Alþýðublaðið - 22.03.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.03.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudag'inn 22. marz 1949. SÍMNOTENDUR VERÐA AÐ MYNDA MEÐ SÉR SAMTÖK. Einkum þeir, sem ekki hafa síma. Öll vitum við að síminn er uppfinning. Meira að segja þörf uppfinnng, sem fæstir vilja án vera. Samt sem áður má misnota þessa uppfinningu, og er oft mjög' freklega gert. Er misnotkunin .einkum .af þeim orsökum sprottin, að annaðhvort er það dóni, sem hringir til manns, sem ekkert vill við hann taía, eða maður hringir til dóna, sem ekkert vill við mann tala. En sem betur fer starfar síminn ekki að öllu leyti vél- rænt. Eins og áður er sagt, þarf eiginlega tvo hfgnn til þess að tala í síma, enda þótt ekkert sé því til fyrirstöðu, að menn geti talað í síma við sjálfa sig, og eins við fröken klukku, sem, ef hægt er að telja hana persónu, verður að teljast mjög ópar- sónuleg persóna. En það þarf að minnsta kosti tvo menn til þess að misnota símann, þ. e. a. s. einn til að misnota hann og annan til þess að verða fyrir misnotkuninni, — og hlýðir þetta þeim lögmálum, sem byggjast á hinni svonefndu af- stæðiskenningu Einstéins. Þstta hefur einn af vorum á- gætu menningarfrömuðum fyr- ir löngu séð og reynt að vekja athygli alþjóðar á. Hann hefur og, eins og sönnum umbóta- mönnum sæmir, ekki látið sér nægja að bénda á hættuna, heldur og bent á ráð til úrbóta. Er ráð hans fólgð í þrem lið- um: 1. Sleppt sé öllurn ,,hallóum‘!, sem er erlent alþjóðaorðskrípi; fékk á sig hálfgert lauslætisorð á hsrnámsárunum og er auk þess skálkaskjól símdóna, eins og fyrr er nefnt. 2. Hver upphringjandi sé skyldaður með lagboði til þess að nefna nafn sitt um leið og hann heyrir að einhver er kom- inn í símann hinum megin. Skal sá, er svarar, gefa upp- hringjandanum merki um það með því að hósta eða þá ræskja sig í talnemann, þar eð örðugra er að þekkja mun á hósta og slíku heldur en röddinni, og auk þess er hóstinn og ræsk- ingarnar bjóðlegt áhljóð, sem jafnvel hefur á sér nokkurn helgiblæ, — samanber kirkju- hósti. Og um 1-aið eru menn lausir við hið óþjóðlega ,,halló“ (sjá 1. lið). Framfylgi upp- segja þegar satt og rétt til sín, nafns síns, skal þeim er svarar getur sá, sem hann spyr um, annaðhvort logið því sjálfur- í talnemann eða látið aðra ljúga að hann sé ekki heima, svo fremi sem hann vill ekkert við upphringjanda tala. Vanræki upphringjandi að segja til nfans síns, skal þeim er svarar skylt að gera lögreglunni að- vart, og skal hinn brotlegi upp- hringjandi, ef til hans næst, hljóta viðeigandi númer í af- plánunarbiðröð tukthússins og mun óhætt að dæma hann í ævilangt fangelsi, með tilliti til þess, að hann hljóti að verða löngu dauður, áður en röðin kemur að honum. 3. Stúlkur þær, sem vinna á langlínustöðvum og sem á góðri íslenzku ættu að nefnast ,,talfreyjur“,' skulu skyldar að spyrja simtalsbeiðanda að nafni, föðurnafni og nánustu forfeðrum, svo og fæðingardegi og ári, fæðingarstað, stöðu, heimilisháttum (giftfurj, ó- gift[ur], börn [í eða utan hjónabands]) og' fl. eftir geð- þótta talfreyjunnar. Þá. skal hún og inna hann náið eftir því, hvert erindi hann eigi við símtalsþolanda, í hvaða tóni hann hyggist bera fram erind- ið, hversu lengi samtalið muni vara og svo frv. Að því búnu skal talfreyjan hringja upp væntanlegan viðtalsþolanda og lesa honum skýrsluna, en hon. um sé leyfilegt að svara strax hvort hann sé heima eða ekki, ella fá frest til svarsins og skjóta á fjölskyldufundi til að ræða málið. 