Alþýðublaðið - 22.07.1948, Side 6

Alþýðublaðið - 22.07.1948, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. júlí 1948. LA PALOMA Skáldsaga eftir Toru Feuk MIKILSVERT MÁL RÆTT FRÁ ÝMSUM HLIÐUM. Þessa dagana ræða blöðin mjög viðhorf okkar til erlendra gesta. Má heita, að ekki komi svo út tölublað neins dagblaðs- ins hér, eð ekki sé rnál þetta tekið að einhverju leyti til með ferðar, enda þótt eitt dagblaðið marki sér þrengra svið og ræði einkum viðhorf vort íil einnar þjóðar, þá virðist manni niður staðan helzt vera hin sama hjá þeim öllum, sem sé, að mikið skorti á, að við sýnum þessum gestum næga kurteisi og blíðu. í tilefni þess hefur ritstjóri dálksins snúið sér til ýmissá málsmetandi manna og leitað álits þeirra. Fara svör þeirra hér á eftir. Filipus Bessason: Maður verður að fara vel með kýr sínar; gefa þeim aðeins val ið fóður, láta vel að þeim, jafn vel strúka þeim, klóra og kjassa, ella veita þær ekki endurgjald fóðurs og umönnunar í jafn ríkum mæli og vér óskum, og á maður þar auðvitað við mjólk- ina. Annað mál er svo, að beita verður þær*nokkrum aga, á- kveðnum en ekki háværum, að þær þekki takmörk þess báss, sem þeim er ætlaður, virði bæði fjósamann og mjaltakonur og séu ekki með neinar saurhala- slettur á bak þeim. Fæ ég ekki betur sé, en að sama viðhorf gildi til erlendinga þeirra, er við erum að leitast við að hafa í þjóðarfjósi voru um lengri eða skemmri tíma og mjólka til gjaldeyris. Bæti við, að það er og marg reynt að þeim mjaltakonum selja kýrnar bezt, sem hafa þéttingsfast. en þó mjúkt mjaltalag, og mætti það gjarna vera nokkur bend- ing til forráðamanna þessara mála. Virðingarfyllst. Filiijus Bessason. hreppstjóri. Frú Dáríður Dulheims: Ég bar spurningu yðar, herra ristjóri, upp fyrir Ólafi Pá, þar eð mér þótti hún of viðurhluta- mikil, til þess að ég treystist til að svara henni af eigin ramm leik. Ólafur svaraði með vísu þessari: Þá væri ég ófæddur enn og minni Mýramannaætt, hefði faðir minn sæll ekki ekki komið svo fram við tigin, erlendan gest eins og gesti þeim leizt bezt. Svo býð ég öllum afkomend- um. gleðilega rest. Ekki sagði hann fleira að sinni um þetta mál, en tók síðan að ræða hina nýju Laxdælu, sem ég er að rita eftir fyrirsögn hans og Guðrúnar tengdadóttur hans, en sú bók, er nú nefnist því nafni, er agalega brengluð. í andlegum friði. Dáríður Dulheims. Leifur Leirs: Til þess að svara þessari spurningu, þyrfti maður helzt að þegja, þar eð hún er bæði hlutlæg og andlæg í senn, en þessháttar spurningum verður svarað af öðrum en þeim, sem annaðhvort eru róttækir bylt- ingasinnar og þekkja Verandið, eða umkomulitlum sívilþjófum, sem eiga sinn milljónung og eru almáttugir og segja að Verand- ið sé í gölmum heygarðsrústum austan heiðar eða lokað inni á kamri vestur á Snæfellsnesi og eigi eftir að hneppauppumsig. Öllum hinum er svarið augljóst í óvitrænum hillingum kynbund innar hliðsjár, þar sem nóttin og fjarvíddin striplast á skítug- um nærfötum og bændurnir fá styrk á hverja rollu, sem geng ur upp . . . Leifur Leirs. Laugu landkynning: Allt mitt líf, síðan ég kom til vits og ára ,hefur verið svar við þessari spurningu. „Kiss me, and you will kiss me again“. Bless you. Lauga. Mirmiíigarspjðld Jón Baldvinssonar for- seta fást á eftirtöldum stöð um: Skrifstofu Alþýðu- flokksins. Skriftstofu Sjó- knannaféllags Reykjavíkur. S'krifstofu V.K.F. Fram- sókn, Alþýðubrauðgerð- Laugav. 61, í Verzlun Valdi mars Long, Hafnarf. og lijá Sveinbimi Oddssyni, Akra nesi. Hann talaði ekki mikið um viðkvæmt mál. Bara kinkaði kolli svo var það búið. Þegar móðir hennar var sofnuð losaði Geirþrúður hendi sína úr hendi hennar og fór niður tid föður síns. Hann kom hart á móti henni og faðmaði hana að sér. f Geirþrúður er það rétt, það sem Hrólfur sagði?“ spurði hann. ,,Jú pabbi“. sagði hún hrygg og leit á hann. ■ „Hvar er Curt, hann skal fá að sjá um’þetta —“ „Hann, er víst kominn til Ameríku og kemur aldrei framar. Það gæti ég heldur ekki þolað —“ „Elsku barnið mitt. hvern- ig eigum við að fara að því að segja móður þinni frá þessu. Hvað eigum við að taka til bragðs. —“ Vernheim fór að ganga fram og aftur. Alveg eins og þegar einn af stóru víxlunum hvíldu á hon um. Og eins og þá svarið Geirþrúður: „Vertu bara rólegur pabbi, við höfum einhver ráð —“ En rödd hennar var ekki lengur eins örugg, og hugur hennar starfaði ekki eins hratt. En faðir hennar heyrði ekki kvíðann í rödd hennar, hann sagði aðeins og það var kominn vonarglampi í aug- un á honum. „Já. já barn við höfum það. — Síðan varp hann öndinni ánægður strauk yfir hárið á