Alþýðublaðið - 20.04.1949, Page 5

Alþýðublaðið - 20.04.1949, Page 5
Miffvikutlagur 20. apríl 1949. ALÞÝÐUBLAÐSÐ '5 xa ARIN eftir 1930 voru merki legt tímabil í sögu íslenzkrar Ijóðagerðar. Þá komu fram á sjónarsvið bókmenntanna mörg ný og efnileg ljóðskáld. Sum þeirra eru þegar orðin lands^ kunn, önnur hafa gefið góðar vonir, þótf enn sé ekki sýnt, hvort þeim endist þróttur og hœfni til frægðar og frama. Vilhjálmur frá Skáholti var í tölu þessara eftirtektarverðu nýliða. Fyrsta ljóðabók hans, ,,Næturljóð“, kom út 1931. Það Var að ýmsu leyti sérstæð byrj andabók, og „Vort daglega brauð“, sem kom út fjórum ár_ Um síðar, leiddi glögglega í ljós, að Vilhjálmur var skáldefni, sem líklegt var til afreka. Beztu kvæði þeirrar bókar voru óvenjulega persónuleg. Bókinni var ágætlega tekið. Hún kom út í tveimur útgáfum, seldist upp á skömmum tíma og hlaut að verðleikum vinsamlega dóma i blöðum og tímaritum. Það mátti því ætla, að hinn ungi höfundur legði áherzlu á að ná settu marki. En Vilhjálmur frá Skáholti fór sér í engu óðslega. Hann virtist um skeife hafa ' lagt Ijóðagerðina á hilluna, og það bárust engar fregn. ir af því, að hann hygðist helga annarri listgrein starfskrafta sína. En eftir ófriðarlokin fóru að birtast eftir hann kvæði á ný, og nú, þegar nær fjórtán ár eru liðin síðan „Vort daglega brauð“ kom út, hefur hann sent frá sér nýja ljóðabók, „Sól og menn“. * Það er fljótséð, að „Sól og menn“ er samfelldasta og svip mesta ljóðabók Vilhjálms frá Skáholti. Hann hefur mótazt mikið á árunum síðan „Vort daglega brauð“ kom út, er orð inn þroskaðri og lífsreyndari, færist meira í fang og kann betur fil verks. Megineinkenni hans eru hugkvæmni og snerpa. Áður minntu kvæði hans á tón list, nú bera þau svip og blæ málverksins. Vilhjálmur bregð ur upp skýrum myndum, og efnisval hans vitnar um ríka skáldgáfu. En hann er misjafn Iega vandvirkur og vegna þess, hve hann notar mikið sömu lit ina, virðist hann einhæfari en góðu hófi gegnir. Lengri kvæði bókarinnar mynda naumast þá listr.ænu heild, sem þurft hefði að vera. Höfundur, sem yrkir kvæði eins og Ættjarðarljóð og Tvö veglaus börn, sannar ótví_ rætt skáldgáfu sína, en þar skortir þó herzlumun. En í smá kvæðum bókarinnar er hinn list ræni árangur mun meiri. Mörg þeirra eru fagur og sérkennileg ur skáldskapur, sem vitnar um sjálfstæðan og persónulegan höfund. Kvæði uffl danska ást, Dúna, Veraldarljóð, Mín fyrsta Vilhjálmur frá Skáholti. ást, Hin góða kona, Bæn, Sól_ skinsdagur, Landnám og Gömul mynd eru ljóð, sem verða les_ endum minnisstæð, en þó fyrst og fremst fyrirheit þess, að Vil hjálmur frá Skáholti muni eiga sér framtíð sem skáld, ef hann heldur áfram ag þroska hæfi leika sinn og rækja gáfu sína. Þegar smekkvísi Vilhjálms frá Skáholti svarar kröfum efn isvals hans og lýsingarhæfi_ leika, er hann kominn í röð beztu ljóðskálda okkar. „Sól og menn“ sker úr um það, að þenn an listasigur getur hann unnið, ef hann leggur sig allan' fram og fær notið þeirrar aðstöðu, sem til þess er nauðsynleg. Vil hjálmur er í rauninni mun meira skáld en heildarmynd þessarar nýju bókar hans sýnir, svo góð, sem beztu kvæði henn ar þó eru og svo skemmtileg til breyting, sem að henni er. Hann er vaxandi skáld og snarpur fullhugi. Hann Verðskuldar þœr