Alþýðublaðið - 27.08.1947, Síða 8

Alþýðublaðið - 27.08.1947, Síða 8
HljóSfæraverzIunm VERZLUNIN "1 Miðvikudagur 27- ágúst 1947. Laugavegi 1. Sími 47444. MikiS fækni í fluningi úfvarps- oi sjónvai Bretar fyrstlr til að flytja Njáio f lelk- ritsformi i útvarp ÆVAR KVARAIN Icikari er fyrir skömmu kominn heim úr t’eeggja ára dvöl í Englandi. Ilefur hann dvalið í London mestan hluta þess tíma og stuðað nám í sögn og leiklist. Hann var tvisvar sinnum á síðastiiðnum veíri kjörinn úr nemanda hópi leiklistarskólans, sem hann síundaði ná'in við, til þess að leika í sjónvarp frá Alexandra Palace í London. Hann hef | ur einkum lagt stund á leikstjórn og kennsluaðferðir í leik- i list, en einnig kynnt sér leiksljórn útvarpsleikriía og alla j tækni, sem að því lýtur. Ævar R. Kvaran Liðstyrkur, seni um munar - ■ — Og hvað hyggst þú nú Tíðindamaður Alþýðublaðs ins hefur hitt Ævar að máli og spurt hann fregria úr dvöl inni. Njálssega í brezka útvarpinu „Um ýmislegt mætti ræða. Ég veit, til dæmis ekki, hvort naörgum hérna er kunnugt, að Njáls saga var ekki alls fyrir löngu flutt í brezka út- varpið í leikritsformi!i. — Og hvernig tókst sá flutningur, að þínum dómi? „Ég beið með nokkurri ó- þreyju eftir að heyra hvern- ig tækist, eftir að ég hafði fengið vitneskju um að þetta stæði til. Vitanlega duldist mér ekki, að ég mundi verða þar dómharðari en Bretar, þar eð ég var alinn upp í aðdáun og virðingu fyrir við fangsefninu, sem ekki var sanngjarnt að krefjast af þeim. En ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Leikritið og flutningur þess var með af- brigðum áhrifamikið. Fannst mér einkum athyglisvert, hve höfundur leikritsins sýndi næman skilning á ör- lagaþunga sögunnar og ýms- um þeim þáttum öðrum, sem einkenna fornsögur okkar- Örlagatrúin og örlagaboðun- in birtist í öllu sínu veldi, þegar maður heyrði syngja í atgeirnum fyrir vígum. Há- marki náðu þessi áhrif í brennuatriðunum. Mjög hafði verið til flutningsins vandað; t. d. hafði verið sam ið sérstakt tónverk, sem leik ritinu fylgdi og féll vel við efnið. Tvö kvöld tók að flytja allt verkið, og svo mikinn á- huga fyrir íslendingasögun- um vakti flutningur þess, að skömmu síðar var Grettis saga tekin til meðferðar á sama hátt“. — Heldur þú að íslenzkir hlustendur yrðu ánægðir með slíka túlkun fornsagna, t. d- Njálu, í íslenzku út- varpi? „Það tel ég ótvírætt, ef jafn vel tækist. En þess ber að gæta, að íslenzka útvarpið skortir enn mörg og margvís- leg tæki, til þess að slíkt gæti orðið. Þau tæki, sem leiklistardeild brezka út- varpsins, hefur yfir að ráða til hljómframleiðslu eru geysilega fullkomin". Ssíenzka svipan i sjóiivarpinu — Þú kynntir þér sérstak- lega flutningt útvarpsleik- rita? ,,Já. Ég hafði aðgang að leikæfingum brezka útvarps ins, auk þess sem ég stundaði fullkomið leiklistarnám við Royal Academy Of Dramátic Art, en ég tók inntökupróf í þann skóla haustið 1946- Þar er kennt allt, sem að leik.' leikstjórn og leikennslu lýt- ur. Mér hlotnaðist sú viður- kenning að vera valinn til þess að leika í sjónvarp“. — Hvernig féll þér það? — Ég álít það einhverja þá mestu þrekraun, sem leikara er hægt að bjóða. Það er ekki nóg, að fara þar algerlega á mis við alla uppörvun, sem beint samband við áhorfend- ur veitir leikendum á venju- legu sviði, heldur verður maður að leika í skini ótal sterkra ljóskastara, og er hit- inn og birtan hrein og bein kvöl. Annars eru menn, sem flytja viðtöl og annað þess háttar í sjónvarp, sömu ó- þægindunum ofurseldir. Þeir verða t. d. að vera málaðir, eins og til leiks- Annars verð ur mynd þeirra ekki skýr á gjónfleti móttökutækisins. Ég get þess til gamans, að annað kvöld, sem ég lék í sjónvarpið, flutti það einnig ferðaminningar aldraðs Eng- lendings, og sagði karl frá ferð um ísland, er hann fór fyrir 30 árum síðan. í frá- sögn sinni hældi hann íslenzk um bændum fyrir hagleik og máli sínu til sönnunar brá hann upp silfurbúinni, ís- lenzkri svipu, er honum hafði verið gefin hér á landi“. iyrir? ,,Ég hef ákveðið að gera j leiklistina að líísstarfi mínu, j leikstjórn og leiklistar-! kennslu eftir því, sem til fellur.“ Með Ævari Kvaran hefur íslenzkri leiklist borizt mik- ilsverður liðsstyrkur, er gagn má að verða. Hann er mjög fjölhæfur á því sviði, bæði að hæíileikum og menntun. Má geta þess, að hann er söngv- ari ágætur og lagði stund á söngnám um eins árs skeið við Royal Academy of Music undir handleiðslu þjóð- kunnra hljómlistarmanna. Stúlka slasast í bifreiðaárekstri. í GÆRDAG varð bifr.