Alþýðublaðið - 26.10.1947, Side 8

Alþýðublaðið - 26.10.1947, Side 8
ALÞÝÐUBLAÐBÐ vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: , Vesturgötu Seltjarnarnes. ALÞÝÐUBLAÐIÐ v vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: Kleppsholt Hringbraut Talið við afgr. Sími 4900. Frægasfa skáldsaga Arfhurs Kösf- lers komin úí á íslenzku „Mýrkor um miðjan dag“, sagan om hln svo nefndu málaferSi í Moskvu fyrir styrjöldina. MYR'KUR UM MIÐJAN DAG, hin fræga og viðlesna skáldsaga Arthurs Köstlers, er nýkomin út í íslenzkri þýð- lingu, en saga þessi fjallar um hin svo nefndu málaferli í Moskvu og hin dapurlegu örlög rússnesku byltngarfor- kólfanna. Hefur skáldsaga þessi verið þýdd á fjölmörg tungumál og hvarvetna hlotið mikla útbreiðslu og vakið mikinn styr, og er Köstler tvímælalaust sá íniðaldra r:t- höfundur í Evrópu, sem mesta athygli vekur. Arthur Köstler er Ung- verji í aðra ættina, en Aust- urríkismaður í hina og fædd ist í Ungverjalandi árið 1905. Hann stundaði nám í Vínarborg og dvaldist langi í Þýzkalandí, en flúði land við valdatöku Hitlers. Hann varð fréttaritari fyrir brezka blað ið „New Chronicle“'í borg- arastyrjöldinni á Spáni, en þar tóku fasistar hann til fanga og dæmdu hann til dauða. Var hann látinn laus fyrir milligöngu brezku stjórnarinnar eftir ' að hafa mánuðum saman setið í fang elsi með dauðadóminn yfir höfði sér. Eftir Spánardvöl- ina fór hann austur til Rúss- lands til að fylgjast með málaferlunum þar og dómin Hallgrímsmessa annað kvöld í Dómkirkjunni DÁNARDÆGUR Hall- gríms Péturssonar er á morg un, og verður þá að venju haldin Hallgrímsmessa í dóm kirkjunni, og fer hún fram eins og messur tíðkuðust í tíð séra Hallgríms. Verða sungn ar Kyrie og Gloria, og sálm- urinn Te Deum Laudamus. Þegar messunni, sem verð ur kl. 8,30 annað kvöld, lýk- ur, verður fjársöfnun til styrktar kirkjunni. Þá mun og Kvenfélag safnaðarins standa fyrir merkjasölu til styrktar kirkjunni á morg- un, og skorar félagið á for- eldra að leyfa bör.num sínum að selja merkin, að minnsta kosti einhvem hluta dagsins. Blaðið spurði séra Jakob Jónsson frétta af nýju kapell unni um leið og hann skýrði frá Hallgrímsmessunni. Hann kvað það hafa verið von manna, að hún yrði tilbúin um jól, en nú væru allar horfur á, að svo mundi ekki verða, vegna ýmissa örðug- Ieika. um yfir forkólfum rússnesku byltngarinnar, sem Stalin og fylginautar hans höfðu á- kveðið að ryðja úr vegi. Sner ist Köstler þá frá kommún- ismanum, sem hann hafði fylgt frá því 'hann var í æsku og hóf. áð skrifa Myrkur um miðjan dag, þar sem- hann gerir upp reikningana við kommúnistana. Hann var á Frakklandi þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt' út, en komst úr iandi, þegar inn rás Þjóðverja hófst, fór til "Engiands og barðist sem ó- breyttur hermaður í brezka hernum og hefur verið bú- settur á Englandi eftir að 6- friðinum lauk. Aríhur Köstler hefur skrif að fjölmargar bækur, en frægust þeirra, víðlesnust og umdeildust er Myrkur um miðjan dag, sem nú er kom- m út í íslenzkri þýðingu Jóns Eyþórssonar á vegum Snæ- landsútgáfunar, en hún mun hafa fengið einkaleyfi fvrir útgáfu á bókum Köstlers