Alþýðublaðið - 05.08.1948, Page 6
9
ALÞÝÐiJBLAÐIÐ
Firaintudágur 5. ágúst 1948.
LA PALO
Skáldsaga eftir Toru Feuk
NÚ VELTUR ALLT Á OKKUR.
Ég sé að einhver dóni er að
gera gys að reykvísku kven-
fólki í þessum dálkum í gær.
Ég segi ekki annað en það, að
hann má skammast sín. Það er
raunar ekki í fyrsta skipti, sem
við reykvísku stúlkurnar fáum
ómakleg og að minnsta kosti aga
lega ósanngjörn orð að heyra
fyrir okkar sjálfboðavinnu í
þjónustu landkynningarinnar, —
og auðvitað eru það alltaf
karlmennirnir, sem fyrir áróðr-
inum standa. Ég segi bara þetta
eitt: Þeim ferst. Ég veit ekki
betur, en að þeir hafi þótzt ætla
að hrinda af löggunum einni
heljarmikilli landkynningar-
starfsemi með þátttöku í ólym-
píuleikunum. Og hvernig ekki
tekst. Ég er viss um að aldrei
hafa karlmenn neinnar þjóðar
farið meiri sneypuför til nokk
urrar píu, en þeir, og hafa þá
margir fengið kúluna kembda
í slíkum ferðum. Þetta er nú
dæmið upp á þeirra landkynn-
ingu.
Og svo er að svara árásinni á
okkur í sambandi við dátana af
danska herskipinu. Við skulum
nú bara athuga hvað karlmenn
irnir unnu að landkynningar-
starfserni í sambandi við komu
skipsins, og- kvað við, sjálfboð
urnar gerðum og leggja svo
undir dóm almenningsins í land
inu, hvor hafi gert betur. Jú
karlmennirnir, það er að segja
þeir sem telja sig nokkurskonar
yfirkarlmenn, — hinir hunds-
uðu allt eins og vant er eða
voru með skæting, — jú, þessir
æðstu taka nokkra af þeim
æðstu á skipinu, bar fáeina, og
halda þeim veizlur og ræður
og tala um landið og allt það.
Og þessir fáu voru einmitt þeir
menn, sem að öllum líkindum
hefur verið minnst ástæða tii
að fræða, þar eð þeir vita ýmis
legt um landið áður. En af öll-
um fjöldanum um borð, sem
ekkert vissi og mest þörfin var
fyrir að sannfæra um að hér
byggi menning'arþjóð, af þeim
skipta þessir æðstu menn okkar
sér ekkert. Þá erum það við,
sjálfboðurnar, sem tökum á okk
ur þessa sjálfsögðu skyldu og
fáum auðvitað skömm fyrir.
Ætli að íslenzku karlmönnunum
hefði þótt það gott, ef þessir
menn létu svo hafa eftir sér í
blöðum, þegar þeir koma aft-
ur heim til dönsku fjallanna, að
grænlenzka kvenfólkið hefði
sýnt þeim meiri umgengismenn
ingu en það íslenzka? Nei, þá
mundu þeir hafa rokið upp til
handa og fóta. Sennilega hefði
það orðið til þess, að þeir hefðu
rokið með kvikmyndasýninga-
vél út í næsta danska herskipið,
sem hingað kemur, og sýnt
myndir af tómötum í gróður-
húsum til að kynna landið. Þeir
halda nefnilega í heimsku sinni,
að dátarnir séu mest fyrir að
sjá tómata í gróðurhúsum. Það
ætti bara að spyrja þá sjálfa,
þessa landkynningarforráða-
menn hérna, hvað þeir vilja
helzt sjá, þegar þeir eru á ferða
lögum erlendis! Sennilega tóm
ata í gróðurhúsum! Ég gæti að
minnsta kosti trúað þeim til
að segja eiginkonum sínum það,
þegar heim kemur. Og svo eru
þeir að brúka munn og skjöna
okkur!
En nú er meira en nóg kom-
ig. Við, sjálfboðurnar, verðum
að stofna samband! Skipuleggja
og organísera og allt það og
gera okkar réttindakröfur. Og
fá duglegan málafærslumann,
sem getur látið sekta alla af-
brigðisseggi, sem fara með at-
vinnuróg um hið göfuga og ó-
eigingjarna starf okkar .1 þágu
ættjarðarinnar.
p. t. Sólbaðskróknum
við Nauthólsvík.
