Alþýðublaðið - 05.10.1947, Síða 7

Alþýðublaðið - 05.10.1947, Síða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ♦----------------------r : Næturlæknir er Alfred Gísla- son, Víðimel 61. Sími 3894. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1618. Ljósatími ökutækja er frá kí. 18.35 til kl. 6.25 árd. — Ef bifreið mætir vögn um eða vegfarendum á stað, þar sem hvorugir komast fram hjá öðrum, skal bifreiðin aka til baka og nema staðar þar sem hinir komast framhjá lienni. HANNES Á HORNINU. Frh. af 4. síðu- silkisokkum allan ársins hring, hvernig sem viðraði. Þetta er því rniður satt. En ástæðan er ekki sú, að þær séu svo heimsku lega pjattaðar, heldur stafar þetta af því, að aðrir sokkar fást hvergi og hafa ekki fengizt í mörg ár nema af svo skornum skammti, að aðeins ein og ein hefur verið svo heppin að ná í þá.“ ÉG VEIT, að nú er mikill skortur á erlendum gjaldeyri, og þar sem allir kvensokkar eru útlend framleiðsla, mun óhjá- kvæmilega verða skortur á þeim 1 náinni framtíð, jafnvel silkisokkunum líka. En ég hef séð íslenzka ullarsokka, unna á íslenzku sveitaheimili, sem ég er viss um, að engin íslenzk kona mundi skammast sín fyrir að ganga í. Finnst þér nú ekki, Hannes minn, tími til þess kom- inn, að íslendingar hefji sjálfir verksmiðjuframleiðslu á íslenzk um ullarkvensokkum, svo að kvenfólkið þurfi ekki að skjálfa og blána af kulda, þó að hita- mælirinn falli niður fyrir 'frost- mark? Vonast eftir svari í dálk um þínum bráðlega.“ ÞETTA ER GOTT bréf. Ég er sammála því. Skrifaðu mér fleiri svona bréf, vina mín. Ég mun áreiðanlega birta þau. BERKLAVARNADAGUR- INN er í dag. Ö.ll starfsemi hans miðast við það að styrkja starf- semina að Reykjalundi. Þar er áreiðanlega unnið eitt mesta þjóðnytjastarf, sem unnið er hér á landi. Það hefur þegar borið mjög glæsilegan árangur. Við finnum það ekki aðeins, sem fylgjumst nokkuð með barátt- unni gegn berklunum, heldur hafa erlendir menn, sem hingað hafa komið, látið í Ijós mikla aðdáun á því. Starfsemin að Reykjalundi er næstum eins- dæmi í Evrópu. Mér er til dæm is kunnugt um það, að danskir, sænskir og norskir. forustu- menn, sem hér hafa dvalið, hafa talið starfið að Reykjalundi eitt hið merkasta af öllu því, sem þeir hafa kynnzt hér. REYKJALUNDI hefur mest- ’megnis verið komið upp með al mennum samtökum lands- manna. Það á því nokkra sér- stöðu hjá okkur, því að flestu öðru er komið.upp fyrir atbeina og á kostnað hins opinbera. Við skulum halda áfram þessu starfi okkar. Við skulum halda áfram að leggja fé til starfsem- innar að Reykjalundi. Það sam einar okkur um mannúðar- og þjóðnytjastarf og verður því til að þroska okkur sjálf. En um leið erum við líka að vinna að sóma landsins og þjóðarinnar sem heildar. Nýjar kosningar í Danmörku greiðsluna, sem fór fram klukkan hálf þrjú, Vantrauststillaga róttæka flokksins var samþykkt með 80 atkvæðum gegn 66. Kvaddi1 Kristensen sér þá hljóðs og kvað stjórnma sam ■mála um að-Ieggja til við konunginn, að efnt yrði til ■nýrra kosninga. Alþýðuflokk urinn tók þá aftur tillögu sína um nýjar kosningar. Til laga Retsforbundets um, að þjóðaratkvæðagreiðsla um Suður-Slesvíkurmálið yrði látin fara fram samtímis kosningunum var felld með 103 atkvæðum gegn 40. Til- laga frá Dansk Samling um að Suður-Slesvík skyldi skilin frá Þýzkalandi var felld með 142 atkvæðum gegn 3 og þingsályktunartillaga frá í- haldsflokknum um að þjóð- aratkvæðagreiðsla færi fram >um Suður-Slesvíkurmálið í stað nýrra kosninga var felld með 81 atkvæði gegn 63. Framh. af 5 síðu. framkvæmdastjórn, og það er hafið yfir allan efa, að mikill hluti hinnar ;yfirstand andi alþjóðlegu þjónustu er léleg. orsakar eyðslu og taf- ir og oft hættulegt ástánd í stjórnmálum. Fimmta nefnd in, — hún fjallar um stjórn- armálefni og fjárlög samein uðu þjóðanna — mun taka þetta til athugunar. Tillaga hefur komið fram um það að taka framkvæmdastjórnina til rækilegrar athugunar, það sem gert hefur verið, skuli koma í ljós. og hæfileikar þeirra, sem hækkaðir hafa verið í tigninni skuli verða vandlega prófaðir. Og