Alþýðublaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 29. marz 1949, Mesta Sineykslismál sögunnar síðan á dögum syndafaösins. Leynisamningur á döfinni milli andspíriíusista ann- ars ve?ar og valdaista í bæjarstiórn hins vegar. Allir bæjarbúar verða að rísa upp sem einn og hál'fur maður til andmæla ’gegn ofbe'Minu. Eiirkarosafrétt Brotinna penna. Þjóðviljanum og mánudagsblaðinu stranglega bönnuð eftirprentun með jafn stcrietruðum fyrirsögnum. Andspíritusistar hafa nú haf- ið leynisamninga við valdaista í bœjarstjórn, sem inunu, ef þeir ná fram að ganga, valda ó- heyrilegri frelsisskerðingu, item takmörkun á persónulegu ákvörðunarfrelsi. Verða bæjar- búar nú þegar að sameinast í eina volduga Ríkisvarnarhreyf- ingu, til verndar þessum frum- réttindum vorum. Prívatspíón vor hefur komizt að því eftir venjulegum leka- byttuleiðum, að mikið makk standi nú yfir milli forustu- manna andspíritusista og valda- ista í bæjarstjórn. Hafa þeir setið á leynifundum að undan- förnu á helztu opinberum sam- komustöðum bæjarins og rætt mál sín svo hátt, að hverjum ó- vitlausum manni hlaut að vera ljóst að þeir ræddu hin leyni- legustu leyndarmál. Samkvæmt því, sem prívat- spíón vor segir, hefur kunningi hans einn, sem er kunnugur stúlku, sem kunnug er manni, sem heyrði mann segja, að efni leynisáttmála þess, sem þarna væri á döfinni, mundi vera hvorki meira né minna en það, að blanda antibnspillunum frægu í Gvendarbrunnana skömmu fyrir jól! • Þarna er með öðrum oroum rás á þann sjálfsákvörðunarrétt rás á þann sjálfskvörðunarréít manna að drekka sig fulla! Það er gamall og þjóðlegur siður allra íslendinga, þar á meðal Reykvíkinga að ,,fá sér á jólapelann“. Á síðustu árum hefur þessi siður haft tvöfalt gildi: Hann hefur viðhaldið þjóð- Iegum erfðum á þessum miklu nýjabrums- og umrótatímum og verið ein okkar skeleggasta vörn í baráttunni gegn hinni ó- þjóðlegu og aðfluttu „hanastéls- menningu", — og hann hefur létt byrðar skattgreiðandans til muna, þar eð hver sopi hefur þýtt nokkurra aura frjálst fram lag til Ríkisins, sem síðan hafa runnið til ríkisins. Reykvíkingar! Eigum við að þola, að einn vor helgasti réttur sé þannig fótum troðinn! Eigum vér að þola, að þjóðlegir siðir feðra vorra og langfeðra séu þannig einskisvirtir! Eigum vér að þola, að örfáum mönnum líð ist þannig að gera fruntalega á- rás á hagsmuni Ríkisins, sem síðan hlýtur að bitna á ríkinu! Nei! Hefjum undirbúning svo kröftugra anamæla, að þeir þori ekki að hreyfa málinu! Stofnum volduga Ríkisvarnar- hreyfingu. Gefum út blöð, flug- miða og höldum útifundi! Sameinumst til andmæla! Myndum skjaldtaorg um rétt- indi vor og fornar siðvenjur! BÖ — BÖ — I. Aldrei, aldrei skal þeim fjötrum smeygt á hendur vorar að vér ekki megum lyfta flöskunni að vörunum og teiga skál þess dags sem smýgur úr greip vorri II. Þér sem viljið firra oss ekki aðeins nautn lífsins heldur og Dauðans yður mistekst vér svölum ölvímu þorstanum í samsölumjólk á meðan þið gefið ekki kúnum antabus Og síðan drekkum vér skál kúnna En baulum á ykkur Leifur Leirs. Vicki Baum HOFUÐLAUS ENGILL ast og línurnar milli skugga og ljóss ekki eins skarpar, og skýið uppi á tindi