Alþýðublaðið - 27.08.1947, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 27.08.1947, Qupperneq 7
Miðvikudagur 27-ágúst 1947. ALÞÝDUBLAÐIÐ r Kjörorðin og markmiðin Bærlnn í iag. . 4----------------------- Næturlæknir er í læknavarð- stofunni ,sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunn, sími 1911. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Ljósatími ökutækja er frá kl. 21.00—4.00 á nóttu. Ljós á bifreiðum, sem aka um bæinn, mega ekki vera svo sterk, né þannig stillt, að þau villi vegfarendum sýn. Þýzkum togurum leyft að veiða í Norð- ursjó og norðurhöfum FREGN FRÁ LONDON í gær hermdi, að þýzkum tog- urum hefði nú verið leyft að hefja veiðar í Norðursjó og norðurhöfum. Það var sérstaklega tekið fram í sambandi við þessa frétt, að togararnir mættu ekki leita hafna í Noregi nema í neyðartilfellum. Indónesía. (Frh. af 1. síðu.) manna nefnd til þess að reyna að miðla málum. Stjórn indónesíska lýð- veldisins féllst í gær á þess- ar samþykktir öryggisráðs- ins, en fulltrúar Belgíu og Frakklands véfengdu enn í gær rétt öryggisráðsins til þess að blanda sér í Indó- nesíumálið, sem Hollending- ar teldu algert innanríkismál sitt, og vildu láta alþjóðadóm stólinn skera úr því, hvort öryggisráðið hefði vald til þess- Fékk tillaga þar að lút- andi, sem fulltrúi Belgíu bar fram, 4 atkvæði (Belgíu, Frakkland, Bretland og Bandaríkin), 1 atkvæði (Pól- land) var greitt á móti, en 6 sátu hjá. Var tillaga belgíska fulltrúans þar með fallin. SKÁTAR. — Piltar og stúlk ur! Skemmtifundur í skáta- heimilinu í kvöld kl. 8,30. — Húsinu lokað kl. 9. (Frh. af 3. síðu.) veldlega hægt að svara í fá- um orðum. Hin dýrkeypta reynsla mannanna í styrjöld- inni, hefur sannað þörf á framkvæmd jafnaðarstefn- unnar. 2) Fjöldinn hefur krafizt þess. Reynslan hefur fært fólk- inu heim sanninn um, að rétt framkvæmd jafnaðar- stefnunnar er leiðin, sem fara skal- FRELSI Hin þrotlausa barátta ein- staklinga og þjóða fyrir frelsi er of löng og almenningi of kunn, til þess að þörf sé á að rekja hana ýtarlega hér, enda ekki rúm til þess. Án frelsis (málfrelsis — rit frelsis — athafnafrelsis)" er- um við máttvana. Við höfum fyrir okkur reynslu af ein- ræði, sem boðaði höft og kúg- un á íélagslegt öryggi ein- staklingsins, og við höfum einnig fyrir okkur og langa og dýrkeypta reynslu af hin- um einstöku fjárauðugu mönn um sem nýtt hafa auð sinn til þess að kúga og þrautpína lítilmagnann og sópa þannig meiri auð í pyngju sína. Þess- ir menn hafa sín samtök, hina svo nefndu auðhringa, sem boðið hafa heilum þjóðum birginn með frelsi sitt og ör- yggí- Baráttan fyrir frelsi hefur verið andleg og líkamíeg og kostað margar milljónir mannslífa, og þannig mætti áfram telja. Við ungir (sem og aldnir) jafnaðarmenn, sem teljum frelsið'fyrir öllu, vilj um þetta umtalaða fyrirkomu lag feigt. Frelsið meðal hinna einræðissinnuðu þjóða, ef frelsi á að kalla, hvort held- ur það er nazisma, kommún- ismi, eða kapitalismi, er of takmörkum bundið, svo’ að eftir fengna reynslu, sem orð in of dýr, dæmir alþýða land- anna það nú ófært. Við ís- lendingar þurfum ekki langt að leita til þess að komast að raun um hörmungar þær. sem fara í kjölfar takmörkunar á frelsi, hvort heldur er á starfs sviði einstakli'nga eða heilla þjóðfélaga- þess er skemmst að minnast að frelsishetjan