Alþýðublaðið - 25.11.1948, Síða 5
Fímmtudagur 25. nóv. 1948.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Guðmundur Gíslason Hagalín:
SUMIR hafa látið að því
liggja, að ýmis helztu skáld
okkar á 19. öldinni hafi gónt á
Ijóma gullaldar okkar, en að
engu gætt þess að örva samtíð
sírja til dáða og ekki hugað að
þörf hennar til umbóta og fram
fara. Þetta er hið argasta níð
og hið lítilmannlegasta van-
þakklæti. Þeir Bjarni og Jónas,
sem einkum hafa verið um
þetta sakaðir, dáðu mjög glæsta
fornöld íslendinga, en þeir not-
uðu einmit.t óspart fordæmi
feðranna til örvunar samtíð
sinni, vildu með samanburði á
gullinni fortíð vekja samtíð
sína til heilbrigðs metnaðar og
dáða. Sanriarlega höfðu þeir
báðir opin augun fyrir þörf
þjóðarinnar á sjálfsforræði, og
nauðsyn hennar til umbóta og
framfara. Bjarni lagði úr sjálfs
sín sjóði fé til ruðnings fjall-
vega, og Jónas hætti heilsu og
íífi við rarinsóknir á náttúru
Iands síns, skrifaði um dýra-
fræði og jarðfræði, þýddi
stjörnufræði og sundreglur og
safnaði hinum fyrsta vísi að
náttúrugripasafni. Á hinu leit-
ánu sjáum við svo það, að
Hannes Hafstein, sem var flest-
um mönnum raunsærri á þarfir
og möguleika íslenzkra atvinnu
vega og kemst svo að orði í
Ijóði, að „framtíð ættarlands“
sé undir því komin „að gaufi ei
þrælar gröfum fornum á“, dáir
mjög hreysti Skarphéðins ■— og
Hafstein segir í niðurlagserindi
kvæðis síns Úr Brjánsbardaga,
ekki beinlínis laus við aðdáun á
forfeðrunum:
„Siðan oft, ef margir menn
mæta einum dreng í senn
utanlands, sem ekki flýr,
einn á móti fjölda snýr,
hrópar einhver orkurýr:
„Þessi maður er frá ísalandi“.
Þá finns öllum aukast nokkuð
vandi.“
Og þá er Hafstein fyllist spá
mannlegri hrifni og sér allt það
verða að veruleika með íslend-
ingum, er hann veit að verða
má þeim að mestu gagni á sviði
veraldarhagsmuna, byrjar hann
kvæðið á þessa leið:
„Drottinn, sem veittir frægð og
heill til forna,
farsæld og manndáð, ýek oss
endurborna."
Og í kvæðislok segir hann:
„Þá munu sá guð, senj veiíti
frægð til forna,
fósturjörð vora reisa endur-
borna.“
Og hver er svo glöggskyggnari
á það en Jón Sigurðsson, sem
virðist verið hafa allt sjáandi á
þarfir og möguleika íslenzku
þjóðarinnar, hvert gildi hin
glæsta fortíð og arfurinn frá
henni hafði í frelsisbaráttunni
og fyrir menningarlega og efna-
hagslega viðreisn íslendinga?
Tökurn síðan dæmi frá Norð-
rnönnum, Þrjú- rit eru þeim
héilög: Biblíaii, jEiðsvaÍIar-
Btjórnarskráin og Heimskringla
Snorra. Fyrir styrjöldina sagði
norskt skáld og bókmenntasögu
höfundur, að sá maður, sem
mest gagn hefði unnið Norð-
mönnum, væri íslendingurinn
Snorri Sturluson. Og í styrjöld-
inni var það almennt viður-
kennt af þeim, sem skyn báru á
þau efni, að erfiðastur allra
andstæðinga hefði Snorri
Sturluson reynzt þjónum Hit-
lers í Noregi. Á seinasta fjórð-
ungi 19. aldar áttu Norðmenn
skáld, sem hét Per Sivle. Þegar
styrrinn stóð með þeim og Sví-
um út af meðferð norskra utan-
ríkismála og út af „hreinum“
norskum fána, orti Sivle log-
andi eggjunarljóð og sótti þá
oftast efni til Snorra. Á kúgun-
arárunum 1940—45 var þessum
kvæðum dreift fjölrituðum sem
víðast um landiö. Eitthvað af
hinum fjölrituðu blöðum komst
í henöur heimskum og fáfróð-
um Kvislingum, og gerðu þeir
þá kröfu, að þessi Per Sivje
væri þegar handtekinn. Var nú
rokið upp til handa og fóta, en
svo kom þá heldur en ekki
babb í bátinn: Per Sivle var
Iátinn fyrir 35—40 árum. En
sá, er á bak við Sivle stóð, sá,
er léði öllum þeim, sem börð-
ust eða vörðust, þrek og metn-
að, hafði Iegið 700 ár í gröf
cinni úti á íslandi.