La Sirena var farið að breyta um lögun. Það- ljóm- aði næstum eins og önnur sól. Hitinn fór vaxandi. Fólkið leit á þetta litla ský, skyggði hönd fyrir augu og vætti á sér varirnar. ,,Ojalá“. sagði fólkið í Guanazuato, ojalá, að það mætti rigna, að það færi nú að koma væta. Reykurinn frá hinum mörgu viðarkolaeld- um, sem hádegismaturinn var soðinn við, steig ekki upp. Hann dreifðist út eins og fín- gerð móða, sem var kyrr í loft inu og sums staðar svifu stærð- ar sótflygsur um, án þess að detta niður. Ramur reykjarþef- urinn hélzt við í loftinu, og allt í einu, eins og gefið hefði verið merki, byrjuðu asnarnir í Me- son E1 Refugio að rymja á sinn ámátlega hátt. Stuttu seinna varð skyndi- lega litarbreyting í hlíðunum. Venjulega voru hinir stóx’u, stinnu kaktusstönglar eins og þeir væru úr tini, tilsýndar að sjá, og sló á þá málmgrænum lit; en nú sló á þá um stund gulum lit og svörtum, og svo urðu þeir allt í einu gráir, eins og þeir væru að fölna og deyja fyrir augunum á manni. Þvott- ur, sem hengdur hafði verið á snúru milli tveggja kofa, hafði verið hvítur, rauður, skærblár og bleikur fyrir andartaki, en nú var skyndilega eins og allur litur væri strokinn af og hann virtist vera bara gráar druslur. Gríðarstór, purpurarauður skýja bakki kom yfir La Sirena og ýtti litla skýinu, sem þar hafði verið um morguninn á undan sér eins og hugrökkum fram- verði. Sólin skein enn þá. Hópur af svartþröstum flaug upp í loftið og settist aftur með miklum ysi á slakar greinar pipartrésins. Litla skýið var nú komið fyrir sólina og vafði hana blæju sinni. Mjög langt í burtu, kannski alla leið hjá Santa Rosa, heyrðist óljóst í þrumum; það var líkast því eins og gamall maður væri að muldra blótsyrði ofan í barm sinn. Hæðir og tindar, sem um- kringdu borgina, virtust allt af færast nær, svo nærri að það virtist hægt að snerta þá útrétt- um fingri, og hrópin sem múl- rekinn var a,ð kalla til dýranna sinna á leiðinni upp gamla veg- inn frá San Miguel, heyrðust greinilega á Mayortorginu. Enn þá sást í ljósleita rönd af heið- urn himninum út við sjóndeild- arhringinn í vestri, en skýin náðu henni brátt. Sólin hélt á— fram að skína á bak við skýin og brá gulum bjarma á gráar hæðir, kletta, þök. Fimm dúfur sem flugu upp af klukkuturn- inum í San Diego, urðu eins og glitrandi eldneistar að sjá við gráan himininn. Skýin virtust ekki breytast neitt, en þó var eins og þau hjúpuðu allt. Hitinn var farinn að minxxka og það var þefur af brenndum hálmi í loftinu og erfitt að anda því að sér. Klukkan þrjú hringdu kirkju klukkurnar eins og venjulega, og þær virtust einnig vera allar mjög nálægt og slá mjög hátt í hinni annarlegu kyrrð. Þá steypti sér allt í einu vot, köld vindhviða yfir borgina og kom alveg lóðrétt niður, líkt og hún kæmi gegnum reykháf eða göng. Hún reif hatta af nokkrum mönnum og feykti þeim upp í loftið. Á torginu feyktu hvirfilbylj- irnir upp rykinu eins hátt og krossinn á gamla turninum á Parroquivalkirkjunni og sleptu því svo. Engin önnur vindhviða fylgdi hinni fyrri; höttunum var náð og rykið séttist aftur hægt á jörðna. Stundarkorn hafði sést í silfur lita neðri fleti blaðanna á trján um í San Diego, en nú héngu þau máttlaus niður a’ftur. Fólk!