Alþýðublaðið - 02.03.1948, Blaðsíða 7
1
Þriðjudagm* 2. marz 1918.
ALÞÝBUBLAÐIÐ
Bœrinn í dag.
Næturlæknir er í læknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er Reykjavíkur
apóteki, sími 1760.
i ■
Alþýðuflokksfél. Hafnarfjarðar
heldur aðalfund sinn í kvöld
kl. 8,30. Áríðandi að félags-
menn fjölmenni á fundinn.
Bazar
heldur Félag austfirzkra
kvenna í G.T.-húsinu í dag kl.
2 e. h.
MINNING.
GuSrún Gísladóttir
Fædd 9. janúar 1914.
Dáin 23. janúar 1948.
Bessastaðakirkja og
Bessastaðastofa
Framhald af 3. síðu.
úð í meðferð minni á Bessa-
stöðum og leiða hugann frá
kirkjunni.
Sannleikurinn ©r nokkuð á
annan veg. Þegar viðgerð var
hafin, var þegar ákveðið,
hvernig haldið skyldi á verk-
inu, og það olli engum deilum’
enda ákveðið í samráði við þá
verandi ríkissftjóra íslands
herra Svein Björnsson, og
ríkisstjórnina.
Mér er ljúft og skylt að
geta þess, að forsetinn lagði
ríkt á um það, að varðveita
bæri allt það, er gamalt gæti
talizt, og það annað, er úr
lagi hafði verið fært síðustu
áratugi, skyldi á ný fært í
isinn upprunalega búning, ef
þess væri nokkur kostur.
Allt það, er numið var á
brott, voru nokkrar hurðir og
stigi frá tíð tveggja síðustu
ábúenda jarðarnnar, en við
nýsmíð þessara hluta var
hafður til hliðsjónar hluti af
hurð. er fannst á staðnum og
var álitin að vera frá bygg-
ingartímabili Bessastaða-
stofu.
Þetta var þá hin raunveru-
lega stefna, er látin var ráða
um lendurbygginigu gömlu
Bessastaðastofunnar; um
hana voru allir á einu máli og
henni var fylgt í hvívetna.
Skýtur hér nokkuð skökku
við, ef borið er saman við
lýsingu próf. Guðjón-s, en
ílestum mun þetta fyrir
löngu kunnugt, og hef ég
ekki fyrr hlotið ámæli vegna
þessara aðgerða.
Svipað er háttað sannleik-
anum um hinn sögulega hús-
búnað, sem Guðjón Samúels-
son kveður hafa verið num-
inn á brott við endurbót
Bessastaðastofu. Þegar ríkis-
stjórnin þá húsið að igjöf, var
það vitanlega tómt — gal-
tómt; og það gegnir furðu,
að Guðjón húameisítari skuli
álíta menn svo auðtrúa, að
nokkur fáist til að Ijá slíku
eyru, að húsbúnaðuir frá dög
um Jónasar Hallgrímsisonar
eða Gríms Thomsens og
þeirra ágætu manna hafi leg-
ið þar á glámbekk.
Það er einsýnt,. að slíkar
getsakir fá ekki staðizt gagn-
rýni, í hvaða augnamiði sem
þær kunna að vera bornar j
fram.
Að öðru ley<ti hirði ég ekki
um að elta ólar við húsameist
iara ríkisins um samanburð á
endurbyggingu kirkjunnar
og bústað forsetans.
Gunnl. Halldórsson.
Leslð Alþýðublaðlð
„HÚN Dúna okíkar er dáin.“
Þessa sorgarfregn færði Gísli,
faðir hennar mér þann 24. f.
m. — „Ég vildi láta þig vita
þetta,“ bætti hann við, „því að
þú þelcktir hana svo vel. Hún
dó í igær.“
Mig setti hljóðan. '
Hún Dúna okkar var horfin,
og ég sem haifði 'hitt hana ný-
lega, og þá var 'hún svo 6-
venjul'ega vel frísk og vel út-
latandi, gagnstætt því, sem Vér-
ið ha'fði undanfarin ár, þegar
henni var oft ekki hugað líf til
næsta dags.
