Alþýðublaðið - 27.08.1947, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐ8Ð
Miðvikudagur 27- ágúst 1947.
g NYJA BIO 8
Úlafkona Lundúna
(„She-Wolf of London“
Sérkennileg og óvenju
spennandi mynd. Aðalhlut-
verk leika:
June Lockhart
Don Porter
Sara Haden.
Bönnuð börnum yngri
en 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA Blð
Föðurhefnd
(Wanderer of the
Wasteland)
Amerísk cowboymynd gerð
eftir skáldsögu ZANE
GREYS.
Aðalhlutverk:
Richard Wartin
Audrey Long
Sýnd kl. 5 og 7.
Börn innan 12 ára fá
ekki aðgang.
88 BÆJARBÍ0 88 88 TJARNARBIÖ 88
Hafnarfirði
Sjóherinn Velgerðamaðurinn.
(Meet the Navy) (Tbey Knew Mr. Knight)
Skrautleg söngvamynd, sumpart í eðhlegum lit- um, af skemmtisýningum Sjónleikur eftir skáldsögu eftir Doroty Whipple
Kanada-flotans. Mervyn Johns Norah Swinburne.
Sýnd kl. 7 og 9. -
Sími 9184. Sýning kl. 5, 7 og 9.
/ / —
TRIPOLI-BIO GOTl
Séra Hall ÚR
(Pastor Hall) ER GÓÐ EIGN
Ensk stórmynd byggð eftir ævi þýzka prestsins IVEart- Guðl. Gíslason
in Niemöllers. Aðalhlut- verkin leika: Nova Pilbeam Grsmiður, Laugaveg 83
Minningarspjöld Barna-
Sir Seymour Hicks Wilfred Larson Marius Coring spífalasjóðs Hringsins eru afgreidd í
Sýnd kl. 5, 7 og 9. Verzlun
Augustu SvencLsen,
Börn innan 16 ára fá ekki Aðalstræti 12 og í
aðgang. Bókabúð Áusturbæjar,
Sími 1182. Laugavegi 34.
John Ferguson:
MAÐURINN í MYRKRINU
hún. „Það hlýzt ekkert gott
af þessu, ekkert nema
hneyksli. Og það er kannske
ekki svo langt undan held-
ur.“
Hún gekk nær henni og
hvíslaði hátt: „Sjáið til, frú
mín! Þegar ég kom yfir al-
menninginn, rakst ég á ó-
kunnan mann.“
„Ókunnan mann?“
„Já; mann, sem ég þekkti
ekki', og sem ekki rataði
þarna, því að hann var að
flækjast inni í kjarrinu.
Hann heyrði ekki fótatak
mitt, og svo virtist hann vera
að gá að einhverju. Þá datt
mér allt í einu í hug,: Ef
þetta væri nú maðurinn
hennar? sagði ég við sjálfa
mig.“
„Hverju var hann líkur,
þessi maður?“
„Ég gat ekki greint það.
Það var of dirnmt. Hann
snéri sér fljótt við, þegar
hann sá mig; en þetta var
stór maður og enginn héðan
úr sveitinni. Ég fullyrði ekki,
að þetta hafi verið maðurinn
yðar, en þetta er viðvörun.
Þetta gæti eins hafa verið
hann. Svo hættið við hann,
frú mín; hættið við hinn!“
Það heyrðist ekkert svar
fyrst. En svo komu orðin í
einu kasti:
„Já; ég ætla að fara með
hann burtu í kvöld; — strax
í kvöld. Þú munt aldrei sjá
hann né heyra framar. En
þú mátt ekki segja neinum,
að hann hafi verið hér! Er
einhver kemur að spyrja um
hann, þá segirðu það ekki,
Betsy?“
„Sagja? Segja frá öðru
eins og þessu? Þó að það
ætti að drepa mig, gæti ég
ekki látið það koma fram á
mínar varir.“
Hálfri stundu síðar var
Kinlock að fela sig bak við
heysæti langt úti á akri.
Honum hafði verið komið í
mesta flýti út úr húsinu út
um bakdyrnar, og þau höfðu
farið yfir skurð og skriðið
gegnum margar girðingar til
þess að geta komizt í þetta
skýli. Svo hafði hún, áður en
hann hafði jafnað sig, farið
aftur til að ná í bílinn, koma
honum af stað eins lítið á-
berandi og mögulegt var og
taka hann upp í.