--' ið nam staðar á götunum og horfði upp í himininn, sem grúfði yfir þeim, líkt og himinn á leiksviði, sem hefur verið lát- inn síga niður með köðlum. I sumum höllunum höfðu hlerarn ir verið settir fyrir gluggana. Ódaunninn úr árfarveginum var orðinn næstum óþolandi. Skýin yfir La Sirena voru orðin svört núna. Þó sló á þau dökkleitum roða, og hér og þar glytti í ljós- ari, minni ský eins og flekki á kvið ógurlegs, risavaxins dýrs aftan úr forneskju. Þrumurnar fyrir handan La Valenciana voru enn fjarlægar, óljóst muldur. Bláhvítur elding arbjarmi rann yfir hákambinn á La Sirena líkt og á Jandakorti. Þruman heyrðist ekki fyrr en mörgum sekúndum síðar og vai’ mjög há; um leið byrjaði að rigna. Nokkrir stórir og ískaldir regndropar féllu niður í göturn- ar og fólkið rétti út hendurnar og lyfti andlitunum. Gracias Dios, sagði það. Guði sé lof og öllum heilögum Regn! Loksins! Þökk sé hinni heilögu mey, og Senor Jesús Cristo, regn! Göturnar gleyptR í sig vatnið . rykið varð dekkra af vætunni. Það glampaði á götusteinana og reykurinn kom í strókum frá flötum húsaþökunum. Eftir fimm mínútur stytti upp, mjög snögglega eftir svona langan undirbúning, allan dag- inn. Það voru þrumur og eldingar nú í öllum áttum, og fólk flýtti sér heim til sín; dyrum var skellt í lás, börnin voru dregin inn í dimma gajigana, þvottar- snúrur voru dregnar niður. lok- in og hlemmarnir voru tekin a£ brunnunum og fátæka fólkið setti út allar kirnur, sem það átti. Loftið var alveg grafkyrrt og það var látúnsbragð og lát- únsglampi alls staðar. Hinn mjúki, rósrauði litur húsanna, hinar skrautlegu framhliðar kirknanna og tunianna, gráir veggir og brýr og grænar kakt- ushæðirnar, blóðrauðar geraní- ur á bláum svölunum og brún- leit og gulleit andlit fólksins var allt orðið gegnsýrt af þessum einkennilega,, draugalega látúns glampa, sem fylgdi storminum, sem var í vændum. Tveir hestar stukku ólmir yfir torgið. Múldýr hlaðin siifri voru rekin áfram með hrana- legum köllum og barsmíð heim í skýli sín. Það var einhver uggur og’ skelfing í loftinu, og kirkju- klukkurnar slógu fjögur. Þá- var í einu vetfangi þessi guli bjarmi strokinn af yfir- bragði boi-garinnar, nóttin datt á, og stormurinn skall yfir. Ég sat niðri í lesstofuni, þeg- ar myrki’ið kom með slíkum há- vaða og gauragangi, að það var engu líkara en að heimurinn hefði rekizt á aðra stjörnu og væri að brotna í mél. Þetta var eins og ragnarök og alger tor- tíming. Veggirnir hristust og skulfu eins og hleypt hefði ver- ið af þúsund fallbyssum. Þrumu gnýrinn rann saman við slvruðn ingana og hávaðann í steypi- reginu, og æðisgengin skothríð haglélanna drukknaði í ýlfrandi ofsa stormsins. Það brakaði í loftbitunum; húsið virtist lyft- ÖRN ELDING KÁRI: Hvða eigum við að taka til bragðs, maður? PRÓFESSORINN: Við verðum að hraða okkur héðan á brott,. áður en það skeður. ÖRN: Við getum það ekki. Við getum ekki skilið þetta fólk eftir — — PRÓFESSORINN: Ég er brezkur þegn; ég hef lokið starfi mínu og rannsóknum hér------ ÖRN: Hvar er flugvélin? PRÓFESSORINN: Komið með mér!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.