Alþýðublaðið - 24.08.1948, Blaðsíða 5
? I,«ðjudag\ir 24;! águst U948.
ÞEGAR FYRIR LÖNGU
síðan hefur ýmsum mennta
snönnum og vísindamönnum
verið það ljóst, að ógjörning
ur er að læra til neinnar hlít
ar öll, eða jafnvel nokkur lif
andi mál, en hins vegar hef
!ur þeim einnig verið Ijós
siauðsyn þess að hafa í æ rík
ari mæli samskipti við aðrar
þjóðir. Af mörgum fyrstu
brautryðjendum hugmyndar-
innar um alþjóðamál skal
hér aðeins minnzt á Comn-
ius, Descartes og Leibnitz.
Á seinni tímum hafa alþjóð
leg samskipti mjög aukizt á
sviði samgangna, viðskipta,
'iðnaðar, fjármála, lögfræði,
vísinda, siðfræði, stjórnmála
og þjóðfélagsmáía. Af þess-
«m sökum hefur þörfin fyrir
almennu tungumáli — sem
allir menn tali og skilji, hvar
í heiminum sem þeir eru bú
settir — mjög aukizt á síð-
ustu áratugum, og satt að
segja getur nú mannkynið
varla öllu lengur verið án
islíks máls. Fyrstu brautryðj
endur þessarar hugmyndar
hugsuðu sér aðeins að búa
fil n. k. heimspekilegt mál,
sem ekki væri hægt að tala,
heldur aðeins að skrifa, en
smátt og smátt þokaðist hug
myndin í hina hagnýtari átt:
að búa til mál, sem stæði
þjóðtungunum jafnfætis á
öllum sviðum talaðs og rit-
aðs máls.
Dautt mál, t. d. latína eða
gríska, er alls ekki nothæft í
þessum tilgangi, því að jafn
vel vísindamenn eru oft ekki
færir um að beita þeim í
ræðu eða riti, vegna þess hve
erfið þau eru, og einnig af
því að þessi mál nægðu að-
eins fyrir hugmyndir og
þarfir fornaldarinnar, en alls
ekki fyrir vísindi, tækni og
daglegt líf nútímans.
Þjóðtunga hefur ekki ver-
ið valin sem alþjóðlegt hjálp
armál af eftirtöldum ástæð-
um: 1) Það er ómögulegt að
fá þjóðirnar til að koma sér
saman um innleiðingu þjóð-
tungu sem alþjóðamáls, því
að hver þeirra krefst þess,
að hennar mál hafi jafnan
rétt til að verða alþjóðamál
eins og mál annarra þjóða.
Einnig mundi sú þjóð, ’ sem
ætti að móðurmáli hið út-
valda alþjóðamál, hagnast
svo á sviði stjórnmála, við-
skipta og almennra menning-
armála að aðrar þjóðir
mundu ekki samþykkja upp
töku viðkomandi máls. 2)
Helztu mál, sem til greina
kæmu í þessu efni, eru ekki
hæf sem alþjóðamál vegna
hinna sterku stjórnmálalegu
og þjóðernislegu einkenna
þeirra. Auk þess eru allar
þjóðtungur of erfiðar til að
verða alþjóðamál, sem fyrst
og fremst verður að vera auð
velt til náms; þær er-u ekki
MARGT ER NÚ TIL
í MATAINN
Nýr lundi, súrsað lival
rengi, nýr hvalur og
norðlenzk saltsíld. ís-
lenzkar kartöflur. —
lækkað verð.
FISKBÚÐIN
Sverfisg. 123. Sími 1456.
Hafliði Baldvinsson.
3-' m
Uppskera stendur nú sem hæst um alla Evrópu, en hefur reynzt erfið í ýmsum löndum vegná
veðra. I-Iér sjást danskir bændur við uppskeruvinnu.
hyggðar upp eftir lögmálum
rökfræðinnar; þær hafa erf
iða stafsetningu og óregluleg
an framburð, og allar reglur
sem reynt er að gefa í mál
fræði þeirra, eru lítt áreiðan
legar og hafa fjölda undan-
tekninga. Af öllum þessum
ástæðum eiga útlendingar
mjög erfitt með að tileinka
sér þær til neinnar hlítar,
nema með langdvölum í
landi því, sem viðkomandi
mál er talað í. 3) Þjóðtung-
urnar eru ekki nægilega
sveigjanlegar til þess að geta
bætt við orðaforða sinn nýj
um alþjóðlegum orðum — í
því formi, sem- hentugast
væri frá alþjóðlegu sjónar-
miði —, sem fram koma um
ný hugtök á sviði. vísinda.
