Alþýðublaðið - 27.11.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 27. nóv. 1948.
ALLT ÞAÐ VEGLYNDI
sem mér var sýnt af skyldum og vandalausum 'á
áttatíu ára afmæli mínu, sem var meira og fjöl-
breyttara 'en ég iga,t ©ert mér í hugarlund, þakka ég
innilega. Fyrir þennan mikla kærleika, bið ég
Guð að blessa ykkur öll í náð Drottins Jesú Krists.
Eyjólfur Stefánsson frá Dröngum.
ÞÝTT OG ENDURSAGT
ÚR NÖGUÐUM HÖGUM
Djúp eru sár þjóðarinnar
eftir samspil borgaraflokkanna
við kommúnista. Sé ég það nú,
að of vel hef ég kennt þeim-
Kommúnistum spilamennskuna
1 gamla dagá,- og bölvað ekki
sen feil var það hjá mér, hvern-
ig ég hlóð undir þá og dekraði
við þá------— öhö----------en
þá var mér nú líka ósárt um
borgaraflokkana.--------
Fyrirspurn mín til Bjarna
Ásgeirssonar bar — — öhö —
góðan árangur. Brúttótekjurn-
ar eru það miklar; samkvæmt
niðurstöðum búreikningastofn-
unarinnar á Hvanneyri, að Jör-
undur hefði átt að geta búið
rausnarbúi í Skáiholti til dauða
dags, og jafnvel húsað jörðina
-------öhö---------með nokkr
um ríkisstyrk.
í nýja áfengishælinu eiga
sjúklingarnir að fá nafngift frá
Kleppi í ofanálag á baráttuna.
Öhö---------menn hafa nú að
vísu getað reynzt harðskeyttir
í baráttunni, þrátt fyrir læknis
vottorðin þaðan,-----en-------
öhö---------þau eru nú leiðin
ieg samt.
Nú eru ekki eftir nema tveir
kílómetrar af Krýsuvíkurvegin
um,------— hins vegar er eitt-
hvað meira eftin af Þrengsla-
veginum; hann er, hö, sem sagt
aðeins að byrja fyrir Gunnari
mínum greyinu, og hræddur er
ég um, að hann verði----------
öhö---------dálítið framlágur,
þegar hann hefur gengið hann
til enda. Ég vil bara ekki láta
kalla hann Gunnar Thor, held-
ur þá annað hvort fullu nafni
eða bara Gunnsa; annars gæti
fólk haldið, að hann væri í ætt
við Thorsarana, en það eru —
-----öhö-------- bara fullgóðir
menn.
Gylfi Gíslason vill búa til
skyldufélag skálda og lista-
manna. Það hefði ég líka verið
til í, meðan ég — öhö — var og 1
réði Og þá hefði ég líka viljað
ráða, hvaða skáld^og listamenn
yrðu skyldaðir til að ganga ,í
félagið, og nú hefði ég---öhö
------ — gaman af að mega hafa
hönd í bagga með, hverjir yrðu
ekki látnir sinna þeirri skyldu.
Nú hefur ríkisstjórnin óskað
að taka hin nafnkunnu jarðhús
til leigu um nokkurra ára skeið.
Ég á líka kartöflugeymslu, en
það hefur enginn boðið mér að
taka hana á leigu, — enda er
ég------öhö------alls ekki viss
um, að ég leigði hana, þar eð
austrænar flugvélar eru á sí-
felldu njósnaflugi hér yfir. —
Bjarni Benediktsson hefur
Iagt fyrir öll veitingahús, að
veita ekki drukknum mönnum
áfengi. Öhö — — — þetta' er
vitanlega dálítið andstætt þeirri
kenningu minni forðum, að ís-
lendingar ættu að læra að
drekka vín eins og kaffi-------
og hvenær hefur það þótt gest-
risni hér á landi að bjóða ekki
í bollann aftur, jafnvel þótt
skömmtun sé.----------
Gunnari Thoroddsen þykir
landvörn mín lítil og vanmátt-
ug í baráttunni. — Öhö — það
er nú svo. Örlítil klausa frá
mér varð þó til þess, að hann
rauk að stofna fegrunarfélagið,
sem meðal annars hefur prðið
til þess að þegja skipulagt í Ör-
firiseyjarmálinu, — og má því
segja, að hann eigi mér og land-
vörn minni litlu að þakka að
það gekk tiltölulega hljóðalaust
af. Hann má því bara vera mér
þakklátur, — því annars hefði
— — öhö — — Gunnar nafni
hans eyðilagt það allt saman.