Við, sem vorum börn, þá er
straumhvörf urðu — upp úr síð
ustu aldamótum — í sjálfstæð’
isbaráttu þjóðarinnar, minnumst
ijóslega þess. hve íslendingasög
ur og kvæði skáldanna, sem
héldu á loft glæsileik gullald
arinnar og hvöttu til metnaðar
og framtaks, voru okkur mikil
örvun og styrkur, hve þessar |
bókmenntir gáfu hyr undir
vængi vonum' og trú barnsins ,
og unglingsins, sem vildi allt j
hið mesta og bezta fyrir liönd
þjóðar sinnar, en hins vegar sá |
smæð hennar og gerði sér grein
fyrir fátækt -hennar í saman-
burði við aðrar þjóðir — og
meðal annars þá, sem hún
skyldi toga úr greipum rétt
sinn þá hina sömu, er af for
dild, þráa og skammsýni heldur
enn þá fyrir okkur og stofnar
í hinn mesta voða handrituni og
skjölum, sem henni eru lítils
virði, nema ef hún tæki upp á
að selja þau eins og eyjarnar
3 við Ameríkustrendur, en eru
akkur hins vegar svo ómetan-
leg, að við værum — að þeim
glötuðum — eins og viður sá,
er óveður eða sprengja hefði
að nokkru rótslitið. Og öll
minnumst við þess, hve kær-
komin þau voru, rit Jóns sagn
fræðings, eins og hann var á-
vallt nefndur, íslenzlct þjóðerni,
Gulíöklin, Oddur lögmaður,
Ðagrenning og Skúli fógeti. En
að minnsta kosti í mínum átt
högum varð Gullöldin — en svo
var Gullöld íslendinga nefnd í
daglegu tali — vinsælust og
mest virt allra þessara rita. Þó
er hún þeirra fræðilegust — og
það er mín reynsla, að yfirleitt
sé ekki íslenzk alþýða gefin fyr
ir fi’oú’íirit — í þess orðs
venjulegu merkingu — nema
hvað hver les auðvitað slíkar
bækur um það efni, sem hann
er alveg sérstaklega hneigður
fyrir. En Gullöld íslendinga er
frábærlega skýrt og skemmti-
lega skrifuð og auk þess er
ekki aðeins í lesmálinu getið
lausjega uni Héimilflir, heldur
! ávallt á mjög áhrifavænlegan
' hátt vitriáð til fornritanna. Þá
er 'rnenn lásu Gullöldina, höfðu
þeir alltaf í huga sögurnar, sem
þeir höfðu lesið eða heyrt lesn
ar, atburði þeirra og persónur,
og margt skýrist og gæddist
nýjuTífi. enda ræddu menn sín
og sögurnar — og endurlásu síð
an ýmsa kafla í þéim — eða
á milli jöfnum höndum bókina
heilar sögur, sumir jafnvel sög
urnar allar með tölu, ef þær
voru fyrir hendi. Er enginn vafi
u n
á því, að eins og Gullöldin
p.tyrkti og örvaði til þátttöku í
sjálfstæðisbaráttunni og jók
ungu fólki áræði til framtaks
og framfara, jók hún mjög
þekkingu á fornbókmenntum
okkar og á’nuga æskumanna fyr
ir þeim — og bjó hina ungu kyn
slóð undir heilbrigt viðnám í
menningarlegum efnum á tím-
um óvenjulegra og að sumu
varhugaverðra breytinga, enda
varð hún, eins og yfirleitt bæk
ur Jóns Aðils. aftirlæti ung-
mennafélaganna, sem á fyrsta
og öðrum áratug þessarar aldar
urðu veigamikill aðili að upp-
eldi unga fólksins víðs vegar
um land sem framtakssamra,
en um leið þjóðlegra liðsmanna
í sveit endurreisnar og um-
bóta.
