Alþýðublaðið - 14.10.1947, Side 6
6
ALÞÝÐUBLAÐiÐ____________ Miðvikudagur 14. okt. 1947
John Ferguson:
MAÐURINN í MYRKRINU
heppin að koma upp kof anum,
áður en þau skullu á þessi lög
um fjárfestingarleyfi. — Já, ég
segi bara það, að það er seina-
gangur víðar en hjá okkur
skaldbökunum-------------
SHERLOCK HOLMES
Sherloek Holmes sat með
hönd undir kinn og reykti Moss-
rós.
— Það er þetta með þjölina í
skúrnum, — mælti hann. — Það
mál er horngrýti flókið. Ég verð
líldega að grípa til rökfræðinn-
ar. •—
'„Maðurinn lætur grafa nafn
sitt heimilisfang og símanúmer
á þjalarskaftið. Það sannar, að
hann hefur ekki fyrir nokkurn
mun viljað glata henni, en að
hann vill ekki glata henni, sann-
ar, að honum þykir óskaplega
vænt um hana, sem bendir til
að hann hafi hlotið hana að gjöf,
— sennilega í tryggðapant."
,,Menn óttast tvennt um hluti,
sem þeim þykir mjög vænt um,
— að týna þeim, og að þeim
verði stolið. Þjalir eru notaðar
til að sverfa í sundur með; það
hefur eigandinn vitað, en það
sannar, að hann er ekki gervi-
ismiður. Hvar leita þjófar helzt
dýrgripa? — í hýbýlum manna.
Hvar sízt? — í lélegum skúrum
á afskekktum stöðum, læstum
með hengilás. Hvaða áhald þarf
til að opna slíka lása? — Þjöl.“
,,Og maðurinn byggir skúr á
afskekktum stað og læsir þjöl-
ina inni í skúrnum. Ef til vill
heimsækir hann hana endrum
og eins.--------“
„En. samt sem áður er brotizt
inn í skúrinn. Þjölinni er ekki
stolið, en hún er handleikin.
Ma'ðurinn reiðist og heimtar
fremjendur dæmda í þyngstu
refsingu. Það sannar enn betur
fyrstu niðurstöðuna, — ofurást
hans á þjölinni. Honum finnst
hún vanhelguð; hafa orðið fyrir
helgispjöllum."
„En dómsmálaráðherra er á
öðru máli. — Það sannar að
honum sem slíkum er meinilla
yið þjalir, en það sannar aftur
hvers vegna honum er meinilla
við djazz, — sú hljómlist er
stundum ekki ósvipuð þjalar-
hljóði. —
„Rökfræðin, Watson! — Rök-
fræðin!“
EIN GLUGGHROSS-
PHILOSOPHIA----
Sumir heita Mr. John
og sumir bara Jónar.
Sumir eru barónar, sumir bar-
rónar og sumir bara rónar.
Sumir deyja Guðbrandi,
og sumir bara deyja.
Sumir þegja þegar þeir ættu að
tala, en langflestir tala þegar
íþeir ættu að þegja.
Sumar æpa á almáttugan
þótt ekkert sé, —
en láta síðan berja sig, bíta og
merja, — með ánægju — fyrir
eina skó frá Lárusi G.
Sumir dást að listamönnum,
sumir elska trúða.
Ef þið kunnið ekki að meta
klassiska rjómatertu, þá étið
bara snúða.
Sumir brjóta upp skrár með
logsuðutækjum, — sumir bara
með berum hnúum.
En það ku líka vera hægt að
sprengja upp lása með íþrótta-
fulltrúum.
Sumir telja svertingjahatur og
jazzandúð eitt og sama í senn.
. . Skyldi dómsmálaráðherrann
álíta línudansara „viðurkennda
listamenn"?
Að Winston var léleg land-
kynning,
„lengst af rakviðri og þoka“.
Húrra! Kofoed-Hansen!
Haltu bara áfram að loka!
ÚfbrsiðiS
álþýðnbiaðið
myndinni af eiganda srtarfs-
ins í hendinni.
Einmitt þegar McNab leit
á klukkuna og hálfygldi sig,
leit hann hvasst upp og rétti
upp höndina.
Á næstu stundu kvað við
hvatskeytsleg og ákveðin
hringing.
XV. KAFLI
Bjallan var ekki hætt að
gjalla, þegar McNab vísaði
mér til sætis á lágan stól við
gluggann, en settist sjálfur
hinum megin og sagði í flýti:
,,Þú mátt ekki segja orð,
Chance; mundu það, ekki eitt
einasta orð, hversu mjög sem
það freistar þín. Ef þig lang-
ar að segja eitthvað, settu þá
þumalfingurinn í vestisvasa
þinn.“
Hann tók svo myndina frá
mér og lagði hana á grúfu á
litla borðð, sem stóð rétt hjá
stólunum, sem við sátum á.
Ég skildi, og augu mín
hvíldu á dyrunum. Að lokum
opnuðust þær og það heyrð-
ist í gömlu ráðskonunni, sem
sagði;
,,Dr. Dunn er að heim-
sækja yður, herra.“
McNab stóð á fætur, þegar
gestur hans kom inn í mitt
herbergið. En kveðja hans
var mjög hjartanleg.
„Mér þykir gaman að sjá
yður, læknir.“
Læknirinn virtist ekki eins
glaður að sjá McNab, og
augu hans hvörfluðu til mín.
Hann var auðsjáanlega að
reyna að muna, hvar hann
hafði séð mig áður. Um leið
og McNab fékk honum stól,
skýrði hann hver ég væri.
