Alþýðublaðið - 29.04.1948, Qupperneq 4
4
ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. apríl 1948
Útgefanili: Alþýðuf 1 okkurinn*
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Pingíréítir: ííelgi Sæmundsson.
Riístjórnarsímar: 4901. 4902.
Auglýsingar: Emiiía Möíler.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðsiusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan tef.
FUNDIR ungra jafnaðar-
manna að Selfossi og Borgar-
nesi um síðusíu helgi hafa
heldur betur farið í taugarn-
ar á kommúnistum, eins og
sjá má á Þjóðviljanum í
fyrradag og í gær.
Kommúnistaiblaðið gerir
lítið úr aðsókninni að fund-
um þessum, en sannairlega er
sá málflutningur eymdarleg
lýsing á fylgi kommúnista á
þessum stöðum, því að helztu
forustumenn þeirra á við-
komandi stöðum og nokkrir
aðkomukommúnistar sóttu
báða fundina, e,n voru þar í
miklum minnihluta. Við því
var líka sannarlega að búast.
Fylgi kommúnista í Borgar-
nesi má sín lítils á nær
hundrað manna fundi, og
kommúnistasellan á Selfossi
er svo sem' ekki aðsópsmikil
á fundi, sem sóttur er af hátt
á annað hundrað manns.
*
Sannleikuirinn er sá, að því
fer viðs fjarri, að kommún-
istar uni vel þessum íunda-
höldum ungra. jafnaðarmanna
og telji þau hafa mistekizt.
I Borgarnesi sóttu hinir fáu
aðdáendur austrænu ofbeldis
stefnunnar fundinn tll þess
að vera þar í áberandi minns
hluta og gera sjálfa sig hlægi
lega í umræðunum. Eipn
* kommúnistaforsprakkinn á-
ræddi að kveðja sér hljóðs,
en fraministaða hans var ekki
glæsilegri en það, að hinni
alræmdu kommúnis.tasprautu
í Borgarnesi, Jónasi Krist-
jánssyni, féllust hendur.
Hafði Jónas . þó handleikið
blað og blýant af sýnilegum
áhuga á fundí.num, en þegar
til alvörunnar ko m, valdi
bann sér til handa hluitskipti
þagnarinnar!
*
Á Selfossfundinum mætti,
auk komrnúnistasellunnair á
staðnum, Gunnar Benedikts-
son, frarnbjóðandi kommún-
^sta í héraðinu, og Teitur
Þorleifsson var sendur á vett-
vang héðan úr Eeykjavík.
Þeir félagar vanmátu fund-
inn ekki meiira en það, að
þeir kvöddu sér báðir hljóðs
ásamt fimm öðrum félögum
sínum, og þrír af þessum sjö
kommúmstum töluðu tvisvar
sinnum. AIIs voru því af
þeirra hálfu fiutíar á fundin-
um tíu ræður, og undu .kom-
múnistar ekki fyrirkomulagi
fundarins verir en það, að
þeir iþökkuðu fundarboðend-
um mikillega það drengilega
frjálslyndi, sem þeim hefði
ver;ð sýntjEn svo gefur Þjóð-
viljinn í gær í skyn, að fund-
arboðendur hafi svipt and-
stæðinga sína málfrelsi og
yifnar fil þess, að Jóhannes
úr Kötlum varð frá að hverfa
af þýí, að hann bað ekki um
orðið fyrr en. fundartimi var
úti!
Bifreiðaverksfæðin og tilkynning þelrra, sem
fullyrt er a£ fróðxim mönmim að sé markleysa.
— Ber verkstæðið ekki ábvrgð á bifreiðinni með-
an hún er í vörzlu bess? — Hættumerki við
barnaleikvöil. — Hannes fer í sumarfrí.
FYRIR NOKKRU tilkynntu
bií'reiSaverkstæöin x bænum
með auglýsingum í dagblöðun-
um, að þau bæru enga ábyrgS á
bifreið'um, sem |>au tækju til
viðgerðar, cg væru þær því á
fuJla ábyrgð eigenda meðan
þær væru í verkstæðunum. Enn
fremur tilkynntu þau, að þau
tækju heldur ekki neina ábyrgð
á neinum tækjum, sem væru í
bifreiðunum, þegar þær væru í
verksíæðunum til viðgerðar.