Nú hefur gamall ungmenna-
félagi, Þorleifur Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Félagsbók- ’
bandsins í Reykjavík, tekið sig
til og gefið Gullöld íslendinga
út í nýrri útgáfu. Er útgáfan
myndarleg bók og jafnvel glæsi
leg, þó að hún sé hins vegar
látlaus. I eftirmála skýrir Þor-
leifur óbeinlínis frá því, að með
útgáfunni sé hann að greiða
gamla þakkarskuld, sem hann
hafði staðið í við bókina og höf
und hennar. Á eftir formála höf
undarins er ritgerð um hann eft
ir annan gamlan ungmennafé-
laga, Jónas alþingismann frá
Hriflu. ágætlega skrifuð, skýrt
og skipulega hugsuð og allýtar-
leg, og er þar mjög ljóslega rak
ið, hver þáttur áðurnefnd rit
Jóns Aðils hafi verið í baráttu
þjóðarinnar fyrir sjálfstæði
hennar og í beimanbúnaði unga
fólksins til starfs og stríðs á
vettvangi, þjóðlífsins. Framan
við bókina er mynd höfundar-
ins, og í bókarlok er birt sýnis
horn af rithönd hans. í bókinni
eru allar þær myndir, sem voru
í fyrstu útgáfu, en auk þess sjö
nýjar. Þó að fram hafði komið
við rannsóknir síðan Gullöld fs-
lendinga var rituð ýmislegt nýtt
um það tímabil er hún greinir
frá, birtist hún óbreytt, og tel
ég þar farið rétta leið, því að
bókin er svo heilsteypt og frá-
sagnarháttur höfundar og stíll
hans svo sérstæður, þótt hann sé
látlaus, að ekki hefði verið ger
legt að breyta þar neinu eða
auka þar við, án þess að brota j
lömin hefðu verið auðsæ. Hins
vegar tel ég að aftan við gull-
öldina hefði átt að vera rit-
gerð, þar sem Ijóslega og líflega
hefði verið gerð grein fyrir því
helzta, sem fram hefur komið,
síðan bókin var samin, en ég
hygg, að svo mjög sem íslend
ingasögur eru nú lesnar, og svo
sem nú stendur hagur alls þorra
manna, líði ekki á löngu, unz
hin nýja útgáfa verði uppseld
og Gullöldin verði gefin út enn
á ný.
Vegna unga fólksins vil ég nú
stuttlega greina frá efni bókar-
ísfarfeiagsiori
efnir til
í Austurbæjarbíó í kvöld, 25. nóv., klukkan 7
stundvíslega.
SYMFÓNÍUHLJÓMSVEIT REYKJAVÍKUR aðstoðar.
Stjórnandi: Dr. V. Urbantschitsch.
Einsöngvarar: GUÐMUNDA ELÍASDÓTTIR og
SIGURÐUR SKAGFIELD.
Söngskráin frá Norrænu söngstsfnunni' í Kaup-
manna'höfn s.l. vor, au'kin.
Aðgön-gumið'ar í Bckaverzlun Sigíúsar Ey-
mundssonár og 'njá Lárusi Biöndal.
innar. Svó sem sjá má á undir
titlinum, fjallar hún um „merin
ingu og lífshætti feðra vorra á
Söguöldinni.“ Fyrst er Ir.ngang
ur um land og þjóð og upphaf
allsherjarríkis. Fyrsti þáttur
heitir Þjóðfélagslíf og skýrir frá
landsstjórn, héraðs- og sveitar
stjórn og löggjöf. Þá er annar
þáttur: Andlegt líf. Þar er fjall
að um trúarbrögðin, skáldskap
og sagnalist, hjátrú og fjöl-
kynngi. Þriðji þáttur er Atvinnu
og viðskiptalíf og segir þar frá
atvinnuvegum. verzlun og sigl
ingum., Fjórði nefnist Ytri lífs-
kjör og greinir frá húsakynn-
um, klæða- og vopnabúnaði,
störfum og starfsháttum, eyktar
mörkum, viðurværi, veizlum og
leikum og skemmtunum.