Jón Sigurðsson og samstarfs menn hans, mættu harðri mótspyrnu valdhafa landsins, þá er þeir hófu hina göfugu baráttu sína fyrir frelsi okk- ar núlifandi kynslóðar á ís- landi, sem og óborinna. Barátta Jóns Sigurðssonar og fylgjenda hans á að vera oss núlifandi íslendingum hvatning til nýrra og drengi legra dáða. JAFNRÉTTI. Það er um jafnrétti að segja, að það getur því aðeins ríkt, að frelsið sé fyrir hendi í svo ríkum mæli, sem lands- lög mæla fyrir um. Sagan um ójöfnuð og á- níðslu á hendur hinna ein- stöku karla og kvenna, sem þannig voru í stað settir að þeir áttu ekki nægilega mik- ið fé fram að færa til þess að þeir gætu skipað sér sess við hliðina á þeim, sem auðinn og völdin höfðu, er vel túlkuð í hinum fornu sögum vor ís- lendinga og er þar sá blett- ur, sem okkur núlifandi kyn- slóð, ber skylda til að afmá. Láta ekki auðinn sitja í fyrir- rúmi, þannig að skynsamur maður með starfþrek og vilja sé útilokaður aðeins vegna þess, að hann er ekki fæddur auðugur af fjármunum. í kjölfar stéttarr'ígs og ójafnað ar kemur hin hættulega þjóð- armeinsemd, að menn fást ekki til þess að vinna saman því að bræðralagshugsjón- ina vantar. BRÆÐRALAG- Bræðralagshugsjónm er fyrsti áfanginn í hugsjónum jafnaðarstefnunnar þannig, að þá eru kjörorðin í fram- kvæmd komin. Samvinna, að þjóðhagsmálum milli valda- manna annars vegar og þeirra, sem vinna hina líkam- legu vinnu er takmarkið. Með framkvæmd bræðralags ins er rutt úr vegi höfuðmein- semdum, sem þjá og aftra svo að segja hverju þjóðfélagi og þegnum þess. Að þessu ber að vinna svo fremi, að til séu menn, sem bera hags- muni þjóðarinnar ofar eigin vellíðan, því að eigin vel- gengni er því aðeins trygg, að hagsmunir þjóðarinnar fylgist að. MARKMIÐIÐ. Hátt er markið sett mun einhver mæla sem þetta les. Gkkur ungum jafnaðar- mönnum er það ljóst, að framkvæmd þessi og þar með framkvæmd jafnaðar- stefnunnar tekur langan | - Skemmtanir dagsins - | Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Fö3urhefnd“. James Warrcn, Richard Mar- tin, Audrey Long. Sýnd kl. 5 og 7. NÝJA BÍÓ: „Úlfakona Lund- úna“. June Lockhart, Don Porter, Sara Haden. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Velgerðamað- ! urinn“. Mervyn Johns, Norah í Swinburne. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI BÍÓ: „Séra Hall“. Nova Pilbeam, Sir Seymour Hicks, Wilfred Larson, Mar- ius Goring. Sýnd kl. 5, 7 og9. BÆJARBÍÓ: „Sjóherinn“. Sýnd kl. 7 og 9. Skemmfisfaðir: GAMLA BÍÓ: Reykjavíkur- kabarettinn kl. 9. TIVOLI: Opnað kl. 7 síðd. DÝRASÝNINGIN í Örfirisey. Opnað kl. 8 árdegis. Dansleikur kl. 10 síðdegis. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Lokað. HÓTEL BORG: Danshljómsveit frá kl. 9—11,30 síðd. TJARNARCAFÉ: Danshljóm- sveit frá kl. 9—11,30 síðd. öfvarpið: 20.30 Útvarpssagan: „Á flakki með framliðnum“ eftir Thorne Smith, XIII (Iler steinn Pálsson ritstjóri). 21.00 Tónleikar. 21.20 Þýtt og endursagt (And- rét Björnsson). 21.40 Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.05 Harmoníkulög. 