Lauga landkynning.
Smurt brauð
09 sniftur
Til í búðinni allan daginn.
Komið og veljið eða símið.
SÍLD & FISKUR
Mímtiitgarspjöld
Bamaspítalasjóðs Hrmgsins
eru afgreidd í
Verzl. Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12, og í
Bókabúð Austurbæjar,
Lesið Alþýðublaðið!
eftir einhversstaðar þar. sem
ég þarf aldrei að sjá það fram
ar. Jón — Jón hjálpaðu mér“.
Jón slóð kyrr með hend-
urnar fyrir aftan bak og
horfði á hana.
Jón stóð kyxr með hend-
urnar fyrir aftan bak og
horfði á hana.
„Seztu niður Geirþrúður,
þú mátt ekki fara strax. við
höfum ekki talað út hvort
við annað“. Hann þrýsti
henni niður í stólinn aftur, og
Geirþrúður hlýddi. Jón Ers-
son var strangur á svip en
rólegur. og bar með sér mikla
festu.
„Ég get ekki vitað, hvort
það er satt, sem þú hefur
sagt Gerþrúður. Ég veit, að
þið ko.nurnar eruð öðru vísi
að mörgu leyti en við karl-
mennirnir. og við eigum því
erfitt rneð að skilja ykkur.
Mig hefur lengi dfeymt um
þig, en ég hef aldrei getað
trúað því, að draumar mínir
myndu rætast. Þú varst ynd-
islegust allra í mínum aug-
um frá því þú varst þarn. Og
ég hef alltaf óskað eftir að
hjálpa þér. Ég veit. að þú hef
ur átt erfitt, og þu ert kom-
in til mín til þess að ég
hjálpi þér. Það hefur verið
mér nóg. Og það hefur verið
mér til mikillar gleði. Ég
hafði aldrei vonað annað. En
hefði ég skilið það, sem ég
skil nú, þá hefði ég tekið þig,
þegar ég þráði þig mest, og
þá hefði margt verið öðru-
vísi nú. Af því sem þú hefur
sagt mér skilst mér. að þú
vitir ekki sjálf. hver er fað-
ir barns þíns. Sá, sem hefði
átt að vera það- er það ekki.
Og þú færð aldrei að vita,
hver það er, með því leynir
guð ykkur konunum. En ég
kæri mig ekkert um það, það
er þitt barn, og það er mér
nóg. Ég skal aldrei spyrja
neins, og ég skal hjálpa þér
á allan hátt, sem mér er mögu
legt. Nú verður þú konan
mín eins fljótt og auðið er.
Fólk má halda, hvað sem
það vill. það kemur mér
ekki ivð, það má hugsa hvað
það vill —“
Jón hafði talað sig heitan
og gekk brosandi til hennar
með framréttar hendur. Geir
þrúður stóð hægt upp. Það
brann arnarlegur eldur úr
augum hennar, þegar hún
ylti höndum hans til hliðar
og sagði stolt:
„Nei þakka þér fyrir. Jón
Ersson, ég bað ekki um neina
ölmusu“.
Hún varð eins og öll til-
komumeiri í augum hans.
Hún bar höfuðið hátt og
horfði kuldalega og næstum
fjandsamJega á hann. Jón
slóð andartak kyrr og hörfði
á fölt andlit hennar, auku
þeirra mættust. Þau voru
þæði hör-ð og ósveigjanleg og
litu hvorugt undan. En svo
byrjaði Jón að tala.
,,Það er engin ölmusa.
Hönd mín er gróf. en hún er
örugg og nægilega sterk fyr
ir okkur bæði. Þú verður að
skilja, að þegar maður er eins
mikið einn og ég hef verið,
þá lítur maður öðru vísi á
margt. Þú lærir að skilja það.
að yfir okkur er eilífðin.
Gagnvart henni er eitt
manr.s líf svo lítið og allt,
sem okkur finnst svo mikil-
vægt er svo þýðingarlaust.
