Alþýðublaðið - 27.08.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27- ágúst 1947.
ALÞYÐUBLAÐiÐ
3
Effirmaður Per Albins
Þetta er Tag.e Erlander, hinn ungi forsætisráðherra
sænsku jafnaðarmannastjórnarinnar, er tók við að Per
Albin Hanssen látnum.
Eggert Þorsteinsson:
UM GJÖRVALLAN HEIM,
eru hrópuð þessi orð, frelsi
— jafnrétti — bræðralag, en
því miður af allt of mörgum
undir fölsku yfirskini. Ým-
ist til þess að slá'ryki í augu
fólksins eða til þess að tylla
sér í valdastöður og misnota
þannig kjarna’ og innihald
þeirrar göfugu hugsjónar, er
orð þessi innihalda. Þegar svo
staðan er fenginn og árangr-
inum náð, er beitt sínum
innra manni, sem allt of oft
er í andstöðu við hið upp-
runalega gildi þessara orða.
Við krefjumst frelsis, en
erum a. m. k. sumir af okk-
ur, til með svo að segja á
sömu stundu að beita okkur
gegn því, að viðkomandi ein-
staklingur fái beitt frelsi sínu,
samkvæmt því, sem lýðræðis
legt mætti teljast.
Það sama gildir einnig með
jafnréttið. Við erum til með
að segja: „Komið á jafnrétti,
en snertið ekki mig eða mína
hagsmuni í sambandi við
það.“ Þarna kemur til greina
vanþroski okkar á hinum
þjóðhagslegu efnum- Við við-
urkennum réttmæti og þörf
frelsis og jafnréttis, en okkur
skortir viljann og þroskann
til þess að geta látið eitthvað
af mörkum til þess að árang-
ur náist. Þetta er mergurinn
málsins.
Þetta er einnig hinn stóri
og hættulegi höggstaður hinn
.ar kapitalistísku stefnu á
sósialismann.
Hinir þrautreyndustu af
forvígismönnum og þeir, sem
reyna með öllum mögulegum
og ómögulegum ráðum að
sverta hina sósialdemókrat-
isku stefnu, heimfæra hinn
áðurnefnda höggstað með því
að telja hann mannlegt eðli,
og á annan veg geti þetta
ekki verið, eins og þeir orða
það í ræðu og riti. Því er til
að svara, að á meðan til er
fólk, sem viðurkennir frelsi
og jafnrétti, máttarstoðir lýð-
ræðisins, eru þessi fagur-
skreyttu orð kapitalistanna
■einskis verð.
Svo mikið fylgi eiga þessi
orð um héim allan, að þau
eru höfð á oddinum við end-
urreisn landanna eftir hið
ægilega tortímingartímabil,
nær sex ára styrjöld.
Þúsundir og milljónir
manna bíða með eftirvænt-
ingu eftir framkvæmd þess-
ara orða- Framtíð hinna ein-
stöku þjóðfélagsþegna og
þjóðfélaga er byggð af þess-
um orðum og rey»dar öðrum
hliðstæðum í sama anda. Svo
þýðingarmikill, er að merkra
manna niðurstöðu, kjarni
þessara orða álitinn vera.
Eftir harða og dýrkeypta
reynslu einstaklinga og þjóð-
félaga við ófrelsi og ójöfnuð,
sem heimurinn hefur stunið
undir undanfarna áratugi, er
loks lagt inn á þær brautir,
er telja verður þær beztu,
sem unnt er að fara. Er hér
átt við öryggisráðið og stefnu
hinna sameinuðu þjóða.
Þeir, sem harðast börðust
móti hinum sósíaldemókrat-
ísku hugsjónum fyrir styrjöld
ina, hafa nú sem óðast gert
einkunnarorð hennar að und-
irstöðu þess, sem gera skal í
náinni frarntíð, og er það vel.
En hvað veldur hinum
snöggu straurnhvörfum í fari
þessara manna? Því er auð-
Framhald á 7. síðu.
