Alþýðublaðið - 08.07.1948, Page 6

Alþýðublaðið - 08.07.1948, Page 6
0 ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. júlí 1948 t jUBT' - SÓLSKIN f SENEGAMBÍU. í S-enegambíu eru svertingjarnir svartir, sönghneigðir mjög — en gefnir fyrir vín. Hér eru allir hörundsbjartir jafnvel hreinkynja halanegr ar, hottentottar og drykkjusvín. í Senegambíu dansá svartar, naktar stelpur um sandinn við æsandi j azzbumbuhl j óm. Hér rogast bæði hefðarfrúr sem telpur í undir og yfirkjólum, kápum, sokkum og rándýr- um skóm. í Senegambíu koma svertingjaskip að landi, og svertingjastelpurnar nöktu eru óðar til í leik. Hérna leggjast þau útlenzku upp að Sprengisandi. en aldrei hefur það heyrst að þær kappklæddu hér legðu á kreik. f Senegambíu verða þær svörtu yfir sig æstar ef einhvern hvítleitan strák að garði ber. En hvenær hefur það heyrst um þig hafróðan klæða- glæzsta að svartur svertingjastkrákur frá Senegamíu, sæist í íylgd með þér? Leifur Leirs: HEYRT OG SÉÐ. Vitið þið hvernig sumarnótt- in lítur út, hérna í Reykjavík? Nei, þið vitið það ekki. Þegar þið vöktuð heila sumarnótt íhérna á ykkar yngri árum, höfðu þið öðru að sinna en að taka eftir útliti næturinn- ar, og þegar þið tókuð að eld ast, hættuð þið að vaka á næt urnar. Nema innan fjögurra húsveggja sjálfra ykkar eða annarra, og þá dragið þið tjöldin fyrir gluggana, — að vísu ekki beinlínis til þess að loka sumarnóttina úti, heldur til þess að hleypa söng frúar- innar ekki út á götuna. Það er ekkert gaman að heyra fólk ið úr næstu húsum hvísla fvr- ir aftan sig: „Þetta er maður- ^nn frúafinnar, sem var að leika Kalikursi í fyrri nótt . .“ Nei, þið þekkið ekki dýrð reykvískrar sumarnætur. Þið vitið ekki, að næturroðinn hér, er sá fegursti í heimi, og að það er eingöngu hreinum og bein um ódugnaði ríkisstjórnarinn- ar íslenzku að kenna, að hún hefur ekki fyrir löngu aflað markaða fyrir hraðfrystan, reykvískan kvöldroða í Mið- íog A.ustUr-Evrópu. Þfjir eru svoleiðis aldeilis brjálaðir þar í öll afbrigði af rauðum lit. Og hver veit nema að þessi ódugn- aður ríkisstjórharinnar verði til þess, að þeir fyrir austan manni skipaflota og sæki kvöldroðann hingað sjálfir. — Ég vil, að gefnu tilefni nota tækifærið til þess að lýsa því yfir, að Fegr- unarfélagið svonefnda hefur engan rétt til að þakka sér þenn an yndislega roða. Ég var bú- inn að sjá hann, dást að honum og mæla með honum, löngu áð- ur en „bjútífúlleringakompaní- ið“ var stofnað. En svona er með þessi félög, þau gera ekkert nema samþykktir, sem gana út á að þakka sér það, sem þau hafa ekki gert. Uti í Örfirisey er. paradís ungra elskenda. Þar var og einu sinni grútarfabríkka, en hún átti þar ekki heima og flosnaði upp. Hins vegar sá Sæmundur að enginn paradís var fullkom- in, án þeirra skepna sem þar voru skapaðar í upphafi, auk mannskepnanna, og þessvegna fékk hann þangað apa, seli og margt annað kykvendi. Og þá hefur þessi paradís elskendanna staðið í mestum blóma með dansi um nætur og . . . En þeg- ar aparnir séu hvernig elskend urnir höguðu sér, kvöddu þeir og fóru og sögðu að sjálf gætum við verið apar. Hafnarstræti er að vísu ekki paradís elskendanna, en paradís er það samt. Og þar eru menn venjulega hæst uppi. En því miður eru 'höggormarnir alltaf á flækingi í paradís. í voru menningarþjóðfélagi eru þeir borðalagðir. Og svo er hið neðra skammt undan, og hæg leiðin hinum föllnu, enda stendur ekki á hjálpseminni, þegar svo Skáldsaga eftir Toru Feúk þær kæmu víst ekki heim fyrr en eftir klukkutíma. Þetta var cnýtt. Öll árin, sem hann og Lísbet höfðu verið gift, hafði það aldrei komið fyrir, að hún væri ekki komin heim tímanlega fyrir matmálstíma. Nú lét hún þessa stelpu auðsjáanlega stjórna sér. Hann varð ösku- reiður og gekk fram og aftur með hendurnar fyrir aftan bak. Þegar þær loksins komu, kom hann á möti þeim alvar- legur og strangur á svip. Lísbet skyldi að minnsta kosti fá að vita, hvað hún hafði gert sig seka um. En í dyrunum mæti hann konu sinni glaðri og öruggri. Þegar hún sá mann sinn, mundi hún állt í einu eftir því, hvernig Geirþrúður hafði hermt eftir honum. Hún fór að hlæja alveg upp úr þurru. Þórgnýr horfði