Alþýðublaðið - 09.04.1949, Blaðsíða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 9. apríl 1949.
I „Hótel N. N.“ til lengdar, •—
fleiri uppástungur, þér orðhögu
menn! Hótelið verður að fá
glæsilegt nafn, — upp á land-
kynninguna.
EITT LÍTIÐ VORDIKT
Samkvæmt myndskreyttri
morgunblaðsfrsgn
er lóan nú
loksins komin
og samkvæmt þjóðsögn
sannar koma hennar
að veturimi sé liðinn
og vorið komið.
Og í norðanélinu
geng ég brosandi
götur mínar
og þegar haglkornin
særa hörund mitt
brosi ég gleitt
og hvísla fagnandi:
„Æ, þetta ólukkans
ekki sen mýbit — — —“
því að lóan er komin
samkvæmt myndskreyttri
morgunblaðsfregn.
Leifur Leirs
(poet meterol.)
HÓTEL N. N.
Alltaf eru mér að berast bréf
með uppástungum að nafni
Keflavíkurhótelsins, enda má
með sanni segja, að ekkert
vandamál sé nú jafn aðkallandi
með þjóð vorri og þessi hótel-
skírn. Þakka ég öll þessi bréf,
en þau skipta hundruðum.
Langflestir stinga upp á nöfn-
unum „Hótel Vík“, ,-HóteI
Keflavík“ eða ,,Hótel Annes“,
en svo hafa einnig borizt uppá-
stungur eins og „Hótel Hali“,
— sem er öldungis ófært, þar
eð það minnir um of á ..hala-
negra“, sem westmenn að
minnsta kosti hafa lítið álit á,
sumir hverjir; „Hótel Þjóð-
vörn“, sem er snoturt nafn, fer
vel í munni, hefur á sér hug-
sjónablæ og væri mjög vel fall-
ið til notkunar í auglýsinga-
skyni; — og svo eru önnur, sem
eru langsóttari að merkingu,
eins og til dæmis , Hótel Hreiðr-
ið“, en bréfritari telur það
nafn einkar táknrænt, þar eð
flestír gestirnir muni verða
eins konar farfuglar. Einhvér
skortur á glæsileik finnst mér
samt vera við þetta nafn, enda
gæti það orðið til þess. að sá
dómur íesíist. við gestina, að
þeir væru hálfgerðir fuglar. i
En ekki getum við notast við '
BRIDGEMÓT
Þessa dagana stendur yfir
Bridgemót mikið í bænum.
Eigast þar við sveitir mestu
„spilafífla“ hér í bæ og auk
þess úr helztu kauptúnum
landsins. Eru þar sett íslands-
met á hverjum degi eins og í
sundhöllinni, og sjálfsagt líka
eitthvað af veraldarmetum.
enda þótt þess sé ekki getið
vegna þess íþróttayfirlætisleys-
is, sem jafnan einkennir okkur.
Verður keppni þessari haldið
áfram unz einhver sveitin fær
tvo tígulkónga í spilið, og á sú
sveit, sem fær þá, að fljúga til
Parísar og taka þar þátt í
keppni, unz tveir Gaular gera
vart við sig. Að fengnum tveim
tígulkóngum hér, halda hinar
sveitirnar áfram, unz einhver
þeirra fær tvo laufagosa, og fer
sú sveitin til Færeyja og spilar
þar síðan við neggvana. þar til
„grindin kemur“ í spilið.
Að sjálfsögðu verður þessi
spilamannautanför íslandi og
íslendingum til hins mesta
sóma og frábær landkynning.
Fróðir menn spá því, að ekki
komi til mála annað en okkar
menn sigri frönsku spilafíflin
eins og að drkeka, enda hefur
það löngum þótt sannað mál. að
vér stæðum öllum öðrum þjóð-
um framar að hvers kyns
fíflsku. Þá verður það og ekki
ónýtt „upp á landkynninguna“,
þegar fararstjórar taka að
fræða franska fréttamenn á
því, að til forna höfum vér ver-
ið svo mikil spilafífl. að spil-
endurnir hafi spilað sjálfa sig í
kaf, og að enn séum við það
magnaðir í fíflskunni, að allt
útlit sé fyrir, að afkomendum
hinna fornu , garpa“ takist að
hnekkja metinu og spila þjóð-
ina gervalla á slíkt bólakaf, að
met verði talið, enda séu nú
tígulkóngarnir í þjóðarspilinu
orðnir legíó, — og gosarnir þó
snöggtum fleiri. Hvað við segj-
um Færeyingum er annað mál.
