Alþýðublaðið - 25.11.1948, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 25.11.1948, Qupperneq 10
\ 10 ALÞÝBUBLAÖIÐ Fimmíudagur 25. nóv. 1948. Á andíegum veítvangi. í DAG tölum við ekki um bókakaup fyrir jólin, — það gerði ég hér fyrir skömmu, og hafa margir þakkað mér fyrir það.....Ég sá í blöðunum, að Mjólkursamsalan og mig minn- ir Hafnarfj arðarbær, ætluðu að Ijúka við Krýsuvíkurveginn i sameiningu. Ég verð að segja, að mér finnst þétta taktleysi við þau yfirvöld, sem ekki vilja neinn Krýsuvíkurveg; — en við hverju er öðru að búást af fólki nú á dögum........Mikið aga- lega var það rétt og tímabært, sem einn fulltrúi okkar, kven- þjöðarinnar, sagði á bæjar- stjórnarfundi, — þetta með for- eldra, börn og herbergjafjölda frá uppeldislegu sjónarmiði. Það var líka eins .og það er vant, karlmennirnir voru ekki lengi að hreyfa mótmælum. Þeir láta, sem þeir viti ekki af því, þeir góðu herrar, að bók- staflega allt siðleysi og þess háttar í fjölskyldunni er bók- staflega þeim einum að kenna, og að bókstaflega aldrei eru í- búðirnar nógu stórar og her- bergjamargar,, til þess að ein- angra hátterni þeirra frá foless- uðum börnunum. í raun og veru væri réttast, að sett væru á stofn félagsheimili fyrir karl- inenn einhvers staðar í úthvei’f um borga og bæja, og þeir síðan Iátnir flytja þangað til ævar- andi dvalar, þegar þeir hafa át't 2—3 börn með konum sínum. Dvalarheimili þessi ættu að vera rekin með almannafé, og konur^að stjórna þeim, en vinnulaun karlmannanna að greiðast konum þeirra, að engu öðru frádregnu en fata- kostnaði karlmannanna; kon- urnar réðu síðan sjálfar, hvað þær létu .þeim í té sem vasa- peninga, er færi eftir samkomu lagi. Ég er viss um, að þetta Eyrirkomulag mundi reynast þjóðfélaginu stórkostlegur sparnaður, að ég nú ekki tali um, hvað það mundi stórlétta á konum og auka siðferðilegt ör- yggi hvað snertir uppeldi barn- anna. Piparsveinarnir eru satt að segja eina problemið, sem ég sé í þessu sambandi; stór- vafasamt hvort þeir , mættu ganga lausir, þar eð þeim væri svo sem rétt trúandi til að reyna að smeygja sér inn á heimilin, þegar eiginmennirnir væru á brott, ,í því skyni að fleka konurnar til við sig, og, hvar væri þá siðferðisöryggið? .... Piparsveinar eru hættu- legasta og um leið siðlausasta sort karlmanna.......En þang- að til þetta kemst í framkvæmd er það réttlætiskrafa okkar kvenna, að herbergi sona okkar og dætra séu ekki sama megin við ganginn og hjónaherbergið. í andlegum friði. Dáríður Dulheims. AÐSENT BRÉF: Herra ri'tstjóri! Þökk fyrir tiilögur yðar um bókarheitin — „skinnurnar“. Við sjáum ekki betur, en að þarna sé komið ágætt, forn- norrænt orð yfir orðið ,,bók“, sem vera mun nokkurra alda gömul afbökun eða sletta úr einhverju erlendu máli. — Orð- ið „skinna“ er hins vegar sann- þjóðlegt, fer vel í munni og tekur auk þess þeim beyging- um, að ekki ætti að vera þar nein hætta á þágufallssýkingu. í stað bóksalaheitisins kæmi ,,skinnusali“ og svo framvegis. Auðvitað þykir mér dálítið kjánalegt að tala um „skinnu í skinnbandi", en það er líka eini ókosturinn, sem ég sé við þetta forna nýyrði. En svo datt mér eitt í hug: — ,,skæklaskinna“ eða „skækil skinna“ — héraðalýsingar og átthagafræði. Virðingarfyllst. Skinnugrúskari. Jón Baldvinssonar for- seta fást á eftirtölduim stöð urn: Skrifstofu Alþýðu- flokksins. Skrifstofu Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Skrifstofu V.K.F. Fram- sókn, Alþýðubrauðgerð- Laugav. 