til hans.“ Hafið þér nokkurn tíma reynt að fá lögregluþjón til að skipta um skoðun? Venju legast er það vonlaust. Kinlock varð alveg undr- andi, hve vel honum tókst við þetta dýr Ef til vill hef- ur kæruleysishlærinn á því, sem hann síðast sagði, haft áhrif. En líklegra er þó, að hann hafi munað eftir því að hafa nýlega fengið áminn- ingu fyrir álíka handtöku og þessa. Að minnsta kosti losn- aði takið, sem sverir fingur hans höfðu tekið í kraga hans og lögregluþjónninn tók í handlegginn á honum og sagði: „Albanyvegur er í leið inni fyrir okkur. Við getum komið við þar“. En hann var ekki eins öruggur og áður. Albanyvegur reyndist vissu lega vera bak við næsta horn og maðurinn hafði einmitt opnað hlið á garði dálítinn spöl niður á veginum, þegar Kinlock gat greint, hvort einhver var að koma út eða einhver var að fara inn. í flýti þreifaði hann á hálsmál- inu og reyndi að lagfæra það og hálsknýtið, en það hafði rifnað við ruddalegt átak mannsins. Þá gall við rödd úr dyragættinni: Lögregluþjónninn ýtti fanga sínum áfram, hálf vandræðalegur. „Ég tók þennan mann, þar sem hann var að slæpast. Segist þekkja yður og vera á leiðinni hingaS“. „Segist hann þekkja mig? LýsiS framan í hann“. Á sömu stundu rak hann upp óp. „Sandy — Sandy Kinlock, sem ég er lifandi maSur“. Dunn hætti fljótt. Hann hlýt i;r strax aS hafa séS eymd hins. Lögregluþjónninn lét lausan handlegginn, sem hann hélt í, eins og hann hefSi brennt sig. Ó, Sandy, aumingja strák- u^inn nfinn, Sandy“, sagöi Dunn lágum rómt Lögregluþjónninn tók nú göngustaf sinn og hélt leiSar sinnar aS hliSinu, ÞaS var mjög mikill léttir aS beyra hann fara. Dunn greip und- ir handlegginn á sínum gamla vini. „Jæja, jæja, komdu inn‘ sagSi hann. „En, Pétur, konan þín —“, stundi hann. „HvaS? HvaS ertu að tala um?“ kallaði hann. „Ég er í fremur óvirðulegu ástandi. Stendur henni á, sama?“ „Þú átt við, vegna flosstól anna hennar og svo framveg is, býst ég viS. Hver sagSi þér, að ég væri giftur?“ „Enginn. Ég gat mér þess til.“ „Þú hefur ekki getið rétt þar, Sandy. Það , er engin kvenpersóna hér til þess að fylla allt af postulínsdýrum og kvenlegu prjáli. Svo skalt þú þurrka af fótunum á þér á mottunni og ganga inn“. Dunn hefur sagt, að hann hafi séð strax, hvernig á- stand Kinloeks var. Enginn vafi er, að það er rétt; hann var vanur að sjá slíkt, og þess végna var þetta honum jaugljósara en öSrum. Hann segist samt sem áður ekki | hafa verið neitt að tala um armæSu vinar síns þá, nema hvað hann gerði smá athuga- semd í gamni um, hve hárið á honum væri sítt, til þess að koma honum í gott skap. Þeirri athugasemd svaraði Kinlock ekki, líklega vegna þess, að Dunn myndi ekki hafa skilið, að þar sem Kin lock hafði búið árið sem leið, voru menn á móti mönnum með snoðklippt hár, Flestir snoðkollar í Rovtongötu höfðu verið snoðaðir án vilja eiganda og á kostnað lands þeirra. í notalegu herbergi Dunns sagði Kinlock þetta kvöld sögu sína, þegar þeir höfðu notið máltíðar, sem Kinlock hafði aðeins óljósar endur- minningar um að væri til svo góð. Miklu meir var sagt, en þörf er að greina frá hér. Ekki vegna hinna skugga- legu atburða, heldur vegna þess, að það stendur ekki í MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING MARGT HEFUR GERZT, síðan Örn Elding bjargaði Tagu úr sjónum. Og nú eru þau, hann og Cynthia, að bjarga hvítu mc'nnunum, Pétri og Twitt, sem kafararnir hafa tekið til fanga, en auk þess eru þau að leita hins horfna læknis og flug- manns í kofa töframannsins þar í þorpinu. Cynthia fellur, er töframaðurinn bregður fyrir han-a fæti, en hún er hvergi smeik og hyggur á hefndir. —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.