Alþýðublaðið - 02.04.1948, Síða 6

Alþýðublaðið - 02.04.1948, Síða 6
6 ALÞVÐUBLAÐIÐ Fösíudagur 2. apríl 1948. Leifur Leirs: O D E kvefíirm andspænis einu nýtízku listaverki. Allsnakin kona — jæja-jamm. Það er nú sí sona — jamm-ó- jamm. Föt eða ekki föt kemur raunar út á eitt, en ekki hefði baðskýla sakað . þarna neitt, svo kvæntum mönnum leyfðist að líta á slíka mynd án likinda til prédikana um . hverflyndi og girnd og augnaráð, sem eiginkonur álíta synd. En hvernig er hún á vanga, •— hö, hö, hö. Eins og heilagfiski eða langa, — hö, hö, hö. Og brjóstin snúa sitt á hvað, — en annar armurinn er að minnsta kosti þremur fjórðu lengri en hinn. Og naflann sýnist vanta — þetta er vansköpuð mær, á vinstpi' fæti hefur hún aðeins þrjár, — og stuttar tær, og tánaglirnar minna mest á krummaklær. Hlátursefni ærið, — hí, hí, hí! Líttu bara á lærið, — hí, hí, hí! Það nær, sem ég er lifandi, alveg oná rist, og umfangsmest við hælinn, — á þetta.að kallast list! Opinberra erinda ég álpaðist marga ferð, en aldrei sá ég í neinu landi slíka kvenmannsgerð, — enda gæti hún illa talizt utan- farar verð. GLEÐIFKEGNIR Nú hafa komið þær fregnir, að Danir hafa látið tilleiðast að selja okkur slatta af smjöri. Hafa staðið um þetta lang- vinnir samningar ,og verða þeim aðilum, er við samninga- borðið sátu, auðvitað þakkaður árangurinn. Sagnfræðingum síðari tíma skal þó á það bent, að kýnna sér vel dálka voru áður en þeir rita sögu þessara samninga, því þá verða samningamennirn ir komnir undir græna torfu í mörgum ættliðum, og þarf eng an að móðga, þótt heiður hljóti sá ,sem heiður ber. Ekki svo að skilja að vér kærum okkur um hólið, en oss finnst sjálf- sagt, að hafa það, sem sannast er, þegar því verður við komið. Er og vel, að vér hljótum vorn skerf, þar eð aðrir hafa hlotið maklega viðurkenningu fyrir að finna upptök Blöndu, útvega aukinn kaffiskammt og sjá svo um að skírdaginn bæri upp á fimmtudag. FLÖSKUBROT Reutersskeyti, sem Morgún- blaðinu barst fyrri skömmu, hermir að kynbreyting sé orðin eða hafi verið gerð á einum frægasta hlaupara Breta, ög að hann hafi unnið kvennahlaup nokkurt. Ekki er þess þó getið af hvaða orsökum þessi undur hafi orðið, eða hvenær, — en furðulegar gerast þær nú, fregn irnar frá Reuter sáluga. ^ íbúðir fyrir smjör. Nú er far- gið að auglýsta húsnæði fyrir þá, rfsem geta látið í té smjör. Er þetta víst, samkvæmt tízkunni, talið eitthvað fínna en að aug- lýsa f jós til leigu, en ekki verð- ur því neitað, að þetta gæti leitt til misskilnings, og að nokkur hætta sé á, að fleiri en naut- gripirnir taki auglýsinguna til sín, — einkum þegar slíkt hús- næði er auglýst í nýtízku hús- um! Köld borð og heitur ?eiilumaiu? sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR Lesið Atþýðublaðið opnaði iskápa, leit niður í skúffur, og hún fitlaði við potta sína og pönnur með ó- styrkum höndum og gat alls ekki ráðið við sig, hvað hún ætti að taka með sér og hvað að skilja eftir. Mary hjálpaði sem bezt hún mátti, en vegna þess hve fjarsötæðukennt verk hennar var, fannst henni það mjg erfitt. Hún vissi þó að frænka hennar vdssi það ekki, að allt þetta erfiði var árangurslaust. Hjarta hennar fylltist kvíða, þegar henni varð hugsað til framtíðarinnar. Hverndg yrði Patience við? Hvernig myndi hún líta út, þegar þeir kæmu fcil þass að taka mann hennar fastan? Hún var barn og varð að meðhöndlast eins og barn. Aftur tiplaði hún út úr eldhúsinu og upp stigann upp í herbergi eitt, og Mary heyrði harna draga fra-m kassa sína á gólfinu, stika fram og aftur, aftur og fram, þar sem hún vafði kerta- stjaka innani! í hálsklút og setti1 það við hliðina á sprungnum tekatli og upplit- aðri mússilínshettu aðedns til þess að taka það allt upp aftur og isetja aftur einhvernj dýrmætari hlut. Joss Merlyn horfði þung- búinn á hana, bölvaði henni við og við, gramur, ef hún missti eitthvað á gólfið eða rak fótinn i og hrasaði. Skap hans hafði aftur breytzt um nóttina. Varðmannsstaða hans í eldhúsinu hafði ekki bætt skap hans, og það, að