Heimspekingurinn Leib-
nitz hefur venjulega verið
talinn faðir hugmyndarinnar
um alheimsmál. Fyrstu uppá
stungur í þessu efni voru
byggðar á rittá^jium, stærð-
fræðilegum formúlum, tölu
stöfum, hljómlist, skammstöf
unum o. s. frv- En smátt og
smátt skildu menn, að með
þessu mundi takmarkið
aldrei nást og að aðeins talað
mál, sem líktist þjóðtungun-
um, -gæti leyst viðfangsefnið.
Og nú komu ífram allmörg
tilbúin mál. sem einkum
byggðust á latínu, frönsku,
ensku og þýzku eða á nokkr
um þeirra samtímis. Samtals
hafa komið fram meira en
150 slík tilbúin mál.
Ekkert hinna mörgu mála,
sem búin hafa verið tii í
þeim tilgangi að skapa al-
þjóðamál, hefur náð eins mik
illi útbreiðslu og það, sem
dr. Lúðvík Zamenhof augn-
læknir í Varsjá bjó til. Það
er nefnt Esperanto (— sá,
sem vonar), en það nafn not-
aði höfundurinn sem dul-
nefni um skeið. Með þessu
nafni vildi höfundurinn láta
í ljós þá von, að Esperanto
verði í framtíðinni notað
sem tjáningartæki milli
þjóða um allan heim.
Esperanto var í fyrsta
sinn birt almenningi sem al-
þjóðlegt hjálparmál árið
1887. í fyrstu vakti það hjá
■sumum efasemdir, jafnvel
sterka mótstöðu, einkum af
hálfu fylgismanna Volapiiks,
en það var mál, sem stefndi
að sama 'marki og Esperanto
og hafði á þeim tíma hlotið
allmikla útbreiðslu; höfund
ur þess var presturinn Scl-
eyer.
En dr. Zamenhof vann af
slíkri þrautseigju við að
bæta mál sitt, gera það ein-
falt, rökrétt og hltómfagurt,
að ýmis vísindafélög, —
þeirra á meðal Vísindafélag-
ið (Akademíið) í París —
hafa hrósað einfaldleik þess
og rökrétri uppþyggingu; þá
hefur málið verið notað af
ýmsum félagasamtökum víðs
vegar um heim i samskiptum
við félaga í öðrum löndum.
Allt þetta hefur mjög flýtt
fyrir útbreiðslu Esperantos
og kemur mönnum til að
álíta. að sá tími nálgist nú
óðum, er Esperanto verði
notað af öllum þjóðum sem
hjálparmál. Esperanto stefn
ir ekki að því — og á það
verður aldrei lögð nógu rík
áherzla — að veikja eða út-
rýma móðurmáli nokkurrar
þjóðar. En hversu miklum
tí'ma, erfiði og peningum
verða menn ekki að fórna, ef
þeir vilja læra til hlítar nokk
ur erlend mál, og það í hag-
nýtum tilgangi? En eins og
flugvélin gerir mönnum
kleift að komast til fjarlægra
landa á skömmum tíma,
þannig vill Espsrarito auð-
velda hugsanaflutning milli
manna af mismunandi þjóð-
erni. Esperanto vill tafcast á
hendur það biónandi hlut-
verk, að verða túlkur milli
allra þióða heims.
Iivílíkt afl . þessi hagnýta
hlið Esperanío hefur, sést
bezt á hinum miklá fjölda
manna, sem ívikir sér unclir
fána Esperanto-hreyfingar-
innar. Esperantistar eru í
meira en 60 löndum. Mörg
verzlunarfyrirtæki nota Esp
eranto í bréfaviðskiplum
jafnhliða öðrum málum. Iive
mikið hagnýtt gildi Esper-
anto getur einnig haft til
auglýsinga á sviði verzlunar,
má m. a. sjá af því, að ein
auglýsing um postulínsfram
leiðsluna í Meissen, sem birt
ist í Esperanto-blaði, varð til
iþess, að stuttu seinna voru
seldar til Englands postulíns
vörur fyrir álitlega fjárupp-
hæð.
Margir fulltrúar vevzíun-
arfyrirtækja hafa tekið þátt
í hinum árlegu Esperanto-
þingum, sem haldin hafa ver
ið frá því 1905 (að undan-
teknum styrjaldarárunum).
Eins og mörg verzlunar- og
iðnfyrirtæki hafa og ým,is
félög, sem annast mannflutn
inga milli landa, sannfærzt
um notagildi Esperantos.
Mörg slík fyrirtæki hafa um
langan tíma birt öðru hvoru
tilkynningar og ferðamanna
bæklinga á Esperanto. í
Munchen birtist þegar 1910
dagskrá Oberammergau-leikj
anna á Esperanto; sama ár
voru gefnar út í sambandi
við heimssýninguna í Brúss
el ýmsar upplýsin-gar um sýn
inguna, einnig á Esperanto.
