Alþýðublaðið - 20.04.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.04.1949, Blaðsíða 6
ALPYOUBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. apríl 1949. STÓRFENGLEG KVIKMYND. Frá f>-'*ttariíarp vofum í Hollywr'id Eins og mer vita hafa marg- ar merkar so^ulsgar kvikmynd ir verið gerðar í Hollywood. Það þarf ekki annað en .minn- ast á Cecil de Mills og Orson Well'SS því til sönnunar. Þeir eru löngu heimsfrægir fyrir sínar stórmerkilegu sagnfræði og sögulegu stórmyndir. En nú er runnin upp ný .,stjarna“ á þessu sviði þar í borg, og svo hafa fróðir menn um mælt, að lítt muni úr frægð þeirra fyrrnefndu verða, þegar fyr9ta stórmynd þessa sénís gemur á markaðinn, og þeir baeta því við ao mynd þsssi gerbreyti'öllu. •— jafnvel sjálfri mannkynssögunni. Enn er mynd þessari samt ekki það langt á veg komið, að séð verði fyrir endann á öllum stórfenglegheitunum. Samt sem áður viljum vér reyna að seðja forvitni kvikmyndaaðdáenda í hópi lesenda vorra og segja dá- lítið frá efni hennar. Mjmd þessari hefur enn ekki verið valið nafn, en samkvæmt efninu gæti hún heitið . Ast- mey Cesars" eða eitthvað þess háttar. 1. atriffi: Kleopatra í baði. Marmarabaðker. Vatnið ljós. rautt, — þetta er nefnilega lit- filma — þýzk vinnukona strýk. ur bakið á henni með rafmagns nuddara. Kleopatra les Mánu- dagsblaðið. Kleopatra (hvíslar): Ég svaf hjá Cesari í nótt-------- Sú þýzka: Ég líka-------- KleopaW: Ha-----------? 2. atriði: Rafmagnsvekjara- klukkan á náttborðinu við rekkju Cesars hringir. Cesar rís upp við dogg og gætir í kring- um sig. ,,Donnerwetter!“ segir hann og flettir upp sænginni en róast þegar hann sér, að undir henni er enginn nema hann sjálfur. Hann teygír úr sér. Cesar: í dag er 14. maí. Hver fjárinn var það nú aftur, sern ég ætlaði að gera í dag? (Geispar. T'ekur símann og iiringir.) Haiíó, er einkaritar. inn minn við. Sæl, elskan! — — — O ég svaf ekki neitt. Ég var alltaf að hugsa um þig. Heyrðu, — manstu hver skratt- ínn það var, sem ég ætlaði að gera í dag? — — — Ha, hva hva-hva—segirðu? Er það í dag, sem ég á að láta þing- mennina grýta mig til bana. svo að ég verði sjálfur ódauð- legur?---------Heyrðu, segðu mér, heldurðu að þetta borgi sig, upp á ódauðleikann, sko? ,— — — Er nokkuð upp úr honum að hafa meina ég. Og er ekki auk þess déskoti sárt að láta grýta sig?----Heyrðu, já, en geta þingmennirnir ekki eins kastað fúleggjum? Qóða, reyndu að fá þá til þess að gera það! Segðu þeim að ég skuli hækka við þá launin.---------- Og heyrðu, — nú dettur mér snjallræði í hug! Við fáum ein- hvern annan til þess að láta kasta í sig eggjunum. Bjóðum honum bara talsvert go-tt kaup, og svo hreppi ég ódauðleikann og allt það. Ég vil ómögulega falla frá alveg strax. Við erum nýbúiri að fá þýzka vinnukonu Skipspres^urinn (kemur inn eins og eitthvað úr sauðarlegg'. Cesar: Hvern skrambann ert þú að gera hér? Hvers vegna heldur þú þig ekki niðri í iðnó7 Skipspresturien: Ég kom bara til þess að láta þig vita að ég .hevrði þá vera að spjalla um það þarna niður frá, að það væri eitthvert ólag með víxil- inn þinn —-------- Cesar: Hvert þó í — —- líka það — — — Skipspresturinn (um leið og hann gengur út): Mennirnír kasta sínum fúleggjum, — — þeir um það —--------- Kleopatra (kemur inn. Lítur ásökunaraugum á Cesar): Ein- mitt það, já —■ — — Cesar (leggst út af í skyndi. Kippir sænginni upp fyrir höf. uð.) Lok 1. þáttar. Henrik Sv. Björnsson hdl. Málflutningsskrifstofa. Austurstr. 