hér á landi. Aðalpersóna sögunn ar er gamall uppreisnarfor- ingi og embættismaður sov- étstjórnarimnar, Rubashov að nafni, en hann er tekinn höndum, sakaður um landráð og hvers konar glæpi. Við- námsþrek hans er brotið með yfirheyrslum og pynd- ingum, unz hann játar á sig að lokum allar þær sakir, sem á hann eru bornar. Sagan h'efst með handtöku Rubas- hovs og lýkur, þegar hann er loks deyddur með skamm- bysuskoti í hnakkann. Þessi áhrifamikla og læsi- lega skáldsaga Köstlers er tvímælalaust listrænasta og opinskáasta bók, sem rituð hefur verið um málaferlin í Moskvu. Fyrri samherjar Köstlers, kommúnistarnir, óttas mjög áhrif bóka hans, og þegar Myrkur um miðjan dag kom út á Frakklandi eft- ir ófriðarlokin, skipulögðu frönsku kommúnistarnir kaup meðlima sinna á bók- inni til þess að hún hyrfi af markaðinum. Varð kapp- hlaupið um bókina svo mik- ið, að 250 000 eiintök seldust af henni á örfáum dögum. Ævar R. Kvaran og Brynjólfur Jóhannesson í hlutverkum í gamanleiknum „Blúndur og blá sýra“, sem Leikfélag Reykja- víkur sýnir nú. 5. sýning er í kvöld kl. 8. Úr ályktunum farmannaþingsins: Samvinna þarf að takast um nið- urfærslu verðlags og vísitölu ----------------*------- Skuidir laynþega vegna nauðsynlegra framkvæmda verði jafnframt lækkaðar -------------------«------- FARMAANNAÞINGIÐ ÁLEIT, að með samvinnu alira framleiðslustéttann'a muni reynast kleift að færa verðlag og vísitölu niður svo að um munar, enda sé um leið trýggt að kaupgeta launastéttanna verði ekkert skert frá því, sem nú er. Þá ályktaði þingið, að um leið og vísitalan lækkaði væri óhjá- kvæmilegt að lækkaðar væru skuldir launþega þeirra, ;er ráð- ist hafa í þarfar en dýrar framkvæmdir á verðbólgutímabilinu. í ályktunum þingsins um* “ ' " dýrtíðarmálin er enn frem- ur lögð áherzla á að ríkis- stjórnin láti gera ítarlega á- ætlun um brýnustu þarfir Slysavarnafélagið afhendlr Sandgerð- ingum björgunarbéf SLYSAVARNAFÉLAG ÍS LANDS mun í tlag afhenda Sandgerðingum nýjan mótor björgunarbát til afnota við björgunarstöð félagsins þar á staðnum. Bátur þessi, sem kemur í staðinn fyrir björgunarbátinn „Þorstein“, sem þar var áð- ur, var smíðaður í skipasmíða stöð Péturs Ottasonar fyrir ári síðan og þá strax útbúinn sem áttróinn brimróðrabátur meðan beðið var eftir sér- stakri vél er setja átti í bát- inn, en nokkur töf hafði orð- ið á afhendingu hennar. Vélin er nú komin fyrir nokkru og að undanförnu hefur verið unnið að því að setja vélina niður og hefur það verið gert í dráttarbrautinni í Keflavík. Vélin í bátnum er 10 ha. Bolinder semidieselvél aðal- lega ætiuð fyrir björgunar- báta, og á vélin að geta geng- ið óhindruð þótt hún sé á kafi í sjó. Þá er véiin þannig út- búin, að hún eys undir íeins burtu ölium sjó sem kemur í bátinn, og á að geta haldið honum þannig þurrum þó um mikla ágjöf sé að ræða. Vélin er sett á stað með sér stökum skotum, er gera gang setninguna trygga undir flest um kringumstæðum. Þetta er fyrsta vélin af þessari gerð, sem tekin hefur verið í notkun hér á landi. í reynzluferð, sem farin var á bátnum, reyndist bæði bátur og vél hið bezta, og náði báturinn góðum gang- hraða. Björgunarsveitin