Að minnsta kosti verður það að
vera öðruvísi orðað. til þess að
þeir telji það fréttir, — þeir
þekkja okkur, neggvarnir.
Útbrelðið
Mþýðublaðið!
Vicki Baum =
HOFUÐLAUS ENGILL
margt að sjá af þakinu á hinu
látlausa heimili okkar, því að
þaðan sást þar sem tvær ár
mættust og brúin yfir þær, sem
öll umferð til og frá námunum
Iá yfir.
Lífið á þjóðveginum, sólin á
götuhellunum, blómin, turnarn
ir, trén, dýrin, fólkið; mennirn
ír í skinnfötum sínum. Drukkn
ir námumenn á laugardags.
kvöldum, sem hölluðu sér hver
upp að öðrum til stuðnings.
MúLrekarnir og múldýrin, töfr
andi ungir menn í aðskornum
jökkum, hnepptum silfurhnöpp
um, og þröngum buxum, að
sýna hestana sína. Hermennirn
ir á hestbaki, í fylgd með lest
um,-sem voru að flytja silfur,
og þeir voru mjög hermannleg
ir með háar einkennishúfur og
Ieðurreimar undir hökunni. Og
lengra níður með veginum, veit
ingahúsin og krárnar, alveg eins
og klippt út úr bók eftir Miguel
Cervantes, í bókasafni föður
míns, grísirnir sofandi í dyrun
um, svo að ferðamennirnir urðu
að stíga yfir þá, skáhallir geisl
ar sólarinnar í húsagörðunum,
hnakkarnir hangandi við dyrn
ar, og inni fyrir sungið eða bar
izt, eða gömul kona var að
skammast eða maður að bölva.
Lyktin, hljóðið og allt, sem var
að sjá á þessum vegi til og frá,
heimsins ríkustu námum, ó það
líf á þessum vegi sætleiks og
silfurs, ó það ljóta, daunilla,
óhreina og þó dásamlega, auð
uga líf, sem aldrei gleymdist.
Þarna upp frá, handan vegar
ins, gnæfðu hinar vingjarnlegu
blámáluðu svalir La Rosauru.
Á daginn var það rólegast af
öllum húsum, en á kvöldin var
það lýst upp með þrem fögrum
koparljósum, og hljómlist og
söngur barst stundum upp í her
bergið til mín, þar sem ég gat
ekki sofið vegna þess að Felipe
var þar uppi. Það var skiljan
legt, að jafnvel nú, þegar svona
var komið fyrir okkur, mátti
ég aldrei stíga fæti mínum þang
að upp. En La Rosaura kom oft
að heimsækja mig, oftar og oft
ar eins og Felipe dvaldi fleiri
og fleiri nætur í húsi hennar.
Hún kom stikandi niður brekk
una og bar fílabeinsstafinn
sinn glæsilega, með hið glott,.
andi andlit Cocos í hendinni,
fremur vegna fordildar en til
stuðnings, hún var eins og stærð
ar fjall, en létt á fæti eins og
hraust ung sveitastúlka. Aldrei
kom hún inn í litla húsið okkar
svo, að hún væri ekki með eitt
hvert gamanyrði á vör, bros_
andi, eða færði mér einhverja
gjöf.
„Mig langaði að sjá þig,
Neuita Linda“, var hún vön að
segja. „Það er orðinn ávani
hjá mér að sjá þig, verri en að
reykja eða drekka. Ef ég sé
ekki einhverja ögn af þér um
hádegið á hverjum degi verð
ég alveg eirðarlaus".
Þetta var sagt af einskærum
g'óðvilja, af þeim hæfileika, sem
Goethe mundi hafa kallað hæ_
versku hjartans. Því að vafa_
laust var það ég, sem var ein_
mana og eirðarlaus.