Unga fólkið og sfjórnmálin
Aif Ross prófessor:
IV. Skilyrði til lýðræðisþróunar í Rússlandi.
ÞAR EÐ EINRÆÐI í
RÚSSLANDI er forræðisein-
ræði, þ- e. a. s. ekki er aðeins
stjórnað í nafni fólksins. held
ur einnig, .að því, er fram er
haldið, til hagsbóta fyrir það,
er að óreyndu máli ástæða
til þess að ætla, að til þess
geti komið, að forræðið hætti,
sá aðili, sem hefur það á
hendi, dragi sig í hlé/og fái
i'skjólstæðingnum fullt sjálf-
stæði, svo sem auðvitað hlýt
ur að vera markmið sérhvers
forræðis, sem á rót sína að
rekja til ónógs þroska skjól-
stæðingsins.
Þessi skoðun styrkist ef litið
er nánar á rök þau, sem færð
eru í fræðikenningum komm
únismans fyrir nauðsyn á ein
ræði öreiganna. Þar segir
fyrst og fremst, að valdbeit-
ing og einræði sé nauðsyn-
legt að aflokinni öreigabylt-
ingunni til þess að halda
hinni sigruðu auðmannastétt
í skefjum og tryggia sig gegn
tilraunum hennar til þess að
ná völdum að nýju með grgn
býltingu. Þar að auki er svo
nauðsynlegt að fá flokknum
sem einvalaliði eða forverði
öreiganna völdin í hendur,
þar eð fjöldinn sé enn of ó-
þroskaður, ófróður og smit-
aður af þjóðfélagsástandinu
fyrir byltinguna til þess að
skilja, í hverju sannir hags-
munir hans eru fólgnir.
Af báðum þessum atriðum
leiðir, að einræðið getur að-
eins verið stundarfyrirbrigði
og í kjölfar þess á að sigla,
að vísu ekki stéttlaust þjóð-
félag, svo sem gert er ráð fyr
ir í hinum gömlu fræðikenn-
ingum, er varla nokkur mun
nú fylgja lengur, heldur full
komið lýðræði, þar sem völd
in í þjóðfélaginu eru fengin
þjóðinni allri, en eru ekki í
höndum einvalaliðs flokks-
ins eins.
Sé litið á ástandið í Rúss-
landi eftir aldarfjórðungs
sovétstjórn, skyldi maður
•halda, að ekki gæti nú leng-
ur verið til að dreifa þeim
ástæðum til einræðis, sem
fyrr var getið. Ekki 'getur
verið svo mikið eftir af auð-
mannastéttinni eða auðvalds
hugsunarhætti, að ríkinu geti
stafað nokkur hætta af. Og
enn fremur skyldi maður
halda, að menntun, þekking
og þroski fólksins hefði tek-
ið svo miklum framförum á
þessu tímabili, að allur al-
menningur væri nú fær um
að taka sjálfur þátt á stjórn
landsins- Að vísu er Stalin-*
stjórnarskráin frá 1936 spor
í þessa átt, en engu að síð-
ur hefur ekki enn verið hagg
að við alræði kommúnista-
flokksins í stjórnmálum
landsins.
Hvers vegna er þá ekki
komið á fullkomnu lýðræði
í stjórnmálum Rússlands?
Ef kommúnistar segja, að
engin þörf sé á því, þar eð
allir séu sammála, er það eng
in skýring á málinu. Menn
hljóta þá að segja: Sleppið
takinu, komið á málfrelsi og
félagafrelsi, afnemið einka-
rétt kommúnistaflokksins á
stjórnmálastarísemi. Ef þjóð
in er svona sammála, ætti
engin hætta að vera því sam-
fara. Annars er það auðvitað
svo, að reynslan ein getur
skorið úr um, hvort allir séu
raunverulega sammála og
engin þörf sé á mörgum
flokkum. Það er vissulega
rétt, að gera m. a. ráð fyrir,
að flokkaskipunin yrði með
öðrum hætti en í kapitalist-
iskum lýðræðisríkjum. í sósi
alistisku hagkerfi er ekki um
að ræða þær hagsmunaand-
stæður, sem fyrst og fremst
móta flokkaskiptinguna í þess
um ríkjum. Hagsmunaand-
stæðan milli verkamannsins
og auðmannsins er ekki aðeins
horfin, heldur og hagsmuna-
ágreiningurinn milli hinna
ýmsu auðmannahópa. And-
stæðurnar milli landbúnaðar
og iðnaðar, milli stóriðju og
handiðnaðar, milli heimaiðn-
aðar og útflutningsiðnaðar,
verða ekki lengur pólitískar
og valda flokkaskiptingu,
heldur verða þær tæknilegs
eðlis. í þess stað mun vafa-
laust koma upp nýr skoðana-
munur og hagsmunaágrein-
ingur. Það þarf að skera úr
um magn og tegund fjárfest-
ingarinnar, um hlutfallið á
milli framleiðslu neyzluvöru
og framleiðslutækja (milli nú
tíðar- og framtíðarneyzlu)
og þó einkum og sér í lagi
um meginreglurnar um skipt
ingu afraksturs framleiðsl-
unnar. Auk þess verður svo
auðvitað alltaf um að ræða
utanríkisvandamál, en allt
þetta mun þá fyrst koma
skýrt í ljós, þegar einræðið
í Rússlandi verður afnumið
og komið hefur verið á mál-
frelsi og flokkafrelsi.
