Alþýðublaðið - 15.10.1947, Page 7

Alþýðublaðið - 15.10.1947, Page 7
Miðvikudagur 15. okt. 1947 ALÞYÐUBLAÐIO Bærinn í dag. Næturlseknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavík- urapóteki, sími 1760. Ljósatími ökutækja er frá kl. 19.25—5.20 að nóttu. — Hlass, sem flutt er á ökutæki um bæinn, má ekki vera þyngra en svo, að ökutæk ið beri það auðveldlega; því skal vera vel fyrir komið og fest svo, að ekki haggist. Ekki má það dragast með jörðu né ná langt út af ökutafeinu. Með málmvarning skal fara svo, að ekki hljótist hávaði af. (Lög- reglusamþykktin). Skrifstofur Franska sendiráðsins eru fluttar á Skálholtsstíg 2, I. hæð. Símanúmerið þar verður 7622. Heimili sendiherrans verður á- fram á Skálholtsstíg 6, sími 7705. Flugvöllurinn. Hekla kom frá New York kl. 2 með 6 farþega. Átti að fara í gær til Hafnar með 39 farþega, og koma þaðan aftur með 35 farþega. — Skozka leiguflug- vél F.í. frá Prestwich. — Dougl asflugvél F. í. kom frá Sola og Prestwick. Séra Jakob Jónsson er kominn heim úr Englands för sinni. SKIPAÚTGÍRÐ RIKISINS til Bíldudals, Auðkúlu. Þing eyrar og Flateyrar. Yörumót taka árdegis í dag. M.s. Helgi tekið á móti flutning til Pat- réksfjarðar, Tálknafjarðar og í dag Mb. SkaHfellingur til Vestmannaeyja. Vörumóttaka í dag. Ævisaga Hallgríms Péturssonar eftir Magnús Jónsson væntanleg. --------4------- Prófessorinn hefur í mörg ár unnið að verkinu, sem verður í tveim bindum. ---------------♦------ ■ ÆVISAGA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR eftir Magnús Jónsson, guðfræðiprófessor, er væntanleg á bóka- markaðinn innan skamms. Er þetta stórt rit, tvö bindi, og hefur höfundurinn unnið að samningu þess um margra ára skeið. H.f. Leiftur gefur ritið út, og hefur á allan hátt verið mjög til þess vandað. „Riti þessu er skipt í þrjá meginkafla,“ segir Magnús Jónsson í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær. „Fyrsti kaflinn og sá skemmsti, fjallar um öldina, þ. e. a. s. tímaskeið það, sem séra Hallgrímur var uppi, sérkenni þess og almenn einkenni. Annar kafl inn nefnist „Maðurinn“; en það er ævisaga skáldsins, og auk þess, sem þar eru rakin æviatriði hans, er einnig leitazt við að bregða upp sem skýrastri persónumynd, með því að lýsa þar útliti hans, lyndiseinkunn og skaphafn- arsérkennum, hjónabandi hans, prestsskap og starfi, eftir því, sem heimildir standa til. Þriðji kaflinn er um skáldið, og er hann lengstur.“ - Eru ritverk skáldsins tek- in upp í bókina? 'if „Ekki verður það nú sggt. Að visu eru teknir upp úr þeim kaflar sem sýliishorn, en beinast liggur við að kalla þennan hluta bókarinnar bókmenntalega ritgerð um skáldið og ritverk hans. Eru rímur hans teknar þar fyrst til athugunar, þar eð þær eru hið elzta, sem eftir hann liggur; en þá eru tekin til at- hugunar kvæði hans, önnur en Passíusálmarnir og rit hans í óbundnu máli.