Kaupum fuskur
Baldursgötu 38.
Lesið Aiþyðublaðið!
Leonhard Frank:
MATTHI
rannsóknina og séð, að hún var
jafn grönn og áður.
,,Er maðurinn þinn ánægður
með vinnu sína hér? Eða ekki?“
„Hann er ánægður, á meðan
hann getur alið upp kanarí-
fuglana sína og fengið fieiri
karl- en kvenfugla.“
„Hvers vegna fleiri karl-
£ugla?“
„Vegna þess, að karlfuglinn
syngur. Ilann á sextán núna.
Hann hugsar aldrei um annað.
En trúðu mér; áður en við gift-
um o'kkur, og meira að segja
um tíma á eftir, var hann öðru
vísi.“
M'atthildur svaraði sakleys-
islega: „Öðruvísi hvernig?"
„Ó, alit öðruvísi!“ Hún skar
sér bita.
,,Kjötið er of nýtt núna aít
ur. Ég ætti að fara til annars
slárara. Heldurðu það ekki?“
En Matthildur fékk allt í
einu þá tilfinningu, að það væri
gott að tala um hjónaband
Maríu í nærveru Westons. Aft-
ur spurði hún: „Hvernig var
hann öðruvísi?“
„Ja, þú veixt, hvernig það
er í byrjun. Og svo seinna —
kanarífuglar! Ég hugsa að ég
hafi fyrst verið nokkurs konar
kanarífugl fyrir hann.“
Matthildur brosti henni var
svo skemmt, en sagði þurrlega:
„Þá verður þú að syngja jafn
vel þó að þú sért kvenflug,“
„Ó, ég á ekki við svoleiðis
vitleysu. En ég hugsa stund-
um með sjálfri mér: brauð á
eftir köku. Það hefur hvað
sinn tíma!“ Hún stóð upp til að
sækja kaffið. „Þú veizt, að ef
kjötið er of nýtt er ómögulegt,
að láta það vera eins á bragðið
og það á að vera.“
Matthildur svaraði því engu.
„En ykkur kemur vel saman.
Mjög vel“.
,,Já auðvitað. En þegar við
vorum hætt við alla vitleys-
una, varð hann að byrja að ala
upp fugla? Er þá ekkert annað
til, sem kemur í staðinn fyrir
alla vitleysuna í byrjuninni?“
Weston sagði: „Fyrir fáein-
um dögum sagði maðurinn
þinn, að hann hefði verið reglu
lega heppinn að eignast þig“.
„Ég trúi því vel, að hann
hugsi svoleiðis. Auðvitað er það
mikið öryggi að eiga einhvern
að. Það hlýjar manni um
hjartaræturnar. Hann getur al
ið upp gulu fuglana sína og
verið þó ekki einn.“
Hún hló. „Hamingjan veit,
ég held hann megi það. Ég hefi
arenginn minn“,
Þegar Weston spurði hvort
þau ættu ekki að drekka kaffi
úti á svölunum, kinkaði Matt
hildur ltolli glaðlega og fór út
um bakdyrnar til að gæta að
svör.tu tíkinni, sem hafði átt
þrjá hvolpa þá um morguninn.
María bar kaffið út á svalirn
ar. Hún hafði líka verið meðlim
ur í blómaklúbbnum. En hún
hafði dregið sig í hlé eftir stutt
an tíma, vegna þess að meðferð'
Fjólu á sjóði klúbbsins hafði
vakið grun hennar. Og þegar
hinir þrír gráðugu stjórnarmeð
limir höfðu ákveðið að leysa
hann upp, þegar þær sáu lím
onaði manninn, hafði María
styrkzt í grun sínum.
Þar sem hvolparndr nýfæddu
voru líka kolsvartir og snögg
hærðir hélt Matthildup fyrst, að
tíkin, sem var að gefa þeim að
sjúga lægi ein í bílskúrnum.
Þessi kynblendingur hafði
komið í garðinn fyrir nokkr
um mánuðum og verið þár alltaf
síðan. Það var óvingjarnlegt, og
glepsið dýr. Engum geðjaðist að
henni. En náttúran var söm við
sig, og nú lá hún þarna hreyf
ingarlaus. Augu hennar voru
þokuleg eftir kvalirnar.
