Alþýðublaðið - 08.07.1948, Qupperneq 3
Fímmtudagur 8. júlí 1948
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
FIMMTUBAGUR 8. JÚLÍ.
Alþýðublaðið segir fyrir réttu
21 ári síðan: ,,KeyrsIu“-Þór
mun hann eiga að heita á nýís-
Ienzku, hann „Öku-Þór“ gamli.
Orðið að „aka“ sýnist vera al-
veg að gleymast og tekið upp
orðið að „keyra“, sem á víst að
Vera staeling á danska orðinu
„at köre“, en er þó reyndar til
í íslenzku og þýðir að
herja með keyri eða reka
með krafíi. f „Morgun-
blaðinu“ í dag er grein um
akstur bifreiða, sem með réttu
deílir á þá, sem aka ógætilega.
En í eyrum þeirra, sem hafa
tilfinningu fyrir íslenzku máli,
verður greinin að óskapnaði,
því að í fyrstu málsgreininni
er orðið að „keyra“ notað sjö
sinnum í merkingunni að
„aka“.
Sólarupprás var kl. 3,21, sól
arlag verður kl. 23.42. Árdegis
liáflæður var kl. 7,30, síðdegis
háflæð'ur verður kl. 19.55. Sól
er hæst á lofti kl. 12.33.
Næturvarzla: Ingólfsapótek,
sími 1330.
Næturaksturí Hreyfill, sími
6633.
Veðrsð í gær
Klukkan 15 í gær var yfir-
leitt norðlæg átt um allt land,
víðast um 2 vindstig. Hvass-
ast var á Raufarhöfn, 5 vind-
stig. Víðast var skýjað, nema
á Suðurlandi, og úrkomulaust.
Hiti var yfirleitt 9—10 stig
norðanlands, en 10—12 á Suð-
urlandi. Mestur hiti var á Hól
um í Hornafirði og Loftsölum,
13 stig, en kaldast á Raufar-
höfn, 6 stig. í Reykjavík var
12 stiga hiti.
Flugferðir
JjOFTLEIÐIR: „Geysir“ fer kl.
8 til Prestvíkur og Kaup-
mannahafnar.
AOA: í Keflavík kl. 21—22, frá
Stokkhólmi og Ósló til Gand-
er og New York.
Skipafréttir
Laxfoss fer frá Reykjavík kl.
7.30, frá Akranesi ki. 9, frá
Reykjavík kl. 18, frá Akranesi
kl. 20.
Hvassafell er á leið til Rott-
erdam frá Siglufirði, Vigör er
væntanlegur til Reykjavíkur í
dag. Plico er á leið til Vest-
fjarða frá Álaborg, Varg er á
leið til Reyðarfjarðar frá Lond
on. .
Brúarfoss er í Leith. Fjall-
foss er í Reykjavík. Goðafoss
er í Antwerpen, fer þaðan
væntanlega í dag, 7/7. til
Reykjavíkur. Lagarfoss er í
Keflavík. Reykjafoss fór frá
Larvík 6/7. til Hull og Reykja
,vík. Selfoss“ fór frá Reykjavík
6/7. vestur og norður. Trölla-
foss er í New York. Horsa fór
frá Leith 5/7. til Reykjavíkur
Madonna lestar í Hull 7/7.
Southernland lestar í Antwerp
en og Rotterdam 16—20. júlí.
Marinier byrjar að lesta í
Leith á morgun 8/7. og lestar
síðan í Hull til Reykjavíkur.
Foldin er í Newcastle. Vatna
jökull er á leið til Liverpool.
Lingestroom er í Álaborg. Mar-
leen er í Amsterdam.
Briiðkaup
Jóhanna Kristjánsdóttir
Amerískur Ijósmyndari glímir
við að Ijósmynda Svarfdælska
risann.
(Kristjáns Bjarnasonar, ísa-
firði), og Guðmundur Magnús-
son, (Magnúsar Péturssonar,
héraðslæknis).
Margrét Magnúsdóttir,
(Magnúsar Péturssonar, héraðs
læknis), og Jóhann Gunnar
Halldórsson, (Halldórs Eyþórs
sonar, kaupmanns).
Hjónaefni
Ásbjörg Haraldsdóttir, Njáls
götu 32 B og K. Nielsen.
Söfn og sýningar
Nátíúrugripasafnið: Opið kl.
13.30 — 15.00.
Þjóðminjasafnið: Opið kl.
13.00—15.00.
Listamannaskálinn: Minning-
arsýning Tilraunafélagsins
Njáls. Opin kl. 2—11.
