Alþýðublaðið - 14.10.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 14.10.1947, Side 4
4 ALjsÝBUBLAÐB-Ð Miðvikudagur 14. okt. 1947 Útgefandi: Alþýðuflokknrinn. Bitstjóri: Stefáa Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjómarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ÞJÓÐVILJINN ber það með sér síðustu dagana, að kommúnistar hér á landi eru í mikilli klípu, ekki síður en sálufélagar þeirra í nágranna löndunum, útaf „endurreisn“ alþjóðasambands kommún- ista suður í Belgrad. í öllum löndum, hér sem annars staðar, hafa þeir þó fagnað „endurreisn" sam- bandsins með hinni alkunnu, skilyrðislausu undirgefni undir allra hæstan vilja hús- bændanna austur í Moskvu. En hins vegar hefur kommún istum hér á landi og í ná- grannalöndunum í Norður- og Vestur-Evrópu vafjzt tunga um tönn, er þeir hafa verið að því spurðir, hvort þeir ætluðu sér að ganga í hið „endurreista“ alþjóða- samband, er þó vitað, að þeirri spurningu verða þeir fyrr eða síðar að svara, með því að tilkynnt var um leið og skýrt var frá „endur- reisn“ alþjóðasambandsins suður í Belgrad, að þátttaka í því væri hvergi nærri bundin við þá níu kommún- istaflokka, sem að „endur- reisn“ þess stóðu, enda hefði öðrum kommúnistaflokkum þegar verið boðið, að ganga í alþjóðasambandið. ' * Það Ieynir sér ekki, að kommúnistaflokkarnir á Norðurlöndum og á Bret- landseyjum telja sig setta í mikinn vanda með þessu ,,boði“. Þeir hafa hin síðari ár haft á sér grímu lýðræðis- hyggju og ættjarðarástar og vita, að þeim hefur tekizt að blekkja margan með því. En nú eiga þeir að fara enn einu sinni í gegnum sjálfa sig, ganga í hið „endurreista“ alþjóðasamband, sem hefur sagt lýðræðinu og jafnaðar- stefnunni í heiminum opin- berlega stríð á hendur, og gerast grímulausar fimmtu herdeildir fyrir framandi stórveldi með þjóðum sínuro. Hvaða furða, þótt kommún- istaflokkarnir í þessum lönd- um séu nú í óþægilegrl klípu?! * Að því er fregnir hermdu i gær, hefur kommúnista- flokkurinn á Englandi reynt að bjarga sér úr klípunni með þeirri vesaldarlegu yfirlýs- Enn um húsabyggingar og íbúðasölu. — Aðeins undantekningar, en of margar undantekningar. - Er sjálísagt að svíkja alla, sem hægt er að svíkja? BORGARI SKRIFAR mér á þessa Ieið: „Ég las með mikilli athygli bréfið, sem þú birtir um ástandið í íbúða- og húsasölu- málunum hér í bænum. Mér var nokkuð kunnugt um þessi mál af eigin reynslu, og ég fullyrði, að höfundur bréfgins fer með rétt mál í aðalatriðum og ef til vili hefur hann einmitt reynt nákvæmlega það, sem hann lýs- ir. Hitt vil ég líka segja um leið, að sem betur fer eru það undantekningar, að svo illa sé gengið frá húsum, sem lýst hef- ur verið. Meginhluti þeirra, sem fást við húsabyggingar, gera það af samvizkusemi. En und- antekningar þessar eru samt sem áður allt of margar.“ „EN SVONA á ekki að geta komið fyrir. Ég veit ekki betur en opinbert eftirlit sé með byggingum hér í bænum og að þetta opinbera eftirlit beri í raun og veru ábyrgð á því að vel sé unnið og húsin í góðu standi. Hvernig sem á því stend ur virðist sem þessu opinbera eftirliti hafi missýnzt hrapal- lega oft og tíðum og það er meira að segja svo, að varla er hægt að ímynda sér að nokkur skoðun hafi farið fram á sumum húsum.“ „EINS OG ÉG SAGÐI áðan vinna byggingamenn í Reykja- vík vel, enda viljum við íslend- ingar aðeins fá það bezta. En hið slæma ástand sumra húsa, sem, byggð hafa verið á allra síðustu árum, sannar ekkert annað en það, að til er fólk, sem kaupir út í bláinn, sem ekki gætir nógu vel að þegar það er að kaupa, eða hefur jafnvel hreint ekkert vit á því, hvernig húsin þurfa að vera svo að þau séu kaupandi. Skil ég til dæmis ekkert í þeim húsa- eða íbúða- kaupendum, sem láta af hendi tugi þúsunda króna, stundum jafnvel hundruð þúsunda, án þess að hafa byggingafróðan mann sér til aðstoðar við úttekt á húsinu.