Alþýðublaðið - 15.02.1949, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 15.02.1949, Qupperneq 6
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þíiðjudagur 15. februar 1949 Bifreiðaeigendur og verkstæði, takið eftir! Strax og gjaldeyris- og innflutnrngsleyfi fást, getum vér útvegað frá Englandi: Bullur, hringi og slífar í alla bíla. Champion bílakerti í alla bíla. Háspennukefli og rafgeyma í alla bíla. Pakkningar í alla bíla. Þurrkara og tilheyrandi í alla bíla. Kúplingsborða og hemluborða í alla bíla Varahluti í allar Loekheed hemlur. Ofangreint er jafnt fyrir Jeppa og allar tegundir Iandbúnaðarvéla og fleiri vélar Ennfremur getum vér frá Englandi út- vegað fjöldann allan af Öðrum varáhlut- um í ameríska og evrópiska bíla. Allt beint frá verksmiðjunum og er því. bezta fáanlegt verð. ALLT Á SAMA STAÐ! H.F. EGILL VILHJÁLMSSON. Laugavegi 116—118. Sími 81812 (5 línur). að Hótel Borg, í fatageymsluna og fleira. Upplýsingar á skrifstofunni. Skósmiðafélag Reykjavíkur vill benda fólki á, að nú er tækifæri til að fá fljóta afgreiðslu á skó- viðgerðum. Komið því sem fyrst með skó yðar, sem þarfnast viðgerðar, en dragið það ekki til vorsins, þá verður erfiðara með afgreiðsluna. Skósmiðafélag Reykjavíkur. Kvenfélag Laugarnessóknar Þær konur, sem tekið hafa merki fyrir Kvenfélag Laugamessóknar, eru beðnar að gera skil í sam- komusal félagsins í dag, þriðjud. 15. febr. M. 3—5. STJÓRNIN. re Vicki Baum ' HOFUÐLAUS ENGILL. spánskri grimmd. Ég brosti áfram, en ég fann að varir mínar voru kaldar und ir mjúkum .fingruim hans. „Jæja þá“, sagði, „ef ég er dá- j in — hver drap mig?“ ,,Þú gerðir það sjálf. Þú sénd ir Driesen greifa kveðjubréf, þar sem þú tilkynntir honurn. að þú ætlaðir að fremja sjálfs morð. Þú færðir þessa miklu fórn til þess að hann yrði frjáls að fylgja þrá hjarta síns — eða það sem þú hélzt að væri það. Þú fórst og drekktir þér í Ilm, sem var í vexti af rigningunni eins og þú mannst og alls ekki eins meinlaus og venjulega. Veslings líkami þinn barst með sterkum straumnum' sextán míl j ur niður á við og að mylnu einni og flæktist í hjólið og fannst mikið skaddað og illa útleikið í mylnutjörninni í Ober ried, ellefu dögum eftir að þú hvarfst. Þú varst klædd í eitt hvert blátt pils, vegna þess hve þú varst fín með þig, hafðirðu meira að segja fengið lánuð föt hjá herbergisþernu þinni til þess að fremja sjálfsmorð í. En Driesen greifi flýtti sér að slysstaðnum og kannaðist við lík þitt, svo að ekki var um villzt." | Og þegar hér var komið í þessari furðulegu frásögu, laut Felipe yfir mig og það vottaði 1 fyrir örlitlu af hinni venjulegu . óskammfeilni hans, þegar hann ■ dró náttkjólinn minn. niður af I öxlum mér og kyssti mig á ( vinstra brjóstið. „Hann virðist hafa haft mjög yfirborðslega þekkingu á því, hvernig þú lítur út í rau'n og veru, Chiquitina", sagði hann j með hinni sérkennilegu fyrir-1 litningu elskhugans á eigin- manninum, og svo hélt hann á- fram: ,Til þess að útiloka öll mögu- leg vandkvæði, sem klerkarnir kynnu að telja fram, þá lét hann grafa þig á sinni eigin jörð og með mikilli viðhöfn. Sorg hans fer einlæg og þung. Síðan þú dóst langar hann ekki einu sinni til að sjá ungfrú Guer- montagne aftur; hann langar ekki til að tala við hana eða heyra nafn hennar nefnt. Hann eyðir klukkustund eftir klukku stund við gröf þína, og eina hugsun hans er að skrifa ljóð til minningar um þig. Relava re- fero. Ég er bara að endurtaka það, sem van Kiesel sagði mér í mesta sakleysi. Hvað segirðu um það?“ Ég veit ekki, hvað ég hefði sagt um það áður en ég varð fylgikona Felipes. Þessi nýjá Clarinda í léttúðarfulla Parísar- náttkjólnum sínum hugsaði auð- vitað fyrst og fremst: En sá skrípaleikur. „En sá skrípaleikur!