Alþýðublaðið - 30.07.1948, Side 4

Alþýðublaðið - 30.07.1948, Side 4
®iMudágur '30. ij#í> 1-948. Útgeíandl: Alþýðuflokkurtnn. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedibt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsmgasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. f Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðnprentsmiðjan h-f. Nýju bæjðríbúðimar við Lönguhiíð. SMÍÐI nýju bæjaríbúð- anna við Lönguhlíð er nú svo langt komið, að séð þyk ir, hvert kostnaðarverð þeirra muni verða og að á- kvöxðun hefur verið tekin um ráðstöfun þeirra; þær verða seldar með svipuðum skilmálum og bæjaríþúðirn- ar við Hringbraut á sínum tíma. En hvílíkt verð! Við kaup á þriggja herbergja í- búðunum verður að greiða út í einu 70 000 krónur, síð- an 780 krónur mánaðarlega í tíu ár og 358 krónur mánað arlega eftir það; en við kaup á tveggja herbergjaíbúðun- um verður að greiða út í einu 53 000 krónur, síðan 520 krónur mánaðarlega í tíu ár og 310 krónur mánað- arlega eftir það. * Þetta eru of dýrar íbúðir ttil þess að fullnæ^ja þeim tilgangi, sem hið opinbera á að hafa með íbúðabygging- um sínum: að ráða sem bráð asta bót á húsnæðisvandræð um hinna efnaminnstu. Það þýðir í því sambandi ekkert að vitna í hinn mikla mynd- arbrag, sem á þessum íbúð- um er, eins og borgarstjór- inn gerði á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag. Efnalítið eða efnalaust fólk getur blátt áfram ekki keypt þessar íbúð ir og bundið sér þá lítt bæru bagga, sem þær mýndu verða fyrir það. Það er ekki þar með sagt, að hið efnalausa fólk væri ekki vel að því komið að fá hinar beztu íbúðir. En það er óhjákvæmilegt bæði fyrir það og hið opinbera að sníða sér stakk eftir vexti; og svo dýrar íbúðir, sem nýju bæj- aríbúðirnar við Lönguhlíð eru engin lausn á húsnæðis- vandræðum þess. Það er ekki á slíkan hátt, sem bær- inn á að byggja, ef hann vill eiga skjótan og áhrifa- rikan þátt í því að xáða fram úr húsnæðisskortinum. * Nágrannaþjóðir okkar, sem enginn muin saka um neinn ómyndarskap eða um vöntun á vilja til þess, að búa betur en áður að hinu efnaminna fólki, byggja ekki 'svona „flolt“, þegar um það er að ræða að bæta úr bráð um húsnæðisskorii; þær taka meira tillit til fjárhags legrar getu bæði fólksins, sem á að fá íbúðirnar, og hins opinbera, sem sér að meira eða minna leyti um byggingu þeirra; og tekst þó með hagsýni að gera þær bæði þægilegar og vistlegar; og þar að auki verður þeim meira ágengt _í baráttunni; gegn húsnæðisskortinum, af því að þær byggja ódýrari Verðum við ekki að treysta sérfræðingxmum? En ef þeir skrökva — Flugáætlanir til Noregs Veghefill á Þingvallavegi. GOXT OG VEL. Maður getur ekki annað en trúað sérfræð- ingunum — og ef maður hefur rangt fyrir sér að þeirra áliti, þá er ekki annað en að slíðra sverðið og bíða, láta reynsluna skera úr. En guð hjálpi þeini seinna, ef þeir hafa sagt manni rangt um málið. Þá munu bæði þeir, borgarstjórinn og fleiri fá orð að heyra bæði hér hjá mér og frá öðrum. ÉG HITTI nefnilega hinn á- gæta mann Svein Einarsson verkfræðing og síldarverk- smiðjuforstjóra frá Hjalteyrar- verksmiðjunni, sem sér víst um uppsetningu nýju síldarverk- smiðjunnar í Örfirisey. Hann sagði, að ég og aðrir þeir, sem óttuðust að ólíft verði fyrir ó- lykt og sóðaskap hér eftir að verksmiðjan tekur til starfa í eynni, hefðum algerlega á röngu að standa. HANN SAGÐI að engin ólvkt myndi berast frá