4. Stofna skal sérstakt ráð, er skeri úr öllum ágreiningi, sem upp kann að rísa, annist skipu- lagningu þessara mála og svo frv. Símnoíendur: Stofnið þegar til allsherjarsamtaka um fram- kvæmd þessara þörfu tillagna. ^•^-•^•^•^•^•■^•^•^•■^■•^•^'•^•^•- IMinningarspjöld \ ^ Jóns Baldvinsonar forseta b Itást á eftirtöldum stöðum:^ ^ Skrifstofu Alþýðuflokksins. • ^Skrifstofu öjómannafélags ) ^Reykjavíkur. Skrifstofu V.: S K.F. Framsókn. Alþýðu- ^ S brauðgerðinni Laugav. 61. ^ Sí Verzlun Valdimars Long,s í SSafnarf. og hjá Sveinbirnis SOddssyni, Akranesi. S [Í#W Vicki Baum HOFUÐLAUS ENGILL væri mjög á spænsku einokun- inni á kvikasilfri, og hann sjálf- ur sæi um úthlutunina á þessu dýrmæta efni.’ Námueigendurnir skildu hót- unina og gráðugan tilganginn sem bjó undir þeim heiðri, sem þeim var sýndur með heimsókn- inni, og lögðu geysilegar gjafir í spilltar hendur þessa manns, sem var fulltrúi spænska ríkis- ins. Borgin var ölvuð af sinni eigin dýrð ,og það var slíkt óhóf af gullnum borðum og leggingum, glitvefnaði, demöntum og skart gripum að fram úr því hefði ekki verið farið. hvo.rki í höfuð borginni né í Madrid. Það var þvílík ofgnótt af öllum sköpuð um hlutum, að það nálgaðist villimennsku. -Hersýningar og hátíðlegar skrúðgöngur, hátíða höld og nautaat á hverjum degi, -fánar og flögg. blóm og lita- skrúð, heiðursskothríðir og flug eldar og á nóttunni var borgin uppljómuð með þúsundum kerta svo að mótaði fyrri Iiverri höll, og daufan bjarmann lagði upp hæðirnar. þar sem fátæk- lingarnir feöfðu eytt sínum.1 síð asta skildingi til að kaupa tólg arkerti og smáolíulampa. Efst uppi á hæðinni fyrir ofan hálf fullgert kornforðabúrið glamp aði á svalirnar hjá La Rosauru, þar sem spanski fáninn hafði verið búinn til með rauðum og gulum glerlömpum, og það voru flugeldar og móttökuveizl ur og dansleikir, þar sem frúrn ar bitustu um að ná í bros frá nýja landsstjóranum. Þegar þessu var pllu lokið og landsstjórinn bjóst til ferðar úr borginni með fylgdarlið sitt. -fékk Felipe eina af sínum snjöllu hugmyndum. í kveðju veizluna bjó hann si-g skrautleg ar en nokkur af hinum mönn unum, sem fylgja áttu hans há göfgi til Marfil. En það var mjög hátíðlegur sorgarbúning- ur, til að láta í ljó's djúpa hryggð við brottför hinna tignu gesta. Svartar flauelsbuxur settar svörtum steinum, svartir sokkar og skór, svartur hattur með þremur svörtum fjöðrum og sverð í svörtum slíðrum. ,,Svei en sá skopleikur”. sagði hann hlæjandi, þegar hanh kom aftur og henti af sér þess um óþægilega búningi. ,,Þú hefðir átt að sjá þorparann þann arna. einn af skepnunum hans Godoy, faðma mig með tárin í augunum, og hvert tár kostaði auðvitað þúsund dali. en nú er leiðin opin fyrir okk ur. Strax þegar hann er kom- inn til borgarinnar mun hann iáta hans hátign vita um trúnað minn við hann. Og erkibiskup- inn í Mexikó hefur það á valdi sínu að ógilda hjónaband þitt. Auðvitað verðurðu að taka ka- þólska trú, heiðinginn minn litli, en það er hægt að gera án þess að mikið beri á. Eftir tvær vikur mun sjálfur biskup Inn í Miekoacán leggja horn- stein að kirkju minni við Santa Clara, og þegar það er gert, og veður leyfir, getum við haldið, heim á Esperanza“. Hann sagði heim, og hann var þegar kominn heim til Spán ar, við vorum gift, við höfðum nafnbót. við áttum barn. Hann hafði þegar sannað föður sínum allt, sem hann hafði langað að sýna honum. Þó var svo margt, sem þurfti að ger,a