Alþýðublaðið - 04.11.1947, Side 3
Þriðjudagur 4. nóv. 1947.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Guðm. Gíslason Hagalín: Leikmannasþankar um iisf III.
Sepfembersýningin.
SVO var það þá Septémber
sýningin!
Það var auðséð á blaðavið-
tölum við forgöngumenn sýn
ingarinnar, að nú stóð mikið
itil. Listamennirnir hugðu, áð
sýning þeirra mundi hrein-
lega boða byltingu í málara-
listinni hér á landi. Þaraa var j
sem sé hvorki meira né minna
um að vera heldur en þegar
Kristinn sálaði Andrésson
hugðist með Rauðum penn-
um bylta öllu í bókmennta-
heirninum — friður sé með
minningu þeirra penna. . . .
Já, og forgöngumenn sýning-
arinnar, byltingarmennirnir,
höfðu ekki aðeins látið prenta
myndaskrá, heldur líka mynd
skreytt rit, sem þeir kölluðu
Septembersýningin. I þessu
riti er ágætur pappír, og
prentun virðist vönduð, svo
að þess vegna getur það all-
vel sómt sér bundið í silki,
og þá gervisilki, því að orma
vef mun sjálfsagt erfitt að fá
á þess-um tímum. Rit þetta
hefst á grein eftir Kjartan
Guðjónsson, og á hún að
skýra sjónarmið byltinga-
mannanna. Greinin heitir:
,,Hvað á þetta að vera?“ Er
það einn hinn meinlegasti
vottur um heimsku almenn-
ings og virðingarleysi hans
fyrir listum, að hann skuli
sífellt spyrja, þegar hann sér
listaverk og finnst ekki liggja
í augum uppi, hvort það sé
sykurkassi, ungfrú eða hrút-
ur: Hvað á þetta áð vera? Hef
ur þessi spurning sært marg-
an listamanninn, allt frá
-Sölva Helgasyni til byltinga-
manna nútímalistar. Þá eru
myndir af öllum listamönn-
unum, 8 málurum og tveim-
ur myndhöggvurum, og loks
er grein eftir listfræðinginn
Chritian Zervos, og fjallar
hún um list hins fræga mál-
ara Picassos, en einnig um við
horf listarinnar við þjóðfé-
laginu og hlutverk hennar í
því, og er þar meðal annars
veitzt mjög að þrælkun listar
innar í Rússlandi. Greinin
heitir Frjáls list og þjóðfé-
lagsvandamál, og hefur Þor-
valdur málari Skúlason þýtt
hana á íslenzku. Með útgáfu
rits þessa- drógu forgöngu-
menn sýningarinnar eins kon
ar markalínu milli hennar og
annarra sýninga, sem hér
hafa verið haldnar nýlega.
Á sýningunni voru mynd-
ir eftir Gunnlaug Scheving
og Snorra Arinbjarnar, en á
Brunabófafélag
fslands
vátryggir allt lausafé
(nema verzlunarbirgðir).,
Upplýsingar í aðalskrif-
stofu, Alþýðuhúsi, (sími
4915) og hjá umboðs-
mdnnum, sem eru í
hverjum kaupstað.
báðum þeim málurunum hef
ég mætur — og hef lengi
haft. En sannast að segja skil
ég ekki, hvað þeir áttu að
vera að flækjast þarna —
hvort ég á heldur að skilja
það svo, að forráðamenn sýn
ingarinnar hafi narrað þá til
að sýna, svo að þeir mættu
verða til spotts og aðhláturs!
— eða þeim hafi verið boðið
það svona til siðasaka, og þeir
reynzt svo grályndir að
þiggja boðið. En það eitt er
víst, að það voru hinir málar-
arnir, sex að tölu, sem voru
vorboðarnir á þessari haust-
sýningu, voru forustumenn
listbyltingarin'nar. Bíðum nú
við, — ég hafði mikið heyrt
um það talað, hvað þessir
listamenn væru frumlegir,
hvað þeir skæru sig úr, og
af blaðaviðtölunum hafði
það svö sem verið auðsætt,
að þeir höfðu þá skoðun sjálf
ir, að frumleikinn væri þeirra
aðall. Enn fremur hafði það
vakið athygli mína, að ég
hafði lítið heyrt um það rætt,
að einn væri síðri öðrum —
eða einn öðrum fremri. . .
En hvað var þetta? Ég reik-
aði fram og aftur um hríð, og
ég stóð og glápti. Mér fannst
ég nefnilega aldrei hafa séð
líkari myndir eftir sex málara
heldur en málverk þessara
abstraktsnillinga — sumar
myndir Kristjáns Davíðsson
ar þó að nokkru sérstæðar. Ef
þeir voru að mála sinn óháða
innri mann, þá voru þeir
merkilega eðlislíkir og ekki
ósvipaðir því að vera ljósa-
skjóttir — eins og bóndanum
sýndist málverk Sölva Helga
sonar af eilífðinni, og liggur
beint fyrir að svara mér eins
og Sölvi svaraði bóndanum.