MÉR ÞÓTTI ÞETTA dálítiS
skrítin tilkynning. Og svo mun
fleirum hafa fundizt. Bifreiða-
eigandi skrifar mér efiirfarandi
bréf af þessu tlefni: „Ég varð
ekki lítið undrandi, þegar ég las
tilkynningu bifreiðaverkstæð-
anna um að þau bseru enga á-
byrgð á bifreiðum, sem teknar
væru til viðgerðar í bifreiða-
verkstæðin. Og mér finnst það
mjög fráleitt, ef verkstæðin
eiga að geta komizt upp með
þetta og annað eins. Ég veit
ekki betur en sú hafi að
minnsta kosti verið venjan, að
ef verkstæði hefur tekið ein-
hvern hlut til viðgerðar, þá hafi
það hið sama verkstæði borið á- ^
byrgð gagnvart eiganda á hlutn
um þangað til hluturinn var aft-
ur kominn í vörzlu eigandans.“
,,ALLIR HLJÓTA líka að sjá
að þetta er sjálfsagður hlutur.
Og ef ekki eru til einhver Jaga-
fyrirmæli um þetta, þá er sann
arlega kominn tími til að koma
á , skýrum lagafyrirnfælum urii
það. Við skulum segja, að ég
komi bezta húsgagninu mínu til
viðgerðar til ’núsgagnasmiðs,
svo brennur verksíæði hans. Á
ég þá ekki fulla kröfu á því að
hann láti mig fá sams konar
húsgagn eoa að minnsta kosti
annað álíka verðmætt?“
,»ÉG SKIL EKKí í öðru en
að allir sjái það í hendi sér,
hversu sanngjarnt þetta er. Og
þess vegna nær tilkynning bif-
reiðaverkstæðanna ekki nokk-
urri átt. Ég hef leitað mér nokk
urra upplýsinga um þetta mál
og ég hef fengið þær upplýsing-
ar hjá kunnum lögfræðingi, að
tilkynningin sé markleysa, það
er til dómur í svona máli. Eitt
sinn var brotizt inn í bifreiða-
verkstæði og stolið hjólum und
an bifreið, sem verkstæðið
hafði tekið til viðgerðar. Eig-
andi verkstæðisins var skyldað-
ur með dómi til að greiða eig-
anda bifreiðarinnar fullar
skaðabætur. Bifreiðin hafði þó
ekki staðið inni í sjálfu verk-
stæðinu, heldur í 'porti þess.
Hvað mun þá, ef bifreiðar
brenna í lokuðu verkstæði að
nóttu til?“
ÁSI SKRIFAR: „Ég á heima
skammt frá barnaleikvellinum
við Hringbraut og Framnesveg.
Börn eru nú farin að nota mikið
þennan leikvöll og fer vel á því,
enda kemur hann í mjög góðar
þarfir, þar sem hér er mikið af
börnum og alllangt til næsta
leikvallar. En eitt skortir á, og
það er, að enn hafa ekki verið
sett upp nein aðvörunarmerki
fyrir bifreiðastjóra við leikvöll-
inn. Vil ég eindregið mælast til
þess við umsjónarmann barna-
leikvallanna, að hann láti setja
upp þessi aðvörunarmerki hið
allra fyrsta við þennan leik-
völl.“
AÐ ÞESSÚ SINNi tek ég
sumarfriið mitt nokkuð
snemma. Þegar þið lesið þetta
er ég fárinn út í buskann og um
skeið skrifa ég engan Hannes.
Bréf, sem koma til mín í skrif-
stofuna, munu verða send mér
og mun ég ef til vill senda pistil
heim við og við. Blessuð og sæl
á meðan.
AðalfKndur
Náttúrulækningafélags ís-
lands er í kvöld kl. 8,30 í húsi
Guðspekifélagsins.
Gjafir íil Sumargjafar.
Iðnfyrirtæki 1000 krónur.
Tveir litlir bræður 200 krónur.