Kinlock, sem var þarna
einn eftir, setti hey í dyngju
og settist niður við heygalt-
ann til að hugsa málið. Hún
hafði búið hann undir það,
að hún gæti kannski ekki
komið aftur fyrr en eftir
langan tíma.
Hver var þessi maður,
sem hafði verið að snuðra
þarna í kring? Frú Spelding
hafð stungið upp á því til að
hræða stúlkuna, að það gætí
hafa verið maðurinn hennar.
Jæja; svo gat verið. En að
öllu athuguðu var miklu lík-
legra, að maðurinn væri frá
lögreglunni. Hvað sem til
værl nú í því, þá kynni hún
að mæta þessum manni og
þyrfti máske að leika á hann,
áður en hún kæmist af stað
með bílinn.
Kinlock fór þá að íhuga dá-
lítið, sem honum datt skyndi
lega í hug
Hvers vegna ekki að fara
af stað einn? Fara beina leið
burt úr þessu og skilja öll
vandræðin eftir að baki sér?
Vera hans í þessu húsi hafði
komið stúlkunni í hræðilega
aðstöðu gagnvart frú Speld-
ing og neytt hana til að ljúga
djarft, og að lokum neytt
hana til að ljúga því, að hún
væri í tygjum við hann.
Við hann! Hún sagði þetta
ófús; — hann minntist lágr-
ar raddar hennar og hvernig
hún stamaði þessu út úr sér
— og bara þegar hún var
alveg neydd til þess. Það var
blátt áfram ekkert annað,
sem hún gat sagt. Þetta og 1
þetta eitt var vissulega eina
ástæðan fyrir utan sannleik-
ann, sem hægt var að taka
trúanlega til þess að hún
hefði mann falinn í húsinu.
Þó var það einkennilegt,
að þó að hann vissi, að hún
væri að skrökva því að frú
Spelding, að hún elskaði
hann, þá hafði hann alltaf,
síðan hann heyrði hana stama
þessu út úr sér, langað til að
hjálpa -heimi. Þangað til þá
haf ðl hann átt í baráttu gegn
henni til að reyna að komast
að sem flestu — ekki óheið-
arlegri baráttu, þegar tekið
var tillit til þess, sem bagaði
hann. Það hafði verið barátta
millí þeirra; hvort hafði gætt
að hinu, verið á verði, haft
ýmislegt að yfirvarpi og ver-
ið vakandi; hann til að reyna
að fá vitnéskju um það, sem
hann vildi vita, en hún til
þess að leyna hann því. En
núna,.þar sem hann sat þarna
við stingandi heyið, varð
hann var við algera breyt-
ingu á hug sínum til henn-
ar. Þegar þau stóðu and-
spænis þessari nýju hættu,
var hann alveg á hennar
bandi.
Og sú spurning vaknaði i
huga hans, hvort bezta hjálp-
in, sem hann gæti veitt
henni, væri ekki að fara burt,
að hverfa, áður en hún kæmi
aftur. Var þetta ekki það
sómasamlegasta, sem hann
gerði?
En bann hafði ekki fyrr
ályktað á þennan veg en það
vaknaði efi í huga hans. Væri
það drengilegt, að fara og
skilja hana eftir í óvissu urn,
hvert hann hefði farið og
hvað hann ætlaði sér að gera?
Hann reyndi að ímynda sér,
hvernig henni myndi verða
innanbrjósts, þegar hún
kæmi aftur og fyndi hann
þar ekki. Mundi henni létta
eða yrði hún óttaslegin?
1 Hann gat ekki sagt um það.
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
LVOU SPENP A LIFETIME OF S'ACPlFlOÉ HERE^
BUT -moSE SAVAGES STILL REVERT TO 7UEIR
EOO-BOO IPOLS/ THEV BEAT,THE1R SlGNALS ^
GN 7UEM ANP VOU WINP
IN7UPEEMINUTES 7HE FlREWOPKS
START-.WEVE GOT TO BE ON THE -
WAV BEFOEE THEN /
AP Newsfe<tioici
TrumbuslÖgin flytja fregnir milli CYNTHIA: Þú fórnar æfi þinni berja bumbur, og allt starf þitt CYNTKIA. Víkið undan!
uppreisnarmanna í eynni------ fyrir þessa villimenn, sem engu endar---------
ÖRN: Efíir nokkrar mínútur
að síður trúa á skurðgoð sín og SHET: í súpupottinum.
‘hefst orustan,, og þá vsrðum við