Síðastliðið ár var eins og
fagurt da’gmálasikin í lífi Dúnu,
eftir tanga og dimma nótt
þjáninga og veikinda. Hún fékk
mikJa heilsulbót, eignaðist góð-
an eiginmaim, fallegt heimili
og litla elskuleiga d'óttur, 'sem
aðeins átti stutta viðdvöl í
þessum heimi, og fylgir nú
móður sirnni til: landsins ó-
kunna. Ástvinirnir voru famir
að vonast eftir áframhaldandi
heilsuhata, því að árið síðasta
var eins og „sólskmisblettur í
heíðif, en svo dró aftur s.ký
fyrir sólu, og eiginmaður, for-
eldrar, systkini oig vinir hiorfa
á eftir mæðgunum’ með sökn-
uði og treiga, og sorg og harm-
ur fyllir hugi þeirra.
Dúna hét tfullu nafni Guð-
rún, og var dóttir hjónanna
Sigríðar Jónsdóttur og Gfela
Árnasionar, Hellubraut 6 í
Hafnarfirði. Hún ifæjddist í
Reykjavík þann 9. j an. 1914,
en fluttist til Hafnarfjarðar ár-
ið 1924, og ólst þar upp hjá
góðum og ástríkum forelidruan
og í glöðum og igóðum systkina;
hóp, elzt sinna systikina. Hús-
rúmið var lítið, en samkomu-
l’agið var ©ott. Ást og ein-
drsegni rfkti í litla húsinu á
Hamrinum, bæði milli foreldra
og barnanna annars vegar og
systkinanna innbyrðis hins
vegar. ÖH viidu þau styðja
hvert amiað og efla bvers ann-
ars hag, og átti Dúna iekki
minnstan þátt í því, en1 ernmitt
þess vegna var hún svo kær og
í svo miiklu afhaldi, eigi aðeins
hjá sínum nánustu, beldur
eimiig hjá öllum þeim, sem
henni kynntust.
Fyrir rúmum 20 lárum kynnt
ist ég Dúnu fyrst, og síðan hef
ég ávallt 'þekkt hama að öllu
góðu. Þá gætti hún litln drengj
anna minna á sumrin, en gekk
á Flensíborgarskólamn á vet-
urna, og þaðan1 útskrifaðist
hún vorið 1930 með góðum
vitnisburði.
Síðan stundaði hún verzlun-
arstöúf um skeið, ög þar kom
húm sér svo vel, að hiúsbændur
hennar vildu trauðlega missa
hama úr þjónustu simni, em
huigm- henmar stefndi til hjúkr-
unarstarfa, og það var ánægju-
Iegt að gefa bemni meðmæli.
Af hjúikrunarkvenm'askólanum
útskriifaðist 'hún árið 1937, og
eftir það stumdaði hún hjúkrun
meðam heilsan entist og kraftar
leyfðu. '
Dúna var smeimma tápmikil
stúlka, 'hraust bæði andloga og
líkamlega, glöð í bragði, em þó
stillt og prúð í framfoomu. Hún
var ráðvönd og skyldiurækim
við störf ski, kappsöm o>g af-
kastamikil við alla vinmu’ og
trú og. holl 'húsbæmdum sín-
um. Hún var greind og góðum
hæfileikum búin og vel igefin í
alla staði.
Það er sagt, að þeir sem
guðimár elska deyi umgir.
Dúna var eim af þeim, þar sem
hún var áðeins 34 ára gömul,
þegar kallið kom. Húni var því
kölluð burt héðan fyrir miðjam
starfsdag, að lókinni hetjulegri
baráttu við þjánmgafullan og
erfiðan sjúfodóm (liðagigt) um
þriggja ára skeið.
Vegir guðs eru órammsakan-
legir, en allt er gott, sem gerði
hanm. Þessi sannindi eiga að
vera huggum harmi geign fyrir
alla þá, sem eftir lifa.
Ég vil því óska þér, Dúna
mín, og litlu diótturinmi allrar
blessunar >og f araiiheiEa á ykk-
ar nýju leiðum.
Blessuð sé minnimg ykkar.
í Vinur
HANNES A HORNINU
(Frh. af 4. síðu.)
ir bílafarganinu er í stóru lönd
unum orðið á við afleið’ngar
styrjalda. Þannig láta menn sín
eigin verk og tæki vaxa sér
yfir höfuð og koma sér í koll.