Matthildur strauk henni vin
gjarnlega og setti gamla á
bréiðu á steingólfið rétt við mat
ardiskinn.
Weston sat úti á svölunum og
tók á kaffikönnunni og fann, að
hún var enn þá heit, og hann
reyndi að ákveða með sjálfum
sér, hvort samtalið yfir morgun
matnum um mann Maríu. snerti
hann líka. En hann átti bágt
með að skilja það. Hann sá Matt
hildi koma yfir grasflötina. Hún
gekk hægt í áttina til hans, hall
aði eilítið undir flatt eins og
hún gerði alltaf.
Svona gekk hún í drauminum
fyrir mörgum árum, hugsaði
hann. Móðir mín, sem var dá
in sagði alvarlega: skrifaðu
henni.
Það flaug þröstur framhjp og
truflaði endurminninguna um
drauminn. Og Matthildur var að.
koma þarna Ijóslifandi á móti
honum í stutta sumarkjólnum;
og skyndilega skildi hann það
alls ekki, að hún tilheyrði hon
■um. Honum fannst alveg eins
og fyrir mörgum árum, að hann
yrði að gera allt til að vinna
hana.
Matthildur hafði fundið til
hins sama kvöldið áður. Hún
hafði verið kyrr úti í garðin
um til þess að ganga um svo
litla stund, og á leiðinni til
baka hafði hún staðið við'glugg
ann hans án þess að hann sæi
— hún hafði ekki getað slitið
sig frá þessu andliti í.ljósinu frá
skrifborgslampanum. Maðurimi
þarna virtist a]ls ekki vera mað
urinn, sem hún hafði beðið éftir
fyrir ári síðan við bugðuna á
veginum og gifzt svo fáum vik
um seinna. Þetta andlit, sem
virtist vera uppljómað af ein
hverri háleitri íhugun, hafði
hún aldrei séð fyrr. Hún var
alveg rugluð, og' hún gat ekki
skilið, að þau væru í svo ná
inni sambúð.
Matthildur gekk inn í and-
dyrið, sem var þrungið ilrni
jasmínunnar, og laut yfir blóm-
in. Þannig hafði hún staðið í
prestsgarðinum yfir blómstr-
andi villirósum. Ósjálfrátt
hugsaði hann sér að hún væri
orðin sautján ára og stæði
þarna. Ómögulegt! — Þarna
stóð kona. En jafnvel sú Matt-
hildur, sem hafoi orðið kona
fyrir hans tilstilli, jafnvel hún
leið í burt í hið liðna eins og
draumsýn, þegar maður vákn-
ar. Hann sá og fann, að sú
Matthildur, sem stóð þarna við
blómin, var innilokuð í sjálfa
sig á allt annan hátt'; hún var
eins og önnur árstíð; og allt í
einu vissi hann ástæðuna fyrir
hinni breyttu framkomu henn-
ar síðast liðna mánuði. Hann
þurfti elcki lengur að spyrja
hana. Hún kom öðruvísi fram
við hann vegna þess, að hún var
öðruvísi. Það var hans að fylgja
henni á þessu nýja skeiði lífs
hennar.
Hann var djúpt snortinn.
Meðan hún sat þegjandi við
hlið hans, fannst honum erfitt
að sýriast rólegur. En hún fann,
hvað bærðist með honum Hann
sá það á tarosi hennar, sem
hvarf brátt, og hún varð aftur
kvenleg og framkoma hennar
eins og áður. Þau töluðu aðeins
um algenga hluti, hvort þau
ættu að drekka te með þýzka
sagnfræðingnum í dagstofunni
eða á svölunum, og hvort gest-
ur þeirra yrði fram yfir mið-
degisverð. En það var örinur
meining fólgin bak við hvert
orð. Þau voru komin á vegamót
í hjónabandinu, þar sem hin
hættulega gata til upplausnar
byrjar fyrir mörgum. Þau
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELÐING
U.S. Pot.
ÖRN: Bíðum við, það ætti þó aldrei
að saka — — Herra soldán. Við
erum að leita að kunningja okk-
ar — — —■ prófessor Jaxon.
SOLDÁNINN: Eruð þið kunningjar
hans! FIví í ösköpunum sögðuð KÁRI: Við erum meira en vinir
þið það ekki strax------ hans, maður.