“ hróp- hrópaði ég upp, og mér var skemmt fremur en að það hefði mikil áhrif á mig. ,,Úr þessu reglulega hneyksli gera þeir háleitan sorgarleik um fórnfýsi — en svona er Wei- mar.“ Felipe hristi höfuðið. „Það er engin fórn hjá henni Cara- lindu litlu, ha? Hefur ekki fremur samvizku en barracuda,“ sagði hann með gamansömjum hryllingi. Hann fór frá rúmi mínu og fór að ganga fram og aftur um þetta 'litla herbergí; öll herbergi sýnast lítil, þegar Felipe hreyfir sig í þeim. Ég vissi ekki hvað barraeuda var, en ásökunartónn hans kom | mér til að hlæja. -,Þú yrðir fljótlega þreyttur og leiður á mér, éf ég væri allt af iðrandi syndari," sagði ég á 1 hinni bjöguðu spönsku, sem ég var búin að læra. I Smátt og smátt smugu þessar , einkennilegu fréttir, sem hann var að segja, lengra og len.gra inn í hugskot mitt; en í stað þess að þær fengju á mig eða ónaðuðu mig, fann ég til léttis. | Þessi fáránlegi misskilningur! skýrði að lokum, hvers vegna flótti minn hafði heppnazt svona vel. Ef ég hefði ráðgert og und-, irbúið hann vandlega 'fyrir- fram, þá hefði mér líklega aldr- ei tekizt það. Ég gat hugsað mér veslings Albert sökkva sér niður í sorg; gera sem mest úr því og njóta hvers társ, sem hraut af hvörmum hans. Hingað til hafði hann haft mjög mikið fyrir því að gera sér upp tilfinningar, sem urðu til að gefa honum andann í kvæði hans, en nú hafði ég séð honum fyrir heilli uppspreftu af sönnum. tilfinn- ingum. Hver veit, hugsaði ég með sjálfri mér; kannski þetta eigi eftir að gera reglulegt skáld úr honum. Ég glotti, er ég hugsaði um viðhorf hans til ungfrú Guermontagne. Ef til vill skildi ég veslings Albert betur en hún, nú, þegar hann gat fengið hana, þráði hann hana ekki lengur. Nú, þegar ég' var ekki lengur fáanleg, var hann ástfanginn af skugganum mínum. „Hvers vegna ertu að sleikja út um?“ spurði .Felipe og kom aftur að rúmi mínu. „Ég er ánægð 2neð það, hvern ig hefur rætzt úr þessu öllu. Ég er til miklu meira gagns dauð, heldur en ég var lifandi. Það er fáránlegt afkáralegt, hlægilegt, hvað sem þú villt segja um það, ren ég hefði aldrei getað undir- búið þao eins vel og þessi heimskulegi misskilningur hef- ur komið því í kring fyrir okk- ur.“ Felipe horfði stöðugt niður á mig og var skrítinn á svip, og litlu síðar hvarf þetta létta skap mitt og ég fann til ein- hvers tómleika. „Það er einkennilegt að hugsa til þess, að ég skuli aldrei fá að vita, hver stúlkan í bláa pilsinu, sem liggur í gröf minni, er —“ .,Og eiginmaður þinn úthellír höfugum tárum yfir. henni,“ sagði Felipe hörkulega. ,,Hún hlýtur að hafa verið hræðilega einmana, ef enginn hefur saknað hennar og krafizt líkama hennar,“ sagði ég og augu mínu fylltust tárum af meðaumkun yfir stúlkukind- inni. „Hvers vegna heldurðu, að hún hafi gert það?“ „Fyrir unga, laglega konu er aðeins um eina ástæðu að ræða,“ svaraði Felipe. „Ást. Ef elsk- hugi hennar hefur yfirgefið hana —“ Já, hugsaði ég; það er satt. Ef þú hefðir yfirgefið mig, þá hefði ég gert það sama. Og í þessari gröf hefði Clarinda get að legið, ef guð hefði ekki v.erið svo miskunnsamur. Kirkjuklukkan sló eitt, og ég heyrði, að næturvörðurinn fór fram hjá glugganum okkar, þrammið í stígvélunum hans og smellina í sverðinu hans, og ég beið eftir hinu gamalkunna hljóði í horninu hans, og að gamli maðurinn syngi tímann með sínum tannlaúsa munni; það veitti mér rósemdartilfinn- ingu um, að allt væri með reglu, en sú tilfinning hafði smám saman horfið úr lífi mínu síðan getum við úívegað gegn greiðslu í frönskum frönkum. — Fagmaður sér um uppsetningu og eftiríit með tækjimum. Leítið upplýsinga hjá oss. son & iiíuss' Garðastræti 2. — Sírni 5430.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.