Oft er rætt um, hvort slysin
séu heldur að kenna aðgæzlu-
leysi fótgangenda eða bílstjóra.
Þar er fyrst þetta að achuga:
Gangandi maður býr engum
hættu með sínum farartækjum.
Og það er hart ef smávegis
ógætni manns þarf að kosta
hann líf og limi. En bílstjórar
hafa alltaf líf manna í hendi
sér og þess vegna verður að-
hald þeirra aldrei of mikið og
aldrei gert of mikið úr ábyxgð
inni, sem á þeim hvílir.
ÞAÐ er oft sagt sem svo.
Engan bílstjóra langar til að
valda slysi. Það er sjálfsagt
rétt. En þeir þurfa að gera sér
ljóst, að í hvert sinn, sem þeir
aka hraðar en fyllst er leyfi-
tegt, í hvert sinn, sem * þeir
hreyfa bíl, sem ekki er í fyllsta
lagi, þá leggja þeir af frjáls-
um vilja líf samborgara sinna
í hættu. Sjóslysin eru sorgleg,
en yfir þeim er oft einhver ör-
lagaþrungin tign. Bílslysin, sem
oftast stafa af því, að fólk, sem
ekkert lá á, flýtti sér of mikið,
að vín ruglaði dómgreind bíl-
stjórans, eða að bíllinn var í
ólagi, eiga sér að jafnaði of
auðvirðilegar orsakir til þess
að afsaka jafn átakanlegar af-
’leiðingar og þau hafa“.
ÞAÐ dettur engum í hug að
draga úr ábyrgðinni, sem hvílir
Móðir ckkar,
Jóhanna Árnadóttir
frá Brekkum,
andaðist að heimili sínu, Brávallagötu 44, aðfaranótt
1. marz.
Guðlaug Gísladóttir. Guðmundur Gíslason.
á bifreiðastjórum. En mér þyk-
ir bréfritarinn um of lýsa allri
ábyrgð af vegfarendum. Oft
eiga þeir beinlínis sök á slysun
um. Þeir, sem brjóta umferðar
reglur geta valdið slysum,
hvort sem þeir stýra bifreið eða
eru fótgangandi.
Lyfsölumálin
Framh. af 5. síðu.
metin dýrari en dagvinna, held-
ur eru allar stundir reiknaðar
sem dagvinna. Kvöldvinnu og
helgidagavinnu er einnig sleppt.
Er nokkurt frí gefið þessari
vinnu til uppbótar. Launasamn-
ingurinn innleiddi aldursflokka.
Varð það til þess, að laun
sumra yngri lyfjafræðinga
lækkuðu. Væru lyfjafræðingar
apóteksins í lægsta flokki,
hefðu þeir í grunnlaun að næt-
urvörzlulaunum meðtöldum kr.
922,50 á mánuði eða kr. 2,95
á klukkustund. Væru þeir í
hæsta launaflokki, hefðu þeir
kr. 1325,75 á mánuði eðu kr.
4,25 á klst.
Berum þetta nú saman við
launakjör landlæknis, sem
launalögin gefa upp, og hann
tekur til samanburðar. Sé reikn
að með því, að hann komi til
vinnu kl. 9 f. h. og vinni til kl.
5 e. h. og til hádegis. á laugar-
dögum, þótt hann kunni að kom
ast af með styttri vinnutíma að
hætti ýmsra dugandi embættis-
manna, verða vinnustundir
hans 152 á mánuði og grunn-
laun á klst. kr. 7,12.
Svo vikið sé aftur að saman-
burði landlæknis á tekjum
lyfjafræðinga og embættis-
manna, fæst raunhæfari saman-
burður með stuðningi af útsvars
og skattaskrá Reykjavíkur 1947
heldur en launalögum ríkisins.
Hæsti gjaldandi í hópi lyfja-
fræðinga, sem í apótekum
vinna, greiðir kr. 2342 í tekju-
skatt og kr. 5170 í útsvar.
Skattalægsti lyfjafræðingur
greiðir kr. 1133 í tekjuskatt og
kr. 2970 í útsvar. Flestir hafa
tekjuskatt nálægt kr. 1500 og
útsvar nálægt kr. 3000. Aðeins
einn lyfjafræðingur greiðir
stríðsgróðaskatt, en hann vinn
ur ekki í apóteki.