verksmiðj- unni, ekki snefill, sagði hanu. Þetta verður ekki til neins miska fyrir Reykvíkinga. Það verður unnið úr öllu og það verður ekki einu sinni neinn reykur. Það er ný uppfynding og ég veit að þið, sem eruð á móti verksmiðjunni af þessum sökum á þessum stað, sjáið eftir orðum ykkar eftir á, þegar reynslan hefur afsannað ykkar mál. EITTHVAÐ LÍKT sagði borg- arstjórinn við blaðamennina núna einn daginn og hann hefur náttúrlega talað fyrir munn Verkfræðinganna, því ekki hef- ur hann meira vit á þessu en ég. En er þá nokkur skömm að því fyrir mig að treysta sérfræðing unum fyrst hann treystir sér til þess, sá ágæti maður, sem vill ekki lengur vera þingmaður, en arfleiðir kaupmann í Stykkis- hólmi að sæti sínu, sem raunar verður aðeins á listanum, en ekki á alþingi? ÞAÐ ER KVARTAÐ undan því við mig, að flugfélögin skuli ekki hafa einhverjar fastar á- ætlunarferðir til Noregs. Hvers vegna eru fastar áætlunarferðir til Prestvíkur og Kaupmanna- hafnar, en ekki til Noregs? spyr bréfritari minn. Að vísu er ein- staka sinnum farið til Garder- moen, en hvers vegna er ekki líka farið til Sólaflugvallarins við og við? Ástæðan fyrir þess- um spurningum er sú, að við- komandi þurfti að fara til Nor- egs, heimsækja veika móður sína, sem á heima í grennd við Stavanger, en hann fékk ekki gjaldeyri — og vegna þess að hann gat því ekki borgað far- seðilinn frá Gardermoen til Sta- vanger með járnbrautinni, varð hann að hætta alveg við förina. JÁ, ÉG VEIT að þetta hefur verið bagalegt. En af sömu á- stæðu væri hægt að spyrja hvers vegna flugfélögin hefðu ekki stundum áætlunarflugferð- ir til Bromma. Það er ekki hægt að krefjast neins af flugfélögun- um í þessu efni. Þau verða að haga áætlunum sínum eftir hag fyrirtækja sinna. Þau geyma nú fjöregg og verðá að fara var- lega. Annars finnst mér það líka undarlegt, ef bréfritari hefur ekki á einhvern hátt getað bjargað sér með fé eftir að vera kominn til Ósló til að komast til Stavanger. Brautarferð er ekki svo dýr á þessari leið. BIFREIÐARSTJÓRI segir í bréfi, að það sé ófært hvernig menn á vegheflunum vinni um þessar mundir á veginum til Þingvalla. Hann segir að núna einn daginn eða eina nóttina hafi veghefill skafið veginn öðr- um megin alla leið frá Svana- stöðum og austur að Valhöll. Vegurinn var stórhættulegur, enda fór vörubifreið út af og hvolfdi. Vita og allir hve veg- urinn er mjór. Væri ekki réttara að taka styttri leiðir í einu og ganga frá þeim til fullnustu? Skemmfiferð F.U.J. fil Þórsmerkur um heígina. EINS og kunnugt er, hefur Félág ungra jafnaðarmanna efnt til margra skemmtiferSa í sumar. sem allar hafa verið fjölmennar. Um verzlunarmannahelg- ina efniy það til ferðar inn á Þórsmörk og er ekki að efa að þetta verður skemmtileg ferð, þar sem Þórsmörk hef- ur upp á margt að bjóða og reynslan hefur sýnt að ferðir féíagsins hafa verið mjög vin sælar. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru gefnar í skrif stofu félagsins. sími 5020. Fé lagar isem ætla að taka þátt í ferðinni eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna í síðasta lagi fyrir kl. 5 í dag þar sem fararkostur er mjög takmarkaður og færri munu komast með en vilja. íbúðir, — og geta þess vegna byggt svo tilitölulega miklu fleiri. Þetta veit bæjarstjói'nar- meirihlutinn. enda mátti heyra það _á borgarstjóran- um á bæjarstjórnarfundlim,- um í fyrradag, að honum er það Ijóst, að fara verði inn á