undrandi á hana og varð enn þungbún- ari. Honum varð litið framan í konu sína, sem var rauð og heit, og á hárið, sem var dá- lítið tætt. Hún hafði auðsjá- anlega ekki verið að hafa fyr- ir því að slétta það. Hann beit á jaxlinn og mætti augna ráði hennar. svo að húni fór hálfskelkuð inn í borðstofuna ti-1 þess að aðgæta að allt væri eins og það skyldi vera. En Geirþrúður gekk til Þórgnýs, tók í hornið á jakka hans og stakk glettnilega ber undir. Og úr þeim kvalastað berast org og óhljóð út í húm- Ijósa nóttina. Og út Grandagarðinn aka ungar meyjar og ungir sveinar í drossíum og hallast hvert að öð ru, — vegna histingsins. Við skiljum ekki æsliuna. Skiljum ekki hvers vegna hún getur ekki farið þennan spöl gangandi •eins og við gerðum hérna á ár- unum. Og þó er þetta svo auðskilið mál. Það er auðvitað vegna skóskömmtunarinnar. fioigrinum í hnappagatið. Hún etti stút á munninn og horfði blíðlega á reiðilegt andlit hans. ,,Fyrirgefðu, Þórgnýr, ef við komum of seint. Það er mér að kenna — —“ Röddin var ejns og balsarn fyrir æstar itaugar hans, og hönd hennar þrýsti varlega á brjóst hans. Augu hennar voru svört, nasir hennar titr- uðu og hann fann aftur dauf- an fjóluilm. Lísbet dró sig í hlé. Hún var óróleg. Það hafði ekki verið . lagt almennilega á borðið, og hún flýtti sér að koma því í lag. Þórgnýr og Geirþrúður sitóðu kyrr inni í dagstofunni. Hann stóð alveg hreyfingar- laus og horfði á hana. Það varð æ mýkri og mýkri slikja á dökkum augum hehnar. Það var enginn glampi í \þeim. Hún horfði á móti, þar til hún Ieit andvarpandi und- an. Þeim létti báðum, og Þórgnýr komst aftur í sitt góða skap. Þegar þau komu inn í borðstofuna töluðu þau ó- þvingað saman: Og aftur kom þessi ham- ingju- og æskutilfinning yfir Þórgný, svo að drætiirnir í andliti hans urðu mýkri. Hann varð kátur og bló og talaði, svo að Lísbet horfði undrandi á hann. En Geirþrúði var farið að langa heim. Hún þráði gula húsið og garðinn. Nú sátu þau við borðið og drukku síðdegiskaffið. Hún sá glampa á hvítt hár föður síns í kvöldsólinni sem líka skein á þreytulegt andlit móður henjnar. Mína gamla kæmi með kaffikönnuna og and- varpaði þungan, þegar hún væri komin fram í eldhúsið aftur, Henni fannst hún heyra skellina í vefstólnum, þegar Mína var að vihna að öllum gólfrenningunum, sem gest- gjafinn hafði pantað. — — Gestgjafinn------Jón. Hún lokaði augunum og fann daufa anganina af kryddi, sem alltaf var í eldhúsinu. Hana tók sárt að hugsa til þess. Ó, Jón------ Jón! Brennandi roði hljóp fram, í kinnar hennar; hún dró and- ann ótt og f ann kossa Jóns á vörum sínum — Jón. Hana svimaði, og rétt sem ánöggvast var hún alveg ringluð og leit á Þórgný með brennamdi augum. Hann beit fast í vörina á sér og fann, hvernig blóðið streymdi örar gegnum æðar hans. Hana langaði svo heim. Skyldi það sakna hennar svona heima? Hún ákvað 'það skyndilega, að fara heim. Henni stóð al- veg á sama um ballið, sem hún hafði annars hlakkað svo til, bara að hún mætti koma aftur til þeirra heima. Andrúmsloftið var þungt hérna og óróleikinn fannst henni þvingamdi. Hér var aldrei kyrrð og friður eins og á sléttunni heima. Hérna, milli þessara háú húsa vissi maður ekkert, hvort það var sólskin eða dimmviðri, fyrr en komið.var út á götuna. Og hérna varð maður að búa sig svo vel, ef maður ætlaði út. Hér mægði ekki að fleygja sjali yfir herðarnar og fara stytztu leið yfir engin, ef manni fannst leiðin of löng. Hún gæti aldrei þrifizt í þess- um bæ. Og með óþæginda- tilfinningu snéri hún hringn- um á fingri sér undir borðinu. IJann datt á gólfið, svo að glamraði í, og rann undir te- borðið við gluiggann. Hún horfði kæruleysislega á hann. Þórgnýr stóð upp og tók hann upp. Hann lagði hann MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING NELSON: Þið segið að Greifinn hafi tapað svona mörg skipti í röð? EINN ÞATTTAKANDINN: Já þátt í spilinu, drengir.--------Ég legg þúsund dollara í borð — — tífalt, ef ég vinn,--------tífalt. ef ég apa.--------- GREIFINN: Eg þo - þori ekki, NELSON: Hvaða vileysa! — Heiðarlegt spil.-------- NELSON: Þá er bezt að ég taki

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.