En hvað sem öðru leið: Þessir
málarar voru ekki frumlegir
hver fyrir sig — heldur þá
sem heild, og þeirri frum-
leikans heild virtist mér hann
einnig tiiheyra, hinn státni
fulltrúi hins andlega armóðs,
sem hér sýndi og talaði í
fyrra — og meira að segja:
Mig minnti, að ég hefði séð
myndir af einhverjum útlend
um málverkum, sem þessi
skilgetin frumleikans börn
minntu mig afarmikið á, var
engu líkara en þessar myndir
væru undan þeim erlendu. Og
um leið og þetta flögraði að
mér, duttu mér í hug hinir
rauðu kúahópar, sem ég
hafði séð á Sjálandi, en þar
var hver kýr svo annarri lík,
að ég sá engan mun. Eina bót
in, að kýrnar voru hver ann-
arri fallegri. Nú, jæja, þegar
maður var kominn að þess-
ari niðurstöðu um málverk-
in, þá fór manni ekki að finn-
ast það neitt undarlegt, þó að
maður hefði ekkert um það
heyrt, að einn málarinn væri
öðrum snjallari — eða lak
ari.
Ég settist niður, horfði,
hvorfði — reyndi að ljúká
sem vandlegast upp mínum
hugarkynnum fyrir áhrifum
listarinnar, snéri baki í Gunn
■laugi og Snorra og v&r engan
veginn á þeim buxunum að
girnast kattarkvikindi kon-
unnar, sem listahendur Sig-
urjóns Ólafssonar höfðu form
að. Já, ég reyndi að ryðja
burt hvers konar tregðu,
reyndi að ganga fyrir bý
hina heilbrigðu skynsemi,
sem eftir skýrri yfirlýsingu
Kjartans Guðjónssonar er
hinn vesti f jandi heilbrigðrar
listar og grunuð um að standa
fyrir þeim illrændu njósnar-
sveitum, sem spyrja: Hvað á
þetta að vera? . . . En þetta
var ekki til neins hjá mér.
Engin áhrif frá nokkurri
mynd — nema hvað syndir
Kristjáns Davíðssonar, Smá-
Ijón í prófíl og Barn, vöktu
hjá mér hugsanir, sem ég held
að varla geti talizt til list-
rænna áhrifa, en að því mun
ég víkja síðar. . . Og hvað
svo? Jú, allt í einu óskaði ég
þess — og var þetta inn-
blæstri líkast — að tík, sem
ég hafði átt fyrir nærfellt
aldarfjórðungi, væri komin
spillifandi — og þarna væri
orðið fullt af sýningargest-
um. Mér þótti ákaflega mikið
varið í þessa tík. Hún var
falleg, þrifin, vitur og við-
kvæm. Ef hún heyrði falskan
eða ruddalegan söng eða önn-
ur afkáraleg hljóð eða sker-
andi, þá settist hún niður og
ýlfraði sárt, og þegar henni
lét verst í eyrum, þá span-
gólaði hún svo ámáttlega, að
það var sem hún yrði að þola
hið sárasta hugarstríð. Og nú
var ég þarna allt í einu sann
færður um það, að ef þessi
itík hefði verið komin, þá
hefði hún farið að spangóla,
þegar hún hefði verið búin að
horfa stundarkorn á myndir
byltingaforkólfanna. Ef til
vill hefði tíkardómurinn ork-
að á einhverja sýningargest-
ina eins og orð barnsins á fólk
ið í skrúðgöngunni í ævintýr-
inu Nýju fötin keisarans! . . .
En það var nú steinhljóð í
salnum, því að ég var orðinn
þarna einn — Halldór Jónas-
■son frá Eiðum farinn og Gunn
laugur Blöndal farinn — var
ógurlega fljótur að átta sig á
þessari sýningu, sá meistari.
Já, ég var þarna einn og ut-
anveltu — eins og myndir
Gunnlaugs Schevings og
Snorra — andspænis sex-
mannasálinni, sem var að
gera byltingu í íslenzkri list.
Ég fór heim, og ég fletti sýn
ingarskránni — ég fletti
henn.i aftur og aftur, — en
stund hrifninnar kom ekki.
Svo las ég þá ritið Ssptember
sýningin og skoðaði myndirn
ar og sá talsverðan ytri mun
á málurunum, því að þeir
höfðu hvorki birt myndir,
sem þéir hefðu málað hver
af öðrum né sjálísmyndir. . .