henni og treysti því, að hún gæti komið öllu í lag afitur. Svo fór hann upp til að Iesa blöðin fyrir konu sína. Og istuttu seinna var hann búir.n að gleyma öldu óþægilegu. En Geirþrúður stóð kyrr eftir að hann var farinn. Handleggir hennar héngu máttlausir nið ur og húm vissi alds ekki. hvernig þetta ætti að komast í lag. Hana langaði svo að fara niður eftir til að sjá Jón. Al- veg eins og þegar hún var krakki og hafði fengið ávítur af móður sinni. Þá hafði Jón seitt hana á borðið fyrir fram an sig og ógnað henni með vísifingrinum og sagt, að hann gæti séð á henni, að hún hefði verið óþæg og verð iskuldaði refsingu. En um leið hafði hann þurkað framan úr henni með vasaklútnum sín- um og farið fram til að sækja brjóstsykur handa henni. Þá hafði hún brosað til hans og hallað undir fatt, og hann hafði sagt, að þeitta gerði ekkert til, ef hún bara yrði þæg það. sem eftir væri. En mest óttaðist liún Mínu. Það var ekki svo auðvelt að sdá ryki í augun á Mínu. Hún andvarpaði þunglega. Aldt í einu fann hún, að hún varð að fara burt um stund frá augna ráði allra, isem húni óttaðist nú svo. Hún gat ekki þolað að svara fleiri spurningum. Hún fleygði sjali móður sinnar yf ir herðarnar og gekk niður í gegnum garðinn og inn í skóg inn Án þess að hugsa um það fór hún sömu leiðina sem hún hafði farið með Þórgný Minthe. Hún hafði ekki kom- ið í skóginn síðan þá. Hún kom brátf. að steinveggnum og klifraði upp á hann. Hún stóð þar uþpi kyrr og Iokaði augunum. í isama mund kom Jón Ergson gangandi gegn-- um iskóginn, mosinn gleypti fóta tak hans. Hann hafði séð Geirþrúði ganga inn í skóg- inn og farið á eftir henni. Geir þrúður var svo 'niðursokkinn í sjálfa sig, að hún sá ekkert eða heyrði í kringum. sig. Jóm Ergson hafði líka séð Hrólf fara með lestinni. Hann hafði séð andtt hans og á- hyggjufullan svip Vernheims kapteins, og hann grunaði, að það væri ekki allt með felldu midli Geirþrúðar og unr.ust- ans. Það greip hann ótti, þeg- ar ha,nn sá hana ganga inn í skóginn. því að andlit henn- ar var mjög fölt og hann sá, að hún var orðin mjög horuð og torkennileg. Undrandi gekk hann að siteirígarðinum, og þegar Geir þrúður hoppaði niður, hljóp hún beint í fangið á honum. Hún lokaði augunum og hann heyrði hana hvísla: ,,Jón — ó, Jón —”. Hann hólt varlega utan ’um hana, svo að hún dytti ekki, en ýmislegt flaug um huga hanis. Geirþrúður leit upp og andvarpaði og lagði höfuðið á öxl Jóns. Síðan isnéri hún óeðlilega fölu andliti sínu að honum. til þess að hann kyssti hana. En Jón beit fast í vörina og losaði handleggi hennar, sem voru um hálsinn á hon- um og augu hans urðu hvöss. , Hvað er þetta Geirþrúður — ertu isofandi?“ isagði har.n hranalega og hristi hana til. Hann var óttasleginn, isvo að hann tók harkalega á henni og sjalið hennar datt niður í mosann. Hún leit upp adveg rugluð og horfði á hann. ,-Ó, Jón,“ sagði hún titrandi og fór að gráta. Hún grét lengi við öxl hans og Jón hafði séð, að hringurinn var horfinn af hendi hennar og skildi hvað fyrir hafði kom- ið. Hún hætiti að gráta og Jón tók stóra v&saklútinn sinn og þurkaði henni um augun al- veg eins og þegar hún var barn. „Svona. svona -—“ sagði hann róandi eins og harm væri að tala við hest. Það kom allt í einu fát á Geirþrúði hún mundi eftir vökuaraumum sínum'. Svo fór hún af stað. Jón fór á eftir henni. Honum var ekki alveg Ijóst hvað var að hen ni. Hún var svo undarleg og hann sá, að hún var hrygg. En það var eilthvað ókunnugt við hana, sem hann gat ekki skilið. Hann: sá, að hún var orðin föl og horuð og líktist sjálfri sés. Hún var eins og iskuggi vil hliðtna á honum eins og gengi í svefni. Allt í einu Ieit hún upp, nam staðar og blóðroðnaði, augu hernar ljómuðu og það hafði annarleg áhrif á hann. Hann dró andann þunglega. Þetta var svo óvænt, það voru skínandi glampar í augunum á henni og hún gekk til hans og tók blíðlega í andlegginn á honum. „Jón — Sérðu, hvar við er um —sagði hún. Hann, leit undrandi í kringum sig- en gat ekki séð neitt sérstakt. Það var kannske svolítið fallegra þarna en annarsstað ar, en hann mundi ekki eftir því að hafa komið þangað fyrr með Geirþrúði. Hún hallaði sér að honum, og aftraði hön um að haldá áfram. Hún var aftur búin að loka augunum MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSt ÖRN ELDING við höfum umboð fyrir allar helztu veðhlaupabrautir heims- ins, og birtum úrslitin svo að segja jafnóðum. ÖRN: Og hvernig getið þið íryggt, að það séu rétt úrslit? ÖRN: Er þetta veðmálaskrifstofa? AFGREIÐSLUMAÐURINN: Já,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.