Skemmtanir
KVIKMYND AHÚS:
Nýja Bíó (sími 1544): „Gleði
dagar á Bowehy“ (amerísk).
Wallace Beery, George Raft,
Fay Wry, Jackie Cooper. Sýnd
kl. 9. „Einkaspæjarinn“ (ame-
rísk). George Montgomery,
Nancy Guild. Sýnd kl. 5 og 7.
Austurbæjarbíó (sími 1384):
„Captain Kidd“. (amerísk)
Charles Laugthon, Randolph
Scott, Barbara Britton. Sýnd
kl. 5, 7 og 9.
Tjarnarbíó (sími 6485): —
„Órabelgur" (dönsk). Margu-
erite Viby. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Tripoli-Bíó (sími 1182): —
,,Mannaveiðar“ (amerísk). John
Loder, Andrey Long, Edgar
Barrier. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bæjarbíó, Hafnarfirði (simi
9184): „Og dagar koma“ (ame-
rísk). Alan Ladd, Loretta Young
Susan Hayward, Barry Fitzger-
ald. Sýnd kl. 7 og 9.
Hafnarfjarðarbíó (sími 9249):
„Scotland Yard ■ skerst 'í leik-
inn“. (ensk) Eric Portman,
Dulcio Gray. Sýnd kl. 7 og 9.
SAMKOMUHÚS:
Hótel Borg: Danshljómsvcit
frá kl. 9—11,30 síðd.
SKEMMTISTAÐIR:
Ilellisgerði: Hafnarfirði: Op-
ið kl. 1—6 síðd.
Tívolí; Opið kl. 8—11,30 s.d.
KROSSGÁTA NR. 70.
Lárétt, skýring: 1. Margbrot-
in, 7. slæm, 8. tota, 10. hvílt,
11. loga, 12. málmur, 13. tveir
eins, 14. göptu, 15. auð, 16.
bundnar.
Lóffrétt, skýring: 2. Upp-
spretta, 3. mannsnafn, 4. lagar-
mál, 5. skömm, 6. ófrýnileg, 9.
rödd, 10. fljótið, 12. sjóða, 14.
indæl, 15. á fæti.
LAUSN: Á NR. 69.
Lárétt, ráð'ning: 1. Faldur, 7
tár, 8. sjor, 10, at, 11. Sam, 12
mun, 13. an, Í4. Dóru, 15, rós.
16. hásin.
Lóðrétt, ráðning: 2. Atom, 3
lár, 4. Dr., 5. rotnun, 6 assan
9. Pan, 10, aur, 12. Mósi, 14. dós
15. rá.
Oss vantar nokkrar stúikur til að annast
flugþernustörf í flugvélum vorum, innan lands
og utan.
Kunnátta í ensku og norðurlandamáiunum
nauðsynleg.
Væntanlegir umsækjendur komi til viðtals
fcstudaginn 9. b. m. kl. 4—5 e. h. í skrifstofu vora,
Lækj'argötu 4.
Fyrirspurnum ekki svarað 1 síma.
Flugfélag íslands h.f.
raður bóndi hverfur í þrjá
Útvarpið
19.30
19.40
20.20
20.45
21.10
21.35
21.40
22.05
Tónleikar: Óperulög (plöt
ur).
Lesin dagskrá næstu
viku.
Útvarpshljómsveitin (Þór
arinn Guðmundsson
stjórnar).
Frá útlöndum (Benedikt
Gröndal blaðamaður).
Dagskrá Kvenréttindafé-
lags íslands. •—
a) Upplestur: Smásaga
(Soffía Guðlaugsdóttir
leikkona les.).
b) Samtal og ljóðalestur
(Hólmfríður Jónasdóttir
frá Sauðárkróki og Sig
ríður Björnsdóttir).
Tónleikar (plötur).
Frá sjávarútveginum (Da
víð Ólafsson fiskimála
stjóri).
Vinsæl lög (plötur).
Úr öílum áttum
Happdrætti Háskóla ísiands,
Laugardaginn 10. júlí verður
dregið í 7. flokki happdrættis
ins. Þann dag verða miðar ekki
afgreiddir. í dag og á morgun
eru því síðustu forvöð að kaupa
miða og endurnýja.
Heilsuverndarstöðin íilkynnir:
Bólusetning gegn barnaveiki
heldur áfram og er fólk minnt
á að láta endurbólusetja börn
sín. Pöntunum er veitt móttaka
kl. 10—12 alla virka daga nema
laugardaga í síma 2781.
leit áraogorslaus, en haon kom tiS
bæja illa haidirin og* er oú í slokrahúsi
á fsafirði.