Hér fara á eftir tekjuskattur,
stríðsgróðaskattur og útsvar
þeirr^ embættismanna, sem
landlæknir tekur til samanburð
ar við lyfjafræðinga og vill
gefa í skyn að hafi svipaðar
tekjur og þeir eða öllu lægri.
En engri ákveðinni röð er fylgt.
1. embættismaður: tsk. 20
517, strsk. 8510, útsv. 8 800. 2.
tsk. 8175, strsk. 882, útsv. 11
000. 3. tsk. 3162, útsv. 6600.
4. tsk. 4809, strsk. 250, útsv.
7150. 5. tsk. 2380, útsv. 4180.
6. tsk. 2087, útsv. 6050. 7. tsk.
í 2952, útsv. 5500. 8. tsk. 2380,
útsv. 5280. 9. tsk. 4457, strsk.
159, útsv. 7150, 10. tsk. 5095,
strsk. 289, útsv. 6050. 11. tsk.
4392, strsk. 181, útsv. 6600. 12.
tsk. 5800, strsk. 373, útsv. 8800.
13. tsk. 1961, útsv. 4840. 14.
tsk. 8263, strsk. 906, útsv.
10 450. 15. landlæknir: tsk.
8143, strsk. 915, útsv. 12100.
Það er ýmist, að launalögin
gefa ekki upp allar tekjur, sem
embættin veita, eða að embætt
isstörfin eru ekki tímafrekari
en svo, að embættismennirnir
geta haft tekjur af öðrum störf
um jafnhliða. í dæmi landlækn
is vinna lyfjafræðingar að jafn
aði 12 stundir .á sólarhring
Mun slíkur vinnudagur ekki
leifa miklum tíma til annarra
starfa. Hin augljósa blekking,
sem landlæknir hefur í frammi
við samanburð á tekjum lyfja
fræðinga og embættismanna, er
sú, að hann telur allar tekjur
lyfjafræðinga, en aðeins brot
af tekjum embættismanna, ‘þar
með talið hans sjálfs. Af öllum
lyfjafræðingum er aðeins einn,
sem kemst í stríðsgróðaskatt,
og sá vinnur ekki í apóteki og
er ekki greitt eftir launasamn-
ingi lyfjafræðinga. Af 15 emb-
ættismönnum í dæmi V. J.
komast 9 í stríðsgróðaskatt og
er auk þess sumum veitt hlunn
indi svo sem frítt húsnæði,
einkabíll og ferðakostnaður í
embættiserindum. Tekjusaman
burður V. J. er eitt af því, sem
sumir nefna sannfræði á vil-
mundarvísu.
Fyrir nokkrum árum réðist
eitt bæjarblaðanna að Vilmundi
Jónssyni fyrir ,að tdka laun ut-
an embættislauna sinna. í
svari sínu (Alþbl. 14. apr. ’34)
segir V. J. m. a.: „Sumum emb
ættum eru ákveðin svo lág láun
í launalögum, að engin leið er
að fá sæmilega menn til að
gegna þeim fyrir þau laun. En
í stað þess að fá launalögunum
hreinlega breytt, hefur sú
ógeðslega leið verið farin . . .
að gera þessi embætti sam-
keppnisfær við önnur störf . . .
með aukagreiðslum og oft fyr-
ir málamyndarstörf. Eitt þess-
ara embætta er landlæknisemb
ættið“. Nú hefur' launalögunum
verið breytt. Þau ætla land-
lækni lægri mánaðarlaun en
hæstlaunuðustu lyfjafræðingar
fá eftir sínum launasamningi.
Þó eru tekjur hans svo háar, að
hann ber margfaldan tekju-
skatt og útsvar lyfjafræðinga,
og hefur auk þess stríðsgróða-
skatt. Hvað hefur orðið um
hina „ógeðslegu leið“ við laga-
breytinguna? Lyfjafræðingar
vilja ekki fara ,,ógeðslegar“
leiðir. Þeirra leið í launamálum
er hrein, allar tekjur skráðar í
allsherjar launasamningi, öll-
um vitandi og engum falin.
(Fjórða grein birtist í blað-
inu á morgun).