Frú Sigríður Einarsdóttir 500
krónur. Kærar þakkir. í. J
Traustsynrlýsing B orgar-
nessfundarins á ríkisstjóir.n-
ina heíur or'ðið kommúnist-
um til mikillar vanþóknunar.
Tillagan var samþylfkt með
38 atkvæðum gegn aðeins
einu! En Þjóðviljinn túlkar
hana á þá lund, að aðeins 9
Borgnesingaír séu meö ríkis-
stjórninni. Hinu þegir hann
auðvitað vfir, að aðeins einn
Borgnesingur er á móti ríkis-
stjcrninni, ef leggja á at-
kvæðagreiðsluna á íundin-
um til grundvallar!
*
Verst tekst þó Þjóðviljan-
um, þegar hann hneykslast á
því, að ,,unglingurinn“ Svein
björn Oddsson skuli að gefnu
tilefni hafa' talað á Borgar-
nessfundinum. En hins er
ekki getið, að eini málsvari
kommúnista á umiræddum
æskulýðsfundi var „ungling-
urinn“ Olgeir Friðfinnsson!
Og á Selfossfundinurn voru í
hópi ,,únglinganna“, sem
kommúnistar tefldu frám í
umræðunum, þeir Gunnar
Benediktsson, IngóIfuT* Þor-
steinsson og Þorsteinn Brynj-
ólfsson!
Það er öðru nær, en að
kommúnistar vanmeti æsku-
lýðsfundi ungra jafnaðar
manna. Þeir óttast þá, og
þess vegna er þeiirra getið í
löngu máli í Þjóðviljanum.
En frammisitöðu kommúnista
á umræddum fundurn má
nokkuð marka á því, að Þjóð-
viljinn minnist ekki á þá
kommúnista, sem þekktust
gestrisni ungra jafnaðar-
manna á Selfossfundinum.
Hi-ns vegar gat hann ,,félaga“
Olgeirs sem ræðumanns á
Borgarnessfuhdinum — en
sennilega a£ vángá.
helclur skemmtun 1. maí í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu kl. 8.
Skemmfiatriði: Skemmtunin sett, Jóhanna
Egilsdóttir. 2. sameiginleg kaffidrykkja, 3.
Ræða, 4. gamanvísur, Alfred Andresson,
5. Dans, gömlu og nýju dansarnir.
Aðgöngumiðar seldir í -skrifstofu fé-
iagsins, sími 2931 á fimmtudag og föstu-
dag og við innganginn ef einhvað verður
óselt.
Viðskiptanefnd hefur -ákveðið eítirfarandi há-
manksverk á
I heildsölu. I smásölu.
Coca-cola ............... kr. 0.53 kr. 0.75
Hámarks'vero þetta gildir í Reykjavík og Hafnar-
ax-firði en annar sta'ðar á landinu má bæta við verðiS sam
kvæmt tilkynningu nefndaxinnar nr. 28. 1948.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykíavík, 27. apríl 1948.
V er Slagsst j órinn.
-----*—.—-----------------
'er opnuð og starfar í samvinnu við Vinnumiðlunar-
sfcrifstofuna ,á Hverfisgötu 8—10>, Alþj/ðuhúslRu —
undir forstöSu Metúsalems SteSánssonar, fyrrv. bún-
aðarm’ái'astjóra. — Állir, er leita, vilja ásjár ráSningar-
stofunnar um ráðningar til sveitastarfa, ættu að gefa
sig fram sem- fyrst og eru þeir ámimitir ran aS gefa
sem fyllstar upplýsingar um allt er varSar óskir þeirra,
ásíæfSur og skilmála. — Náúðsýnliegt er bændum úr
fjarlægð að hafa umboðsanann í Rejpkjavík, er að fullu
geti fcomið fram fyrir þeirra hönd í sambandi við ráðn-
ingar. — Skrifstofan verour opin alla virka daga kl.
10—12 og 1—5, þó aðeins ifyrir hádegi á laugardögum.
— Sími 1327. Póstihólf 45.-.___
. Búnaðarfélag íslands.
vantar tmgling til HaSburSar í
þessi hverfi:
LAUGARNESHVERFI.
VESTUEGÖTU.
MELANA.
Talið við afgreiðsluna.
Á!þýðublaðið - sími #1