vinsældir, sem þessi nýja bók hans mun færa honum, og þann framtíðarsigur, er hann hann kemur til með að vinna, ef allt fer að vonum. Helgi Sæmundsson. og heiiur Teiilumatur sendur út. um allan ba? QfT.n Xr trfSKTTTt Heyrf og lesið. í AR verður margs að minn- ast fvrir unnendur bókmennt- anna. Sænski snillingurinn Au_ gust S+rindberg og norska stór- skáldið Alexander Kielland hafa báðir þegar átt aldaraf- mæli. í ágús': eru liðnar tvær aldir síðan þýzlci meistarinn Johann Wolfgang Goethe fædd_ ist. Norðmaðurnn Knut Hamsun verður níræður á árinu, Banda ríkjamaðurinn Edgar Lee Mav- ters, Daninn Martin Andersen Nexö og Svíinn Bo Bergman verða áttræðir. Bretinn Win_ ston S. Churchill verður 7a ára og Norðmaðurinn Arnulf Öv- erland og Svíinn Bertil Malm- berg verða sextugir. SÆNSKA skáldkonan Elin Wagner lézt skömmu eftir ára- mótin, og í síðastliðnum rnán. uði var Harry Martinson kjör- inn til að skipa sæti hennar í sænska akademíinu. Hann er fyrsta öreigaskáldið, sem hlýt- ur þessa sæmd, og vafalaust þykir, að meginástæðan fyrir því að Martinson varð fyrir valinu, hafi vsrið síðasta bók hans, „Vagen till Klockrike". sem kom út um iólaleytið i vetur og hefur fengið frábær- lega lofsamlega dóma. Harry Martinson er hálf. fimmtugur að aldri, fæddur 1904 og yngstur af þeim fjór- um rithöfundum Svía, sem eru forustumenn öreigaskáldanna þar í landi. Hann er sex árum yngri. en Vilhelm Moberg. fjór- um árum yngri en Eyvind John son og þremur árum yngri en Ivar Lo-Johansson. Martinson var lengi í fórum áður en hann gerðist rithöfund. ur og sigldi um öll Leimsins höf. Hann kom á þeim árum til Reykjavíkur, og hér gerist þátt urinn Ernir í Reykjavik í ferða bók hans Resor utan mál. Fyrsta bók hans kom út 1929. Hann hefur skrifað ljóð, smá- sögur skáldsögur og endur. minningar jöfnum höndum. ÞJ ÓÐVILJINN er átakan- lega óheppinn með frðmhalds- sögur í seinni tíð. Sú, sem nú er, nefnist „Keisararíkið Azan- ia“ og er eftir brezka rithöfund inn Evelyn Waugh Segir þýð. andinn í gjafabréfi þar sem hann ánafnar blaðinu jiýðii.'gu sína, að hann t.elji rel við eiga, að bókin komi hér út i valdatíð núverandi ríkisstjörnar, þ\í að margt sé líkt hér og í negra- ríkinu Azaníu! Enpr vöíiir, ekkerf (H — segja kaupmennirnir. En þúsundir manna lesa dagblöðin á hverj- um degi, og fyriríæki sem þekkja hug fjöid- ans, halda áfram að auglýsa öðru hverju, til bess að minna fólkið á það, hvar vörurnar muni fást, þegar þær kcma aftur. Firmanafn, sem er á vörum fjöldans, er margfaldur arður fyrir hóf- legt auglýsingaverð, sem vel er varið. Mglýsið í Áfþýðu! — Hringið í síma 4900 og 4906. — Saga þessi korri út í heima- landi höfundar 1832, og það dylst ekki að tilgangur hennar i er að sanna, að írumstæð sn>á- ríki eigi engan rétt !il sjálfstæð- is og fullveldis. Síðar kom bet- I ur í ljós, hvað olli þessari af stöðu höfundarins. Eveiyn j V/augh varð sem sé f asisti á ár- unum fyrir síðari heimsstvrj- ! öldina, og í bók sinni , Waugh ; in Abyssinia“, sem kom út I 1936, lofaði hann innrás svart- stakka Mussolinis í Abessmíu af ósvífinni aðdáun og gekk feti lengra í þjónkun við sama málstað og hann veitti lið á dulbúinn háít í „Blaek Mis- chief“, bókinni, sem nú er framhaldssaga Þjóðviljans! Þó má Waugh eiga það, að