ekkert hafði borið til tíðinda og enginn hafði látið sjá sig gerði hann enn eirðarlausari, ef mögulegt var. Ilann æddi um húsið, eins og á nálum og utan við sig, og tautaði eitthvað við sjálfan .sig, gægðist út um gluggann eins og hann byggist við að ein- hver kæmi honum að óvör- um. Taugaóstyrkur hans hafði áhrif á konu hans og Mary. Patience gaf honum gætur, kvíðafull, og hún leit á glugg ana, lagði við eyrun, munn- urinn kipraðist, og hún fitl- að við svuntuna sína. Ekkert hljóð heyrðist frá skransalanum í læsta her- berginu, og ekki fór veitinga maðurinn til hans né nefndi hann á nafn; og þessi þögn var óheillavænleg, kynleg og óeðlileg. Hefði skransalinn hrópað ókvæðisorð, eða ham ast á hurðinni, þá hefði það verið meira1 í samræmi við eðl hans; en hann lá þarna í dimmunni án þess að heyrð ist nokkuð til hans, og þrátt fyrir allan viðbjóðinn, sem Mary hafði á honum, íór hrollur um hana, þegar hún hugsaði til þess, að hann væri kannske dauður. Við miðdegisverðinn sátu þau við borðið í eldhúsnu, og átu þegjandi, hálf laumu- lega, og veitingamaðurinn, sem venjulega át eins og hest ur, barði draugalega fingrin um á borðið og snerti ekki kalt kjötið á diski sínum. Einu sinni leit Mary upp og sá hann ' stara á sig undan loðnum brúnunum. Hún var skyndilega gripin ótta um, að hann tortryggði hana og hefði einhverja nasasjón af fyrirætlunum hennar. ITún hafði reitt sig á, að hann yrði í eins góðu skapi eins og hann hafði verið nóttina áður, og hafði verið albúin að taka þátt í því ef nauðsyn krefði, 'svara glensi í sömu mynt, og setja sig ekki í neinu upp á móti vilja hans. En hann sat þungur á brún og skuggalegur, og þetta skap þekkti hún frá því fyrr, og vissi, að var fyrirboði hættunnar. Að lokum tók hún á öllum þeim kjarki, sem hún átti til, og spurði hann, hvenær hann ætlaði að yfirgefa Jamaicakrá. „Þegar ég er tilbúinn“, sagði hann stuttlega og vildi ekkert segja meira. Hún þvingaði sig til iað halda á- fram, og þegar hún var búin að hjálpa til að ganga frá máltíðinni, þá stakk hún upp á því við frænku sína, að það væri nauðsynlegt að taka fil einhvern mat til ferð arinnar, og talaði svo aftur við írænda sinn. „Ef við eigum að ferðast í nótt“, sagði hún, „myndi það ekki vera betra að Pati- ence frænka og ég hvíldum okkur núna seinnipartinn, þá gætum við farið óþreytt- ar af stað í ferðina? Það verð ur ekki mikill svefn fyrir okkur í nótt. Patiience frænka hefur verið á fótum síðan um dagmál og ég líka, reynd ar. Við gerum lítið gagn hér,. eftir því, sem ég fæ séð, með því að bíða hér eftir að það fari að rökkva.“' Hún reyndi að tala eins eðlilega og hún gat; en hjarta hennar barð- ist, svo kveið hún fýrir svari hans, og hún gat ekki litið í augun á honum. Hann velti þessu fyrir sér stundarkorn, og til að hafa hemil á kvíða sínum sneri hún sér undan og þóttist vera að föndra við eitthvað í bollaskápnum. „Þið megið hvíla ykkur, ef þið viljið“, sagði hann loks- ins. „Það verður nóg að gera Gúílni lúðurinn hans Bangsa Bangsi verður svo undrandi í fyrstu, að hana *getur ekkert sagt, en sér þó, að eitthvað verð ur hann að gera til þess að sefa reiði liðþjálfans. „Ég bað jóla- sveininn að senda mér lúður í jólagjöf", segir hann. „Surtur tók við bréfinu og kom því áleiðis og í morgun lá jólagjöf in á þrepskildinum heima“. Liðþjálfinn tekur lúðurinn og athugar hann gaumgæfilega. „Hér hafa átt sér stað alvarleg misgrip. Þetta er einmitt lúð- urinn“. „Ég þeytti hann“, svar ar Gutti grís. „En ég vissi auð- vitað ekkert hvað í húfi var“. OMAR: Örn getur verið 200 míl- um á undan okkur nú. STÚLKAN: Þess vildi ég óska, að ég hefði aldrei látíð tæla mig til þessa starfs. KÁRI: Hvers vegna ertu að at- huga byssuna, maður? ÖRN: Hver veit nema þessi vin- kona þin sjái okkur fyrir skot- marki. STÚLKAN; Þarna hljcita þeir Örn og Kári að fara. Skyldu ÖRN ELDING þeir hafa séð itil ferða okkar? ÖRN: Þarna koma einhverjir á eftir okkur. Kunningjar þínir, — ha? —

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.