14. Sími 81530. Úra-viðgerðir. Fljót og góð afgreiðsla. Guðl. Gíslason, Laugavegi 63. Sími 81218. Sími 81218. Vicki Baum HOFUÐLAUS ENGILL Ég hafði ekki séð neitt af mylnunni nema háa veggína. sívala varðturnana og vopnaða varðmennina, allar þessu venju legu varúðarráðstafanir, sem gerðu allar námur og mylnur í kringum Guanaxuato líkastar virkjum. En búgarðurinn, sem var þar við hliðina var friðsæll staður. Hann var að því er tnér skildist, eins og Pennsylvania stóð fyrir hugskotssjónum Qua iles, líkt og ég lét mig sfundum dreyma að ég væri komin til Helgenhausen. Hús hans var með risi og hellulögðu þaki, og þetta út af fyrir sig var mjög hressandi, þegar maður hafði ekki haft fyrir augunum annað en flöt þök í sjö ár. Það voru þrjú indæl eplatré, sem áttu erfítt uppdráttar, vatnið streymdi yfir stífluna, með sí_ felldum syfjulegum niði, og ég hafði dvalið í forsælunni og frið sælunni á svölunum þar til sól in var gengin til viðar, En það var ekki neitt frið_ sælt við það, hvernig ég hafði komið þjótandi yfir trébrúna og inn í garðinn á Mingo Creek með bréfmiða, sem Felipe hafði rissað á þessi orð: „Ásrin mín, mér er haldið í varðhaldi í Cabildo. Heimsku_ leeur misskilningur. Biddu Ro berto að ganga í ábyrgð; hann mun vita, hvað hann á að gera. Ép »lska þig alltaf“. Hti á svölunum fann ég Ro_ berto, þar sem hann sat á skyrt utvH og lrs í biblíunni. Ég setti blaðíð, titrandi höndum, fyrir framan hann. ..Hvað á þetta nú að þýða? SMM'ð þér eitt orð í því?“ sþmd' ég upp másandi. ,.Já, ég hugsa ég geri það“, sagði hann seinlega. „I raun og veru, þá var ég alltaf hræddur um að þetta myndí ske. Ég raEfffi Felipe að maður gæti ekki komið nálægt kvikasilfri án þess að brenna sig í fingurna, og ég ætti að þekkja það. , Hv-ð gerði hann? Keypti tollsvikið kvikasilfur? En það ppr allir“. . Já, frú, það er bara ekki svo einfalt. Ólöglegar námur, toPsviV og smygl, það er tiltölu lega mei'laust og alveg afsak avletft. Þegar á allt er litið, þá p óeðlilega mikill skortur á 1asilfri og það getur komið '-ó’v' á glrpstigu, fólkí, sein þn.rf eins mikið á þw að halda og þeir, sem haia þ*tt>, Ef ein hver lög eru brotin að stað_ aldri, þá er það af því, að það er eitthvað athugavert við þessi lög og ef fólk þarf á einhverju að halda af brýnustu nauðsynj um, þá grípur það til örþrifa ráða til að ná í það“. „Þér hljótið að vita, hve Fe lipe hefur verið örvæntingar. fullur þessa síðustu mánuði. Hann hljóp úr einu í annað; hann var — ég veit ekki hvern ig ég á að koma orðum að því — eins og hundelt dýr I skógi“. „Já, síðan Tribunal de la Mineria sýndi honum fram á, að hann mundi missa eignar_ hald sitt á La Ramaita, ef hann gæti ekki hafið vinnu þar inn an þriggja mánaða, hefur hann hagað sér eins og brjálaður mað ur. Mér persónulega fannst þetta ekki mikið tap, en þér vit ið, hve þessi hola, Santa Clara, á mikil ítök í honum, þó að hún sé full af vafni. Ég varaði hann við, eins og ég gat, að vera í félagsskap við þetta dót, en hann vildi ekki hlusta á mig, ekkí hinn mikli Ðon Felipe. Hann vissi, hvernig hann gat grætt hundrað þúsund