ef til vill hörðust af allri gagnrýni á stjórn Tr.ygve Lie, nú 18 rriánuðum eftir fyrsta þing sameinuðu þjóðanna, er til- lagan um- að koma ætti upp dómi sérfræðingi í fram- kvæmdastjórn. Einnig konia fjármálin til umræðu. í sambandi við fjárlög sameinuðu þjóðanna eru hinn ævarandi dollar mikið vandamál. Uppruna- lega var áætlun Trygve Lies fyrir næsta ár 39.500.000 dollarar. en ráðgefandi nefnd bætti þa rvið 4.000 000 dollurum, og búizt er við að þjóðir, sem fátækar eru af dollurum, reyríi að fá þetta lækkað í fimmtu nefnd. en sama nefnd verður að snúa sér að öðrum stórum reikn- ingi, áætlunum um nýju að- alstöðvarnar í Manhattan, sem er eitthvað yfir 16.000 000 dollarar. Lýsing mín á þessu þingi og störfum þess eru aðeins almenn. Mikil eru verkefnin, bæði á sviði fjármála. fé- lagsmála, menningarmála og mannúðar. En ég hef sagt nóg að ég held, til þess að sýna að þing sameinðu þjóð nna hefur nóg að gera. Fund ir þess nú hafa mikla þýð- ingu fyrir sameinuðu þjóð- irnar og framtíð þeirra, og vel getur verið, ef ekkert samkomulag næst um neitun arvaldið, að nauðsynlegur meirihlut'i, tveir þriðju at- kvæða, fáist með ályktunar- tillögu Argentínu um að kalla saman ráðstefnu er fjalli um endurskoðun og breyt'ingar á stjórnarskrá hinna sameinuðu þjóða. Jarðarför konunnar minnar og móður' okkar, Guðrúnar Guðmundsdóttur, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. okt- og hefst með húskveðju að heimili okkar, Frakkastg 9, kl. 1 e. h. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Ágúst Markússon og börn. - Skemmtanir dagsins - Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Abbott og Cost- ello í Hollywood. Bud Abbott og Lou Costello. Sýnd kl. 3 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: í„ leit að lífsham- ingju“. Tyrone Power, Gene Tiereny. Sýnd kl. 9. „Á suð- ræðnni söngvaey“. Sýnd kl. 3, 5 og 7, TJARNARBÍÓ: „Broshýra stúlk an“, Anne Ziegler, Webster Brooth, Peter Graves, sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „Klukkan kallar“ sýnd kl. 5 og 9. „Á báðum áttum“ sýnd kl. 3. TRIBÓLÍBÍÓ: , ,Eyðimerkuræv- intýri Tarzans“, Johnny Weissmuuller, Nancy Kelly. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Söfn og sýningar: MÁLVERKASÝNING Sigurðar Sigurðssonar: Opin daglega frá kl' 10—22. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: Op ið kl. 13.30—15. SAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið kl. 13.30—15.30. . Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dans- leikur Blindravinafél. kl. 10 síðd. HÓTEL BORG: Klassisk tónlist kl. 9—11.30 síðd. TJARNARCAFÉ: Dansleikur B.S.Í, kl. 10 síðd. RÖÐULL: Gömlu dansarnir kl. 9—1 ,síðd. G.T.-HÚSIÐ: Dansleikur kl. 10 síðd. Ötvarpið: 20.20 Orgelleikur úr Dómkirkj unni unni: Lög eftir Ás- kel Snorrason (höfundur leikur). 20.35 Erindi: Trúarbrögð frum stæðra þjóða, V: Afstað- an#til dauðans og dauðra manna (Sigurbjörn Ein- arsson dósent). 21.00 Einsöngur (Pétur Jóns- son óperusöngvari): a) Ich grolle nicht (Schu- mann). b) Die beiden Grenadiere (sami). c) Winterstúrme (Wagner). d) Bikarinn (Markús Kristjánsson). e) Heimir (Sigvaldi Kaldalóns). 21.20 Heyrt og séð (Jónas Árnason blaðamaður). 23,.40 Tónleikar: Létt klassisk lög (plötur). óskast til innheimstustarfa. Upplýsingar 1 afgreiðslu Alþýðublaðsins. Sími 4900. Alþýðublaðið ISI. KSÍ. KRR. K.R. og Yalur meistarafloíkkur, fceppa í dag kl. 4,30 til úrslita í Tuliniusarmótinú. Dómari: Haukur Óskarsson. Línuverðir: Karl Guðmundsson Sæmundur Gíslason- Komið og sjáið spennandi leik. Allir suður á völl. Mótanefndin. Kvenfélag Laugarnessóknar Fundur þriðjudaginn 7. október kl. 8,30 s. d- í fundarsal.Laugarneskirkju. Fjölmennið á fyrsta fund haustsins. Allar konur í sókninni velkomnar- Stjórnin. np Nýju og gömlu dansarnir í G.T.-húsinu | í kvöld kl. 10. — I 1 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h. Gömlu dansarmr að Röðli í kvöld kl. 21—1. Miðasalan byrjar kl. 20 (8). Símar 6305 og 5327- Dansleikurinn byrjar með Lanciers kl. 9.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.