Alþýðublaðið - 14.10.1947, Side 8

Alþýðublaðið - 14.10.1947, Side 8
ALÞÝÐ U B LAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Njálsgötu Mela Barónsstíg. Talið við afgr. Símj 4900. Miðvikudagur 14. okt. 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Túngötu Kleppsholt Hringbraut. Talið við afgr. Sími 4900. Franskur norrænuprófessor flytur fyrirlestra við háskólann. Alfred Jolivet prófessor heÍLir ötullega kynnt isl. bókmenntir á FrakklanclL . -------------------- HERRA ALFRED JOLIVET, prófessor i norrsenum fræðum við Háskólann í París, flytur tvo fyrirlestra í Há- skóla íslands, og verður fyrri fyrirlesturinn fluttur næst- komandi miðvikudag, 15. okt. kl. 6 í I. kennslustofu, og mun fjalla um Xavier Marn'er. Dagsbrúnarsamn- ingarnir framlengð ir meS mánaSar tippsagnarfresfi. DAGSBRÚNARFUND- URINN, sem haídinn var á sunnudaginn fól stjórn fé- lagsins að framlengja samninga félagsins við at- vimiurekendur, og í gær- morgun undirriíaði stjórn Dagsbrúnar samkomulag við framkvæmdaráð Vinnu veitendafélags íslands, um að framlengja samninga þessara aðila, sem gerðir voru 5. júlí s. I. Eru samn- ingarnir framlengdir ó- breyttir með eins mánað- ar uppsagnarfresti af bvor um aðila. Samningunum hafði Vimiuveitendafélagið sagt upp frá 15. þ. m. Símskák milli ísiands og Norðurlanda á næsfunni. Norðurlandaskák- mót í Reykjavík Í949. SKÁKSAMBAND íslands er um þessar mundir að at- ihuga möguleika á því að tefla símskák við nokkuð af Norðurlöndunum, og hefur komið til greina að tefla við Norðmenn og Dani á næst- unni. Ráðgert er, að teflt verði á tveimur borðum, og verður þá leikinn einn leikur á hvoru íborði annan hvern dag. Ákveðið er, að næsta Norð- .uiJandaskákmót verði háð í Örebru í Svíþjóð næst kom- andi, sumar, en ráðgert er, að næsta Norðurlandaskákmót þar á eftir, það er sumarið 1949, fari fram hér í Reykja- vík. Var hann kunnur bók- menntafræð'ngur og ferðað- ist hér á landi með Gaimard fyrir rúmum 100 árum og ritaðj ítaríega um land og þjóð af miklum skilningi og vinsemd. Marnier var ákaf- lega víðförull maður og naut mikillar virðingar, og var meðal annars meðlimur í franska Akademíinu. Hinn fyrirlesturinn verður fluttur míðvikudaginn 22. þ. m. á sama stað og tíma og verður um norræn áhrif á skáldskap Leconte de Lisle, en hann var eitt af'þekktustu ..ljóðskáldum Frakka á 19. öld. Prófessor Jolivet er mörg- um Íslendingum að góðu kunnur. Dvaldist hann hér 1931 og flutti þá fyrirlestra í háskólanum, en síðan hefur hann unnið ötullega að því að kynna íslenzkar nútíma- bókmenntir með þjóð sinni, og ritað ýmsar greinar í frönsk tímarit um það efni og þýtt Sölku Völku Halldórs Kiljans á frakkneska tungu. Heimili prófessors Jolivets hefur staðið íslenzkum náms- mönnum og öðrum opið, og hefur hann verið þeim til að- stoðar í hvívetna. Prófessor Jolivet hefur lagt -mikla stund á að kynna sér íslenzk- ar nútíma bókmenntir oj* talar íslenzku mætavel. Skóiameistaraem- bstíið á Akureyri auglýst tii umsóknar SKÖLAMEISTARAEMB- ÆTTIÐ við Menntaskólann á Akureyri hefur verið aug- lýst laust til umsóknar, og er umsóknarfrestur útrunn- inn 1. nóvember næstkom- andi. Staðan verður veitt frá 1. desember. Eins og áður heíur verið sagt frá, var Sigurði Guð- mundssyni, skólameistara á Akureyri veitt lausn frá embætti þann 3. september síðast liðinn frá 1. desember í vetur að telja. Sendiráð Rússa í Stokkhóimi hrætt við 12 ára dreng. Starfsmenn rússnesku sendi- sveitarinnar í Stokkhólmi höfðu nýlega hendur í hári þessa 12 ára gamla drengs og sökuðu hann um njósnír! DrengUrinn" heitir Bengt An- ders Rur. Ókunnugt er hver endalok bessi málarekstur sendisveitarinnar fékk. Húsmæðrafélagið hefur vetrarstarf- semina. ---o—— HÚSMÆÐRAFÉLAG REYKJAVÍKUR er nú að hefja vetrarstarfsemi sína, og hefst hún með umræðu- og skemmtifundi í Oddfellow uppi annað kvöld, en síðar í þessum mánuði hefur félag- ið bazar til ágóða fyrir starf- semi sína. Á fundi húsmæðrafélags- ins annað kvöld verða áhuga mál húsmæðranna rædd, meðal annars skömmtunin. Að