Alþýðublaðið - 16.01.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagxir 16. janúar 1948
Úígefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan luf.
arverkamenn
ÖLLUM, sem fylgzt hafa
með íslenzkri stjórnmála.
baráttu undanfarin ár, liggur
í augum uppi, að kommún.
istar hafa reynt skipulögð
skemmdarverk síðan þeir
hrökk)luðust úr fyrrverandi
ríkisstjórn. Tilgangur þeirra
hefur verið sá að kalla hrun
og öngþveiti yfir íslenzkt at_
vinnulíf í hefndarskyni fyrir
pólitískar ófarir - þeirra og
undirbúa vaidatöku kommún
ista eftir að grundvöllur nú-
verandi þjóðféllags væri
hruninn í rústir. ■
Tvisvar sinnum með
skömmu millibilí hafa kom-
múnistar gert tilraun til þess
að leggja til atlögu við ís-
lenzkt atvinnullíf með þenn-
an tilgang í huga. Báðar þess-
ar tilraunir þeirra hafa mis-
tekizt. En þær eru eigi að síð
ur lærdómsríkar til varnaðar
í framitíðinni, því að vafa-
laust halda kommúnistar á-
fram tilraunum sínum til
sllíkra skemmdarverka.
*
Kommúnistar hafa sér í
lagi lagt áherzlu á að tor_
velda síldveiðarnar í sumar
og vetur. Þeim var að sjálf-
sögðu um það kunnugt, að
síldveiðarnar skiptu mjög
miklu máli fyrir afkomu
Iþjóðarinnar. Hatur þeirra á
núverandi ríkisstjórn leiddi
tii þess, að þeir efndu á síð-
ast liðnu vori til víðtækra
póliitískra verkfalla, sem
höfðu þann megintilgang að
stöðva síldveiðiflotann. Sú
tilraun þeirra mistókst. Fjöl-
mörg verkalýðsfélög víðs.
vegar um land risu upp gegn
hinni hvatvísu afstöðu kom-
múnistastjórnar Alþýðusam-
bandsins, og verkfallsbrölt
kommúnfsta í vor varð til
þess ,að opna augu verka-
lýðsins og raunar þjóðarinn-
ar í heild fyrir því, hverjir
skaðræðismenn kommúnistar
eru.
Það sýnir ábyrgðartilfinn-
ingu og framsýni ísílenzkrar
alþýðu, að hún hefur verið
vel á verði fyrir því, að kom-
múnistum tækist ekki að mis.
nota samtök hennar í póli-
tískri baráttu, sem stefnt er
gegn hagsmunum þjóðarinn
ar, og þá fyrsit og fremst
hinna vinnandi stétta, þótt
hinn yfirlýsti tilgangur henn
ar eigi að vera andstaða -við
ríkisstjóm, er kommúnistar
hafa andúð á.
*
Kommúnistum tókslt ekki
að stöðva síldveiðiflotann í
sumar. En þegar síldveiðin
brást, glöddust þeir og þótt-
ust sjá sér leik á borði. Svo
hófst sildarvertíðin í haust,
sem enn stendur yfir og hef_
ur þegar fært þjóðinni mikil
Kvikmyndin um mannsbarnið. — Merkasta
kvikmynd, sem hér hefur verið sýnd í mörg ár
SUMIR RITHÖFUNDAR
valda aldahvörfum í skoðunum,
en þeir gera það því aðeins, að
þeir séu í samræmi við nýjan
gróður í sálum hins óþekkta
fólks, fólksins, sem enginn virð
ist vita um, og enginn virðist
þekkja, en er samt til staðar,
gróður, sem þetta umkomulausa
fólk veit heldur ekki um, en
finnur þó að bærist með sér,
eða réttara sagt sem er hálfóvit
andi lífstrú þess og lífsgildi.
Þannig fæðast nýjar hugsjónir
alltaf, þær eru aldrei „fundnar
upp“ af einhverjum forustu-
mönnum.
ANDERSEN NEXÖ var einn
þessara guðinnblásnu skálda fyr
ir fjörutíu — fimmtíu árum, en
þá skrif aði hann' sögur sínar
„Pelle Erobreren“ og „Ditte
Menneskebarn". Þær eru höfuð
verk hans. Ekkert, sem hann
hefur skrifað síðan, kemst að
mínu viti í. hálfkvisti við þær,
hvað sem bókmenntasérfræðing
ar segja. Hann sagði það, sem
umkomulaus, óþekktur, lýður
vissi, en gat ekki sagt, því að
hann hefur hundna tungu. Og
um leið og hann sagði það, hóf
fólkið ennið mót stjörnunum.
