Alþýðublaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. marz 1949. 'ALÞVÐDBLADIÐ í Ræða Sfefáns Jóh, Sfefánssonar forsæfisráðherra á alþingi í fyrrakvðld um SÍÐUSTU MÁNUÐI hefur mikið verið um það rætt á ís- landi, að átök kynnu að verða lum örlagarík spor í sambandi við athafnir og ákvarðanir ís- lendinga í utanríkis- og öryggis jnálum þjóðarinnar. Þetta er vissulega rétt. ís- lenzka þjóðin er stödd á vega móturn. í heimi umsvifamikilla og örlagaríkra athafna á hið unga íslenzka lýðveldi að táka lákvarðanir, er verulegu máli skipti um framtíðaröryggi og fylkingasamstöðu þjóðarinnar- Ófriðarárin. Árla í nýafstöðnum heimsó- friði varð öllum íslendingum það ljóst, er augu höfðu opin, að Jandið stóð ekki lengur utan Við hin geigvænlegu átök, Stríoið var komið að okkar eig- ín bæjardyrum. Þegar syrti í álinn og allt út lit varð ískyggilegt fyrir lýðræð Isþjóðirnar í baráttu þeirra við pfbeldi, einræði og yfirdrottnun einræðisríkjanna, varð einsætt Bð örlög okkar voru óhjákvæmi ilega samofin átökunum, hvort Eem okkur líkaði betur eða ver. íslandi var á kurteislegan og vinsamlegan hátt boðið að gerast aðili með Vestur- veldunum í vægðarlausri og (tvísýnni baráttu þeirra gegn ofurveldi hins ofstækisfulla og (tryllta nazisma. ísland gat ekki, af auðsæjum ástæðum, jtekið því boði, þó yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar fyndi það vel og skildi, að framtíð hennar væri öll undir því kom- ín, að lýðræðisöflin í heiminum bæru sigur af hólmi í átökun- ,tim. Af illri nauðsyn og raunveru lega í framtíðarþágu íslands hernámu Eretar land okkar. Formleg mótmæli voru, af leðlilegum rökum og ástæðum, llutt af okkar hálfu gegn her- háminu. Forsætisráðherra okk ar bað þjóðina að taka ekki illa hinum óboðnu gestum. Og brátt hófst raunveruleg og náin sam ýinna á milli íslenzkra stjórn- arvalda og hernámsliðsins. Árið 1941 gerði ísland samn Sng við Bandaríkin og Bretland tim hervernd Bandaríkjanna. Frá mínu sjónarmiði var þessi Eáttmáli þá þegar í upphafi ís- tandi til farsælda. Við sýndum Shug okkar, lögðum okkar litla lóð í vogarskálina, bæði til auk Sns öryggis íslands og einnig Jtil sameiginlegra átaka í bar- attunni fyrir framtíð mannkyns 5ns. Þar fóru saman hagsmunir íslands og þeirra annarra ríkja Og afla í heiminum, sem óhjá- kvæmilega hlutu mest að orka É farsæla framtíð íslenzku þjóð arinnar. ísland varð brátt, eða að íninnsta kosti eftir að Bandarík jn urðu formlegur stríðsaðili, Drðið samvinnuþjóð með þeim öfriðaraðilanum, sem eðlilegast yar og sjálfsagðast og í rökrétt ustu sambandi við afstöðu okk ar til átakanna í heimsmálun- lum. iTviskiptor heimur. Friður var sarninn og honum ffagnað af heilum hug, ekki sízt Bf íslendingum, sem eru og liljóta að verða allra þjóða frið samastir. En friðurinn varð hrátt ótryggur og útlit allt ugg yænlegt. í stað sameinaðra þjóða kom sundraður og tví- skiptur heimur. Strax að ófriðn um loknum hófust einhliða og einhæf einræðissamtök, undir forustu Sovét-Rússlands, 1 þar sem öll Austur-Evrópa og Dón- árlöndin voru reyrð föstum bsrnaðarsamtökum og þessu hef ur verið framhaldið miskunnar laust og af fullri harðýðgi fram á þennan dag. Eftir því, sem ég veit bezt, hafa þegar verið gerð ir 24 beinir og óbsinir hernað- afsáttmálar í Austur-Evrópu, er hafa að geyma ákvæði um það, að ef á eitt ríkið verði ráð- ist þá skuli hin önnur, er að sáttmálunum standa, veita bæði hernaðarlega og alla aðra að- stoð, sem unnt er að láta í té. Meðal Austur-Evrópuland- anna hafði Tékkóslóvakía um skeið sérstöðu. Benes og Mas- aryk bsittu áhrifum sínum til þess að viðhalda lýðræði og frjálsri hugsun í landi sínu. En kommúnistar urðu þess megn- ugir með aðstoð svikara og spá kaupmanna, að leggja landið undir einræði hins alþjóðlega kommúnisma. Tékkóslóvakía var með skyndibyltingu innlim uð í hernaðar. og einræðiskerfi Austur-Evrópu. Kommúnistar, um öll lönd ráku upp gleðióp. Jafnvel hér, á takmörkum At- iantshafs og Norður-íshafs, hrósuðu kommúnistar og auð- trúa og blekktir áhangendur þeirra, sigri. Hin ógnandi Aust ur-Evrópu blökk var reirð sam an og ögraði öllum friði og ör- yggi í heiminum. Hin friðsömu lýðræðisríki í Vestur-Evrópu og Bandaríki Norður-Ameríku tóku að hefj ast handa, bæði til varnar sér og einnig eigi síður til þess að tryggja heimsfriðinn. Árangur þeirra athafna, knú- inn fram í varnarskyni og bor- inn uppi af hugmyndakerfi lýð ræðisins, er Atlantshafssáttmál inn. ísland og Atlants- hafssáttmálinn. íslandi hefur verið boðin að- Stefán Jóh. Stefánsson. virt, skilið og metið, sérstöðu ■ íslands, sem varnarlausrar þjóðar, sem alls ekki vill né ætlar sér að hervæðast, og hafn ar því eindregið að hafa er- lenda hersetu eða herstöðvar í landi sínu á friðartímum. Allt þetta hefur verið mjög skýrt og skelegglega fram tekið og á fyllsta hátt viðurkennt og full komlega til greina tekið, sem ófrávíkjanlegt skilyrði íslend- inga til þsss að gerast aðili að þessu friðar- og öryggisbanda lagi. Sérsta'ða fslands viðtirkennd. ild að þessum sáttmála og banda lagi lýðræðisríkjanna. Þar er engin þvingun á ferð í austræn ^ um anda. Spurningin er aðeins j um það, hvort íslenzka lýðveld ið eigi, sjálfs síns vegna og hags muna sinna að taka þessu boði, i og gerast þannig einn af aðil- unum að samtökum öndvegis- þjóða lýðræðis og framfara, eða hvort ísland eigi að einangra sig, neita öllu samstarfi til ör- yggis friði í heiminum. Svarið ætti í raun og veru ekki að vera vandasamt. ísland er þar sem það er í heiminum, og yfirgnæfandi meirihluti þjóð arinnar hyllir hugsjón lýðræð- isins og á einnig, í samræmi við sögu sína, menningu og viðskipti, eðlilegasta samleið með þeim ríkjum, bæði norræn um og engilsaxneskum, er að stofnun þessa sambands standa. Eftir umræður þær, er þeg- ar hafa farið fram hér á alþingi í dag, og eftir þær greinargóðu skýringar og upplýsingar, sem sérstaklega hæstv. utanríkisráð herra og einnig tveir aðrir hæstv1. ráðherrar, hafa þegar flutt, þá væri það í raun og veru að bera í bakkafullan læk inn og algerlega ástæðulaust, að skýra frekar en orðið er, efni og tilgang Atlantshafssáttmál- ans. Stofnendur Atlantshafs- bandalagsins hafa til fulls Þó að það sé vissulega endur tekning á umræðunum, tel ég þó rétt að draga fram enn á ný, höfuðatriði málsins varð- andi ísland, svo mjög sem þess.' ar staðreyndir verða sízt of oft endurteknar, í moldviðri þeirra blekkinga, ályga og óvandaðs málflutnings, sem beinir og ó- ■beinir umboðsmenn hins aust ræna einræðisríkis hafa uppi haft, bæði í sölum alþingis og í blöðum sínum og fundum. Staðreyndir málsins, varð- andi aðild íslands, eru óvéfengj anlega þessar: að viðurkennt er af öllum stofnaðilum Atlantshafs- bandalagsins, að ísland hafi engan her og ætli sér alls ekki að stofna her, að ekki komi til mála að er- lendar herstöðvar verði á ís Iandi á friðartímum, að.