En í ritinu sá ég sitthvað, sem
mér þótti sérkennilegt. Á
blaðsíðu eitt las ég:
,,Mólarinn er ekki að leit-
ast við að búa til konu, eitt-
hvað, sem er alveg eins og
kona, eða hvað sem kann að
vera þinn táknræni grund-
völlur undir verki hans.
í kvöld klukkan 8,30.
Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í dag.
Lækkað verð. Ný atriði. Nýjar vísur.
DANSAÐ TIL KL. 1.
SIMI 7104.
Hann er að skaþa verk, sem
iifir sínu eigin lífi eins og
náttúran sínu, án þess að það
þurfti að styðjast við neitt
annað en sjálft sig. Athyglin
beinist fyrst og fremst að því
eina, sem skiptir verulegu
máli, myndfletinum. . . . Lista
maðurinn skapar náttúru, en
líkir ekki eftir þeirri, sem
er fyrir.“ Leturbr. eru allar
eftir mig G. G. H.
O, rétt — ég kem nánar að
þessu síðar, en ég verð að
láta strax í Ijós undrun mína
yfir því, hvernig hinir hátt-
virtu byltingarlistamenn
geta búizt við stórbortnum
byltingarárangri, þegar þeir
stanga hvor annan, vantar
auðsýnilega einn einráða
byltingarforkólf — éða eru
þessir forustumenn á vét-t-
vangi andans ekki skarpari
en svo, að þeim sjáist yfir hin
ar hörmulegustu mótsagnir í
málflutningi? Minnsta kosti
segir svo í grein .þeirri, sem
Þorvaldur Skúlason hefur
þýtt eftir Christian nokkurn
Zerves um list Picassos:
,,Að mála er fyrir mann
eins og Picasso að hlusta á
æðaslög lífsins, túlka þær
kenndir, sem þau vekja hjá
honum, koma öðrum til að
skynja með sér. Svo lítilfjör
legur hlutur er ekki til, að
honum virðist hann ekki verð
ugt viðfangsefni. Uppruna
verka hans má ætíð rekja til
hins séða, þess, sem snart til-
finningar hans. Allt kemur
eðlilega fram í verkum þessa
manns, jafnt hlutir, sem ytri
hræringar manneskjunnar og
hugsanir.“
Mótsögnin mun vera nokk-
uð augljós, en það er svo sem
fleiri í ritinu, sem kemur svo
kynlega fyrir, að ekki væri
undarlegt, þó að þeir fyndu
það, fyrr eða síðar, listbylt-
ingarmennirnir, að ,,heil-
brigð skynsemi lætur ekki að
sér hæða“ — eins og forustu-
spekingurinn Kjartan Guð-
jónsson segir í grein sinni,
bls. 3. Á sömu bls. sjáum við,
að sízt er undarlegt? þó að .
Þjóðviljinn sé reiður við
Bjarna dómsmálaráðherra út
af negra-jazzinum — því að
ætla má að það sé í ráði hjá
hinum byltingarsinnuðum
myndlistamönnum að fá hing
að nokkra mestu myndlistar-
menn Ástralíublökkumanna,
Bantúnegra, Zúlúkaffa, Hott-
intotta og Búskmanna til þess
að kenna við vísi að listhá-
skóla. Kjartan Guðjónsson
segir sem sé í stefnuskrárrit-
gerð sinni:
,,Margar þær þjóðir, sem
við köllum frumstæðar,
standa okkur á mörgum svið-
um Iangtum framar, ekki
kvað sízt í listum.“
Haná nú! Þá segir sami list
fræðingur — og leggst djúpt:
„Hina fullkomnu andlits-
mynd er hægt að fá með því
að líta í spegil“. (Bls. 1.)
En þar sem ekkert er
mifmzt' á skopmyndir af
mönnum, vantar hliðstæð
sannindi, sem trúlega hefðu
verið orðuð svo:
Hina fullkomnu skopmynd
af andliti sínu geta menn
fsngið með því að líta í spé-
spegil!
Sami' höfundur getur þess,
að'Eiríksjökull komist . ekki
fyrir í einni stássstofu, og
einnig minnist hann á það, að
lis'tin eigi að vera hluti hins
daglega lífs — og virðist það
takmark listbyltingarmann-
anna, að svo megi þetta verða.
Að því marki stefna þeir þá.
með listaverkunum, sem þeir
sýndu á Septembersýning-
unni!
Framh. á 7. síðu.
álþýðublaðið
vantar fullorðið fólk og unglinga til blaðburðar
í þessi hverfi:
Seltjarnarnes
Vesturgötu
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA.
Alþýðubtaðið. Sími 4900.