Alþýðublaðið - 27.11.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.11.1948, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. nóv. 1948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ R Bezta unglingabókin er hin nýúíkomna og stórfróSlega bók — Nátíúruiekninoaféíaas isíands Fæsí Ljá öíluin béksöliini. Nokkur einíök í vönduSu skinnbancii. Afgreiðslu annasí, Hjöríur Ilansson, Bankastræti 11, Pósthóíf 566. Hún 'ssgír afdráttariaust sannleiikann um s&æðustu óvini líísins. Forðist eitrið. — Lengið lífið. ' i STJÓRN BÆJAR- OG SVEITARFÉLAGA ber að haga þannig, að efnahagsleg og menningarleg velgengni í- búanna verði sem bezt tryggð' Til þess að svo megi verða telur Alþýðuflokkur- inn nauðsynlegt að eftirfar- andi framkvæmdir og skipu- lag verði upp tekið: Atvinnyvegir. í samræmi við stefnu sína um áætlunarbúskap telur 'flokkurinn, að gera verði áætl un um atvínnurekstur hvers landsfjórðungs og hvers byggðarlags og skipulagn- ingu hans, aUt með tilliti til þeirra auðlinda og orku, sem þar er fyrir hendi. Bæjar- og sveitarstjórnir geri áætlanir þessar, sem síðan verði end- urskoðaðar og fullgerðar af Fjárhagsráði, eða þeirri stofn un, sem fer með störf þess. Sé þess gætt, að verksmiðjum og stórframleiðslutækjUm sé dreift hæfilega um landið, eftir því sem aðstæður eru á hverjum stað. Skipulagningu þessari sé þann veg hagað að atvinnuskortur geti ekki orð- ið. Þar sem svo hagar til, að aðalatvinnuvegir einstakra bæja eða þorpa eru bundnir við vissa árstíma, ber að koma ,á fót atvinnuvegum sem fullnægt geti vinnuþörf íbúanna hinn tímann. Þar sem viðkomandi bæir eða þorp megna þetta ekki af sjálfsdáðum, ber ríkisvaldinu að hlutast til um slíkt, ann- að hvort einu út af fyrir sig eða með því að styrkja við- komandi bæjar- eða sveitar- félög til þess, með lánsfé eða á ann,an hátt. Til þess að tryggja það, að stórframlejðslutæki séu hag- nýtt trl almer.ningsheilla og séu þau ekki starfrækt ,af rík inu, verði þau starfrækt af bæjar- sveitar eða sýslufélög um- Komið verðí upp með at- beina ríkis og sveitafélaga sér síakri lánastofnun, sem hafi það hlutverk að vaita sveitar félögum hagkvæm lán til starfsemi sinnar og fyrirtækja þeirra, sem sveitarfélögin slofr.a og reka- Meðan þetta er ekki komið í krjng, verði lánsfjártilhögun bankanna þannig að bæjar- og sveitar- félög hafi forgangsrétt að lánsfé fram yfir eir.staklinga til stofnunar og reksturs at- vinnutækja og annarra nauð- synja. Fjáröflun. Til þess að standast straum af útgjöldum bæjar- og sveit arfélaga sé afia fjár á eftir farandi hátt í höfuðatriðum: 1. Með stighækkandi útsvör- um á lekjur og eignir. Af lágum tekjum greiðist þó ekkí útsvar, enda sé og nægilegt tillit tekið til ó- magaframfærslu. 2. Með verðhækkunarskatti af fasteignum af verðhækk un vegna opinberra fram kvæmda eða aðgerða- 3- Með leigutekjum af lóð- um, og löndum og fasteigna skatti. 4. Með hagnaði af arðbær- um fyrirtækjum, er bæjar- eða sveitarfélög reka- Lóða- og bygginga- mál. Bæjar- og sveitarfélög eign ist, svo fliótt ssm við verður kcmið, allar byggingarlóðir og lönd undír og umhverfis bæi og þorp’ ,en leigi síðan byggingarlóðir og aðr.ar lóðir fyrir ræktun og mannvirki.1 Byggi.ngarfélög verði efld bæði á íieinan hátt og óbein- ' an og bæiar- og sveitarfélög annist byggingu íbúða meðan skoríur er á íbúðarhúsnæði, enda sé þeim gert það kleifi með lánsfé. íbúðir þessar séu síðan leigðar eða seldar með hóflegum kjörum. Jafnframt skorar flokkurinn á alþingi og ríkisstjórn ,að láta-lög um aðstoð vlð byggingar koma sem allrá fyrst til fram- kvæmda- Verzlun og fram- Ieiðsía nauðsynja. Bæjar- og sveitarfélög taki | í sínar hendur verzlun með ýmsar nauðsynjavörur, þar sem henta þykir, t. d. mjólk urvörur, fisk, kol og bygging arvörur. Verzlun þessi sé rek in með hagsmuni almennings fyrir augum og án verzlunar gróða. Þar