hann snerist frá villu sinni um líkt leyti og vinátta tókst með Hitler og Stalin. Síðar tók hann kaþólska tru, og hún mun hafa verið andlegt athvarf hans á styrjaldarárunum og síð'an. Svo báglega tókst Þjóðvilj- anum þegar hann ætlaði að flytja ,,róttæka“ framhalds- sögu. Þá varð fyrir valinu saga eftir fasista og verjanda heims- valdastefnu Mussolinis! Islandskynning Nonnabókanna ÍSLENZK FORNRIT hafa verið þýdd á mörg tungumál, j ég veit ekki hve mörg, en af ritum seinni alda íslendinga | hafa áreiðanlega bækur tveggja _ verið' þýddar á fleiri má’ en rit ‘ nokkurra annarra. Annar þess- ara höfunda er enn á bezra aldri. Það er Kristmann Guð- ! mundsson. Það fer ekki mikl- ! um sögum af þýðingum bóka hans og ekki verður þess vart, að hann frai neinar söluferðir. En skáldsögur hans virðast fara sinna ferða land úr landi — fleiri og fleiri samari. Hinn höfundurinn er nú látinn fyrir fimm árum, séra Jón Sveinsson, sem víðkunnur er undir nafn- inu Nonni. Bækur Jóns Syeinssonar voru fyrir styrjöldina miklu orðnar þýddar á fast að því 30 tungumál. og höfundinum, sem var víðförull með afbrigðum, hafði víðs vegar um heim verið fagnað sem vini vegna þeirra miklu vinsælda, sem bækur hans höfðu aflað honum. Hann hafði flutt þúsundir fyrirlestra um ísland — rneðal annars marga í Japan, en þar voru bækur hans mikið lesnar. Stíil og frásagnarháttur séra Jóns Sveinssonar hefur erlend- is ekki aðeins vakið aðdáun barna og unglinga og þeirra fullorðinna, sem líta fyrst og fremst á þær frá því sjónar- raiði, hve vel þær henta ungum lesendum, heldur hefur og stíllinn mjög verið lofaður af ýmsum bókvísum fagurfræð- ingum, og þá ekki sízt í Frakk_ Landi. Og séu sögur séra Jóns vel þýddar, hrífa þær fyrst og fremsf með heildarblæ frásagn. arinnar, þar sem hvergi gætir í-krúðs eða oflætisvímu, en yfir öllu hvílir rósemi, sem oft nálgast tign, og þó er þessu samfara ævintýralegt glit eftir- væntingar, frásagnargleði og ástar á íslenzkri náttúru — og allt ber svip hreinleika, heil- agrar einfeldni og trúnaðar. trausts á forsjón góðs og almátt ugs föður alls, sem lifir. Að bessu athuguðu verður það hverjum skiljanlegt, að bækur séra Jóns Sveinssonar séu eftir_ læti barna og unglinga, og einnig það að þeir, sem velja bækör handa slíkum lesendum, telji rit Nonna henta með af- brigðum vel. En fullorðinn les- andi nýtur þeirra aðeins að litlu leyti, nema hann stilli við- tæki hugar síns á þá bylgju- tengd, sem útvarpað er á í frá- sagnarstíl böfundarins. Bókaverzlun Ársæls Árna- sonar gaf út á árunum 1922— 28 6 af bókum Jóns Sveinsson.. ar í íslenzkri þýðingu Frey- steins skólastjóra Gunnarsson- ar og Magnúsar Jónssonar pró- fessors. Bækurnar eru löngu uppseldar, en nú heíur ísafold- arprentsmiðja keypt útgáfurétt inn og haíið nýja útgáfu og er Eyrstá bókin, ,,Á Skipalóni“ komin út. Mun Freysteinn Gunnarsson þýða allar sögurn- ar til þess að á þeim verði sami svipurinn. Verða þær bækur 8 — tveimur bætt við, vsem ekki hafa áður komið úí á íslenzku — og mætti ætla, að þær yrðu nefndar „Nonni finnur hamingj una“ og „Nonni segir frá.“ Þá munu og koma út tvær ferða- bækur, sem báðar fjalla um ferðir höfundar um ísland, og þýðir Haraldur. Hannesson Franih. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.