éiða- árekstur á móti Njarðargötu og Sóleyjargötu. Annarri bif- reiðinni, sem var Jeppi ók stúlka, Asbjörg Þorkellsdóttir að nafrii, og slas_aðist hún það mikið, að flytja varð hana í sjúkrahús. Aðra sakaði ekki í þessúfn árekstri, en jeppabfireiðin, sem stúikan ók, skemmdist rííjög mikið. Rannsóknarlögreglunni hafði í gærkvöldi ekki borizt skýrsla um slysið, og er því ekki nán- ar vitað um tildrög þess. Þakið fýkur af bíla- braufinni í Tivoii í FYRRINÓTT fauk þakið af bílabrautinni í Tívolí og eyðilagðist algerlega. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í Tívolí í gær, verður reynt að fá nýtt þak á brautina eins fljótt og auðið er, en á meðan verður bílabrautin óstarfhæf, að minnsta kosti þegar vont er veður. Engar frekari skemmdir urðu í Tívolí í rokinu í fyrri- nótt. Finnbjörn og Haukur keppa a Svía mótinu í frjálsum íþróttum Mótið verður í Stokkhólmi og keppa 6 bezty íþróttanrie'nn Norðuriandá í hverri grein ---------#--------- SVÍAMÓTIÐ í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM fer fram í Stokkhólmi 6.—8. september, og er fyrirkomulag þess það, að þrír beztu frjálsíþróítameixn Svía í hverri grein keppa við þrjá bezfu afreksmenn hinna NorðurlandaþjóSanna, Dana. Norðmanna, Finna og Islendinga. Voru keppinautar Svíanna valdir af sérstakri þriggja mamia nefn nú á sunnudaginn, og voru af hálfu íslendinga valdir tveir keppendur til mótsins, IR-ingarnir Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur Clausen. F orset-i ÍSÍ, Benedikt Waage, skýrði blaðamönn- um frá þessu í gær. Menn- irnir, sem völdu keppend- urna, voru formenn frjáls- jiþróttaSambanda Danmerk- ur, Noregs og Finnlands, og að aukí var Benedjkt G. Waage boðið að sækja fund nefndarinnar, en hann gat ekki komið því við vegna gjaldeyrisvandræða. Enn er ekki vitað með vissu í hvaða greinum þeir Finnbjörn og Haukur Jú?ppa á Svíamótinu, en búizt er við að Finnbjörn keppi í 100 metra hlaupi, langstökki og 4x100 metra boðhlaupi, en Haukur í 200 metra hlaupi Afrek meistaramótanna í ár voru lögð til grundvallar við val á keppendunum, en á meistaramótinu hér hljóp Finnbjörn 100 metrana í undanrás á 10,7 sek., sem er nýtt íslandsmet, en Hauk- ur hljóp 200 metrana á 22,1 sek. Finnbjörn er 23 ára gam- all og skrifstofumaður að at- vinnu. Hann hefur undan- farin ár verið snjallasti sprett hlaupari okkar íslendinga og komst í úrslit í 100 metra hlaupi á Evrópumeistara- mótinu í Osló í fyrrasumar. Finnbjörn Þorvaldsson setti í fyrrasumar 10 íslandsmet og var fyrir þau afrek sæmd ur gullmerki ÍSÍ, en á und- an honum hefur aðeins einn íslenzkur íþróttamaður ver- ið sæmdur því, sundkapp- inn Jónas Halldórsson. Beztu afrek Finnbjörns eru 6,9 sek. í 60 metra hlaupi, 10,7 sek. í 100 metra hlaupi, 22,1 sek, í 200 metra hlaupi, 7,14 metrar í langstökki og 2958 stig í fimmtarþraut. «---------------:------- Erfið stjórnarmyndun á Grikkiandi. Tsaldsris orSioe óþolinnióðyr TSALDARIS hafði enn enn ekki tekizt í gærkveldi að mynda nýja stjórn á Grikklandi. Fóru í gærdag fram nýjar tilraunir til þess að mynda samstjórn konungssinna og frjálslynda flokksins, og átti sendiherra Bandaríkjanna í Aþenu, Lincoln McVeagh, tal bæði við Tsaldaris og Sofou- lis í því skyni. Tsaldaris er sagður hafa 'lýst yfir því að þessum við- ■ræðum loknum, að hann myndi beita sínum aðferðum við stjórnarmyndunina. Egiptarnir tveir valda aftur fundarspjöllum í öryggsráðinu UMRÆÐUR í öryggisráð- inu um deilumál Egipta og Breta voru truflaðar á ný í gær af tveimur áheyrendum, sem byrjuðu að kalla fram í fyrir ræðumönnunum og hrópa: „Niður með imperial- ismann!“ Varð að fjarlægja mennina með valdi. Það kom í ljós, að þetta voru Egiptar og sömu mienn irnir, sem síðastliðinn föstu- dag höfðu sams konar fundar spjöll í frammi til þess að trufla umræður öryggisráðs- ins um deilu Egipta og Breta. Haukur Claus-en er 18 ára gamall og stundar nám við Mentaskólann í Reykjavík, Beztu afrek hans eru 10,9 sek, í 100 metra hlaupi, 22,1 sek. í 200 metra hlaupi, 34,7 sek. í 300 metra hlaupi 50,4 sek. í 400 metra hlaupi og 59,9 sek. í 400 metra grindar hlaupi,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.