og tíminn leið óðum. Óþolinmæði Felipes tók á hann og hann var orðinn þunn- ur á vangann og komiim á hann aftur þessi sultarsvipur. Milljón írnar ,sem hann þurfti, varð hann að fá út úr La Ramita, meira, meira, meira, hraðar, hraðar og hraðar. Það var þessi örvilnaði rekstur dag og nótt. dag og nótt. Ég sá .varla Feli- pe lengur, og jafnvel Quaile fór að Iáta á sjá. Dýpra og' dýpra niður gengu námugöng in í Santa Clara. í gömlu yfir- gefnu göngunum í San Ysidro, sem full voru af vatni, gengu dælurnar dag og nótt, nótt og dag, því að þarna niðri átti að finna annan hluta af Veta Madre, þó að enn þá væri hundrað og áttatíu feta djúpt vatn þar ofan á. Það v.ar sprengt, grafið, borað, hamrað, meitlað og bornar byrðar dag og nótt, nótt og dag. Fleiri menn voru teknir í vinnu, fleiri múldýr, fleiri hestar hlaðnir með málmsteini, fleiri leðurpok ar fullir af gráu grjóti, sem bornir vo.ru af nöktum. sveitt- um og másandi mönnum upp lóðrétta stigana. Hærri laun, premía fyrir mennina, lengri vinnutími, minni svefn, fieiri slys þar niðri, fleiri menn, sem féilu í öngvit, særðust og dóu. Það var lítilsvirði í kapphlaup inu fyrir þeim milljónum, sem Felipe þurfti, mannslífin voru ódýr og heimkoman til Spánar dýr. í þrjár vikur, þegar af- rakstur námanna minnkaði, var hann alveg æðisg'enginn. Lánstraust hans hjá Tribunal de la Mineria var notað til hins ýtrasta; taugar hans vorLi einn ig þandar svo, ao ekki mátti við meiru. Myllurnar, sem möl uðu málmsteininn og unnu úr honum málminn, urðu uppi- skroppa með kvikasilfur og varð að kaupa nokkrar smygl aðar flöskur á óheyrilegu verði. Meiri tímg, meiri tíma ó, Jesús minn, gefðu mér meiri tíma, stundi hann. Ég var gengin með á fjórða rnánuð og Esperanza hafði lagt af stað til Spánar án okkar. , Ef við förum eins hratt og við getum — ef þjóðvegirnir verða í góðu lagi. •— Ef Reina Isabela siglir eftir áætlun og með hagstæðum byr“ — ---------- hann reiknaði og reiknaði. Hann hafði fengið vegabréfin okkar, leyfi til að koma til Iands síns sektaruppgjöf fyrir atburðinn,, sem hann hafði lent í með ættingja Godoys; hann hafði fullyrðingu erkibiskupsins um að páfastóllinn rayndi blessa hjónaband okkar. Allt sem við þurftum, var aðeins meiri tími. Hann vann alltof mikið. Hanh rak sig áfram af of mik illi hörku, hann át lítið, drakk mikið, hann gat ekki sofið, dreymdi illa. Um miðjar nætur hrökk hann upp, kallaði á Domingo, lét söðla hest sinn og reið af stað.. Hann spilaði villt fjárhættuspil og lgaði mik- ið undir, hann fór oft til La Rosaura til að hvíla þreyttar taugar sínar og kom þaðan enn þreyttari en áður. Einu sinni hafði honum lent saman við Bert Quaile. Ekki í orðasennu, eins og var orðið svo algengt milli þeirar, heldur í handalög ináli, þar sem hvorugur sigraði annan og báðir voru mikið meiddir. Quaile lýsti því fyrir mér. „Það. ér allt í lagi, hann er húsbóndinn og þetta er náman hans, og ég er bara framkvæmd arstjóri hans,- En hann hefur ekki lært nem(j> lítið í stærð- fræði í þessum pápiska skóla sínum, en ég er lærður verk- fræðingur, og ég veit, hvað ég er að segja. Ég hef farið með þessi göng eins langt niður og leyfilegt er, og jafnvel niður fyrir öryggismörkin; og ef hann MYNDASÁGA ALÞYÐUBLAÐSINSs ÖRN ELDING SAMSÆRISM.: Fljúgðu, fljúgðu, SOLDÁNINN: Þeir óska styrjaldar og þeir skulu. svei mér, fá styrjöld. Vér erum reiðubúnir! teppi.----------- y/ // r /. '. ./■ ! ! ! t !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.