Fimmti og síðasti þátturinn heit
ir heimilislíf. Þar er í aðaldrátt
um gerð grein fyrir uppeldi og
æskulífi, hjúskapar- og ástamál
um siðferðilegum kröfum á
sviði einkalífsins aðstöðu kon-
unnar og sambandi foreldra og
barna. Þá er og í þessum kafla
gréint frá viðhorfum húsbænda
til hjúa •— og frá þrælahaldi, og
síðan útfarar-. og greftrunarsið
um. Loks er löng og ýtarleg
heimildaskrá.
Eins og ég hef þegár drepið
á, er bókin frábærlega skemmti
lega skrifuð, stíllinn látlaus,
lipur og fullur af lífi. Höfund-
urinn hafði kynnzt mjög náið
lýðháskólunum dönsku og skil-
ið stefnu þeirra og hlutverk. Og
hann skildi það mæta vel, að
bókin þurfti að ná til alls al-
mennings, þurfti að vera í því
formi að hún laðaði til lestr-
ar, þar eð hlutverk hennar átti
að vera að vekja og örva og
gera íslenzkri alþýðu sem ljós-
ust þau menningarlegu verð
mæti, sem fornrit okkar
geyma — og láta hana skilja^
hvern arf okkur íslendingum
ber að ávaxta. Og svo mun
fara nú sem fyrir 40—50 árum:
Hver ungur maður, sern les
Gullöld íslendinga og notar
liana síðan sem handbók við
lestur íslendingasagna, mun
verða þroskaðri einstaklingur
og betri þjóðfélagsborgari eftir
en áður. Hún mun s'týðja að því
að hið unga fólk í sveit og við
sjó, geri sér grein fyrir, hver
á hálifri .húsei'gninni nr.. 31 við Framnesveg,
■ieign 'dánarbús Ólafs Jónssonar, fer fram á
eigninni mánu-dagum 29. þ. m. klukkan 2 e. h.
menningarleg afrek íslenzka.
þjóðin hefur unnið í þágu ana
arra þjóða, beinlínis og óbein-
línis, og að það má enn verða,
sem eitt sinn hefur orðið. Þeg
ar hinir ungu eru orðnir 'sér
þess meðvitandi þá mun þeim
verða hvort tveggja jafnljóst.
að þeim ber að vernda kjarna
íslenzkra þjóömenningar, og
auka hana að glæsileik og fjöl-
breytni — og ganga öruggir. en
ábyrgir til þess nána samstarfs
á alþjóðlegum vettvangi, sem
er óhjákvæmileg nauðsyn og
verður að veruleika fyrr etv
flesta varir,
En þá er hin unga 'kynslóð
hefur gert sér þetta ljóst og
hugsar, íalar og starfar í sam-
ræmi við það — en lætur
hvorki þý austræns þrældóms-
og harostjórnaranda né vest
rænan málmhljóm eða seðla-
skrjáf glepja sig, þá er eins og
Breiðfjörð sagði „runninn mik
ill dagur“.
Guffm. Gíslason Hagalín.. .
Til í búðinni allan daginn.
Komið og veljið eða símið.
sfUD & FTSKTJR
Púsningasandur
Fínn og grófur skelja-
sandur. — Möl.
GuSmundur Magnússon.
Kirkjuvegi 16,
Hafnarfirði. — Síini 9199.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Minníngarspjöld
Barnaspítalasjóðs Hringsins
eru afgreidd f
Verzl. Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12, og f
Bókabúð Austurbæjar.
sendur út un allan bæ-
SÍLD & ^ISKUB