sem hentugt þyk- ir, reki bæjarfélög kúabú og framleiði mjólkurvörur. Bæj- ar- og sveitarfélög afli sjálf, ef nauðsýn krefur, fram- leiðslu neyzlufiskjar fyrir sig meö egin útgerð eða á annan hátt og selji síðan bæjarbú- um. Bæjar- og sveitarfélög fáj heimild til að reka skipa- afgreiðslur. Vega- og skipuíags irtál o. fl. Bæir og þorp sjái íbúum sínum fyrir fullnægjandi vegakerfi, rafveitu, vatns- veitu, skolpveitu og hita- veitu, þar sem skilyrði eru til. Skipulagsmálum bæja og þorpa verði komið í greiðara horf, t- d- þannig, að skipu- lagsstjóri verði í hverjum landsfjórðungl og í hverjum bæ, þegar þurfa þykir. í stærri bæjum sjái bæjar- stjórnir fyrir reglubundnum strætisvagr.áferðum og skýl- um á strætisvagnaleiðum. Hafnir og hafnar- mannvirki. Skipum og bátum skal séð fyrir nauðsynlegum bryggju- og viðlegustöðum, og atvinnu rekstri í sambandi við útveg inn fyrir nægilegu landrými. Nauðsyr.leg tæki, svo sem losunartæki og vogir, séu leigð út með hæfilegu verði og kappkostað að láta bátaút- veginum í té viðlegustaði við sa.nnvirði. Séð verði fyrir nauðsynlegum öryggistækj- um þar sem henta þykir. Verkamiannskýlum flejri eða færri verði komið upp eft ir aðstæðum og þörfum með áföstum þvottastöðum og náð húsum- Skóla- og menning- armál. Kostað sé kapps um að framkvæma hina nýju skóla löggjöf þannig, að hún komi að sem fyllstum notum jafnt í strjálbýli sem þéttbýli og búið þannig að nemendum og kennurum, ,að um góð vinnu skilyrði sé að ræða, hvað húsakost og kennslutæki snertir- Auk þessa sé iðn- fræðsla aukin þannig, að einn iðnskáli, sem sé dagskóli, sé rekinn af ríkinu í hverjum lardsfjórðungi. Sé rekstri þeirra háttað svo að auðvelt sé iðr.nemum annars staðar frá að stytta sér skólanámið um tvo fyrstu veturna með heimanámi. Eftirlit með iðn kennslu- meistara sé aukið. Sjómannaskólar, sem veitt geti hin mini d próf, séu settir á stofn í hverjum landsfjórð ungi. Sett. verð; löggjöf, er tryggi sveitar- og bæjarfélögum' eða viðurkenndum menningar- stofnunum einkarekstur kvikmyndahúsa, enda myndi þau með sér félagsskap til út vegar.a á vönduðum erlend- um kikmyndum og til kvik myndatöku. Lögð sé fyllsta alúð við bókasöfn bæja- og sveita, hvað vörzlu og hirðingu snert ir, svo að þau komi að sem mestum menningarlegum not um. Komið verði. upp félags- heimilum sem víðast, svo að ýmis menningarfélög sveita og bæjaöðlist öruggari starfs skilyrði- Skilyrði til íþróttaiðkana séu gerð sem fullkomnust með byggingu íþróttahúsa, í- þróttavalla, sundlauga og annarra íþróttamannvirkja- Heilbrlgðismál og önour félagsmál. Fullnægjandi heilsuvernd- arstöðvar, sjúkrahús,/fæðing arstofnanir, geðveikrahæli og fávitahæli verði byggð og þar sem hentast þykir baðhús fyr ir almenning og gamalmanna. hæli verði í hverjum bæ og þar ar.nars staðar, sem þurfa þykir. Heilbrigðiseftirlit með sölu matvæla í verzlunum og veitingahúsum verði gerð fullnægjandi. Fullkomið efiirlit sé haft með því, að enginn líði skort, hvorki á mat, klæðnaði né húsnæði eða öðrum lífsnauð synjum. Dagheimilum, vöggu stoíum, leikskólum, smá- barnaskólum og leikvöllum sé komið upp í kaupstöðum og þorpum og sumarheimil- um til sveita, og kunnáttu fólki í uppeldismálum falin forsjá þeirra og eftirlit. Fyr- irmyndarþvottahúsum sé komið upp tii að létta hús- mæðrum heimilisstörfin. Unn ið verði að því að heilbrigðis Frh. á 7- síðu. F U J í Austurbæjarbíó n.k. sunnudagskvöld, 28. nóv. 1948, kl. 23.15. SKFMMTISKRÁ: i 1. Dálelðsla: Ernesfo Waldoza 2. Elnsöngur: Siguröur Ólafsson 3. Hawal-kvarfeff. Einsönpari: Haukur Morfhens 4. Harmonikuieikur: Grelfír Björnsson Kpnir veröur: Ævar R. Kvaran Aðgöngumiðar seldir í Ritfangaverzlun ísafoldar, Bankastræti, — Bókum og ritföngum, Austurstræti 1, Bókabúð Æskunnar, Kirkju- hvoli, og Sælgætisverzlun Austurbæjarbíós.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.