„Góður guð á himnum“,
sagði hún oft. „Hvað þú ert
falleg í dag, barn. Ég vildi að
ég væri karlmaður — en svo,
ef ég væri karlmaður, þá yrði
ég að hengja mig, því að þú
ert alltof trú þessum blessuðum
Felipe þínum. Svona, lofaðu
mér nú að setja svolítinn lit á
kinnarnar á þér —■ og hérna,
ég kom með þessa knipplinga
pjötlu. Ég hef ekkert að gera
með hana, segi ég þér satt.
Hvernig heldurðu að þessi
knipplingapjatla líti út á mín
um barmi?“
„Þakka þér fyrir, Rosaura,
þakka þér kærlega. Það líður
ekki svo dagur, að ég þurfi
ekki að þakka .þér fyrir eitt
hvað“.
„Por nada“, sagði hún alltaf.
„Það er ekkert“.
Hún færði mér ávexti og
fugla, blóm og lyf, rauðar ger
aníur, körfu fulla af stórum,
nýjum kalkúnseggjum, vín_
flösku, uppskrift á sérstökum
spönskum rétti, sem Felipe
hafði talað um, og hún lét mér
fúslega í té af nægtum vizku
sinnar og reynslu.
„Hann Felipe þinn — slær
hann þig? Berst hann við þig?
Það er gott. Það er góðs viti.
Það. bezta, sem þú getur kosið.
Karlmenn eru skrítnari en ap
ar. Mér geðjast vel að karlmönn
um, en það er mín trú, að guð
hafi skapað þá vegna þess að
hann hafi langað til að skapa
skepnu, sem hann gæti hlegið
að. Að taka karlmann alvar_
lega, er sú mesta skyssa, sem
nokkurn getur hent. Ég er að
tala um karlmenn, barn. Ástin
— það er dálítið annað. Ástin
er það alvarlegasta, sem til er,
og líka það fágæt.'-.sta, þú elsk
ar Felipe þinn, þú elskar hann
enn þá, er að ekki? Og hann?
Já, ég er viss um að liann elsk
ar þig eins mikið og áður, þrátt
fyrir allt —“ sagði hún oft,
og svo starði hún á mig og
gegnum mig, og bros hennar
hvarf og stóra andlitið á henni
varð eins og myndin framan á
leiktjöldunum í leikhúsinu í
Weimar.
„Hvers vegna gerirðu þér
svona mikið far urn að ég haldi
ást Felipes?" spurði ég hana
einu sinni. „Hvað snertir það
þig? Hvað er ég þér? Og hvað
er hann nema viðskiptavinur
þinn?“
„En barn, skilurðu ekki? Ég
hef séð svo mikinn hórdóm um
mína daga og tekið þátt í hon
um sjálf. Það verður erfitt fýr
ir mig, þegar ég kem á fund
Sankti Péturs og bið hann um
að hleypa mér inn í himnaríki.
„Þú saurlífa fitubákn", mun
hann segja við mig, „þú, sem
hefur breytt út sjúkdóma, þú,
sem hefur auðgazt á syndinni,
þú gagnslausa óbyrja, sem hef
ur spillt mönnunum, er ekkert,
sem þú getur sagt þér til máls
bóta?“ Og þá ætla ég svara
honum: „Kæri herra Sankti
Pétur, dyravörður himnaríkis,
vissulega hef ég unnið eitt góð
verk, þótt ég sé skepna og sið_
laus, þá gat ég alltaf þekkt
sanna ást, hvar, sem ég sá hana,
og ég igerði .allt sem í mínu
valdi stóð til að bjarga henni
og vernda. Og þar sem ég var
hóra, eins og þú réttilega kall
ar mig, þá var ég kannske enn
betur til þess fallin að gæta
hennar og vernda, heldur en
nokkur af þínum flekklausu,
kvnlausu, daufgerðu og alger_
lega óreyndu englum, gæti hafa
gert, amen“, og þá getur verið
að Sankti Pétur leyfi mér að
koma inn.“
S
s
Jóns Baldvinsonar forseta ^
ÍMinningarspjðld
tfást á eftirtöidum stöðum:^
^ Skrifstofu Aiþýðuflokksins. •
^Skrifstofu Sj óm annafélags ?
SReykjavíkur. Skrifstofu V. r
S K.F. Framsókn. Alþýðu- ^
Sbrauðgerðinni Laugav. 61, ^
Si Verzlun Valdimars Long-,
SHafnarf.. og hjá Sveinbirm S
jOddssyni, Akranesi. . S
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING