Alþýðublaðið - 22.03.1949, Side 5
Þriðjudagimi 22. marz 1949.
ALÞÝPOBLAf)lf>
£
HLUTSKIPTI BLOKKU-
MANNANNA í Vesturheimi er
ærio oft gert að umræðuefni í
ræðu og riti hér á landi. Oftast
er Jpví þá Iýst, hvílíkri harð-
neskju blökkumennirnir séu
beittir, og slíkt fordæmt að von
.um. Hitt er fátíðara, að skýrt
sé frá því, hversu drengilega
margir hvítir rnenn í Vestur-
heimi hafa barizt og berjast
gegn ofsækjendum blökku-
mannanna og hver árangur hef
ur orðið af starfi þeirra, en
víst væri það vert frásagnar og
viðurkenningar.
Margir rithöfundar hvíta kyn
þáttarins í Vesturheimi hafa
lýst lífi og kjörum blökkumann
anna á snjlldarlegan hátt. Er-
skine Caldwell og William
Faulkner hafa iðulega gert þessu
efni frábær skil í skáldsögum
sínum og smásögum, og Lillian
Smith og Sinclair Lewis hafa
fyrir skömmu fjallað um vanda
mál blökkumannanna á ógleym
anlegan hátt í stórathyglisverð
um skáldsögum. En blökku-
mennirnir eiga sér einnig full
trúa meðal skálda og ritliöfunda
Vestur.heims. Þrír þeirra hafa
getið sér mikla frægð og viður
kenningu, þótt þeir hafi verið
íslenzkum lesendum ókunnir
til þessa. Það eru þeir Claude
MeKay, Langston Hughes og
Pdchard Wright. Allir hafa þeir
valið sér það viðfangsefni fyrst
og fremst að lýsa lífi og kjörum
kynþáttar síns og orðið hvað
kunnastir fyrir sjálfsævisögur
sínar.
Nú fyrir skömmu hefur ein
af sjálfsævisögum .þessara
þriggja merkustu fulltrúa
blökkumannanna í samtíðarbók
menntum Bandaríkjanna verið
gefin út í íslenzkri þýðingu.
Það er ,,Svertingjadrengur“
eftir Richard Wright, og hefur
Gísli Ólafsson gert þýðinguna,
en Mál og menning annazt út-
gáfuna. Er mikill fengur að bók
þessari, þó að vandamál blökku
mannanna í Vesturheimi sé ís-
lendingum fjarlægt og fram-
. andi. ,,Svertingjadrengur“ flyt
ur átakanlega harmsögu, sem
á erindi til allra.
Reyndar er vafasamt, að
,,Svertingjadrengur“ sé sérstak
lega vel valið rit til kynningar
á bókmenntum amerískra
blökkumanna og hlutskipti kyn
þáttar. þeirra í Vesturheimi.
Skáldsaga Wrights „Native
Son“ er tvímælalaust sannari
mynd og táknrænni af lífi og
örlögum blökkumannanna en
, ,S ver ting j adrengur “. S j álf s-
ævisagan er um fram allt harm
saga einstaklingsins Richards
.Wrights, sem er svo sérstæður í
böli sínu, að hann getur naum
‘ast talizt fulltrúi heildarinnar.
Hann er ekki aoeins óvirtur og
Mæffum við fá meira að heyr*
i
Richard Wright.
kúgaður af hvíta kynþættinum.
Hann er jafnframt hróplegum
órétti beittur af fjölskyldu
sinni og kynþætti sjálfs sín.
enda bindur hann sjaldnast
bagga sína sömu hnútum og
samferðarmenn. En bakgrunnur
harmsögu Wrights er þó böl og
þjáning blökkumannanna sem
kynþáttar og árekstrar þeirra
við það þjóðfélag, sem hefur
veitt þeim viðtöku, en forsmáir
þá og fordæmir. Bókin er ykt,
en eigi að síður heimildarrit
um sammannlega nauð hinna
útskúfuðu og ofsóttu.
Hlutskipti Bigger Thomas í
„Native Son“ varð ömurlegt.
Af þrautum þeim, sem hann
leið í æsku á sál og likama,
spratt beiskja og hatur, van-
metakennd og uppreisnarandi.
Þess vegna verður hann morð
ingi. Richard Wright varð sjálf
ur fyrir áþekkri reynslu í æsku
sinni og Bigger Thomas. En
skaphöfn hans var sterkari og
manndómur hans meiri. Hann
brauzt áfram til frægðar og
frama. En raunir æskuáranna
höfðu mikil og óheillavænleg
áhrif á hinn gáfaða og við-
kvæma blökkumann. f sál hans
spratt einnig beiskja og hatur,
vanmetakennd og uppreisnar-
andi. Hann varð kommúnisti
á sömu forsendum og Bigger
Thomas varð morðingi. Báðir
áttu harma að hefna. Þannig
leikur ranglátt þjóðfélag börn
sín, sem ekki láta kúgast.
„Svertingjadrengur“ er vand
þýdd bók, og Gísla Ólafssyni
hefur ekki tekizt að túlka til
hlítar framandlegan en áhrifa-
ríkan stíl Richards Wrights.
Hins vegar mun þýðingin vera
nákvæm, og Gísli er í bezta
lagi smekkvís og fundvís í orða
vali. Þó eru á þýðingunni mál-
gallar, flestir raunar smávéegi
legir, en eigi að síður til lýta.
Ytri búningur bókarinnar er
prentsmiðju og útgefanda til
sóma.
Það er lofsvert af Máli og'
menningu að kynna íslending
um bókmenntir blökkumanna
í Vesturheimi. Sannarlega er
Framh. á 7. síðu.
Befur már ef duga ska!
TÍMARITIÐ DVÖL á sér
merkilega. sögu. Það er mesta
safn þýddra úrvalssagna,. sem
til er á íslandi. En því miður
hefur ærinn misbrestur verið
á útkomu þess undanfarin ár.
Á því þyrfti áð verða breyting
til batnaðar fyrr en síðar. Það
væri íslenzkum bókmenntum
mikill skaði, ef örlög Dvalar
yrðu hin sömu og raun varð á
um Iðunni, Perlur og Helga-
fell.
Annað hefti Dvalar 1948 flyt
ur að meginefni þrjár þýddar
smásögur og eina íslenzka.
Þýddu sögurnar eru eftir Banda
ríkjamanninn William Faulkn-
er, Frakkann Bfonoré de Balzac
og norsku skáldkonuna Coru
Sandel. En það er síður en svo
einhlítt að velja sögur til þýð-
ingar eftir höfundanöfnum, og
má glöggt sjá þess vottinn á
þessu Dvalarhefti. Sú aftansól,
eftir Faulkner, er að vísu fín-
ofið víravirki, en víst er það
skiljanlegt, að skiptar séu skoð
anir manna um skáldskap höf
undarins, ef þetta er ein af
beztu smásögum hans. Þýðing
Kristjáns Karlssonar er aug-
sýnilega gerð af nosturSemi, en
herzlumuninn virðist vanta.
Kroppinbakur litli er dágóð
saga, en þó misheppnuð kynn-
ing á list Balzacs. íslenzkum
þýðendum hefur orðið svo tíð
förult á akur þessa snjalla meist
ara, að þeir ættu að beita glögg
skyggni og dómgreind í tekju-
leit sinni á þeim slóðum úr
þessu. Þýðing Andrésar Krist-
jánssonar er aftur á móti prýð
isvel unnin, enda ætti hann að
vera farinn að kunna lagið á
Balzac. Hamingjan, eftir Coru
Sandel er athyglisverð saga, en
þýðing Bjarna S. Benediktsson
ar er slæleg túlkun á stílhrynj
andi og málsnilld hinnar mikil
hæfu norsku skáldkonu. Þýð-
ingin er hrjúf og kaldhömruð,
en á að vera mild og blæbrigða
rík.
íslenzka smásagan er eftir
Stefán Jónsson og nefnist Dans.
Hún er dável byggð að öðru
leyti en því, að brennipunktinn
vantar. Efnið er heldur ófrum,
legt, og höfundurinn hefði
þurft að vinna söguna betur.
En myndin er nokkuð skýr,
þangað til dregur að sögulok-
um. Botninn er hins vegar ,,suð
ur í Borgarfirði“, en honum
þurfti höfundurinn auðvitað
nauðsynlega að koma til skila
við lesendurna.
Kvæði fyrirfinnst ekkert í
heftinu, kímnin missir alls stað
ar marks, og ritdómarnir eru
ósköp veigalitlir. Það er eins
og Dvöl sé að úrkynjast. Hún
verður að flytja skemmtilegt
og kjarnmikið efni, ef hún á
Framhald á 7. síðu.
OFT hefur verið og er enn
mínnzt á Sigurð Breiðfjörð í
riti og ræðu, og margur hefur
notað eftir hann vísur og vísna
brot til gamanauka eða máli
sínu til styrktar. Þá hefur og
verið ritað um skáldskap hans,
en hins vegar hafa engir gert
bað svo ýtarlega sem, nauðsyn
ber til og skyldugt er, sakir |
þess, hve hann var listrænt
skáld og merkilegt, hver var I
aðstaða hans og afstaða sem
tímamótamanns, hve mikið ís-
lenzk alþýða á honum upp að
unna og hver áhrif hahn hefur
haft á bókmenntir okkar eftir
sinn dag. Þá er flest það, sem
skrifað hefur verið um ævi
hans sem heild, ósköp veigalít
ið og slitrótt og ónákvæmt, en
hins vegar ber margt til þess
að allan þorra manna, sem
nokkra verulega nasasjón hefur
af íslenzkum þókmenntum,
fýsir mjög að fá sem gleggstar
upplýsingar um ævi hans og
lífskjör, gerð hans og háttu.
Jóhann Gunnar Ólafsson,
bæjarfógeti á ísafirði er bóka
maður mikill, hefur yndi af
sögu íslands og bókmenntum,
og hefur lagt allmikla rækt við ,
að kynna sér sem bezt í tóm-
stundum sínum ýmisleg þjóð-
leg fræði. Hann hefur skráð
Sögur og sagnir 'úr Vestmanna
eyjum, tvö bindi, og fyrir Ferða
félagið hefur hann ritað um
Eyjamar í Árbók, sem kom út
fyrir nokkrum dögum. Um
Magnús skáld Stefánsson ritaði
hann í Helgafell sumarig 1942
mjög fróðlega og athj'glisverða
minningargrein, og árið eftir í
sama rit grein um óbótamál
Jóns Hreggviðssonar. En ekki
hafa sízt vakið eftirtekt grein
ar hans um merka þætti úr ævi
Sigurðar Breiðfjörðs. Ritaði
Jóhann Gunnar í Helg’afell
1942 um tvíkvænismál Breið-
fjörðs og Vestmannaeyjadvöl,
en í Lesbók Morgunblaðsins
tveim árum síðar um Reykja
víkurvist skáldsins. Dró hann
fram í dagsljósið í greinum
þessum upplýsingar, sem .sýndu,
að rangt liafði áður verið frá
skýrt og af mikilli ónákvæmni.
Haustið 1948 kom svo út á
ísafirði á kostnað Prentstof-
unnar ísrúnar Ævisaga Sigurð
ar Breiðfjörðs, skráð af Gísla
Konráðssyni, og hefur Jóhann
Gunnar séð um útgáfuna. Bók
in er 152 bls. í meðalbroti —
eða hálftíunda örk. Hún er
prentuð á góðan pappír, prent
un vönduð og prófarkalestur
vel af hendi leystur, að öðru
Leyti en því, að vart er gengið
jafnlangt í þá átt að leiðrétta
merkjasetningu í vísum og
kvæðum og nauðsyn ber til.