dali á einu brefti, og það var ekkert sem ég gat gert. Kvikasilfur, þó, þó! Nú hefur hann náð í það“. „Ég vissi þetta ekki, Bert; hann er svo mikill kjáni, hann Felipe! Ef hann hefur verið hræddur um að missa La Ram ita, þó full af vatni sé, þá fer ég að skilja allt. Hún er það eina, sem heldur við stolti hans. Það mætti alveg eins drepa hann, eins og að taka La Ram ita frá honum fyrir fullt og allt“. ),Ég er hræddur um að þér skiljið ekki almennilega enn, hvað hefur komið fyrir, frú. Sjáið þér til, nýlega hefur ræn ingjahóp verið komið á laggirn ar. Kvikasilfri hefur ekki að_ eins verig stolið, heldur rænt með valdi Hermönnunum, sem fylgja _ áttu kvikasilfurslestun. um hefur verið mútað; hermenn hafa verið skotnir. Flokkar hafa sfarfað að þessu um öll helztu héruð landsins, allt norð ur til Senora. Fólk hefur verið drepið út af kvikasilfri, alltof margt fólk, og Feliþe er sjálfur flæktur í þetta. T’að gekk svo langt, að yfirvöldin urðu að grípa í taumana. Og þar er það. Auðvitc.j hefur Felipe haldið að hann væri mjög kænn, en hann hafði ekkert að gera í klærnar á þessum glæpamönnum, sem hann var að manga til við. Hann hefur haldið, áð hann væri að nota þá sem t®eki, með án þeir hafa haft hann að fífli. En ég mundi nú ekki hafa of miklar ahyggjur í yðar sporum frú. Hann er Spánverji, og Gachupini getur brotið hvaða lög sem er í nýlendunum, og keypt sig undan refsingu". „Viljið þér hjálpa honum? Strax?“ Quaile neri pípunni sinni við nefið á sér og sagði: „Nei, ég held ég vilji það ekki. Það vill nú svo til, að ég' hef enga peninga handbæra, og þó að ég hefði þá mundi ég ekki kasta þeim á glæ“. ,,Bert“, hrópaði ég skelfd, „Felipe hjálpaði yður þegar þér voruð í vandræðum“. „Já, frú. En ég komst í vand ræði með heiðarlegum námu_ greftri og yann baki brotnu. en ekki af drykkjuskap eða svalli eða með því að slarka með alls konar dóti. Og ég hef borgað honum hvern einasta skilding', sem hann lánaði mér og meira en það. Ég hef þrælað fyrir hann, og ég fæ ekki séð, að ég skuldi Senor Contreras eirin úr þessari rottuholu La Ramita, eyri. Ég gerði starfhæfa námu fullrí af vatni. og þó að hann léti það allt fara til fjandans eftir að ég fór, þá er það ekki mín sök. Ég færði honum ágóða og meðan allir í kringum mig stólu öllu steini léttara, þá dró ég sjálfum mér ekki agnarögn af eigum hans. Mér þykir það leitt, frú, en svar mitt er neit andi“. „Þér hatið Felipe. Ég vissi það ekki“, sagði ég veiklulega. Hann þrýsti glasi að vörum mínum. „Drekkið þér þetta, þetta er góður drykkur. Ekta Morougahela viský“ sagði hann. „Þér eruð náhvít.“ Þetta vgr sá hræðilegasti drykkur. sem ég hafði nokkurn tíma bragðað. Ejórtán kynslóð ir af ölkæri'm forfeðrum sneru cér við í gröfum sínum og nokkr ir þeirra vir+ust gera það í mag anum á mér. Strax fór mér að hlýna og líða betur en tilefni var til. „Svo að þetfcta er viskýið, sem þér h"fig svo oft talað um. Það er hræðilegt". „Já, en það er gott fyrir yð ur. Það er ekki til betra lyf í ^vivnASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS A ÓRN ELDíNG ÖRN: Við verðum a3 hækka flugið •— og helzt að fleygja út eínhverju áí farminum. PRÓF.: Kemur ekki til mála HERMAÐURINN: Nú heyrði ég enn flugvélargný. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.