það sé algerlega á íslands valdi að ákveða um það, hvaða hernaðaraðstöðu aðr- ar bandalagsþjóðir hefðu hér á landi, ef til ófriðar drægi, að árás á ísland eða undirbún ingi að árás á landið, yrði hrundið eða bægt frá, með sameiginlegum átökum hinna bandalagsþjóðanna. Þegar það. er athugað, að bandalagssáttmálinn er einung í is gerður til að öryggja frið og NY BOK EFTIR HALLGRÍM PÉTURSSON. Síra Sigurbjörn Einarsson dósent hefur valið sálmana úr ljóðum síra Hallgríms öðrum en Passíusálmunum og gefið út í sama broti og formi og hin afar vinsæla vasaútgáfa LILJU af Passíusálmunum. Sálmasafn trúarskáldsins góða verður ásamt Passíusálmunum ferm- ingargjöfin í ár. Bókageroin í varnarskyni, ætti það að vera auðsætt, að það er víðs fjarri að ísland liverfi frá friðarbug- sjón sinni, héldur sé þátttakan í bandalaginu þvert á móti bæði til þess að undirstrika frið arhugsjónir íslendinga og einn ig til þess, ef til ófriðar kæmi, að öryggja landið og frambúðar sjálfstæði þess og frelsi. Barátta fimmtu herdeildarinnar. Við lifum á einbennilegum tímum falsaðra hugtaka, skefja lausra blekkinga og ofstækis- fulls og hatrams áróðurs. Hug myndakerfi einræðisaflanna, nazismans og kommúnismans, hefur rutt sér geigvænlegar brautir með þjálfaðri, skólaðri og skefjalausri málýtni. Það, sem áður var, og með ótvírseð um rétti og sannindum, kallað óskorað einræði og ofbeldi, er nú í skóla kommúnismans, nefnt fullkomið eða einbeitt lýðræði, og jafnvel til þess að gera það ennþá aðgengilegra, al þýðulýðræði. Það, sem áður var með réttu kölluð einsýn föðurlandssvik og stiga- mennska, er nú á máli hinnar nýju einræðisstefnu, konrrnún ismans, kallað föðurlandsást og barátta fyrir hagsmunum þjóðarinnar. það er einmitt þetta sem íslenzk alþýða hefur kallað, og það með réttu öfug- mæli. Aldrei hefur þetta komið bct ur í ljós en í ofstækisfullri og örvinglaðri baráttu íslenzkra kommúnista, og einstakra fyigi fiska þeirra* gegn þátttöku ís- lands í öryggis- og friðarbanda lagi lýðræðisþjóðanna. Þar er öllum nöfnum öfugmælanna beitt í örvæntingarfullri baráttu kommúnista til þess að fjar- lægja íslendinga samstarfi við lýðræðisríkin, um leið og keppt er að því,. að land okkar sé opið, varnar- og samherja- laust, ef því einræðisríki, sem lagt hefur undir sig mörg lönd og ríki, með tugum millj. íbúa, auk þess sem fjölmörg önnur ríki og lönd eru. nú háð valdi þeirra og geðþótta, þó formlega séu frjáls — ef þessu sama einræðisríki þætti sig'ur- vænlegt að ná íslandi á sitt vald. Þessi fimmta herdeild í öllum löndum, kommúnistar, skreyta sig' á skammarlegan hátt nafni föðurlandsvinanna, um leið og þeir blygðunarlaust og með fyllsta ofstæki reka erindi austræns einræðisríkis, gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar. í öllum lýðræðisríkjum Vest ur-Evrópu, hafa kommúnistar barist hatramri og ósvífinni baráttu, þar sem ekki hefur verið skirrst við að beiia of- beldi gegn þátttöku þessara ríkja í friðar og öryggissamtök um Atlandshafsbandalagsins. En það er vissulega ekki torráðin gáta, hvers vegna fimmtu her deildirnar fylkja liði. Boðið frá Moskvu ræður þar öllu um. Þegar blásið er í hinn austræna lúður, þeysa fylkingarnar íram, fullar ofstæki og ofstopa og sjást hvergi fyrir. Og þeir „nyt sömu sakleysingjar“, sem taka sér stöðu í þessari fylkingu eru vissulega verðir meðaumkun- ar; þeir vita ekki hvað • þeir gera, ef þeir þá ekki eru ánetj ■ Framh. á 7. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.