umræðum loknum verða skemmtiatriði, m. a. kvik- myndasýning og fleira. Allar konur eru velkomnar á fund- inn. Ákveðið er, að félagið haldi bazar þanh 20. þessa mánaðar, og verður bazarinn að Röðli. Margir eigulegir og nytsamir munir verða á bazarnum. Þær konur, sem enn hafa ekki skilað munum á bazarinn, eru beðnar að koma þeim til Jóninu Guð- fundsdóttur, Barónsstíg 80, Helgu Marteinsdóttur, Engi- hlíð 7, Kristínar Sigurðar- dóttur, Bjarkargötu 14, og Ingibjargar Hjartardóttur, Hringbraut 147. Fjórðungsþing Austfirðinga vill gerbreyfa stjórnarskrá landsins —-----------------«-------í ViII skipia Iandinu í fimni ömt koma á nýrrr skipan aiþingis. ---------------«------- FJÓRÐUNGSÞING AUSTFJARÐA, sem haldð var á Norðfirði dagana 19,—21. september s. L, gerði víðtækar samþykktir um stjórnarskrármálið og lagði til,. að landinu yrði skipt í fimm ömt, sem fengju mikla sjálfstjórn í ýms- um máluxn, meðal annars um úthlutun g]aldeyris. Þá lagði þingið til, að skipan alþingis yrði breytt þannig að efri | deild væri skipuð mönnum' 'er amtstjórnir kysu, en neðri deild kjörnum fulltrúum úr einmenningskjördæmum. Mikil hreyfing hefur ver- ið fyrir norðan og austan í þá átt, að landsfjórðungarnir ættu að fá meiri stjórn sinna eigin mála, og stærð og vald iReykjavíkur væri að verða landinu ofvaxin. Ná þessar róttæku tillögur Austfirð- inga, sem sendar hafa verið ríkisstjórnmni, þó lengra en nokkuð, sem áður hefur kom- ið fram í þessum málum. Meðal annars vilja þeir, að landinu verði skipt í fímm ömt, og verði R'eykjavík og Hafnarfjörður eitt þeirra. Á fiórðungsþinginu sátu 12 fulltrúar, þrír frá Seyðis- firði, þrír frá Norðfiði og þrír frá hvorri sýslunefnd Múlasýslnanna. AÐRAR SAMÞYKKTIR ÞINGSINS Þá skoraði þingið á ríkis- stjórn og alþingi að láta hefja hið allra fyrsta v.irkjun á Fjarðará við Seyðisfjörð á grundvelli þeirra áætlana, sem þegar hafa verið gerðar. Viðbótaráætlun um kostnað við línulagnir frá hinni fyrir- huguðu skiptistöð á Egilsstöð [um um Fljótsdalshérað taldi þingið sjálfsagt að gerð verði þegar í stað. • Þá skoraði fjórðungsþing- ið á Landsbankann að setja á stofn, útbu frá bankanum á Norðfirði og enn fremur skor aði þingið á Búnaðarbank- ann að stofna útibú á Egils- stöðum. Enn fremur taldi þingið mikla nauðsyn á því að kom- ið væri upp stórri og fullkom inni síldarverksmiðju á Austfjörðum, þar sem reynsla undanfarinna ára sýndi, að á þeim slóðum væri jafnan mikið um síld, og stór tjón myndi vera búið að hljótast af því, að ekki skyldi vera til fullkomin síldar- bræðsla sunnan Langaness. Þá skoraði þingið á póst- og símamálastjórnina, að taka þegar á næsta ári í sín- ar hendur áætlunarferðir með bílum milli Austfjarða og Akureyrar, og taki til notkunar á þeirri leið nýjar og fullkomnar bifreíðar.. Þingsályktunartii- iagan um fijótandi síidarverksmiðjur . flutt aftur. GYLFI Þ. GÍSLASON flyt ur í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um síldar bræðsluskip, en samkvæmt henni skorar alþingi á ríkis- stjórnina að athuga, hvort til tækilegt sé að láta smíða eða kaupa til landsins skip, er setja megi í síldarbræðsluvél ar og nota síðan sem fljót- andi síldarverksmiðjur. í þessu sambandi sé það athug að sérstaklega, hvort unnt væri að nota í þessu skyni flugvélamóðurskip þau, er nú munu vera boðin til sölu af sumum stórveldanna. Gylfi Þ. Gíslason flutti til lögu til þingsályktunar sam- hljóða þessari á síðasta þingi. Var henni þá vísað til alls- herjarnefndar, en hún skil- aði ekki áliti um málið, og er tillagan því flutt aftur. Kóleran magnast á Egyptalandi. FREGNIR FRÁ KAIRO í gærkvöldi herma, að 112 manns hefðu látizt úr kól- erunni á Egiptalandi síðan á sunnudag, og er það mesti dauðinn úr pestinni á einum sólarhring hingað til. Samtals hafa 3770 manns tekið veikina og 370 dáið úr henni; en svo virðist, sem hún sé enn að magnast. STAÐA ÞJÓÐMINJA- VARÐAR hefur verið aug- lýst til umsóknar, o ger um- sóknarfrestur um stöðuna til 1. nóvember næst komandL

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.