“ — Eru til rit í óbundnu máli eftir séra Hallgrím Pét- ursson? — „Já; en um það er ekki öllum kunnugt. Eru til eftir hann tvö smárit eða bækur. En auk Passíusálmanna orti hann mikið, og er ljóðum hans skipt niður eftir efni í ritgerðinni. Og svo er það meginatriðið, Passíusálmarn- ir. Hef ég varið miklum tíma til rannsókna á þeim og tel ég mig hafa komizt þar að nýjum, fræðilegum niður- stöðum, sem of langt mál er að segja frá í stuttu viðtali. Þó vil ég geta þess, að mér hefur ekki unnizt tími til rannsókna á þeim á guðfræði legum grundvelli, og er þvi einkum um bókmenntalega og upprunalega athugun að ræða. Þá er og þarna getið ýmissa dóma um Hallgrím og verk hans, og auk þess eru margar skrár, rp. a. skrá allra versa í Passíusálmun- um, eftir upphafsorðum.“ — Og þetta verður mjög vönduð útgáfa?--------- „Já. Meðal annars eru í henni allmargar myndir; mynd frá Gröf á Höfða- strönd, en þar fæddist skáld- ið; Hólum í Hjaltadal, Kaup- mannahöfn, Saurbæ á Hval- f j arðarströnd, Ferstiklu og fleiri stöðum; einnig ljós prentunarmyndir af handrita blöðum. Þá lét ég og gera mynd af mynd þeirri, er séra Hjalti Þorsteinsson málaði af séra Hallgrími; en hann var mikið ' yngri maður en Hallgrímur, og er því lík- legt, að hann hafi gert mynd ina eftir minni.“ — Einhvern tíma hef ég heyrt, að enn geymdist bréf, ritað af Tyrkja-Guddu. — „Já, það er til, eða öllu heldur brot úr bréfi, og reit hún það x Barbaríinu til I - Skemmtanir dagsins - I Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Hin eilífa þrá“. Madeleine Sologne, Jean Mar ais, Junie Astor. Sýnd kl. 9. „Dularfulli hestaþjófnaður- inn“. Ken Maynard, Hoot Gibson. Sýn d kl. 5. og 7. NÝJA BÍÓ: „Anna og Síams- konungur“. Irene Dunne. Rex Harrison. Linda Darnell. — Sýnd kl. 5 og 9. TJARNARBÍÓ: „Gilda“. Rita Hayvord, Glenn Ford. Sýnd kl. 7 og 9. „Útlagar'1. Evelyn Keyes, Williard Parker, Larry Parks. Sýnd kl. 5. TRIPOLIBÍÓ: „Draugurinn bláa herberginu11: Paul Kelly, Constance Moore, Vý. Man Lundegen, sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: ,,í leit að lífsham- ingju sýnd kl. 9. „Leyf mér þig að leiða. Sýnd kl. 7. Söfn og sýningar: ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: Op ið kl. 13.30—15. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dansað frá kl. 9—11,30. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Revy- an: „Vertu bara kátur“ kl. 8.30 síðd. HÓTEL BORG: Klassisk hljóm- list frá kl. 9—11.30 síðd. TJARNARKAFÉ: Danshljóm- sveit frá kl. 9—11,30 síðd. Úfvarpið: 21.00 Útvarpssagan: „Daníel og hirðmenn hans“ eftir John Steinbeck, X (Karl ísfeld ritstjóri). 21.00 Tónleikar: íslenzkir söng ..menn (plötur). 21.15 Erindi: Bókasafn Vestur- amtsins 100 ára (Lúðvík Kristj ánsson ritstj óri). 21.35 Tónleikar: Symfónía í B dúr eftir Johan Svendsen (plötur). 22.00 Fréttir. 22.05 Harmonikulög (plötur). 7 Kvikmyndafökuvéí og sýningarvél ós-kast til kaups. Til greina geta komið bæði 16 mm og 35 mm fyrir tal og tón og einnig þögul. Tilboð merkt „Kvikmyndir“ sendist afgreiðslu Alþýðu- blaðsins, sem alira fyrst. fyrri eiginmanns síns, er bjó að Stakkagerði í Vestmanna- eyjum. Það mun vera eina bréfið, sem við vitum um að til sé, frá beim er herleiddir voru, og britist mynd af því í bók minni.