Niðurstaðan er því þessi:
Skilyrði til þróunar að lýð-
ræði eru án efa fyrir hendi-
Engu að síður er ekki öruggt,
að þessi þróun muni eiga sér
stað, og á það rót sína að
rekja tii tveggja atriða. í
fyrsta lagi getur verið hætta
á, að rússnesku einræðisherr
arnir-spillist af valdi sínu,
þaimig að þeir haldi í það,
eftir að tími þeirra er liðinn,
annað hvort af valdagræðgi
eða af því að þeir trúa því
sjálfir, að þeir séu ómissandi,
eða þá blátt áfram af því, að
það er auðveldara að stjórna
án þess að eiga gagnrýni á
hættu og það að verða að
standa reikningsskil gerða
sinna. í öðru lagi er líklegt,
að hinn mikli munur, sem
er á kjörum hinna ýrnsu hópa
launþega í Rússlandi, muni
hafa mikil áhrif á flokka-
skiptingu, ef stjórnmála-
frelsi yrði komið á þar í
landi. Þessi munur er, svo
sem kunnugt er, mjög mik-
ill og miklu meiri en t. d. hér
á landi, og óhætt mun að
telja, að embættismannastétt
in, sem nú ræður og sjálf nýt
ur hlunninda í þessu tilliti,
sé ekki sérlega áfjáð í, að
þetta vandamiál -verði opin-
bert viðfangsefni og það
leyst með stjórnmálaaðferð-
um.
Þess vegna verður ekki
komizt hjá að gera ráð fyr-
ir, að svo kunni að fara, að
rússneska þjóðfélagið staðni
í einræði og því andlega ó-
frelsi og óheilbrigða rétttrún
aði, sem því er samfara, þrátt
fyrir alla von um hið gagn-
stæða. Ekki er hægt að neita
því, að andlegt líf í Rúss-
landi sé nú mótað af óheil-
brigðum rétttrúnaði- Sem
dæmi um það má nefna, með
hversu kreddufastri virðingu
þar er enn þá fjallað um hina
svo nefndu dialektisku rann-
sóknaraðferð í heimspekileg-
um efnum, þessar skólaspeki
leifar hins torskiljanlega hug
myndaheims, sem Marxis-
minn erfði frá Hegel. Kæru
kommúnistar! Segið nú alveg
eins og er! Hafið þið nokkurn
tíma skilið nokkurn skapað-
an hlut í, hvað hin dialek-
tiska heimspekiaðferð eigin-
lega er? Það er kynleg kald-
hæðni sögunnar, að formæl-
endur öreiganna skuli enn
hafa í eftirdragi þessar úr-
eltu heimspekikenningar,
sem eru einhver óheppileg-
asti undirbúningur undir vís
indalega hugsun og heim-
speki, sem völ er á. Þegar
þessa er gætt, væri það ekki
undrunarefni, þótt rétt væri
það, sem beyrzt hefur, að
rússnesk heim-speki verði æ
óljósari og torskildari.
Gylfi Þ. Gíslason þýddi.
Jóns Baldvinssonar forseta
fást á eftirtöldum stöðum:
Skrifstofu Alþýðuflokksins.
Skrifstofu Sjómannafélags
Rvíkur. Skrifst. V. K. F.
Framsókn, Alþýðubrauðg.,
Lvg. 61 og í verzl. Valdimars
Long, Hafnarfirði.