einhverjar aðrar leiðir til þess að sigrast á húsnæðis- vandræðunum í Reykjavík, en þær, sem farnar hafa ver ið við byggimgu h-inna dýru bæjaríbúðahúsa við Löngu- hlíð og við Hringbrauit. Gat hann þess, að verið væri að athuga -nýjar og hagkvæm- a-ri leiðir til þess að ná því marki, og er vondandi, -að sú athugun beri tilæ-tlaðan ár- angur. En áreiðanlega veltur í því efni ekki hvað minnst á því, að hætt verði allri ó- þarfaeyðslu á húsrúmi og efni og meiri samhæfing verði upp tekin við íbúða- húsabyggingar., en h-ingað til hefur verið tíðkuð hér á landi. , Til áskrifenda A l þýðublaðsins Afgreiðsla Alþýðublaösins vill áminna fasta kaupendur blaðsins að láta þegar í stað vita, í símum 4900 eða 4906, ef blaðið kemur ekki til þeirra með góðum skilum. Á síðari árum Iiefur reynzt mjög erfitt að fá samvizkusöm börn til blaðburðar og er því samvinna við kaupendur mikils virði fyrir afgreiðsluna, svo að hægt sé að sjá, hverjij- bera vel út og hverjir illa. Ef kvartað er, verður blaðið sent til kaup- \ enda samdægurs. ÞAKKAROED. Hjartanlega þakka ég öllum þeirn vinum og vanda- mönnu-m og öðrum, s-em glöddu mig á einn: eða annan hátt við áttræðisafmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Herdís Magnúsdóítir, Kárasííg 13. Margf er nú fil í mafinn. Feit og stór bleikja, sjóbirímgur og lax. SALTFISKBÚÐIN, Hv-erfisgötu 62. — Sími 2098. FISKBÚÐIN, Hverfisgötu 123. — Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. Færri forusf en búizf var við í Ludwigs- hafen.______ FÆRRI miunu hafa fa-rizt í Ludwigshafen -en í fyrstu var áætlað, og er nú la'Itaennt -gizkað á 50—150 manns, en fyris't eftir sprenginguna var talið, að ran 600 hefðu látið lífið. Tjónið varð -gífurlegt og mun' -um 80 % af veilk-smiðju- by-gginigum I.G. Farbem hlafa lagst í rúst. Ilerlið og björgun unarsveitir frá fransfca og am-erísfca hernámssvæðinu vinna iað því að hreinsia til í rústunum. 37 farasf í fveim flugslysum. 37 MANNS fórust í gær í 2 flugslysum. Annað þeirra varð 'hjá Buenos Aires í Arig'entinu, þar sem 18 fórust og fjórir særðnst, -er flugþáti hvolfdi. Hitt slysið varð í Kína, en þair fórust 19, er flutningaflugvél hrapaði við flugvöl'l. law( áður Breslau) í Póllandi og mun sýning þessi verða opin til enda september n.k. Á sýningunni eru sýndar allar helztu framleiðsluvörur Póllands, is. s. iðnaðarvörur, landbúnaðarframleiðsluvör- ur, byggingavörur o. fl. Allar nánari upplýsingar varðandi sýniraguna eru veitt ar á skrifstofu konsúlatsins, Austurstræti 12. Reykjavík. Pólsk vörusýning PÓLSKA KONSÚLATIÐ vill vekja athygli viðkom- andi á þ\»í, að um þessar mundir stendur yfir pólsk vörusýning í borginnii Warc- Gjafir og áheif til S.Í.B.S. 3 AÐ UNDANFÖRNU hafa eftirtaldar gjafir borizt S. í. B. S.: Gjöf 'kr. 100 00. Gjöf kr. 37,00 frá J. ísfeld. Áheit: 100 kr. frá G. I., Garði, 100 frá ónefndum, 50 frá B. B., 100 frá K. K„ 25 frá M. J„ 50 frá S. 15 frá Ingibjörgu Ás- mundsdóttur, 100 frá N. N.. 5 frá Þ. J„ 100 frá K. G„ 100 frá G. O. 10 kr„ 20 kr. gamalt áheit. Rúmurhefmingur hafsíld. I ' UM ÞAÐ BIL 60% síldar innar, sem veiðzt hefur und- arsfarna daga fyrir norðan er hafsíld, en fyrst í sumar var síldin, sem veiddist svo að isegja eingöngu millisíld og vorgotssíld. Þykir þessi aukn ing hafsíldarinnar í síldar- magninu benda ti.1 þess betra en alvarlega þótti horfa í vor, er hafsíldin fannst ekki.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.