“ Með þessu mikla riti Magn úsar Jónssonar prófessors er séra Hallgrími Péturssyni og verkum hans reistur sá veg- legi varði, er ekki var okkur sem bókmenntaþjóð og unn- endum hans sæmandi að draga lengur að reisa. L. G. Ausfurrfki... Framh. af 5 síðu- lin í andstöðunni, og þar við situr, þótt blóðugar stað- reyndir tali öðru máli. Það er ekki metið til skuldar, að Frakkland átti Pétain, Nor- egur Quisling, Belgía De- grelle og Króatia og Slóvak- ia börðust með herskörum Hitlers. En nú vill enginn heyra -nefnt, að Austurríki barðist fyrir lýðræðinu og fór halloka, en verkamenn þess stóðu árið 1934 aleinir og yfirgefnir í heiminum, og að Austurríki snéri sér árið 1938 til stjórnanna i Paris, London og Washington og hrópaði á hjálp. Austurríki á að verða olnbogabarnið í Evrópu. Austurríki vill leysa naz- istavandamál si-tt, en í þeim tilgangi hefur þingið sam- þykkt lög, og eftir þeim skal hver nazisti í ábyrgri' stöðu hljóta xéttmæta hegningu. En þær tugþúsundir manna, sem nauðugir eða viljugir gengu í nazistaflokkinn, en engan þátt tóku í hryðju- verkum hans, skal verða gert kleift að nokkirum tíma liðnum að hverfa aftur til mannfélagsins. Austurríki vill að lokum verða frjálst, og austurríska þjóðin vill enduirbyggja land sitt. Fleiri og fleiri verða þeir, sem vilja gera Austur- ríki að landi, þar sem lýð- ræði og félagslegt jafnxétti sitja að völdum undir for- ustu jafnaðarmannaflokks- ins. Austurrískir verkamenn þekkja hinar tignarlegu venj ur verkalýðshreyfingar sinn ar og þetta er einn hinna fáu sólskinsbletta, sem í dag eru í heiði í Austurríki. B-y HANNES Á HORNINU. Frh. af 4. síðu- þessi ,,vefnaðarvöru“-skömmt- un verði til þess að landar mín- lir fari aftur að nota fatnað al- mennt úr ullinni af fénu okkar og þurfi engin lög að brjóta, þótt þeir fái sér meira en einn fatnað og hundrað krónu virði að auki komandi ár, þegar ull ein er notuð í flíkurnar.“ „TREYSTI ÞVÍ, að ég fái greinileg og áreiðanleg svör við þessu. Málið snertir svo marga, og þeir, sem vilja sigla-í strand — því miður eru þeir til — leggja allt út á versta veg hjá valdamönnum.“ ÉG HELD að allt sé í lagi með spurningar þínar, Jónatan. Það mun ekki þurfa skömmtun- armiða í þessum tilfellum. Unglingaskóli stofnaður í Mos- fejlsveit -—«— HINN 10. okt. s. 1. var Unglingaskóli Mosfellsskóla- hverfis settur í fyrsta sinn að Brúarlandi af Lárusi Hall- dórssyni skólastjóra. Starfar skólinn samkvæmt hinum nýju fræðslulögum, en aðeins í einni deild í vetur. Kennarar verða, auk skóla stjóra, séra Hálfdán Helga- son prófastur og ungfrú Klara Klængsdóttir kennari. Við setningu skólans fluttu ræður auk skólastjóra sr. Hálfdán Helgason formaður skólanefndar og fræðsluxáðs, Björn Birnir hreppstjóri, Magnús Sveinsson og Jónas Magnússon oddvitar Mosfells og Kjalaimeshreppa. Lýstu þeir allir ánægju sinni yfir stofnun skólans og því nýja skrefi, sem nú hefði verið stigið í fræðslumálum héraðs ins og árnuðu skólanum fram tíðarheilla. Sendlherra Finna kom III Reykja- vfkur í gær. HINN NÝI sendiherra Finna, herra Páivö K. Tarj- anne, kom til Reykjavíkur flugleiðis frá Noregi í dag, á- samt frú sinni. Herra Tarj- anne verður sendiherra Finna á íslandi með búsetu í Osló. Skrifstofustjóri utanríkis- ráðuneytisins, Agnar Kl. Jóns son, og Eiríkur Leifsson vara ræðismaður Finna tóku á móti sendiherrahjónunum á flugvellinum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.