Það heyrði óm sem snart streng
í sál þess, skyldi hann til fulln
ustu og fylgdi honum. Þannig
átti Andersen Nexö stórfengleg
an þátt í sköpun þeirrar vold-
ugu alþýðuuppreisnar í Dan-
mörku.'sem gerzt hefur þar síð
astliðna hálfa öld og stendur
enn.
ÉG NOTAÐI fyrsta tækifær,
ið, sem mér gafst til að sjá kvik
myndina í Gamla bíó af fyrsta
hluta sögu Nexös um „Ditte
Menneskebarn“, sem hefur hlot-
ið ákaflega afkáralegt og vill-
andi nafn í íslenzkunni, ,Stúlku
barnið Ditte“. Þetta meinar
Nexö ekki. Réttara væri að
kalla myndina „Blessað barn-
ið“ ■— og þó er það ekki nógu
gott. En nafnið er kannske auka
atriði. Hitt er meira virði, að
hér er um að ræða kvikmynd,
sem er mikið listaverk hvernig
sem á hana er litið. Danir hafa
, aldrei komizt lengra í þessari
list. Efnið gefur og tækifæri til
að skapa mikið verk, enda hef-
ur kvikmyndatökumanninum
tekist það svo vel, að mér, til
dæmist, fannst aðeins eitt at-
riði mætti vera öðruvísi, draum
ur Ditte í sænginni.
DITTE MENNESKEBARN ér
sagan um umkomuleysið og ör
birgðina, um það að sá sem
hefur auðinn og valdið hafi líka
réttinn. Ditte er fædd óvelkom
in í heiminn, hún verður eftir
hjá ömmu og afa, þegar móðir
hennar hrökklast út í veröld-
ina. Síðan giftist móðir hennar
öreiga, manninum sem ber í
brjósti hinar óvitandi hugsjónir
um nýjan Iieim. Móðirin þráir
fegurð, en þolir örbirgð. Hún
rís upp í umkomuleysi sínu,
tekur .með valdi og veldur
slysi, hún ber börn sín og þau
hjúfra sig hvert að öðru, en í
augum þeirra sprettur fram
furðuspurning um móðurina og
framferði hennar. Ditte gengur
síðan hálfa leiðina sömu sem
móðir hen-nar fór. Þar lýkur
myndinni.
ÞESSI MYND er allt öðru-
vísi en flestar, ef ekki allar
myndir, sem við höfum séð hér.
Við erum alin upp við glans-
myndir, súkkulaðiandlit, plast
iksvipi, silki og glampandi stál
húsgögn. Þetta hefur spilt
smekk okkar. Það heyrðist líka
í Gamla bíó klukkan fimm á
miðvikudaginn. Nokkur fífl
voru í salnum, sem hefði átt að
henda út í svaðið, flyssandi og
æpandi voru þau þegar list
myndarinnar náði hámarki
EN EF TIL VILL er þeim
vorkunn. Þau hafa líka vaxið
upp í þessum jarðvegi sem við
stöndum í. •— Og margt kemur
úr moldinni. Vonándi fáum við
aðra kvikmynd um „Ditte Menn
eskebarn11, framhaldið, sem er
■ekki síður listaverk en fyrri
hluti sögunnar.
Hannes á> horninu.
Tímariti
6. og 7. töl’úblað er nú komið í bókabúðir. Er þar
dFjilds greina,' meðal ar.nars u-m -Beiiny Go'oriman, -
H*rry James, Bob Crosby og' Be-Bop. Grein -um
fuqppruara og þróun Jazziins:'Jam ■ Session í Breið-
fiaSfejeafcúð.--. Auk-þess-''eru':-..iviðtöli^vi&'vístenzka ■
W.jíSifeRra'k'ikíU'a; Fréttadálkar ■ og m. ■ m.-fteira.
Útbreiðið ALÞÝÐUBLAÐIÐ
sem hverjuiíi hugsanúi manni er nauðsyntegt að
‘iesa sér .tili fróðleiks o_g sfcemmtunar:
1. Sannar draugasögur
eftir mesta dútepeking aldarinnar á Vesturlöndum,
CHEIEO (Louis Hamon greifa). — í þessari bók
eru fræð fram sterkari rök fyrir framhaidslifi en.í
nokkurri annarri einni bók. — Bókin er auk þess
skemmtilegri en flestar skáldsögur.