Mennirnir setia lögin, og við
verðum að lifa eftir þeim það
er ekki nema rétt. En um leið
vérðum við að læra að skilja,
að gagnvart eilífðinni hefur
það svo litla þýðingu. Það
eru hugsanir okkar sem hafa
mesta þýðingu. —“
,.Ég skil ekki, hvað þú átt
við, Jón“ sagði Geirþrúður
hvíðin.
„Þú þarft heldur ekki að
skilja það núna, lát-tu mig
þara um það, og láttu mig
leiða þig. Þú skalt vera örugg
hjá mér, því lofa ég“.
Geirþrúður brosti vand-
ræðalega, og Jón tók sárt til
þess. Það var einmitt oryggi,
sem hún hafði leitað hjá hon
um. Þess þarfnaðist hún. Hún
lokaði augunum og hugsaði
umð hve oft hún í huganum
hafði leitað huggunar og
styrks hjá Jóni. Hann myndi
fullnægja þrá hennar það
vissi hún.
En nú var það of sein-t. Nú
hafði hún eyðilagt allt. Hún
gat ekki verið kyrr, hún varð
að yfirgefa allt og fara burt.
Jón rétti fram hendurnar.
Hún hrisíi hufuðið og snéri
sér undan. Hann lét hendurn-
ar síga niður en brosti.
„Ef þú vilt það ekki sjálf,
getur enginn þvingað þig“,
sagði hann aðeins og settist í
stólinn, sem hún hafði staðið
upp frá. Hann horfði inn í
eldinn, og andlit hans var
öskugrátt log torkennilegt,
eins og hann hefði orðið veik
,ur. Gairþrúður stóð kyrr við
dyr,nar og horfði á hann. Hún
vissi að allt, sem hann hafði
lofað, myndi hann efna.
Hann myndi veita henni ör-
yggi, og aftur á móti myndi
hann aðeins krefjast dálítill-
ar blíðu og hana gæti hún
gefið honum.
Hún lokaði augunum
þreytulega. Einmitt þess
vegna gat húnekki verið kyrr
nú. Það, sem hún hafði að
geía var ekki verðugt manni
eins cg Jóni Erssyni. Gólfið
ruggaði undir henni, og
snöggvast hringsnerist allt
fyrir augum hennar. Jón tók
ekki eftir neinu. Hann sat
kyrr eins og áður.
Skyr.dilega fannst henni
hún vera svo ákaflega ein-
mana. Allt í einu skildi hún,
hve einsiæðingsskapur henn
ar var mikill. Hún hafði eng-
an til þess að tala við, engan,
sem hún gat 'trúað fyrir á-
hyggjum sínum. Ahyggjurn-
ar var hún vön að bera ein.
Það hafði aldrej neinn annar
en Jón boðið henni að taka
þátt í þeim. Gólfið ruggaði
enn þá. Allt fjarðlægðist fvr-
ir henni. Hún hallaði sér
upp að dyraarminum til þess
að halda sér uppré'ttri. til
þess að Jón tæki ekki eftir
neinu. IJún barðist við það
að halda rænunni. Eftir and
artak yrði þetta liðið hjá:
Hana langaði að setjast
snöggvast, því að fætur henn-
ar skulfu.
í gegnum móðuna komu end
urminningarnar um öll þau
skipti, sem hún, hafði reynt
að leika á Jón. Öll brögð henn
ar og smáósannindi — háa
verðið. sem hún hafði krafist
af honum — öll brögðin og
brosin og daðrið í henni til
þess að r-eyna að heilla hann.
— Hún skammaðist sín og
roðinn istdig upp í kinnar
hennar. ,
ÖRN ELDING
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSlNSs
Reg. U. S. Paf. Off-,
AP Ncwsfcaíares-
ÖRN: Jæja, hérna verð ég að
stíga úr bifreiðinni, og þakka
fyrir skemmtilega viðkynningu.
PRÓFESSORINN: Verið sælir,
ungi maður, og gefið þófunum
engin grið. Þeir eiga fyrir því
þessir þorparar. Og geti ég ein-
hverja hjálp veitt, er hún til
reiðu.
ÖRN: Ágætur karl.
flokks kvenmaður!
Fyrsta