“ „ÞAÐ ER EINMITT ákaflega nauðsynlegt, að fólk geri þetta,. því að reynslan sannar að al- menningur hefur ekki næga þekkingu á byggingum og það gefur tækifæri til þess að liann verði svikinn. í raun og veru (vorkenni ég ekki því fólki, sem : þannig lætur svíkja sig. Það 1 getur sjálfu sér um kennt. Það hefur íullt vald til þess að hafa sérfræðing sér til aðstoðar við íbúðakaup. — Og að lokum: Af hverju er byggingaeftirlitið ekki nógu fullkomið?" ÞETTA SEGIR bréfritarinn. Það er vitanlega alveg rétt, að mikill meirihlúti bygginga- manna vinnur vel. Það væri líka Ijótt, ef svo væri ekki. En það er lílca rétt, að undantekn- ingarnar eru of margar. Það hef ég fengið að reyna af viðtölum við menn síðan ég birti bréfið fyrir helgina. — Ekki líkar mér alveg sá mórall í bréfinu hér að framan, að óþarfi sé að vor- kenna þeim, sem verði fyrir svikum. Það er þá alveg eins hægt að segja, að sjálfsagt sé að svíkja alla þá, sem eru hrekk- lausir og ekki búast við svikum. ÉG VORKENNI því fólki sannarlega, sem lætur allt, sem það á til fyrir íbúð, en finnur svo, þegar búið er að ganga frá kaupunum, að hún er allt önn- ur en gert var ráð fyrir og það hafði dreymt um og því verið sagt. Og ég vil hvetja það til að þola ekki bótalaust ef illa er farið með það. Höfðíngleg gjöf til Blindravinafélags- ms. 2. SEPTEMBER síðast lið- inn kom frú Unnur Ólafsdótt ir í BÍindravinnustofuna á Grundarstíg 11. Færði hún Blindrafélaginu kl. 15 732,34 að gjöf. Var það helmmgur þess er inn kom á sýningum þeim er hún hélt í sumar til styrktar blindum mönnum á íslandi. Þessa höfðinglegu gjöf þakka ég hjartanlega fyrir hönd félagsins. Benedikt K. Benónýsson. Lesið Alþýðublaðið sýmr revyuna miðvikudagskvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 í dag í S j álfsíæðishúsinu. Ný afriði. Nýjar vísur. Hauifmarkaðyrinti í Reykhúsinu Grettisg. 50 B. er í fullum gangi. Nýslátrað tryppakjöt: í fram. 4,50 kg. í 1/1 og J/2 5,25 kg. í lærum 7,00 kg. Einnig saltað í * 15 kg. kútum á 100,00 30 kg. kútum á 193,00 60 kg. ín. á 376,00 Reykf foialdakjöf í heilum stykkjum á kr. 8,00 kg. Sendum um allan bæ. Grettisgötu 50 B. Sími 4467. M ma F. U, j, uncsur miðvikud'aginn 15. okt. kl. 8,30 í Baðstofu iðnaðarmanna, Vonarstræti (Iðnskólahúsinu). Dagskrá: 1. Vetrarstarfsemin 2. Ræða 3. Önnur mál. Takið með ykkur nýja félaga. Mætið stundvíslega. Stjórnin. ingu, að hann munj ,,styðja“ hið „endurreista“ alþjóða- samband; — ætlar hann þá sennilega að neita því, með skírskotun til þeirrar yfirlýs- ingar, að hann sé meðlimur í sambandinu! En kommúnistarnir hér hjá okkur eru þó enn þá hrædd- ari en sálufélagar þeirra á Englandi, því að þeir hafa ekki einu sinni þorað að gefa út neina slika stuðningsyfir- lýsingu, þó að þeir hafi hins vegar í blaði sínu óspart fagn að hinu „endurreista“ alþjóða sambandi. Hafa þeir svarað öllum fyrirspurnum ís- lenzkra blaða varðandi af- stöðu flokksins til alþjóða- sambandsins út í hött, svo sem með þeim ummælum, að hér væri enginn kommún- istaflokkur til!! Nú er það að vísu vitað, að hinn íslenzki kommún- istaflokkur hefur árum sam- an siglt undir fölsku flaggi og breitt yfir nafn og númer. En hitt er ííka vitað, að for- ustumenn hans hafa ekki farið dult með það erlendis, hvers eðlis hinn svo kallaði „Sósíalistaflokkur“ hér væri, enda þráíaldlega setið á samkundum erlendra komm- únista. Gervinafn þeixra hér heima blekkir þvi engan lengur, og þeim mun ekkert þýða að þræta fyrir samband sitt við hina erlendu flokks- bræður. Hver, sem niður- staða þeirra verður, — að ,,styðja“ hið „endurreista“ alþýðusamband, eins og fé- lagar þeirra á Englandi, eða að standa utan þess undir upplognu yfirskini, munu þeir verða viljalaust verk- færi þess hér til þess að vega með að frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.