Ævisagan er 123 bls., en aft
an við hana eru Leiðréttingar
og viðaukar Jóhanns Gunnars,
næstum heil örk. Þá hefur hann
og ritað stuttan, en greinargóð
an eftirmála og samið efnisyfir
lit og nafnaskrá.
í ævisögunni fylla kvæði og
vantar ungling til blaðburðar á
Seltjarnamesi.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900.
Siguíður BreiðfjörS.
vísur eftir Sigurð og fleiri —
einkum Gísla Konráðsson —
meira en lielming rúmsins. Er
það þó sannast mála, að mest
af þeim skáldskap, sem þarna
er birtur, hefur ekkert gildi
sem heimild um æviferil Sigurð
ar eða lífskjör — og það er síð-
ur en svo, að það af þessurn
vísum og kvæðum, sem er eftir
Sigurð sjálfan sé þá heldur
nokkurt úrvals-sýnishorn af
skáldskap hans.
Þær um það bil sextíu blað
síður ævisögunnar, sem eru
í óbundnu máli, er og mjög óná
kvæm og gloppótt skýrsla —
og auk þess eins og sjá má á
leiðréttingum Jóhanns Gunn-
ars, víða röng. Nokkra hug-
mynd gefa sum atriði frásagn-
arinnar um skapgerð Sigurðar,
,en mikið skortir á, að Gísli dragi
upp jafn ljósa og lifandi mynd
af honum og til hefði mátt ætl-
azt þar sem Gísli hafði þó ver
ið samvistum við hann nokkra
daga og hefur auðvitað geipi-
margt heyrt frá honum sagt og
um hann talað — meðal ann-
ars í átthögum hans við Breiða
fjörð og suður í Reykjavík. En
sagan er samt frekar skemmti
leg, og hún mun lengsta mál,
sem ritað hefur verið samfellt
um ævi og lífskjör Sigurðar,
Hún var höfuðheimild Jóns
Borgfirðings, þá er hann samcli
kver sitt, sem út kom 1878.
Stutt æviminning Sigurðar
Breiðfjörðs skálds, en kver
Jóns munu flestir þeir hafa not
að sem höfuðfræðilind. er síðan
það kom út hafa rakið ævi
Breiðfjörðs. Með leiðréttingum
og viðaukum Jóhanns Gunnars,
sem eru hinn bezti fengur, er
Ævisagan orðin ærið merkileg
heimild, þar sem þá líka eru
tiltækar ritgerðirnar í Helga-
felli og Lesbók Morgunblaðsins.
Jóhann Gunnar hefur þegar
unnið gott og merkilegt starí
með ritgerðum sínum um Breið
fjörð og með útgáfu þessarar
bókar., en hvort mundi hann
nú ekki vilja stíga sporíð fullt
og semja eftir þeim heimildum,
sem þegar hafa verið rannsak
aðar, og öðrum, sem til eru,
samfellda ævisögu merkisskálds
ins Breiðfjörðs, þar sem okkur
gefst kostur á glöggri mynd
af ævikjörum hans, gerð hans
og þróun? Svo er þá bókmenntá
fræðinga okkar að gera nána
grein fyrir Sigurði sem skáldi,
rekja þá þæíti, sem skáldmenn
ing' hans var spunnin úr, benda
á áhrif lífskjaranna á skáld-
skap hans og meta gildi hans
fyrir alþýðu manna og skáld
þau, sem tekið hafa arf eítir
hann.
Ég fyrir mitt léyti þakka Jó-
hanni Gunnari og Prentstofimni
ísrúnu kærlega fyrir þetta rit.
Guðm. Gíslason Hagalín.