ALDRAÐUR MAÐUR, Einar Guðleifsson, bóndi á
Kollsá í Grunnavíkurhreppi, hvarf frá heimili sínu laust
fyrir hádegi fimmtudaginn 24. júní. Var hans leitað þann
dag a'llan og næstu daga, en með öllu árangurslaust. Um
tuttugu manns tóku þátt í leitinni. Á sunnudag, rétt um.
sama leyti dags og hann hvarf á fimmtudaginn, kom hann.
heim, öllum á óvart, og gat þá ekki gert sér ljóst, hvar
hann hefði verið eða- hvað fyrir hann hefði komið. Einar
var aðframkominn eftir útileguna.
hefjasf affur s ikál-
unum víð Skúlagöfu
MEIRIHLUTI bæjarráðs
hefur veitt þeim Stefáni A.
Pálssyni og Guðmundi Hall-
dórssyni sýningarleyfi, fyrir
hönd félags, sem verið er að
stofna. Hyggst félagið að hafa
kvikmyndarekstur í skála-
byggingum þeim við Skúla
götu er Nýjabíó hafði afnot
af.
Einar gekk út úr bænum
um kl. 11 á fimmtudag, en
um það bil 10 mínútum síðar
fór Olöf kona hans að svip-
ast um eftir honum og fann
hann hvergi, þótti henni, og
þeim, ;sem heima voru, ekki
einleikið, að hann væri horf
inn, þar eð hann hafði ekki
getið um, að hann ætlaði
neitt frá bænum. Hóf nú
heimafólk leit. en er hún bar
ekki árangur var horfið, að
því ráði, að senda út í
Grunnavík eftir Jakobi syni
Einars, en þar hafði Jakob
unnið við bryggjugerð.
Síðar um daginn var sent
aftur út í Grunnavík eftir
auknum liðsafla til leitarjnn
ar. Fóru flestallir þaðan, er
gátu, sumir gangandi inn
Staðarhlíð. aðr.ir ríðandi yfir
Staðarheiði og Jóhannes Ein
arsson á Dynjanda fór á mót
orbát inn með landi.
Þessi tuttugu manna flokk
ur leitaði síðan alls staðar
nær og fjær, gengið var eftir
fjörunni og sjórinn slæddur
meðfram landinu. Leitinni
var haldið áfram á föstudag,
en flestir hættu að leita þá
um kvöldið. því að frekari
leit þótti þá þýðingarlaus.
Jakob sonur Einars leitaði
þó allan laugardaginn og
með honum annað heimilis-
fólk á Kollsá. En um kl. 11 á
sunnudagsmorgun var Jakob
að koma frá Höfðaströnd,
aem er næsti bær við Kollsá.
Sér hann þá, er hann nálg-
ast bæinn, hvar maður kem-
ur gangandi niður túnið, er
hann reikull mjög í spori.
Trúir Jakob varla sínum eig
in augum, því að hann þekkir
þar föður sinn.
Einar varð á undan Jakobi
inn í bæinn og varð konu
hans dóttur og tengdadóttur
bylt við í fyrstu, en þó varð
svo sem vænta mátti fagnað-
arfundur. Einar gat ekki
'Skýrt frá því. hvað á daga
hans hafði drifið meðan hann
var að heirnan, en feginn
sagðist hann vera yfir því að
vera kominn heim. Sagðist
hann hafa hrapað og dottið,
en vissi ekki hvar hann hafði
verið. Hann var fárveikur og
illa til reika. er hann kom,
en með húfur.a á höfðinu og
þurr í fætur. Læknir var
þegar sóttur og lét hann
flytja Einar á sjúkrahúsið á
ísafirði.
Einar hafði verið heilsu-
veill að undanförnu og átt
vanda til aðsvifa. Var hann
til lækninga í vetur hér í
Reykjavík af þeim orsökum.
Hann er gætinn maður og
greindur vel. Menn furða sig
vestra mjög á atburði þess-
um, og er það með öllu ráð-
gáta, hvar Einar hefur verið
þessa þrjá sólarhringa, eins
vel og leitað var. Undrast
menn einnig. að svo gamall
og heilsuveill maður skyldi
þola svo langa útilegu.
jgppi ekur úf af
v!ff Selfoss
BIFREIÐIN X-79, sem er
jeppabifreið ók útaf vegin-
,um skammt fyrir austán Sel
J foss í fyrri nótt. Voru tveir
menn í bifrgiðinni og meidd:
ist annar þeirra, Helgi Þor
geirsson, töluvert, hlaut
skurði á efri vör nef og auga
brúnár, en hinn, Ólafur Þor
geirsson, varð ekki fyrir telj
andi meiðslum.