I Sannar kynjasögur
3. Um dáleiðslu
eftir sama höfund. — í bók þessari eru margar dul-
naenaar sögur og sumar hai'Ia ótrúlegar, en-höfund-
urinn leggur heiður sinn að veði fyrir að rétt sé frá
skýrt. — Auk þe:ss »er bókin mjög skemmti'leg.
efbir frægasta dáleiðanda Breta á þessari öld, AL-
EXANDER ERSKINE. — Það er vafasamt hvort
hæigt er að telja þann mann menntaðan, sem ekki
hiefur lasið þessa st-órmerkilegu og sfce'mmtilegu
bók. — Kaupið þessar þrjár ódýru bækur og lesið
þær og yður mun ekki iðra þess.
Prentsmiðja Austurlands h.f.
• SEYÐISFIRÐI.
verðmæti. Kommúnistar
höfðu þegar illan bifur á
vetrarsíldveiðinrfí, enda varð
Þjóðviljinn frægur að end-
emum fyrir að ráðast á ríkis-
stjórnina fyrir það, hvað hún
tengdi miklar vonir við þenn-
an atvinnuveg. Hjá kommún-
istum gætti engrar umhyggju
fyrir hag alþýðunnar. At-
vinna og afkoma sjómanna
og verkamanna í )landi skipti
engu máli. Ríkisstjórnin var
illa að þessu bjargræði kom.
in að dómi Þjóðviljans, og
það var aðalatriðið.
Síðasta atlaga kommúnista
að islenzku atvinnulífi var
gerð í sambandi við nýju sjó-
mannasamningana. Þeir
gerðu sér vonir um, að allar
sáttatilraunir færu út um
þúfur og siglingar á flutn-
ingaskipum innan lands og
utan féllu niður. Aðalatriðið
fyrir þá var það, að þar með
hefðu síldarflutningarnir
norður stöðvazt og síldveiði-
flötinn, sem þessa daga er að
ausa upp auðnum úr HvaL
firði og sundunum við
Reykjavík, orðið að hætta
veiðurn.
En kommúnistúm varð
ekki að ósk sinni. Samningar
tókust, og verkfallsvon kom-
múnista rann út í sandinn.
Sjómennirnir halda áfram at-
vinnu sinni. Auðurinn heldur
áfram að berast á land. En
kommúnistar eru vonsviknir
og gramir.
*
Þessi vonbrigði og þessi
gremja kommúnista kemur
nú daglega fram í Þjóðvilj-
anum. Malflutningur hans í
tilefni af nýju sjómanna-
samninjgunum er - nýjasta
dæmið ium fíflshátt komm-
únista. Þeir ráðast á stjórn
Sjómannafélagg Reykjavíkur
fyrir samningia þá, sem hún
gerði, en lofa samtímis á
hvert reipö: forustumenn far_
ma nnasambandsi ns fyrir
samrúnga þeirra. Samanburð
pr á þesaim ■ftveimur samn-
ingum -kdðár í ljós á óyggj-
andi hátt, að með þessu eru
kommúnistar að níða betri
isamningana, en lofa þá lak-
aril.
Hér er að sjáifsögðu um að
ræða nýja pólitíska árás
kommúnista á andstæðinga
þeirra í jgtjóam-sjómannafé-
lagsins og félagið í heild, en
það hefur haft og hefur skel.
egga forustu í andstöðu reyk.
vískrar ■ verkalýðshreyfinga:
gegn ikommúnisitum. Ei
jafnframt bitnar á sjómanna;
félaginu og forustumönnun
þess gremja og hatur komm.
únista yfir því, að þessi nýj:
tilraun þeirra (til skemmdar.
verka skyldi fá sama endi o|
hið pólitíska verkfallsbröl
þeirra í vor. Báðar þessar ti
raunir höfðu þann sameigii
lega tilgang að kalía hrun
öngþveiti yfir ; íslenzkit at.
vinnulíf með stöðvun síld.
veiðanna. Það fór því vel i
því, að báðar þessar tilraur
ir þeirra fengu einn og samí
endi. Og þjóðin mun á sín.
um tíma kveða yfir kommúr
istum einn og sama dóm-fyr.
ir þær báðar.