61, í Verzlun Valdi mars Long, Hafnarf. og bjá Sveinbimi Oddssyni, Akra nesi. Hún fór viku seinna af fæð ingardeildinni en, konan, sem hafði verið í næsta herbergi. Dagirin eftir sat hún í baðm ullarkjólnum sínum, sem hún átti síðan hún var telpa — hann fór henni allt- af jafnvel — fyrir meðan heslihnotulréð, á það voru komnar grænir sprotar. Og við fætur hennar lá barn hennar á samanbrotinni ullar ábreiðu. Þegar Weston, sem sat við skrifborðið á vinnustofu sinni, var litið hugsandi út um gluggann, og sá allt í einu þessa sjón þá var honum líkt farið og manni, sem vaknar af draumi og sér fyrir sér ljós lifandi það, sem hann hafði verið að dreyma um- Hann minntist ótta síns, að Matthildur myndi deyja af barnsburðinum- Hin fsiðsæla mynd, sem hann hafði séð fyr ir hugskotssjónum sínum áð ur en hún átti barnið var sönn núna og hvarf ekki sjónum. Hann fór út til henn ar. Matthildur ýtti barna- vagninum að blómstrandi liljurunnunum, sem höfðu veriði alveg blaðlausir um það bil, sem Barbara fæddiist, í apríl. Hún hugsaði: ,,Ma.nni finnst tíminn ekki líða fljótt, þegar maður athug ar garðinn á hverjum degi og sér hve hægt hann verður al blómgaður“. Weston lcom út og gekk á móti Matthildi, augu hans hvíildu stöðugt á henni þar til hver dráttur í andliti hennar varð greinilegur. Hún, leit aft ur út eins og hún hafði verið á brúðkaupsferð þeirr.a í skóg inn, fyrir ári síðan. Síðan hún kom frá spítalan um hafði hún haldið Weston í örlítilli fjarlægð frá sér. Hann gat ekki fundið neitt tilefni til þess né neinn til- gang á bak við það- Hin breytta framkoma hennar var fullkomlega eðlileg. Matthildur kom fram við mann sinn eins og reyndan vin, sem hægt er að vera við alveg eins og manni er eiginlegt. Hún var glöð við hina óvæntu komu hans og skildi foarnið eftir í skugganum af liljurunnunum, og tók hann undir arminn. Hann gat ekki kvartað — hann átti óskiptan áhuga hennar. Síðan talaði hún líka af miklum áhuga um starf hans. Hann hafði ekkert út á það að setja heldur. Samt hafði hann ekki komið út til hennar- til að ræða við hana um sögu Englands. Hann langaði eins og fyrrum að vera samvistum við kopu sína. En hann fann fjarlægðina, sem hún hélt honum í, eins eðlilega og- hún dró andann, og að lok- um spurði hann sjálfan sig, hvo.rt hún elskaði sig ekki lengur. ’ J’egar barnið varð órólegt, ságði hún: „Dóttir þín er svöng“, og sýndi greinilega, að henni þótti leitt að yfirgefa hann. Hann horfði á eftir hinni fögru ráðgátu og settist niður við skrifborð sitt engu nær. Matthildur bar barnið inn í svefnherbergi sitt, sem var beint á móti bókaherbergi Westons, og rétti því mjólkur- þrungið brjóstið, sem það tók við með áfergju. Meðán hún var þannig önnum kafin, var henni innan brjósts eins og konu., sem hefur farið í ferð og kemur ekki aftur til elskhuga síns, þrátt fyrir löngun sína, heldur hættir á að bíða og sjá, hvort hann muni koma á eftir hehni Hún talaði af dýpstu sannfæringu eins og hún væri að verja sjálfa sig: „Kona, sem hefur alið barn, er í raun og veru alls ekki söm og áður.