,.Hr. Chanse, læknir. Ég
held, að þið hafið sézt áður í
Ealing, mánudaginn 15. jan-
úar,“ sagði hann.
Méðan hann var að tala,
horfði læknirinn beint fram-
an í mig, og ég horfði auðvit-
að á hann. Svo sást á augum
hans, að hann kannaðist við
mig og eitthvað annað birtist
einnig — eitthvað, sem líktist
ótta.
„Setjist niður, læknir,“
sagði McNab þægilega. „Ég
er feginn að þér komuð.“
„Þér hafið búizt við mér
þá?“
„Yður eða einhverjum öðr-
um. Eins og ég sagði yður í
bréfi mínu, þá þurfti ég að ná
í einhvem, sem gat svarað
nokkrum spumingum varð-
andi kvöldið 15. janúar.“
„Já, það var kallað á mig
af lögreglunni í því tilfelli,"
sagði dr. Dunn.
Meðan hann var að tala,
tók McNab sér sæti þar, sem
hann sat fyrr á stólnum við
gluggann við hliðina á mér.
Milli hans og læknisins stóð
litla borðið, en á dökkum,
gljáfægðum fleti þess lá
myndin öfug líbt og pappírs-
örk, sem lægi þar til- að
skrifa á. Það var auðvelt að
sjá, að gesti okkar leið ekki
sem bezt, þar sem hann sat
þarna í stólnum með háa
bakinu á móti glugganum,
virtist hann allur á nálum,
líkastur manni, sem isitur hjá
tannlækni og ætlar að fara að
láta draga úr sér tennurnar
og er að reyna að herða sig
upp áður en það byrjar.
Þetta yrði hörð barátta. Ég
hresstist allur við tilhugsun-
ina.
„Ég er mjög störfum hlað-
inn,“ sagði hann eins og í
varnarskyni.
„Auðvitað,“ svaraði Mc-
Nab, „eftir þessa fjarveru yð-
ar — var það frí? — er nátt-
úrlega nóg að gera. Sjúkling-
ar eru víst ekkert hrifnir af
að fá. ókunnan lækni í stað
síns eigin, hversu góður sem
hann kann að vera. Samt var
það viturlegt af yður að
koma. Það sparar yður ýmsa
erfiðleika síðar meir.“
„Það söguðuð þér líka í
bréfi yðar, sem ég verð að
viðurkenna að vakti forvitni
mína.“ Læknirinn kinkaði
kolli og reyndi að sýnast ró-
legur.
En þó að mér væri alger-
lega ókunnugt um, hvað Mc-
Nab vildi þessum gesti sín-
um, þá var það auðsýnilegt,
að hann hafði fremur vakið
skilning mannsins en for-
vitni. Mér fannst þetta mjög
æsahdi núna. Fyrir tíu, mín-
útum hafði ég misskilið málið
svo; að ég hafði haldið að allt
stæði við það sama. Nú hafði
ég á örskammri istundu feng-
ið að sjá, að ýmislegt hafði
gerzt meðan ég var í burtu,
að atburðarásin var nú orðin
hröð. Því að allt í einu varð
mér ljóst, þegar ég sat og
horfði á þessa tvo menn
þarna, sem horfðust í augu
yfir litla borðið, að þessi
fundur hafði úrslitaþýðingu
fyrir allan gang málsins. Og
það er hægt að gera sér í hug
arlund, hve það var hrífandi
að horfa á þessa menn á
slíkri stundu. Hvorugur
þeirra virtist neitt áfjáður í
að byrja. Læknirdnn bjóst
auðsjáanlega til varnar, en
McNab var eins og fráneyg-
ur boxari, sem er að stikla
kringum varkáran mótstöðu-
mann og vega hann og leita
sér að færi.
Þá hóf McNab skyriddlega
j árásina.
„Og hvenær,“ spurði hann,
„sáuð þér Kinloch síðast?“
Læknirinn hnyklaði brýrn-
ar. „Kinloch?" endurtók
hann hugsandi. „Kinloch?
Mér finnst ég hafa heyrt
nafnið, en ég get ekki1 al-
mennilega —“
Leiftursnöggt tók McNab
upp myndina, sem lá á borð-
inu millum þeirra og hélt
henni fyrir framan augun á
hinum og í þessum augum
birtist skyndilega hvað á eftir
öðru, undrun, endurþekking,
skelfing og ótti.
„Guð rninn góður!“ glopr-
aði hann út úr sér.
McNab brosti ánægjulega.
„Þakka yður kærlega fyr-
ir, dr. Dunn. Þetta er þá
mjög líkt manninum. Það var
einmitt þetta, sem ég þurfti
að vita.“
Dunn leit hvasst upp.
„Til hvers? Hvers vegna
viljið þér vita það?“ spurði
hann.
McNab fékk honum mynd-
ina. „Það hefur verið leitað
að þessum manni í sambandi
við Ealing-morðið. Það yrði
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING
LAUTENANTINN; Er hún ekki fer hún! Hvers vegna sögðuð um. — —- — ekki ákveðið -—- -—?
heima, segið þér? En þetta var þér, að hún væri ekki heima?— STÚLKAN: Halló, Jeff! STÚLKAN: Jú, en nú hef ég á-
fastákveðið.-Oh! Þarna PERKINS: Ég hlýði fyrirmæl- LAUTENANTINN: Höfðum við kveðið að hitta Örn Elding. —