22.30 Dagskrárlok. Innilegt þakklæti fyrir auðsýna hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, Önnu Eríendsdóttir Ránargötu 3, Reykjavík. Jón Á. Ólafsson og börn. tímá, mörg ár eða áratugi. En það breytir í okkar augum engu. Takmarkinu verður náð. Fullvissir umi sigur og rétt mæti hinnar íslenzku jafnað- arstefnu, til heilla hinni ís- lenzku þjóð, verður barizt fyrir framgangi á frelsi, jafn rétti og bræðralagi, unz sig- ur er unninn. Jón Sigurðsson sagði: Eigi víkja. í þeim anda mun unn- ið verða. Við, sem stöndum í röðum unghreyfingar jafn- aðarmanna, munum vinna með eldmóði og starfslöngun æskumannsins við hlið hinna eldri, sem reynsluna hafa, þannig að baráttan geti sem fyrst sýnt árangur. Að lokum vil ég leyfa mér að taka upp orð Roosevelts heitins Bandaríkjaforseta, þegar hann lýsti, fyrir þjóð sinni gangi seinustu styrjald ar í janúar 1943. „Við berj- umst til þess að verja hina stóru fortíð — og til þess að undirbúa enn þá meiri og betri framtíð.“ Eggert Þorsteinsson- 119 fullfrúar frá 34 löndum sáfu alþjóðaþing espiranfista Þingið var haldið i Swiss 26. júlí til 2. ágúst. Næsta þing verðnr i Svíþjóð ALÞJÓÐAÞING ESPÉRANTISTA, það 32. í röðinni, var haldið í Bern í Sviss dagana 26. júlí til 2. ágúst. Þátttak- endur voru um 1400 úr 34 löndum. Flestir þátttakendur voru frá Bretlandi, yfir 500 þá frá Svíþjóð, um 170 og frá Sviss um 120. Meðal þátttakenda voru nokkrir íslendingar, flestir félagar úr Esperantistafélaginu „Auroro“. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur fengið hjá formanni „Aurora“ var aðal verkefni þingsins að ræða um útbreiðslustarf Esperanto- hreyfingarinnar- Þá fóru fram, auk hátíðlegrar setn- ingar þingsins og þingslita, guðsþjónusur á Esperanto, bæði fyrir mótmælendur, ka- þólska og Gyðinga, ýmsir sérfundir fagfélaga innan Esperanto-hreyfingarinnar, stjórnarfundir Almenna Es- peranto-sambandsins, fyrir- lestrarkvöld, söngskemmtun, kvikmyndasýningar rneð út- skýringum á Esperanto, dans skemmtun o. fl. Skemmti- ferðir á vegum þingsins gátu þátttakendur farið daglega eftir vild sinni. Auk skemmti ferða um Bern og nágrenni hennar voru farnar ferðir til Schwarzsee, Corniche, Nie- sen, Chasseral, Trummel- bach, Susten, Jungfraujoch, Col de Pillon og víðar. Þá áttu þátttakendur kost á 7 daga ferðalagi eftir að þing- inu var lokið, og gátu menn valið milli fimm ferða, þar á meðal var ferð til Geneve og víðar. Eindregið sólskin var alla dagana, sem þingið stóð yfir, og var hitinn yfir 40 stig í skugga. Sagt er, að þetta sum ar sé hið heitasta, sem komið hefur í Sviss síðast liðin 50 ár. Mikill áhugi og eindrægni ríkti á þinginu fyrir öflugri útbreiðslustarfsemi fyrir Es- peranto víðs vegar um heim. Esperantohreyfingin varð 60 ára á þessu sumri, og margt bendir til, að alþjóðamálið Esperanto muni á næstunni breiðast örar út en nokkru sinni áður í sögu hreyfingar- innar. Reglulegar útvarpssending ar á esperanto fara nú fram í átta löndumi. Ennfremur hefur Esperantohreyfingin myndarlegan blaðakost og út gáfa esperantobóka fer vax- andi. Þegar hefur verið ákveðið að 33. alþjóðaþing esperant- ista verði háð í Malmö í Sví- þjóð næsta sumar. Tilraunir til jurtakyn- bóta að Úlfarsá í Mosfellssveit. FYRIR SÍÐASTA bæjar- ráðsfund var lögð umsókn frá Atvinnudeild háskólans, þar sem farið er fram á að bærinn veiti leyfi til heim- lagningar fyrir vatn frá hitaveitunni til tilraunastöð- var. fyrir jurtakynbætur að Úlfarsá í Mosfellssvet. Að fenginni umsögn hita- veitustjóra taldi bæjarráð ekki unnt að verða við um- sókninni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.