Þá má geta þess; að ferða-
mannabækur Badekers og
Woerls birtu lista yíir starf
andi Espe-ranto-félög og Es-
peranto-skrifstofur í mörg-
um borgum. í sambandi við
margar ' alþjóðlegar kaup-
stefnur siðari ára hafa verið
prentaðar margvíslegar -upp
lýsmgar einnig á Esperanto.
Um langan tíma hefur Esper
anto verið notað sem sím-
skeytamál. Þing útvarps-
starfsmanna í Genéve notaði
Esperanto ásamt öðrum mál
um. Enn fremur hafa lög-
regluyfirvöld ýmissa landa
hagnýtt sér alþjóðamálið.
M-argir herm-enn, einkum í
Frakklandi, hafa fengið
brennandi áhugaj fyrir Esper
anto sem alþjóðamáli. Sebert
hershöfðingi, ssm var með-
limur franska vísindafélags
ins, stjórnáð alþjóðlegu Es-
peranto-þingunum í mörg ár.
Margir heríoringjar í Eng-
landi, Rússlandi, Ítalíu, Búl
garíu og víðar eru ötulir es-
perantistar.
Einnig á sviði skóianna
hefur Esperanto hlotið all
mikla útbreiðslu. Esperanto
hefur verið innleitt í mörg-
um skólum ýmissa landa sem
frjáls námsgrein, er nemend
ur geta valið úr fleiri grein-
-um af því fagi.
Á vísindalegum ráðstefn-
um hafa oft verið fluttir fyr
irlestrar á alþjóðamálinu.
Ár,ð 1923 lét Vísindafélagið
(Akademíið) í París þá skoö
un í ljós, að „visindarit, sem
gefin væru út í þýðingu á
Esperanto mundu fá mun
stærri les-endahóp en ella“.
A,f vísindamönnum fengu
læknar snemma áhuga fyrir
hjálparmálinu. Þannig var
þegar áríð 1908 til lækna-
blað á Esperanto, „Vocho de
kur-asistoj“ (Rödd lækn-
anna).
Mánaðariitið „Internacia
Scienca Revuo“ ÍAlþjóðlaga
vísindaritíð fjallaði um hinar
ýmsu greinar tækninnar.
Mikill fjöldi fagurra bók-
mennta' hsfur_ v-erið þýddur
á Esperanto. Á fjórða alþjóð
lega Esperanto-þinginu í
Dresden sýndu „atvinnuleik
arar“ leikritið Ifige-nio ef-tir
Go-ethe, og fór leikurinn
fram á Esperanto; í Washing
ton var sýndur sjónl-eikur-
inn „Hverng líz-t þér á?“ eft-
ir Shakespeare í ágætri Es-
peranto-þýðingu; á Esper-
anto-þinginu í Vínarborg
1924 var sýnt leikritið
„Svallarinn“ eftir Raimund í
Esperanto-býðingu.
Áuk mikils fjölda þýddra
rita úr ýmsum málum er
þegar til álitlegt safn frum-
saminna skáldrita á esper-
anto. Þá vinna meira en 100
ýmis korar blöð og tímarit
að útbreiðslu málsins.
Tilraunir í skólum hafa
sýnt, að sama árangri má ná.
í esperanto-námi á fimmt-
ungi þess tíma, sem þarf tjl
þess að ná sömu færni í öðr-
um málum. Þá hafa tilraunir
sýnt, a ðnám erlendra mála
verður nemendum mun létt-
ara. ef þeir byrja á esper-
anto-námi.
Hæfni esperantos sem al-
þjóðamáls hefur áþreifan-
legast verið sönnuð á þem 32
alþjóðaþingum esperantista,
sem árlega hafa verið haldin
síðan 1905, að undanteknum
styrjaldarárum. Á þingurn
þessum hafa komið fram full
írúar frá meira en 30 mis-
munandi þjóðum, og hafa að
sjálfsögðu öll þingstörf jafn-
an farið fram á alþjóðamál-
inu. og hefur aldrei orðið:
var-t neinna erfiðleika á aö
skilja ræðumenn, eins og svo
oft á sér stað á alþjóðaþ-ing-
um, sem aðrir aðilar standa
að. Síðasta alþjóðaþing es-
perantista var haldið í Svis-s
s.l. sumar, en hið næsta verð
ur haldið í Malmö í Suður-
Svíþjóð á sumri komanda
dagana 31. júlí til 7. ágúst.
Þá hef-ur esppranto verjð not
að viþ ýmis önnur alþjóðleg
mót og jafnan með góðum ár
angri. Fyrir styrjöldina var
útvarpað reglulega á esper-
anto frá 85 útvarpsslöðvum.
Nú er útvarpað reglulega á
málinu frá um 12 úlvarps-
stöðvum, þar af daglega frá
París og Prag, en því miður
Framhald á 7. síðu.
Fínn og grófur
skeljasandur.
KARL KARLSSON,
sími 26, Grindavík.