í Sandgerði mun sækja bátinn til Keflavíkur og sigla honum til Sandgerðis. þjóðarinnar með sérstöku til liti til þess. sem þarf til að starfrækt verði óhindruð hin nauðsynlegustu atvinnutæki þjóðarinnar, og þá sérstak- iega sjávarútvegurinn. sem skapar fiestar og verðmæt- astar útfrutniuígsafurðir landsmanna, og að gjaldeyr inum verði fyrst og fremst varið með tilliti til þessa. Með þeim frarríleiðslutækj urn, sem þjóðin hefur þegar eignast og eðlilegri og jafn- ari aukningu þeirra ályktar þingið, að ef farið verði eftir framangreindum tillögum geti þjóðin aftur safnað gjaldeyri í nánustu framtíð. Þá ítrekaði þingið fyrri áskoranir sínar um það, að tryggt verði að sjómanna- stéttin fái fulltrúa í við- skiptanefnd utanríkisvið- skipta. Enn fremur beindi þingið þeim tilmælum til stjórnarinnar að hún feli fiskifélaginu og landssam- bandi útgerðarmanna milli- göngu um útvegun reksturs lána hjá stofnunum fyrir þá útgerðarmenn, er þess óska. Jafnframt að hlutast verði til um að útlánsvextir af rekstrarlánum ti Isjávarút- vegsins verði færður niður í 3%. Þá var áskorun um að lög unum um útsvör og skatt- greiðslur verði breytt þann- ig, að útsvör og skattar mið- ist við það ár. sem launin eru tekin og greiðist mánað- arlega með hlutfalislegum greiðslum. Innbrot á laugar- dagsnótiina AÐFARANÓTT laugardags ins var brotizt inn í vöru- geymsluhús Eimskip við höfn ina, gamla pakkhúsið. Hafði verið leitað í skúffum og skápum, en ekki taldi rann- sóknarlögreglan að neinu hefði verið stolið. Rannsóknarlögreglan skýrði biaðinu einnig frá því, að far ið hafi verið inn um glugga á rakarastofu á Mánagötu' 18 sömu nótt og nokkrum krónum í skiptimynt stolið. Nýr 99 smálesta bátur til Patreksfjarðar NYR 99 SMALESTA BÁT- UR kom til Patreksfjarðar í fyrradag. Nefnist báturinn „BIakknes“ og var hann smíð- aður í Danmörku. Báturinn er 25 metra lang- ur og 6,3 metrar á breidd. í bátnum er 270 hestafla vél og gekk hann 9 sjómílur á klukkustund í reynsluför. Skipstjóri á „Blakknes“ verð- ur Helgi Guðmundsson. Virðuleg háskóla- hátíð í gær STÓR OG FRÍÐUR HÓP- UR ungra stúdenta fékk há- skólaborgarabréf sín á há- skólahátíð, sem haldin var í gær. Rektor háskólans, Ólaf- ur Lárusson, hélt setningar- ræðu og skýrði frá ýmsu starfi skólans. Gat hann með al annars um Sáttmálasjóð, sem nú er á þriðju milljón, en það er þó miðað við dýr- tíð ekki eins mikil upphæð og áður var í sjóðnum. Hefur sjóðurinn aðallega haft tekj- ur af kvikmyndahúsi. Úr sjóðnum er veitt til utan- ferða háskólakennara, svo og til íslenzku orðabókarinnar, sem unnið er að. Þá gat rekt- or um sunparnámskeið fyrir norræna stúdenta, sem halda átti í sumar, en aflýsa varð, m. a. af því að hinir erlendu stúdentar gátu ekki fengið ferðir hingað. Verður nám- skeiðið haldið að sumri. Þá hefur háskólinn boðið hingað nokkrum erlendum vísinda- mönnum, og hafa tveir þeirra haldið hér fyrirlestra undan farið. Þrem öðrum var boð- ið, en þeir gátu ekki komið. Munu þeir vonandi koma að ári. Eru það prófessor Magn- ús Olsen í Osló, Konrad Pers son í Stokkhólmi og Finn- inn Virtainen.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.