“ Hún setti barnið í vögguna. Gagnstætt óskum Westons þá annaðist hún barnið sjálf. Síðan setti hún vatn í baðkerið. Hún hugsaði ekkert út í það, hvers vegna hana langaði til að fá sér annað bað þennan morgun. Þegar hún lá í baðkarinu, at- hugaði liún brjóst sín ánægju- lega; þau urðu ailtaf stærri rétt áður en hún lagði barnið á brjóst, en á milli vor þau jafn ungmeyjarleg og þau höfðu verið áður en hún varð ófrísk. „Nei, þú mátt ekki koma inn núna.“ Weston fór. Hann hafði lang- að til að segja henni, að þýzk'i sagnfræðingurinn kæmi að drekka te hjá þeim þá um dag- inn. í svefnherberginu lét hún handklæðið síga og tók af sér skóna. Hún tók ofan hettuna líka. Hún var allsnakin núna og stóð fyrir framan stóra spegilinn. Þá vissi hún, að eina ástæð- an fyrir því, að hana langaði að fá sér bað aftur, var sú, að hún vildi ekki hafa farið úr fötun- um bara til þess að gera þá rannsókn, sem hún hafði nú í hyggju. Síðan hún fór frá fæðingaf- deildinni, hafði ekki einu sinni læknirinn séð líkama hennar. Hún byrjaði þessa rannsókn eins vandlega og hrossasali, sem vill ekki svíkja góðan við- skiptavin, og athugaði vöxt sinn með mestu gagnrýni. Hún sá grannan, telpulegan líkama, með breiðar fínlegar herðar, og allar boglínur voru eins og þær áttu aö vera. En heildarsvipurinn gat verið blekkjandi. Hana langaði til að vita nákvæmlega, hvernig ihún leit út nú, þegar hún hafði átt barn. Hún þurfti ekki að hafa áhyggjur út af brjóstunum framar, né heldur fótleggjun- um. Auðvitað gat hún ekki ann- að en álitið sig mjög heppna, að brjóst hennar skyldu ekkert aflagast. Auðvitað voru vört- urnar dekkri. En þegar húð hennar var svona snjóhvít, þá var það eiginlega fegurðarauki. Aðalatriðið var maginn og línurnar frá mittinu. Það er bar sem það venjulega byrjar. And- lit hennar varð háalvarlegt, meðan hún horfði með mestu athygli á, þegar hún dró inn magann nokkrum sinnum. — Hann var eins sléttur og hör- unösmjúkur og áður. Hjúkrun- arkonan á spítalanum hafði verið starfi sínu vaxin. Mitti henriar var enn eins mjótt og sveigjanlegt, sem er einkenni æskunnar, og áður. Þetta var allt ágætt. Svo kom hún hliðar- vængjum spegilsins svo fyrir, að hún sá sig alla að aftan. Strax og hún leit hið snjó- hvíta bak sit't, sá hún, að ekki vottaði • þar fyrir nokkurri hrukku, og var ánægð. „Rosie hefur spékoppa í kinnunum; þínir éru aftar,“ hafði móðir hennar sagt við hana einu sinni brosandi og bent á spékoppana. Hún hugsaði: En það rétt að eins vottar fyrir þeim. Annars sjást rifin dálítið á bakinu. H'ún gekk fáein skref. Allt í einu varð hún gripin miklum fögnuði yfir líkamá sínúm og teygði upp báða handleggina og stóð þannig á tánum eins og dansmær. í þessari stillingu sýndist hún ákaflega grönn. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELÐSNG HERMAÐUR: Þetta eru flækingarn- Saba! ' lendingar, Frakkar, ítalir? ir tveir, yðar hágöfgi, Hansan Ben SOLDÁNINN: Hvað eru þeir, Eng- ÖRN: Ameríkumenn, . ' : i SOLDÁNINN: Nú, skemmtiferða- menn, eða hvað? .,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.